Morgunblaðið - 06.01.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.01.1998, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sex rannsóknarverkefni tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Islands Viðfangsefnin allt frá fléttum til fískvinnslu UM 200 námsmenn frá fimm há- skólastofnunum unnu að verkefn- um á vegum Nýsköpunarsjóðs námsmanna sl. sumar. Af þeim 153 verkefnum sem unnin voru á árinu hafa sex verið tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta ís- lands, sem afhent verða á fimmtu- dag, „fyrir framúrskarandi vinnu nemenda og nýsköpunargildi verkefnis", eins og segir í frétta- tilkynningu. Þetta er í þriðja sinn sem verðlaunin eru veitt en Ný- sköpunarsjóður námsmanna var að Ijúka sjötta starfsári sínu. Sérstök dómnefnd skipuð full- trúum frá menntamálaráðuneyti, Reykjavíkurborg, Samtökum iðnaðarins og Rannsóknarráði íslands sá um að velja verkefnin sex sem tilnefnd voru til verð- launanna. Að sögn Flóka Hall- dórssonar, framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs námsmanna, bárust sjóðnum 280 umsóknir á síðastliðnu vori og voru 153 verk- efni unnin sl. sumar fyrir styrk frá sjóðnum. Fjöldi þeirra námsmanna sem sjóðurinn veitti atvinnu í sumar var meiri en nokkru sinni fyrr og er það að sögn Flóka ekki síst að þakka auknum fjárframlögum frá fyrirtækjum. Námsmennirnir fá yfirleitt styrk frá sjóðnum í einn til þrjá mánuði og oft kemur mótframlag frá fyrirtækjum og stofnunum til þess að ljúka verk- efnunum. Flestar umsóknir til sjóðsins koma frá námsmönnun- um sjálfum en nú hefur færst í vöxt að fyrirtæki sæki beint um styrki til sjóðsins til þess að ráða til sín námsmenn í vinnu, sem þeir greiða svo laun til viðbótar. „Þetta eru oft fyrstu kynni nemenda af fyrirtækjunum og þarna kynnast fyrirtæki jafnvel verðandi starfskröftum," segir Flóki. Aðalheiður Hans Tómas Sverrir Jakobsson og Andri Snær Magnason. Sigursveinsdóttir Björnsson Brynhildur Hálfdan Guðni Gunnarsson og Gísli Reynisson. Gunnar Már Sigurðardóttir Zoega Forgangsröðun í heilbrigðis- þjónustunni VIÐFANGSEFNI Aðalheiðar Sigursveinsdótt- ur, nema í heimspeki og atvinnulífsfræðum, er spurningin um hvernig biðlistar í heilbrigð- isþjónustunni eru uppbyggðir. Markmiðið er að skýra hvernig einstakar stofnanir, deildir og sérfræðingar raða einstaklingum á biðlista, kanna hvaða þjóðfélagshópar eru á biðlistunum og hvort þar sé um mismunun að ræða, t.d. eftir aldri sjúklinga eða stöðu í þjóðfélaginu. „Verkefnið er byggt upp á tveimur rann- sóknum, annars vegar könnun meðal sérfræð- inga á því hvernig þeir forgangsraða á biðlist- um og hins vegar könnun meðal sjúklinga á félagslegri stöðu þeirra og því hversu mikið þeir vita um forgangsröðunina sjálfa. Þannig ætti að vera hægt að sjá hvort mismunandi aðferðir hjá sérfræðingum skili mismunun til sjúklinganna sjálfra," segir Aðalheiður. Hún tók fyrir helstu deildirnar sem eru með biðlista, þ.e. skurðdeildirnar, á stærstu sjúkra- húsunum þremur, Landspítalanum, Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri. „Ég kynnti mér helstu þætti sem hafa áhrif og gekk út frá því að það væri einhvers konar forgangsröðun. Ég lagði samræmdan spurningalista með 100 spumingum fyrir sér- fræðingana á þessum deildum, sem voru alls um 70 manns. Markmiðið var að sjá hvort sérfræðingarnir væru að forgangsraða á mis- munandi hátt milli deilda og innan deilda, líka í ljósi þess hvort lög um réttindi sjúklinga væru brotin. í skýrslunni er ég að fara yfir niðurstöðurnar í ljósi réttlætishugtaksins og hugmyndarinnar um velferðarþjóðfélagið, og þeirrar forgangsröðunar sem á sér stað í Bandaríkjunum, á öðrum Norðurlöndum, Nýja- Sjálandi og í Hollandi." Aðalheiður hefur þegar skilað skýrslu um fyrri rannsóknina og er langt komin með þá seinni, en hún inniheldur niðurstöður spurn- ingakönnunar sem lögð var fyrir sjúklinga á bæklunardeildum Sjúkrahúss Reykjavíkur og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Auk styrksins frá Nýsköpunarsjóði náms- manna lagði Landlæknisembættið Aðalheiði til vinnuaðstöðu og hún naut einnig styrkja frá ASÍ og BSRB. Hún vinnur nú við rannsóknir í hálfu starfi hjá Landtæknisembættinu. Virk efni í sjáv- arfangi og sjávargróðri HANS Tómas Björnsson er tilnefndur til ný- sköpunarverðlaunanna fyrir rannsóknir á líf- fræðilega virkum efnum í sjávargróðri og öðru sjávarfangi við strendur Islands. Hans, sem vann verkefnið undir leiðsögn Sigmundar Guð- bjarnasonar prófessors, hefur lokið tveimur árum í læknadeild Háskóla íslands en stundar í vetur nám við læknadeild háskólans í Iowa í Bandaríkjunum. Við rannsóknina, sem Hans segir í raun vera fyrsta stig lyfjaþróunar, notaði hann ein- föld skynpróf sem voru framkvæmd á þann hátt að litlar lífverur voru settar í umhverfi, sem ákvarðaðist af því hvaða sjávarfang var verið að rannsaka. Síðan var fylgst með því hvernig þeim reiddi af og dauði þeirra notaður til marks um það hversu virk efnin í umhverf- inu voru. Þær lífverur sem notaðar voru við tilraunina voru örlitlar saltrækjur á fósturskeiði en þær skipta sér mjög hratt, eins og krabbameins- frumur gera oft, auk þess sem þær taka upp mikið af efnum úr umhverfi sínu. Fyrsta stig rannsóknarinnar gaf ekki vís- bendingu um annað en það hvort áhugaverð efni væru í umhverfinu. Sama aðferð var síðan notuð við áframhaldandi rannsóknir sem mið- uðu að því að einangra virk efni. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að efni úr þremur tegundum sjávarfangs sýndu umtalsverða virkni. Næst liggur fyrir að skoða þau nánar, reyna að finna af hvaða orsökum þau eru virk og hvaða notagildi þau geti haft sem krabbameinsbælandi efni, ný tegund af sýklalyfjum eða eitthvað annað. Notkun heim- speki við eðlis- fræðikennslu VERKEFNI Brynhildar Sigurðardóttur heim- spekinema fjallar um hvernig hægt sé að ná settum markmiðum í eðlisfræðikennslu elstu bekkja grunnskólans með því að takast á við efnið út frá sjónarhóli heimspekinnar. Sjálf hefur Brynhildur tveggja ára reynslu af kennslu, m.a. í náttúrufræðigremum, en hún lauk prófi frá Kennaraháskóla íslands 1994 og fór þá að kenna í grunnskóla. „Ég fann eitthvað í heimspekinni sem mér fannst bæta upp það sem skorti á í náttúru- fræðikennslunni, en mér finnst hún vera orð- in föst í mjög þröngum vinnubrögðum og við- horfum," segir Brynhildur. í verkefni sínu leggur hún til grundvallar hina svokölluðu barnaheimspeki, sem hefur verið ástunduð hér á landi í um áratug í Heimspekiskólanum og í nokkrum leik- og grunnskólum. „Þetta er mótuð samræðuað- ferð og komin góð reynsla á hana, og ég tel hana geta gefið góða alhliða þjálfun. Aðferð- in snýst um það að þjálfa gagnrýna, skap- andi og siðferðilega hugsun, þessa þrjá megin- þætti sem eru mjög mikilvægir en oft van- ræktir í hefðbundinni kennslu þessara greina." Byrjað er á því að lesa sögu fyrir nemend- ur, sem virkar sem kveikja að hinum ýmsu heilabrotum og rökræðum. „Sögunni er ætlað að gefa fyrirmynd að samræðum eins og nem- endurnir sjálfir eiga að taka þátt í. Þar er varpað fram ýmsum hugmyndum sem kveikja spurningar og eru hráefni í pælingar og um- ræður nemenda. Að sögunni lokinni segja krakkarnir sjálfir frá sínum hugmyndum, hvað þeim fannst forvitnilegt, hvað þau skildu ekki og hvað þau vilja ræða áfram," segir Brynhildur. Hún segir tiinefninguna til nýsköpunar- verðlaunanna mikla hv^ningu, ekki aðeins fyrir hana sjálfa, heldur fyrir kennslufræðina almennt, og kveðst vona að hún verði til þess að vekja athygli starfandi kennara á mikil- vægi heimspekinnar í kennslunni. Prófun á efnum úr íslenskum fiéttum GUNNAR Már Zoéga er tilnefndur til nýsköp- unarverðlaunanna fyrir prófun á efnum úr ís- lenskum fléttum með tilliti til verkunar á krabbameinsfrumur og bólguviðbrögð. Gunnar er nemandi á fjórða ári í læknisfræði við Há- skóla íslands og vann hann að rannsókninni undir leiðsögn þeirra Helgu M. Ögmundsdótt- ur, forstöðumanns rannsóknarstofu í sam- einda- og frumulíffræði hjá krabbameinsfélag- inu, og Kristínar Ingólfsdóttur, dósents í lyfja- fræði lyfsala við HI. Rannsókn Gunnars fólst m.a. í því að kanna verkun og verkunarleiðir efna úr íslenskum fléttum og að rannsaka á hvaða efnaferlum krabbameinsfrumunnar áhrif efnanna byggj- ast. Hann segir helstu niðurstöður vera þær að efnin úr fléttunum hafa hamlandi áhrif á þær krabbameinslínur sem prófaðar voru. Hann sagði að einnig hefðu fundist haml- andi áhrif á virkjaðar eitilfrumur en hins veg- ar lítil áhrif á eðlilegar bandvefsfrumur. Efnin voru einnig könnuð í músum með tilliti til bólgusvörunar, en hann segir að niðurstöður í því sambandi hafi reynst þannig að erfitt sé að byggja á þeim einum saman. Þá var rann- sakað hvaða efnaferlar lægju að baki áhrifun- um á krabbameinsfrumurnar en fyrstu niður- stöður í því sambandi segir Gunnar að séu ekki komnar á endanlegt stig, en þær gæfu þó tilefni til frekari prófana. Gunnar sagði að þessi rannsókn væri fyrst og fremst grunnrannsókn sem myndi auka skilning á virkni þessara efna og væri hún lið- ur í því að kanna þau frekar. Ómögulegt væri að svara því í dag hvort hægt væri að nota efnin gegn krabbameini og viðamiklar rann- sóknir væru eftir þar til hægt væri að fara að tala um lyf í þessu sambandi. Flokkun hráefnis í fiskvinnslu GÍSLI Reynisson og Hálfdan Gunnarsson, lokaársnemar í véla- og iðnaðarverkfræði, standa að verkefninu Fáfni, sem er hugbúnað- ur fyrir flokkun hráefnis í vinnslu loðnu og síldar, en verkefnið er unnið með aðstoð Páls Jenssonar prófessors og í samvinnu við Borg- ey hf. Hugbúnaðurinn, sem er hugsaður sem hjálpartæki fyrir framleiðslustjóra sjávarút- vegsfyrirtækja sem vinna síld og loðnu, er í raun tvö aðskilin kerfi. Annars vegar til að ákvarða hagkvæmustu flokkunarmörk loðnu og hins vegar til að ákvarða hagkvæmustu flokkunarmörk síldar. Hann vinnur á þann hátt að tekin eru sýni fyrir flokkun með þar til gerðri sýnatökuvog. Hugbúnaðurinn les síðan sjálfvirkt inn stærð hvers fisks í tilfelli síldar en bæði stærð og kyn hverrar loðnu. Útfrá sýnatökunni er síðan lagt mat á stærð- ar- og kynjadreifingu farmsins og upplýs- ingarnar notaðar til að ákvarða hvernig stilla skuli flokkara og hvaða afurðir skuli fram- leiða til að sem mest verðmæti náist úr farmin- um. Notandi skráir sjálfur inn allar forsendur sem nauðsynlegar eru fyrir ákvörðunartökuna og hugbúnaðurinn notar síðan aðferðafræði heiltölubestunar við ákvörðunartökur. Einnig er hægt að taka sýni í tölvutæku formi eftir flokkun svo hægt sé að fylgjast með því að flokkararnir flokki rétt. Hugbúnaðurinn var prófaður hjá Borgeyju hf. á síðustu síldarvertíð og gaf mjög góða raun. Hann kom aldrei með verri tillögu en framleiðslustjóri hefði valið og gaf oft á tíðum vísbendingar um hagkvæmari framleiðslutil- högun. Verið er að undirbúa kerfið fyrir kom- andi Ioðnuvertíð. Leitað leiða til að kynna menn- ingararfinn „ALLIR eru sammála um að handritin séu merkilegasta framlag íslendinga til heims- menningarinnar og að það hafi verið mikil- vægt að fá þau heim. Þess vegna finnst mér það mikil þversögn hversu lítið er gert til að koma þessum menningararfi á framfæri. í sumar voru t.d. öll merkustu handritin til sýn- is, en þó var eins og það færi hálfpartinn fram- hjá almenningi. Sýningaraðstaðan innan veggja Árnastofnunar er ntinni en eitt her- bergi af tíu þar sem hjónarúm eru til sýnis í IKEA,“ segir Andri Snær Magnason, sem ásamt Sverri Jakobssyni vann nýsköpunar- verkefnið „Menningararfurinn í nútímanum". Andri Snær lauk BA-prófi í íslensku sl. sum- ar og Sverrir er í doktorsnámi í sagnfræði. Markmið verkefnis þeirra var að finna leiðir til að auka veg menningararfsins í nútímasam- félaginu, með hliðsjón af erlendum ferðamönn- um, námsfólki og almenningi. Auk þess komu þeir með tillögur með það að markmiði að auka sértekjur Árnastofnunar og bæta þar sýningarhald. Þeir benda á að aðeins 1% erlendra ferða^ manna sem hingað komi skoði handritin. „I sjálfu sér ættu þau að geta orðið mikið aðdrátt- arafl, rétt eins og menn fara til Parísar til að sjá fræg söfn.“ Þeir félagar Andri Snær og Sverrir vörpuðu fram ýmsum hugmyndum um skipulagningu skólaheimsókna á Árnastofnun. Þeir vilja kynna handritin á breiðari grundvelli en áður, ekki einungis með því að taia um bókmenntirn- ar, heldur einnig skinnverkun, leturgerð, myndlist og fleira sem þeim tengist. „Sem hálfgerður útvöxtur úr verkefninu er svo að verða til geisladiskur með úrvali af upptökum úr segulbandasafni Árnastofnunar, en hann kemur út í apríl nk. í samvinnu við Smekkleysu. Þar er að finna rímur, þulur, sálma og vögguvísur úr horfnum menningar- heimi aldamótakynslóðarinnar. Þarna er m.a. ein elsta upptaka sem hefur varðveist á Is- landi, tekin upp á vaxhólk einhvern tíma í kringum árið 1903, en þar fer barnabarn Bólu- Hjálmars með rímu eftir afa sinn,“ segir Andri Snær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.