Morgunblaðið - 06.01.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.01.1998, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurður Ægisson HVALSKURÐUR á laugardag við Kálkn á Búlandsnesi við Djúpavog, frá vinstri Hálfdán Björnsson frá Kvískeijum, Ævar Petersen og Þorlákur Björnsson. Hvalreki við Djúpavog Skurður gaf engar vísbendingar um banamein Hættir sem ljosmóðir á Höfn eftir 40 ára farsælt starf Tók á móti 708 börnum sem fæddust í sýslunni Homafirði. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjörnsdóttir MÆÐGURNAR Vilborg Einarsdóttir og Laufey Helgadóttir láta af störfum sem ljósmæður á Höfn í Hornafirði. ÆVAR Petersen, hjá Náttúrufræði- stofnun íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hvalurinn, sem rak á land á Búlandsnes við Djúpa- vog, væri af tegund sem sé sjaldgæf hér við land og að því hefði þetta verið merkur fundur. Þá sagði Ævar að þetta hefði verið nærri fullvaxið karl- dýr, líklega ekki alveg kynþroska, en að engar skýringar hefðu fundist á því hvers vegna það hefði drepist. Hvalurinn var í Morgunblaðinu kallaður gáshnallur og var það heiti fengið úr nýlegri bók eftir Sigurð Ægisson um íslenska hvali. Ævar Petersen segist hins vegar vilja nefna tegundina skugganefju, auk þess sem nafnið gæsanefja hafí verið notað um hana. Menn frá Náttúrufræðistofnun fóru austur um helgina þar sem þeir skáru hvalinn. Þeir komu síðan með hausinn með sér til baka auk magans sem notaður verður til rannsókna á því á hverju dýrið hafi lifað. Einnig komu þeir með lungu og lifur og sýni úr vef og spiki sem fara á Hafrann- sóknastofnun til frekari rannsókna. Afgangurinn af hræinu var fluttur frá strandstað úr alfaraleið og von- ast menn til þess að mávar og bakt- eríur muni eyða kjötinu utan af bein- unum. Einnig sagðist Ævar vonast til þess að fólk léti beinagrindina í friði þannig að hægt yrði að sækja hana í vor eða sumar og setja hana upp til sýningar þegar fram líða stundir. ÞÆR Vilborg Einarsdóttir og Laufey Helgadóttir láta nú af störfum sem ljósmæður í Aust- ur-SkaftafellssýsIu. Vilborg lauk námi 1954 og frá því 1957 hefur hún verið við störf í sýsl- unni. Vilborg á mjög svo far- sælt starf að baki og fyrir A- Skaftafellssýslu var hún ómet- anlegur starfskraftur þar sem sýslan var mjög einangruð áð- ur en hringvegurinn opnaðist. Hún hefur alls tekið á móti 708 börnum hér í sýslunni. Þær Laufey og Vilborg eru mæðgur og hafa starfað saman frá 1982 þegar Laufey lauk námi. „Þetta starf hefur verið mér mjög kært og blessunarlega farsælt. Ég hef lifað miklar breytingar í þessu starfí allt frá því að konurnar fæddu heima hjá mér í heimasmiðuðu fæð- ingarrúmi. Þá var ekki einung- is fæðingin sjálf á minni hendi heldur og umönnun öll og þvottar og hafði ég þar að auki mitt heimili til að sinna. Síðar kom svo aðstaða í Skjólgarði, vistheimili aldr- aðra, og á síðasta ári fluttist svo fæðingaraðstaðan á heilsu- gæslustöðina,“ sagði Vilborg. „Stóri draumurinn var nú ekki að feta í fótspor móður minnar en svona æxlaðist þetta og höf- um við átt mjög gott samstarf í gegnum árin. Ég hætti núna því ég hef öðru að sinna og bý auk þess út í sveit. Við mæðgurnar höfum getað unnið vel saman eins og þegar ég átti ekki heimangengt hljóp mamma í skarðið fyrir mig og öfugt. Það verður kærkomin tilbreyting að geta farið með foreldrum mínum í ferðalög og annað sem ekki hefur verið hægt til þessa. Það er aðeins eitt sem okkur hefur greint á um og er það notkun á mon- itor, hjartsláttarrita, en mamma vill alls ekki notast við hann,“ segir Laufey og hlær. „Það er nú ekki eintóm sér- viska í mér að vilja ekki nota tækið, því þegar hann er not- aður er alltaf meira stress í kringum konuna en mér finnst að það eigi að gera fæðinguna eins afslappaða og unnt er,“ sagði ljósmóðirin, Vilborg Ein- arsdóttir. Byrjað að fjarlægja jdlatrén á morgun GATNAMALASTJORINN í Reykjavík byrjar á morgun að hirða jólatré borgarbúa. Eru þeir beðnir að setja trén út fyrir lóða- mörk og verða þau þá fjarlægð. Þá hefur borgarstjórinn í Reykjavík einnig sent frá sér áskorun til borgarbúa um að hirða upp leifar af skoteldum og blysum í nágrenninu. Sýslumaður rannsakar kjörskrá og búferlaflutninga vegna deilna í Skorradalshreppi MEIRIHLUTI hreppsnefndar Skorradalshrepps eða þrír fulltrúar af fímm fóru um helgina fram á það við sýslumanninn í Borgarnesi að hann gerði ráðstafanir vegna meintra ágalla á kjörskrá fyrir sameiningarkosningar sex hreppa sem fram eiga að fara 17. janúar. Jafnframt var óskað eftir að fram færi opinber rannsókn á tilkynn- ingum um búferlaflutninga í og úr hreppnum. Meirihlutinn telur að framin hafí verið brot á lögheimilis- lögum, lögum um tilkynningar að- setursskipta og kosningalögum. Stefán Skarphéðinsson sýslumaður sagðist í gær gera ráð fyrir að senda hreppsnefndinni svar sitt í dag. Kjósa á um sameiningu sex sveit- arfélaga í Borgai-fírði norðan Skarðsheiðar, þ.e. í Hvítársíðu-, Hálsa-, Reykholtsdals-, Lundar- reykjadals-, Andakíls- og Skorra- dalshreppi. Talið er að deilurnar í Skorradal kunni að leiða til þess að fresta þurfi sameiningarkosningun- um í öllum hreppunum. Ágreining- urinn snýst um fjölda til- kynninga um aðseturs- skipti og breytingar á lögheimilum sem átt hafa sér stað í hreppnum á sl. ári. Ef íbúatala sveitarfélags fer nið- ur fyrir 50 getur félagsmálaráð- herra ákveðið að sameina hreppinn öðru sveitarfélagi jafnvel þótt meirihluti hreppsbúa hafi verið á móti sameiningu í kosningum. I dag eru íbúar Skorradalshrepps 52 talsins skv. íbúaskrá Hagstofunnar Ásakanir um brot á lögnm um lög- heimili og kosningar Málamynda- tilflutningar á lögheimili? og þar af eru 44 á kjörskrá. Ganga ásakanir á víxl um málamyndatil- fiutninga fólks í eða úr sveitarfélag- inu í þeim tilgangi að hafa áhrif á niðurstöðuna. „Skráð sig til heimilis í óíbúð- arhæfum vistarverum" Á fundi hreppsnefndar sl. laugar- dag samþykkti meirihlutinn tillögu þar sem segir m.a. að kjörskrár- stofn beri með sér að við tilurð hans hljóti að hafa verið fram- in brot á lögum. „Virðast brot þessi til að mynda lýsa sér í því að fjöldi _________ manns hefur látið flytja lögheimili sitt í Skorradal og ýmist skráð sig til heimilis í óí- búðarhæfum vistarverum á eyðibýli eða á öðrum býlum í sveitinni, án þess að um raunverulegan flutning sé að ræða, eða skilyrði slíkrar lög- heimilisskráningar séu að öðru leyti uppíyllt. Þá virðist vanta í kjörskrárstofninn nöfn aðila sem í raun hafa búsetu hér í hreppnum," segir í samþykktinni. Eru þetta taldir augljósir málamyndatilflutn- ingar á lögheimili og brot á kosn- ingalögum og fleiri lögum. „Samkvæmt 17. grein kosninga- laga skal sýslumaður jafnskjótt og hann fær vitneskju um að lög hafi verið brotin við undirbúning kjör- skrár gera nauðsynlegar ráðstafan- ir til að kjörskrá verði tafarlaust samin á grundvelli löglegi'a for- sendna. Með vísan til þessa Iagaá- kvæðis samþykkir hreppsnefnd Skorradalshrepps að tilkynna sýslumanni tafarlaust þá ágalla sem kjörskrárstofninn fyi-ir hrepp- inn er haldinn, þannig að hann geti án tafar gert nauðsynlegar ráðstaf- anir lögum samkvæmt. Jafnframt óskar hreppsnefnd þess að fram fari rannsókn að hætti laga um meðferð opinbeira mála varðandi þau brot á lögheimilislögum, lögum um tilkynningar aðsetursskipta og kosningalögum, sem virðast hafa segir m.a. í sam- verið framin, þykktinni. Á móti þvingaðri sameiningu „Ég hef aldrei talað á móti sam- einingu en ég er hins vegar á móti þvingaðri sameiningu. Fólkið á sjálft að ráða því en þetta á ekki að gera með valdboði,“ segir Davíð Pétursson á Grund, oddviti hrepps- ins, sem tilheyrir minnihluta hreppsnefndar í málinu. _________ Hann segist ekki fá séð hvað sýslumaður geti að- hafst í þessu máli. Honum beri að sjá til þess að allir sem áttu lögheimili í sveitarfélaginu fímm vikum fyrir \kjördag séu á kjörskrá. Ef einhverj- ir vefengi það verði þeir hinir sömu að fara í mál við þá sem þeir telja ranglega á íbúaskrá. Það heyri hins vegar ekki undir sýslumann, sem er ekki dómari. Andstæðingar Davíðs hafa haldið því fram að fjórðungur íbúa hrepps- ins sé nú skráður til heimilis hjá honum. Davíð segir eðlilegar skýr- ingar á því að 12 manns séu skráðir til heimilis á Grund. „Ástæðan er sú að sonur minn og dóttir eru búin að ná sér í kærustu og kærasta og þau vildu vera skráð saman,“ svarar Da- víð. „Þegar uppgötvaðist að íbúar fluttu inn í hreppinn brugðust þess- ir menn við með því að flytja út börn sín og raunar alla hér á næsta bæ við mig, á Vatnsenda, til að koma íbúatölunni niður fyrir 50. Þessi vinnubrögð eru með ólíkind- um,“ segir Davíð ennfremur. Lífsnauðsynlegt að færa stjórnvaldið úr hreppnum „Ef sveitarstjórn hefði samþykkt að leggja þessa kjörskrá fram hefð- um við þar með viðurkennt að allt sem hér hefur verið að gerast á undanförnum vikum væri löglegt. Við treystum okkur ekki til þess,“ segir Jón Jakobsson í Dagverðar- nesi, einn þremenninganna í meiri- hluta hreppsnefndar. __________ „Það er alls ekki rétt að við séum á móti því að nýir íbúar flytjist hingað en við ætlumst þá til að ______ fólk flytji hingað. Fæstir sem skráðir eru hér nýir hafa flutt og ekkert bendir tii þess að þetta fólk ætli að flytja," segir Jón. „Ég tel að þetta sýni hvað það er lífsnauðsynlegt að færa stjórn- valdið út úr hreppnum svo þessar örfáu manneskjur sem hér eru dagsdaglega, geti hætt að berjast innbyrðis." Ekki á móti því að nýtt fólk flytjist hingað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.