Morgunblaðið - 06.01.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.01.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 39 I I I I ' I MINNINGAR JÓNAS ÓLAFSSON + Jónas Ólafsson fæddist á Tortu í Biskupstungum í Arnessýslu 5. desember 1912 en ólst upp að Hólum á sama stað. Hann lést 20. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skálholtskirkju 3. jan- úar. Elsku afi minn, nú ertu farinn frá okkur og er söknuðurinn míkill. Þú hefur verið í lífi mínu frá því að ég man eftir mér og þú kenndir mér svo margt. Ég mun aldrei gleyma því hvað þú varst þolinmóð- ur við okkur systkinin þegar þú varst að kenna okkur á spil og að leggja kapal, ég kann þá enn þann dag í dag, og mun sennilega aldrei gleyma þeim. Eða þeim stundum þegar þú sast og tálgaðir út litla fugla úr ýsukinnum og gafst okkur. Þú kenndir mér og frænku minni líka fyrsta alvöru lagið, það var Álfareiðin eftir Jónas Hallgrímsson. Þú hættir ekki fyrr en við vorum búnar að læra það utanbókar, við vorum ekki nema svona 8 eða 9 ára. Svo var sagan farin að endurtaka sig þegar ég kom í heimsókn með dóttur mína hana Ólöfu Örnu. Hún fór alltaf beint inn í herbergi til þín og ömmu og bað þig að leika við sig. Og þú söngst og spilaðir við hana. Henni fannst svo gaman að heimsækja ykkur ömmu, og finnst enn. En það vantar eitthvað, hann langafa Jónas. Ég held að hún hafi verið sú eina í fjölskyldunni sem kallaði þig Jónas. Við hin kölluðum þig afa Jóa. Þú verður í minningu minni og okkar allra um alla ævi elsku afi minn. Elsku amma mín, ég samhrygg- ist þér svo innilega. Á gömlum gulum blöðum ég geymi ár og tíð. Sem flugu fótum hröðum í fjarlægð, minning blíð. Anna Björk og fjölskylda. Þann 20. desember náði pabbi í mig í vinnuna. Venjulega er hann hress og grínast í mér, en mér fannst hann vera eitthvað daufur en spurði ekki neitt hvað væri að. Þegar ég kom heim sagði mamma mér að hann afi Jói hefði dáið um morguninn. Það er alltaf mikið áfall þegar einhver nákominn manni deyr. En þegar maður hefur jafnað sig á áfallinu þá getum við sem eftir lif- um huggað okkur við minningar okkar um þá látnu. Mín fyrsta minning um afa minn er þegar hann situr með mig í fang- inu inni í eldhúsi og er að gefa mér slátur að borða, hann er sá eini sem hefur tekist það. Einnig man ég eftir því þegar ég fór með honum að gefa hænsnunum, ég fór þó aldrei með honum inn. Í eitt skiptið herti ég mig upp og dreif mig nú inn en hljóp strax aftur út því eitthvað urðu hænsnin stygg. Hvort það var vegna mín eða einhvers annars veit ég ekki, en ég veit það að afi gat verið stríð- inn. í einni af okkar heimsóknum til ömmu og afa fórum við I bíltúr uppí Haukadal, því afi hafði tekið eftir hvítum bletti I skóginum. Það reyndist vera gamall bíll sem lá á hliðinni en inni í honum var svo lítið hreiður. Það sem ég man þó helst úr þessum bíltúr var þegar afi hringdi kirkjuklukkunum í Haukadalskirkju. Hann afi minn gat verið grallari í sér og atast í okkur barnabörnunum. Hann var ^ duglegur að bjóða okkur barna- börnunum í nefíð og alltaf var hann til í að syngja fyrir okkur. En systurdóttir mín hún Fanney kallar hann afa sem syngur. í minningunni er afi stór og myndar- legur syngjandi grallari og enn- fremur bóndi sem vann hörðum höndum allt sitt líf. Elsku afi minn, þín er sárt sakn- að, en ég hugga mig við það að nú sértu kominn aftur í sveitina þína og syngur með hinum englun- um. Afi minn, ég gleymi þér aldrei því þú átt alveg sérstakan stað í hjarta mínu og í hvert sinn sem ég heyri sungin íslensk ættjarðarlög minnist ég þín. Elísabet Stefánsdóttir. RAOAUGLVSIIVIGAR Fundur um þróunaraðstoð David Steel, lávaröur og fyrrverandi formað- j ur Frjálslynda flokksins í Bretlandi, sem er sér- fróður um málefni þróunarlanda, flytur fyrir- ■ lestur um þróunaraðstoð og áhrif hennar í 9 Afríku, á vegum Þróunarsamvinnustofnunar íslands og utanríkisráðuneytisins, þriðjudag- inn 6. janúar nk. Fundurinn verður haldinn í stofu 101, Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla íslands, og hefst kl. 17:00 með ávarpi Halldórs Ásgríms- sonar utanríkisráðherra. j Fyrirspurnir og umræður verða að loknu fram- söguerindi. m Fundurinn er öllum opinn og eru áhugamenn 9 um þróunarmál hvattir til að koma. 3 I J I I I Morgunverðarfundur Rannsóknarráðs íslands og Kynningar miðstöðvar Evrópurannsókna Hvammur, Grand Hótel, föstudaginn 9. janúar 1998 Er hægt að bæta sam- keppnisstöðu iðnaðarins með verndun eignaréttar? Það erstefna Tæknisjóðs Rannsóknarráðs íslands að hvetja styrkþega sjóðsins að huga betur en áður að verndun niðurstaðna rann- sókna- og þróunarverkefna. í framtíðinni verður vaxandi áhersla lögð á verndun eignaréttar og ávinnings verkefna í samningum sjóðsins og styrkþega. Af því tilefni hafa RANNÍS og KER, í samvinnu við Marel hf., fengið Jack S. Barufka, sérfræðing hjá einkaleyfastofunni Cushman, Darby & Cushman í Washington DC, til að flytja fyrir- lesturum markaðssetningu nýrrartækni í Bandaríkjunum með og/eða án vernd einka- leyfa. Fundurinn verður haldinn í Hvammi, Grand Hótel, föstudaginn 9. janúar nk. kl. 8.00. Dagskrá: 8.00 Mæting 8.15 Fundarstjóri Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannís 8.25 Stefna Marel í einkaleyfismálum. Gunnar Örn Harðarson, Marel hf. 8.40 Geta fyrirtæki, sem markaðssetja nýjungar í Bandaríkjunum, lifað af v án verndun eignaréttar? • Einkaleyfisvernd eda ekki • Einkaleyfi á reikniaðferdum og tölvutengdri tækni Jack Barufka, sérfræðingur hjá einkaleyfa- stofunni Cushman Darby & Cushman, Washington DC. 9.25 Fyrirspurnir og umræða Skráning á fundinn er hjá: Rannsóknarráði íslands, Laugavegi 13,101 Reykjavík, sími 562 1320, fax 552 9814. RANNÍS Reykja D Esigim TILKYNNINGAR Vinningsnúmer í happdrætti félagsins 24. desember 1997: 1. vinningur Corolla Hatchback Terra, 3ja dyra, sjálfskiptur, kr. 1.400.000 nr. 23914. 2. -5. vinningur bifreið að eigin vali fyrir kr. 500.000 nr. 8429 - 9431 - 12213 - 22879. Félagið þakkar veittan stuðning. Auglýsing um skipulag vatnsverndar á höfuð- borgarsvæðinu Samkvæmt 13. grein skipulagslaga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að skipulagi vatnsverndar á höfuðborgarsvæð- inu. Tillagan næryfirhluta lögsagnarumdæma Reykjavíkur, Mosfellsbæjar, Kópavogs, Garða- bæjar, Hafnarfjarðar, Bessastaðahrepps og Seltjarnarneskaupstaðar. Tillaga að skipulagi vatnsverndar á höfuð- borgarsvæðinu, þ.e. skipulagsuppdráttur ásamt samþykkt um verndarsvæði vatnsból- anna liggurframmi almenningi til sýnis frá 6. janúar 1998 til 4. febrúar 1998. Tillagan liggurframmi á skrifstofutíma á eftir- töldum stöðum: 1) Reykjavík, á skrifstofu Borgarskipulags Reykjavíkur, Borgartúni 3. 2) Mosfellsbæ, á bæjarskrifstofu Hlégarði. 3) Kópavogi, á skrifstofu skipulagsdeildar Fannborg 2. 4) Garðabæ, á bæjarskrifstofu Garðatorgi 7. 5) Hafnarfirði, á skrifstofu skipulagsdeildar Strandgötu 6. 6) Bessastaðahreppi, á skrifstofu Bjarnastöð- um. 7) Seltjarneskaupstað, á bæjarskrifstofu Austurströnd 2. 8) Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, á skrifstofunni í Hamraborg 12, Kópavogi. Skriflegum athugasemdum við skipulags- tillöguna skal skila á einhvern framangreindra staða fyrir 18. febrúar 1998. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskil- ins frests, teljast samþykkir tillögunni. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagsstjóri ríkisins. Breskir námsstyrkir Breska sendiráðið býður íslenskum náms- mönnum, sem uppfylla eftirfarandi skilyrði, að sækja um nokkra styrki til náms við breska háskóla skólaárið 1998/99. ir- Umsækjendur þurfa annað hvort að haf tryggt sér skólavist eða hyggja á nám við breskan háskóla. Venjulega koma þeir einir til greina sem eru í framhaldsnámi. Styrkirnir eru til greiðslu á skólagjöldum — annar kostnaður er ekki innifalinn í þeim. Háskólarnir í Hull og Newcastle bjóða styrki í samvinnu við sendiráðið. Einnig er samvinna milli sendiráðsins og fyrirtækisins Glaxo- Wel- come um að bjóða styrktil náms í einhverri heilbrigðisgrein. <■ Umsóknareyðublöð fást aðeins í breska sendi- ráðinu, Laufásvegi 31,101 Reykjavík, (sími 550 5100) virka daga frá kl. 9.00—12.00. Einnig er hægt að fá þau send. Umsóknum berað skila fyrir 31. janúar 1998, fullfrágengnum. Umsóknir, sem berast eftir það, koma ekki til greina við úthlutun. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF □ EDDA 5998010619 III - 2 □ FJÖLNIR 5998010619 1 KENNSLA □ Hlín 5998010619 VI Aglow fundur Konur athugiö. Fyrsti fundur Aglow á nýju ári verður ( kvöld (þriðjudaginn 6. jan.) kl. 20.00 í Kristniboðssaln- um, Háaleitisbraut 58—60. Ester Jakobsen frá Hvítasunnusöfnuð- inum verður gestur okkar. Verið allar hjartanlega velkomnar. Stjórn Aglow í Reykjavík. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Þriðjudagur 6. janúar kl. 20: Þrettándaganga og blysför um álfabyggðir í Öskjuhlíð. Nýja árinu er einnig fagnað með blysför og veður farin að venju þrettándaganga um álfabyggðir í Öskjuhlíð. Brottför er kl. 20.00 frá Perlunni að kvöldi þrettándans 6. janúar og verður farin fjölskyldu- ganga um skógarstiga Öskjuhlíð- ar. Blys kr. 300 verða seld fyrir upphaf göngu og er fólk hvatt til að mæta tímanlega. Allir vel- komnir. Fyrstu ferðir ársins eru kynntar á textavarpi sjón- varps bls. 619. Farsælt ferðaár. Ferðafélag fslands. Yoga-námskeið Acarya Ashiishananda Avad- huta og Acarya Rudreshhvar Brahmacarii, sérþjálfaðir yoga- kennarar halda reglulega 3 og 6 vikna yoga-námskeið. Hópkenn- sla og einkatímar. Lærðu að hug- leiða á árangursríkan hátt með persónulegri leiðsögn. Lærðu yo- ga-lík- amsæfingar, einstaklings- bundin kennsla sem tekur mið af líkam- legu ástandi hvers og eins. Þýskunámskeið Germaníu hefjast á ný 19. janúar. Boðið er upp á byrjendahóp, þrjá fram- haldshópa og tvo talhópa. Upplýsingar í sima 892 4145. Næstu námskeið byrja mánu- daginn 12. janúar og þriðjuda- ginn 13. janúar. Ac. Ashiishananda Avt. Mánudaga og þriðjudaga kl. 17.30-19.30. Lindargata 14, Reykjavík. sími: 551 2970. Ac. Kudreshvar Brc. Þriðjudagar og föstudagar 17.30 -19.30. Hafnarbraut 12, Kópavogur sími 564 4038. Uppl. og skráning i síma 551 2970 og 564 4038 kl.10-12 og eftir kl. 21 á kvöldin. Verð kr.T 6.000, afsláttur fyrir skólafólk. Ananda Marga Yogahreyfing á íslandi, Lindargata 14, Rvík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.