Morgunblaðið - 06.01.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 33
j SIGMUNDUR
JÓNSSON
Sigmundur
Jónsson fæddist
að Kambi í Reyk-
hólasveit 11. októ-
ber 1911. Hann lést
| á Landakotsspítala
23. desember
síðastliðinn Foreldr-
I ar hans voru hjónin
Jón Hjaltalín
Brandsson bóndi f.
25. sept. 1875, d. 15.
júní 1947 og Sesselja
Stefánsdóttir f. 22.
júní 1881, d. 12. júlí
1971. Systkini Sig-
mundar voru: Elín
| Gróa húsmóðir, f. 1902, Stefán
prentsmiðjustjóri Eddu hf., f.
1904, Guðbjörg húsmmóðir, f.
I 1905, Ólafur stórkaupmaður í
Electric hf., f. 1908, Guðmundur
f. 1909 (lést ungur), Kristján
verslunarmaður f. 1915, Magnús
vélvirkjameistari, f. 1918, Bjarni
vélstjóri, f. 1922, Guðmundur vél-
stjóri, f. 1922. Fóstursystir Lilja
Hannesdóttir f. 1926.
Hinn 24. ágúst 1940 giftist Sig-
| mundur eftirlifandi eiginkonu
sinni Nönnu Gunnlaugsdóttur
snyrtifræðingi og fótaaðgerða-
( meistara sem ættuð er frá Ytra-
Ósi við Steingrímsfjörð. Börn
þeirra eru: 1) Gunnlaugur Magn-
ús, alþingismaður og forstjóri, f.
30. júní 1948, kona hans er Sig-
ríður G. Sigurbjörnsdóttir, skrif-
stofustj. f. 5. október 1948. Börn
þeirra eru: 1) Sigmundur Davíð,
f. 12. mars 1975, Sigurbjörn
| Magnús, f. 6. apríl 1977, Nanna
Margrét f. 9. apríl 1978. 2) Jón
Richard tæknifræðingur, f. 3.
( júní 1951, kona hans er Björk
Högnadóttir húsmóðir, f. 14.
mars 1956. Þeirra
sonur er Brandur
Máni, f. 2. desember
1993. Synir Jóns af
fyrra hjónabandi
eru: Gunnlaugur, f.
15. desember 1979
og Sigmundur, f. 20.
október 1983.
Sigmundur stund-
aði nám í Samvinnu-
skólanum og fram-
haldsnám í verslun-
arfræðum við
Kooperativa För-
bundet í Svíþjóð á
árunum 1938 til
1939. Eftir heimkomu starfaði
Sigmundur fyrst við Kaupfélag
Steingrímsfjarðar, varð síðan
fjármálastjóri Bygginganefndar
Sfldarverksmiðja ríkisins við
byggingu sfldarverksmiðjunnar á
Skagaströnd. Hann var gjaldkeri
Vélsmiðjunnar Héðins í 22 ár eða
frá hausti 1946 til ágúst 1968 og
íjármálastjóri Slysavarnafélags-
ins frá 1968 til 1982 er hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir. Sam-
hliða þessum störfum var Sig-
mundur frumkvöðull að stofnun
nokkurra fyrirtækja og tók virk-
an þátt í rekstri þeirra. Meðal
þessara fyrirtækja voru: Beina-
mjöls- og st'ðar lifrarbræðslu-
verksmiðja á Hólmavík, sfldar-
söltun á Skagaströnd, sfldarsölt-
unarstöðin Hafblik hf. á Vopna-
firði og fiskimjölsverksmiðjan
Sfjörnumjuöl hf. í Örfirisey í
Reykjavík sem var fyrsta verk-
smiðjan sem gufuþurrkaði fiski-
mjöl hér á landi.
Útfór Sigmundar verður gerð
frá Neskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Nokkur þakkarorð til horfins
heiðursmanns, sem var svo grand-
var og vandur að virðingu sinni, að
frá mínum kagaðarhóli verður
i hvorki greindur blettur né hrukka
á framgöngu hans. Sigmundur
( Jónsson var þeirrar gerðar, að líf
( hans verður vart á annan hátt skil-
greint en með því að segja, að hann
hafi verið vammlaus til orðs og æð-
is. - Prútt og ljúfmannlegt viðmót
hans var hins vegar engin ábending
um meyrt skap eða skoðanaleysi. -
Hann tók mjög ákveðna afstöðu til
manna og málefna, fór ekki geyst
með skoðanir sínar, en stóð á sínu;
| öllu því, sem honum þótti sannast
og réttast. Hann var nánast
aristókratískur á að horfa, bæði í
( allri umræðu, viðmóti og klæða-
burði.
Ég kynntist Sigmundi, þegar ég
kvæntist inn í ætt konu hans,
Nönnu Gunnlaugsdóttur, sem var
systir tengdaföður míns. Þau
reyndust mér og konu minni miklir
vinir og traustir félagar, einkum
þegar við vorum að hefja búskap og
( eignuðumst okkar fyrsta barn. Þau
j skipa hóp þess fólks, sem fegrar
minningu um löngu horfna daga.
( Þegar ég um skamma stund
gegndi starfi, sem Sigmundur
þekkti vel til, lagði hann á sig, hálf-
blindur, langa ferð til að fræða mig
um sögu viðkomandi stofnunar,
hvað bæri að varast og hvernig best
væri að málum staðið. Þekking
hans kom mér að notum, þegar
taka þurfti afdrifaríkar ákvarðanir.
Þessum heiðursmanni fylgja góðar
kveðjur frá fjölskyldu minni um leið
'l og við látum í ljós aðdáun á þeirri
( umhyggju og ást, sem eiginkona
hans og fjölskylda sýndu með skýr-
um hætti í langvarandi og erfiðum
veikindum Sigmundar. Guð blessi
þennan góða mann.
Ámi Gunnarsson
og fjölskylda.
Með Sigmundi Jónssyni, Þorra-
(5 götu 5 hér í borg, er fallinn frá
j merkur maður, sem ég hefi ætíð
. haft miklar mætur á og mér er
* kunnugt um að naut trausts og
virðingar þeirra, sem honum
kynntust. Þvi tel ég mér ljúft og
skylt að minnast hans nokkrum
orðum að þeim leiðarlokum.
Við Sigmundur kynntumst fyrst,
þegar ég var nýlega fluttur til
Hólmavíkur og hafði tekið við emb-
ætti sýslumanns í Strandasýslu.
Það var sumarið 1940, að ég stóð í
þeim framkvæmdum að koma upp
embættisbústað í Hólmavik og var
Sigmundur þá í heimsókn hjá Elínu
systur sinni, sem var gift héraðs-
lækninum á staðnum, Karli G.
Magnússyni. Það varð þá úr, að
Sigmundur réðst til vinnu hjá mér
við húsasmíði þessa. Fór þá þegar
vel á með okkur, og hélzt eftir það
góð vinátta milli okkar. Ég sá brátt,
að hann var traustur og vel fær
maður og jafnframt heiðarlegur
sem bezt mátti vera. Næstu árin
var hann í starfi við Kaupfélag
Steingrímsfjarðar á Hólmavík. Síð-
an skildi leiðir með okkur. Hann
fluttist til Reykjavíkur með konu
sinni haustið 1946. Eftir það hóf
hann þar margvísleg störf. Þótt
leiðir skildi þannig milli okkar,
héldum við kunningsskap og fylgd-
umst hvor með öðrum, eftir því sem
ástæður leyfðu. Mér var ánægju-
legt að verða þess áskynja, að við
hin margvíslegu störf reyndist Sig-
mundur jafnan hinn trausti, dug-
andi og heiðarlegi maður, sem
ávann sér viðurkenningu og virð-
ingu mætra manna fyrir mannkosti
sína.
Eftir að ég fluttist hingað til
Reykjavíkur að loknum embættis-
ferh, urðum við Sigmundur ná-
grannar og hittumst oft og endur-
nýjuðum og bættum forna vináttu
okkar. Þá sagði hann mér ýmislegt
frá störfum sínum og viðskiptum
við ýmsa menn, þ. á m. þekkta at-
hafnamenn, bankastjóra og stjóm-
málamenn. Eigi er unnt að greina
hér frá einstökum atvikum í því
efni, en það fór ekki á milli mála, að
allir þessir mætu menn, sem hann
þurfti að eiga skipti við, sýndu Sig-
mundi fyllsta traust og urðu margir
þeirra ýmist góðir vinir eða kunn-
ingjar hans. Lengst var hann gjald-
keri Vélsmiðjunnar Héðins eða alls
22 ár, og vann hann þau trúnaðar-
störf með sóma þar til í ágúst 1968.
Um það leyti vildu forráðamenn
Slysavarnafélags Islands fá hann til
starfa fyrir félagið og leituðu af því
tilefni umsagnar um Sigmund hjá
Sveini Guðmundssyni forstjóra
Héðins. Umsögn hans var á þá leið,
að hann taldi Sigmund vera strang-
heiðarlegan mann, sem hann sagð-
ist treysta sér til að taka alla
ábyrgð á ef á þyrfti að halda. Síðan
varð Sigmundur fjármálastjóri
Slysavarnafélags íslands og gegndi
því starfi til ársins 1982, er hann lét
af störfum vegna aldurs. Honum
voru þessi störf fyrir Slysavarnafé-
lagið mjög hugleikin. Sama máli
gegndi um störf hans fyrir bygg-
ingarnefnd Síldarverksmiðjunnar á
Skagaströnd. Hann talaði oft um
þessi og reyndar fleiri störf sín og
hafði þá frá ýmsum atvikum margt
að segja, en eigi er unnt að rekja
þær frásagnir nánar hér. Þess ber
einnig að geta, að Sigmundur var
með öðrum merkum mönnum
frumkvöðull að stofnun nokkurra
fyrirtækja. Hugleiknust meðal
þeirra var honum Fiskimjölsverk-
smiðjan Stjörnumjöl hf., sem hann
reisti ásamt fjórum öðrum í Örfiris-
ey í Reykjavík. Þessi verksmiðja
var sú fyrsta hér á Iandi, sem gufu-
þurrkaði mjöl í stað eldþurrkunar,
en nú er gufuþurrkun hin sjálf-
sagða aðferð. A árunum kringum
1960 og fram til 1965 átti hann og
rak ásamt fleirum síldarsöltun í
Vopnafirði undir nafninu Hafblik
hf. Meðal meðeigenda eru til-
greindir þeir Halldór Asgrímsson
(eldri), Sveinn Benediktsson, Ólaf-
ur, bróðir Sigmundar, og Óli
Hertervig.
Þá skal þess getið, að Sigmundur
var mjög áhugasamur og ræktar-
legur í garð heimabyggðar sinnar
Reykhólasveitar og fór þangað ár-
lega í heimsóknir, meðan heilsan
leyfði. Af sama toga var spunnið
framlag hans og afskipti af hótel-
rekstri, sem Barðstrendingafélagið
stóð fyrir að Bjarkarlundi og síðar
einnig að Flókalundi. Jón Hjaltalín
Brandsson, faðir Sigmundar, átti
jörðina Berufjörð og gaf landið,
sem Bjarkarlundur stendm- á. Sig-
mundur átti mikinn þátt í að koma
báðum þessum hótelum upp, og eft-
ir að rekstur hófst fór hann mörg
vor og sumur vestur til að undirbúa
og efla reksturinn.
Eftirlifandi eiginkona Sigmundar
er Nanna Gunnlaugsdóttir frá Ósi í
Steingrímsfirði, glæsileg kona, vel
gefin og vel á sig komin á allan
hátt, komin af þekktu myndarfólki.
Hjónaband þeirra hefir verið gott
og farsælt og einkennzt af gagn-
kvæmri virðingu. Sigmundur dáði
mjög sína góðu konu og hún reynd-
ist honum stoð og stytta á alla lund.
Þau hjón eignuðust tvo syni, sem
eru dugandi og mestu myndar-
menn. Þeir eru: Gunnlaugur Magn-
ús, alþingismaður og forstjóri og
Jón Richard tæknifræðingm-, og
hafa þeir báðir veitt foreldrum sín-
um óblandna gleði, svo og barna-
börnin, sem nú eru sex að tölu.
Nanna rak um árabil af dugnaði og
myndarskap snyrtistofu á Hótel
Sögu, sem hefir vissulega skilað
góðum og verðskulduðum árangri.
Þau hjón áttu m.a. sumarbústað,
sem þau reistu á landi, sem þau
keyptu við Álftavatn í Grímsnesi.
Þar þótti þeim ákjósanlegt að vera
og leið þar vel. Sigmundur naut sín
eigi hvað sízt við endurbætur á bú-
staðnum og lagfæringu á landinu
og gróðursetningu þar.
Þess má enn geta, að hin síðari
æviár sín fóru þau hjón í allmikil
ferðalög saman, og lágu leiðir
þeirra þá til margra landa víða um
heim. Sigmundur sagði mér frá
þessum ferðalögum og virtist hafa
notið mikillar ánægju af kynnum
sínum af hinum ýmsu löndum. Fyr-
ir kom, að hann sendi mér ágæt
bréf frá ýmsum löndum, sem hann
var þá staddur í, bæði austan hafs
og vestan.
Sigmundur hafði lengst af ævinn-
ar haft góða heilsu, nema hvað sjón
tók að bila hjá honum um það bil
sem hann hætti vinnu, um 1982.
Svo var það í ágústmánuði 1994, að
hann fékk heilablóðfall, sem olli
lömun líkamans vinstra megin, og
jafnframt missti hann þá algerlega
sjónina. Þessi hörmulegi heilsu-
brestur hafði það í för með sér, að
Sigmundur var vistaður á sjúkra-
hús, fyrst í Landspítala, þar næst í
endurhæfingardeild í Hátúni og
síðast á Landakotsspítala. Nanna
sinnti honum í veikindunum af fá-
dæma fórnfýsi frá upphafi, unz yfir
lauk. Um helgar tók hún hann heim
til dvalar á heimili þeirra, frá föstu-
degi til sunnudagskvölds, og aðra
daga sat hún yfir honum frá morgni
til kvölds í sjúkrahúsunum. Rétt
þykir að geta þess, að þau nær þrjú
og hálft ár, sem Sigmundur lá veik-
ur, lét Nanna sig ekki vanta einn
einasta dag, ef frá eru skildir 3 dag-
ar, sem hún þurfti að undirgangast
augnauppskurð. Sigmundur tók
veikindum sínum af æðruleysi og
karlmennsku, en hann var lengst af
allvel málhress. í veikindum hans
heimsótti ég hann oft, fyrst á heim-
ili hjónanna á Grímshaga og síðar á
heimili þeirra að Þorragötu 5.
Þarna heimsóttu hann einnig ætt-
ingjar og ýmsir aðrir vinir.
Vil ég nú þakka Sigmundi sam-
fylgd og góða vináttu. Um hann
munu lifar góðar minningar.
Eftirlifandi konu hans, bömum,
barnabörnum, öðram venzlamönn-
um og vinum sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Jóhann Salberg
Guðmundsson.
Aldraður maður, rúmliggjandi og
blindur um árabil, hefur nú fengið
hvfldina eilífu. Ekki kom það mér
beint á óvart, er Gunnlaugur Sig-
mundsson hringdi til mín árdegis á
aðfangadag jóla og sagði mér, að
faðir sinn væri látinn, hefði sofnað
daginn áður. Ég hafði komið til
hans næstum á hverri helgi síðan
hann varð blindur fyrir nokkrum
árum, en hann var heima á helgum.
Annars var hann í sjúkrahúsi, síð-
ast á Landakotsspítala. Konan
hans, Nanna Gunnlaugsdóttir, ann-
aðist hann jafnt í sjúkrahúsinu sem
heima, og sýndi einstakan dugnað
og fómarlund, sjálf á efri áram, við
að hlynna að manninum sínum síð-
ustu æviárin. Synir Sigmundar, Jón
Richard tæknifræðingur og Gunn-
laugur alþingismaður, einnig fjöl-
skyldur þeirra, veittu og Sigmundi
góða aðstoð og umhyggju, árin sem
hann var máttvana og blindur.
Sigmundur Jónsson var fæddur
og uppalinn að Kambi í Reykhóla-
sveit, og þannig sveitabarn í húð og
hár. Hann leitaði sér menntunar,
eins og jafnan hefur verið háttur
námfúsra unglinga. Leiðin lá fyrst
að Laugum í Reykjadal. Þar stund-
aði hann nám í tvo vetur hjá hinum
ágætustu lærifeðram. Þarna var
ekki um langskólanám að ræða,
heldur góðan undirbúning undir al-
menn störf í þjóðfélaginu. Sá sem
lauk héraðsskólaprófi var ekki að
öllu ómenntaður af skólagöngu.
Hann hafði lagt grandvöll að sjálfs-
námi síðar, og vissulega gerðu það
margir. En Sigmundur stefndi að
verslunar- og skrifstofustörfum, og
þess vegna sótti hann um inngöngu
í Samvinnuskólann, sem þá var
undir stjórn hugsjónamannsins
Jónasar frá Hriflu. Og ekki nóg
með það. Hann fékk inni, víst fyrir
tilstilli Jónasar, í samvinnuháskóla
Svía, Vár Gárd í Stokkhólmi. Þar
var hann fram að styrjöld, og mátti
ekki miklu muna, að hann kæmist
ekki heim, áður en það óveður skall
á. Hann sagði mér frá því öllu sam-
an, meðan hann var sjáandi og heill.
Sé ég eftir að hafa ekki náð þessari
frásögn hans heilli, meðan mátti.
En svona er lífið: óútreiknanlegt.
Sigmundur var samvinnumaður og
fylgjandi stefnu Framsóknarflokks-
ins alla ævi. Hann þekkti einnig
mai-ga af forystumönnum flokksins.
Kynni okkar Sigmundar vora
ekki löng, en góð. Gaman var við
hann að ræða. Jafnvel eftir að hann
var blindur orðinn, sagði hann frá
mörgu, sem gaman er nú að eiga í
huganum. Ekkert er dýrmætara en
farsæl kynni við fólk, sem tekur
mann eins og maður er, en ekki
eins og maður ætti kannski að vera.
Ég þakka fyrir kynnin við Sigmund
Jónsson frá Kambi. Þau eiga eftir
að ylja mér um ókomna tíð. Afkom-
endum votta ég samúð við fráfall
hans.
Auðunn Bragi Sveinsson.
„Þú grætur vegna þess sem eitt
sinn var gleði þín.“ Þessi orð eiga
svo sannarlega við í dag þegar ég
minnist hans Sigmundar afa míns
með fáeinum orðum. Það var svo
margt sem mig langaði að segja við
afa þessa seinustu daga hans héma,
vitandi það að hann væri að fara frá
okkur. Ég bara vissi ekki á hveiju
ég ætti að byrja og ég vissi að seint
myndi ég finna endi á öllu því sem
ég vildi sagt hafa. Ég vona að hann
hafi heyrt til mín þegar ég sagði við
hann: „Afi minn ég mun alltaf muna
þig. Muna þig eins og þú varst áður
en þú varðst svona veikur.“ Mínar
fyrstu minningar um afa era frá því
þegai’ við fjölskyldan bjuggum í
Ameríku og afi, amma og Fjóla
frænka komu að heimsækja okkur.
Tilhlökkunin hjá okkur var
auðvitað mikil og afi lék sér við
okkur allan daginn. Skiptist á að
hlaupa með okkur á háhesti, hring
eftir hring í kringum húsið, og fór
með okkur systkinin í lautarferðir
inn eftir „svarta“ stígnum. Hann
útbjó nesti, fann prik og klút og inn
í klútinn fór nestið og þar með var
þetta orðin ævintýraferð. Svo var
hann hjá okkur þegar við þurftum
að flytja og þó að við höfum e.t.v.
bara verið fyrir þá leyfði afí okkur
alltaf að hjálpa. Hann vissi hvað við
höfðum gaman af því og hvað við
nutum þess að fá hrósið þegar afi
sagði okkur, eins og hann gerði svo
oft, hvað við væram dugleg.
Eftir að við komum heim fór
sumarbústaðarferðunum að fjölga.
Þar áttum við fjölskyldan margar
góðar stundir saman og ég fann að
afa leið alltaf best þar. Og alveg
sama hvað var; afi gerði aldrei upp
á milli barnabarnanna sinna. Hann
kunni líka alltaf ráð við öllu, t.d.
þegar við krakkamir vorum að fara
með bátana okkar niður að vatni og
einn bát vantaði, þá var afi ekki
lengi að redda því og smíðaði bara
bát úr spýtum sem hann átti. Ég
minnist jólanna 1986, þau voru
öragglega bestu jólin hjá
fjölskyldunni minni vegna þess að
afi og amma gáfu okkur
systkinunum bækur og dót til að
safna frímerkjum í og öll jólin fóru í
að leysa upp frímerki og byrja að
safna. Við eyddum ófáum stundum
seinna með afa í að stússast með
frímerkin okkar.
Það kom alloft fyrir að við
systkinin gistum á Grímshaganum
hjá afa og ömmu þegar mamma og
pabbi vora erlendis. Þær stundir
sem við áttum með afa þá eru afar
ljúfar og minnisstæðar. A meðan
amma var í vinnunni passaði afi
upp á að okkur leiddist nú ekki.
Hann fann alltaf upp á einhverju
sniðugu og svo í hádeginu fengum
við oftar en ekki skyr og brauð með
mysingi, sem var alltaf jafngott hjá
afa. Eitt það skemmtilegasta við
afa var að maður fann að honum
fannst virkilega gaman að vera með
okkur og hafa okkur í heimsókn.
Afi vildi allt fyrir okkur gera, hann
virtist kunna endalausar sögur að
segja okkur, fór með okkur út um
allt í strætó og sýndi okkur mikið af
bókum og myndum, t.d. af honum
og ömmu, pabba og frænda frá
fyrri áram, svo ég tali nú ekki um
hvað það var skemmtilegt þegar við
fóram að gramsa uppi á háalofti.
Þegar við heimsóttum afa og ömmu
og fóram með strætó beið afi oftast
eftir okkur á strætóstoppistöðinni
og hann fylgdi okkur þegar við
voram að fara heim eða í skólann.
Við barnabörnin, og án efa aðrir
sem þekktu afa, litum mjög mikið
upp til hans og ég veit að það mun
ég ætíð gera. Góðu minningarnar
era svo margar og ég mun alltaf
varðveita þær. Hann Sigmundur
Jónsson var afi eins og allir vildu
eiga, hinn fullkomni afi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Nanna Margrét
Gunnlaugsdóttir.