Morgunblaðið - 06.01.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.01.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 23 > > > > > > > > > > > > > > r > > 9 > > ERLENT Valdas Adamkus kjörinn forseti Litháens Kjósendur völdu læri- svein vestræns lýðræðis Morg’unblaðið. Vilnius. Reuters VALDAS Adamkus fagnar sigri í fyrrinótt. Lög um kannabis verði endurskoðuð London. Reuters. VALDAS Adamkus bar í síðari um- ferð forsetakosninga í Litháen á sunnudag sigurorð af keppinauti sín- um Arturas Paulauskas, með meiri- hluta sem vart getur hugsazt naum- ari, eða 49,9% á móti 49,3%. Frá þessu greindi yfirkjörstjórnin í Viln- ius í gærmorgun, eftir mjög spenn- andi kosninganótt þar sem frambjóð- endurnir skiptust á um forystuna fram undir morgun. Um ellefu þús- und atkvæði skildu á milli, en sam- tals höfðu 2,6 milljónir hinna 3,7 milljóna íbúa Litháens kosningarétt. Kjörsókn í síðari umferðinni var um 74 af hundraði. Sigurvegarinn er 71 árs og hefur alið stærstan hluta ævinnar í Banda- ríkjunum, þar sem hann starfaði um 25 ára skeið fyrir bandarísku um- hverfisverndarstofnunina (Environ- ment Protection Agency, EPA). Hann flúði frá Litháen 1944 og hlaut bandarískan ríkisborgararétt á sjötta áratugnum. Til þess að bjóða sig fram þurfti hann ekki að afsala sér bandaríska vegabréfinu, en í gær lýsti hann því yfir að meðal fyrstu verka eftir kosningasigurinn yrði að skila vegabréfinu í bandaríska sendi- ráðið í Vilnius. Fráfarandi forseti, Algirdas Braz- auskas, óskaði Adamkus til ham- ingju með kjörið í gær og sagðist hlakka til innsetningar hans í emb- ættið 25. febrúar næstkomandi. Brazauskas, sem er fyrrverandi leiðtogi litháíska kommúnistaflokks- ins og náði kjöri í fyrstu forsetakosn- ingunum 1992, kaus að sækjast ekki eftir endurkjöri en studdi Paulauskas opinberlega. Þar sem Brazauskas er enn vinsælasti stjórnmálamaður Lit- háens munaði vafalaust um stuðning hans en fyrri tengsl Paulauskas við kommúnistaflokkinn á Sovéttíman- um virðast einnig hafa takmarkað möguleika hans. Paulauskas er 44 ára fyrrverandi saksóknari og þótt hann hafi sjálfur aldrei tilheyrt neinum stjórnmála- flokki var hann í tengslum við for- ystu litháíska kommúnistaflokksins áður en hans tíð leið undir lok er landið endurheimti sjálfstæði sitt 1991. Vytautas Landsbergis, sem fór fyrir sjálfstæðisbaráttunni, gerði mikið úr þessum tengslum Paulausk- as í kosningabaráttu sinni fyrir fyrstu umferð forsetakosninganna 21. desember sl. Þá féll Landsbergis sjálfur úr leik í slagnum um forseta- embættið; hann hlaut aðeins tæp 16% atkvæða og var þriðji í röðinni að baki Paulauskas og Adamkus. í kosningabaráttunni gerði Paul- auskas út á ímynd ungs og orkumik- ils manns, sem hikaði ekki við að bera sig saman við John F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. I fyrri umferðinni fékk hann nærri 45% atkvæða og Adamkus um 28%. Það sýndi sig í síðari umferðinni, að Adamkus tókst að krækja í flest atkvæði þeirra sem kusu einhvern af þeim frambjóðendum sem féllu út eftir fyrri umferðina, en þeir voru samtals fimm. Forsetaembættinu í Litháen fylgja takmörkuð völd, en hlutverk Lithá- ensforseta er þó veigameira en for- seta íslands. Hann velur forsætis- ráðherra og getur sent lagafrumvörp til endurtekinnar umfjöllunar í þing- inu. Hann er jafnframt andlit lands- ins_ út á við. í gærmorgun sagði Adamkus að það fyrsta sem hann óskaði sér eftir kosningasigurinn væri „að minnsta kosti viku frí“, þar sem fjögurra mánaða þrotlaus kosningabarátta hefði tekið sinn toll og nú væri hann orðinn mjög þreyttur. En eftir það hyggst hann hefla viðræður við full- trúa allra þingflokka og segist full- viss um að einhveijar breytingar verði gerðar á ríkisstjórninni í kjöl- farið. Óbreyttar áherslur í utanríkismálum Hann segist hins vegar ekki munu vilja breyta utanríkispólitískum áherzlum svo neinu nemi. Aðild að hinum vestrænu stofnunum, Evr- ópusambandinu og Atlantshafs- bandalaginu, verði eftir sem áður mestu forgangsverkefnin í því tilliti. Hæfni sína til að gegna forseta- embættinu rekur Adamkus helzt til þess að sem héraðsstjóri bandarísku umhverfísverndarstofnunarinnar í norðausturhluta Bandaríkjanna stjórnaði hann starfsemi sem stærri fjárlög stóðu að baki en fjárlög lit- háíska ríkisins. Ennfremur segir hann hálfrar ald- ar reynslu sína af bandarísku lýð- ræði gera sig hæfari en keppinautinn til að gegna æðsta embætti hins endurreista litháíska lýðveldis. JACK Straw, innanríkisráðherra Bretlands, er nú mjög hvattur til að endurskoða lög um bann við notkun kannabisefna, í kjölfar þess að sonur Straws hefur verið ákærð- ur fyrir að selja slíkt efni. Þijú bresk blöð birtu á sunnudag forystugreinar þar sem stjórnvöld voru hvött til að skipa nefnd til að athuga málið, og niðurstöður tveggja skoðanakannana benda til að meirihluti Breta sé fylgjandi til- slökunum á lögunum. Straw sagði í viðtali að fregnirn- ar um að 17 ára sonur hans, Will- iam, hefði selt rannsóknarblaða- manni smáskammt af kannabis fyr- ir tíu pund hefðu komið „eins og þruma úr heiðskíru lofti“. Kvaðst Straw enn þeirrar skoðunar að kannabis gæti verið „mjög hættu- legt“. Götublaðið People hvatti til þess í forystugrein að einhver jákvæður lærdómur yrði dreginn af „sögunni um Jack Straw“, og að sá lærdóm- ur ætti að verða sá, að kannabis yrði ekki lengur bannað. Að minnsta kosti yrði að skipa nefnd til að athuga málið. The Observer og Sunday Express tóku undir með People. Föstudag 9. og laugardag 10. janúar 1998 Hínír landskunnu, síkálu og frábæru skagfirsku söngvarar: Vinsælasta danshliómsveit landsins: Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrír dansi. Húsið opnað kl. 19:00 fyrir matargesli. • Skemmlun hefst kl. 21:30. Verð: Kr. 4500 matur og skemmtun • Kr. 1800áskemmtun og ðansleik. • Kr. 950 á dansleik. Glæsilegasta hlaðborð landsins: Fiöldikjöt-, fisk,- grænmetis- og pastarétta. Aukþess úrvat af eftirréttum. Slml 568-7111 - Fax 568-5018. • Miðasala opln daglega kl. 13-17. • Vlnsamlega pantlð tfmanlega. HÓm fjM.AND FYRIR ÞA SEM VILJA NÁ LENGRA FYRST KEM ÉG SVO BÍLLINN MINN GUNNAR BERNHARD EHF. VATNAGARÐAR 24 SÍMI: 520 1100 Verð frá 2.1 9 0.0 0 0, [0 HONDA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.