Morgunblaðið - 06.01.1998, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
3. TBL. 86. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuters
Fossett
lentur
BANDARÍSKI ævintýramaður-
inn Steve Fossett lenti loftbelg
sinum, Solo Spirit, nærri rúss-
nesku borginni Krasnodar,
skammt frá Svartahafí, í gær og
lauk þar með þriðju tilraun hans
til að verða fyrstur manna til að
fljúga loftbelg umhverfis jörð-
ina.
Fosset hóf för sína í St. Louis í
Bandaríkjunum á gamlársdag.
Bilun varð í fjarstýringu eins
gasbrennara loftbelgsins og
einnig var eldsneytisskortur far-
inn að há Fossett eftir að honum
tókst ekki að nýta sér vestan-
vinda til að flýta förinni.
fsraelsþing samþykkir fjárlög eftir afsögn Levys
Netanyahu stóðst
fyrstu eldraunina
Moi sver embættiseiðinn
Jerúsalem. Reuters.
ÍSRAELSKA þingið samþykkti í atkvæðagreiðslu í gær fjárlagafrumvarp
ríkisstjómar Benjamins Netanyahus og stóðst forsætisráðherrann þar með
fyrstu eldraunina eftir afsögn Davids Levys utannldsráðherra og brott-
hvarf fjögurra flokksfélaga hans úr stjórnarliðinu. Israelskir fréttaskýrend-
ur spáðu því að samsteypustjórn Netanyahus myndi brátt falla en forsætis-
ráðherrann kvaðst telja að ekki þyrfti að boða til kosninga á næstunni þótt
stjórnin nyti aðeins stuðnings 61 þingmanns af 120.
Úrslit atkvæðagreiðslunnar í gær
urðu þau að 58 þingmenn greiddu
atkvæði með frumvarpinu og 52 á
móti. Einn sat hjá. Levy og félagar
hans í Gesher-flokksbrotinu voru
meðal þeirra sem greiddu atkvæði
gegn frumvarpinu.
Einn þingmaður Likudbanda;
lagsins, flokks Netanyahus, sat hjá
við atkvæðagreiðsluna. Pað var
Benny Begin, sonur fyrrverandi
forsætisráðherra, Menachems Beg-
ins. Benny hefur lengi verið harður
keppinautur Netanyahus.
Netanyahu brosti breitt þegar
úrslit atkvæðagreiðslunnar voru til-
kynnt, veifaði til stuðningsmanna
sinna á áheyrendapöllum þingsins
og heilsaði þingmönnum sem ósk-
uðu honum til hamingju með sigur-
inn. „Þeir hafa flutt útfararræður
um mig að minnsta kosti átján sinn-
um síðustu átján mánuðina - og ég
er hér enn,“ sagði hann.
Þarf á allri sinni
stjórnvisku að halda
Afsögn Levys tekur gildi í dag og
segja stjórnmálaskýrendur að hún
geti valdið Netanyahu vandkvæð-
um er kemur að brottflutningi her-
liðs Israela frá heimastjórnarsvæð-
um Palestínumanna á Vesturbakk-
Reuters
Reuters
DAVID Levy, fráfarandi utan-
ríkisráðherra Israels, og Benja-
min Netanyahu forsætisráð-
herra fylgjast með fjárlagaum-
ræðu á þinginu.
anum. Forsætisráðherrann þurfi á
allri sinni stjórnvisku og reynslu að
halda til þess að koma í veg fyrir að
stjórnin, sem er samsett úr flokkum
hægri harðlínumanna, hófsamra og
trúaðra, liðist í sundur.
„Hann stendur nú mjög höllum
fæti fyrir þrýstingi úr öllum áttum,“
segir Mark Heller við Háskólann í
Tel Aviv. „Þrýstingurinn kemur úr
svo andstæðum áttum að það þyrfti
töframann til að jafna ágreining-
I Palestínumenn fagna/22
DANIEL arap Moi, forseti Kenýa, hóf í gær fimmta og
síðasta kjörtímabil sitt með því að sveija embættiseið
við hátíðlega athöfn í Nairobi. Moi er 73 ára og hefúr
verið við völd í tvo áratugi. Helstu frambjóðendur
Svarar því
hverjir
eigi olíuna
Þrirshöfn. Morgunblaðið.
POUL Nyrup Rasmussen, forsætis-
ráðherra Danmerkur, fer til
Færeyja i dag og hyggst m.a. svara
því hvemig danska stjórnin túlki
stöðu Færeyja í
ríkjasambandinu
við Danmörku og
hver eigi auðlind-
irnar undir yfir-
borði jarðar í lög-
sögu Færeyja.
Færeyingar bíða
svarsins með mikilli
eftirvæntingu, eink-
um vegna áforma
um olíuvinnslu í færeyskri lögsögu.
Gert er ráð fyrir að færeyska lög-
þingið afgreiði lagafrumvarp um
olíuvinnsluna í vor og Færeyingar
vænta þess að byrjað verði að bora
eftir olíu á næsta ári.
■ Óumbeðin heimsókn/21
stjórnarandstöðunnar hafa sakað flokk forsetans um
kosningasvik og sniðgengu innsetningarathöfnina. Þeir
kröfðust þess að mynduð yrði þjdðsljórn til að afstýra
hættu á deirðum í landinu en Moi hafnaði þeirri kröfu.
Umdeild reyk-
ingalög í Noregi
NY OG hert reykingalög sem tóku
gildi um áramótin í Noregi hafa
vakið litla hrifningu þar í landi.
Veitingastaðir og kaffihús eru víða
hálftóm, á nokkrum stöðum kom til
slagsmála um helgina og gestir á
kaffihúsi í Ósló voru staðnir að því
að sturta skiltum um reykingabann
niður um salemin að því er segir í
Aftenposten.
Reykingalögin í Noregi eru lík-
ast til þau ströngustu á Norður-
löndum en samkvæmt þeim verður
að minnsta kosti helmingur allra
borða á veitingastöðum, börum og
kaffihúsum að vera algerlega reyk-
laus. Finni menn reykjarlykt á
reyklausa svæðinu geta þeir kvart-
að við eigendur eða snúið sér til yf-
irvalda.
Eigendumir eru ókátir vegna
bannsins enda reyndist víða hálf-
tómt á stöðunum um helgina. Þá
eru gestir lítt hrifnir enda reykja
Norðmenn mikið og þá ekki síst á
kaffihúsum og börum. Á nokkrum
veitingastöðum varð að kalla út
aukamannskap í dyravörslu og til
eftirlits, þar sem gestir stálust til
að reykja, og til handalögmála kom
er verðirnir hugðust banna reyk-
ingarnar.
Reyklausu svæðin tóm
Sumir bareigendur segja tómt á
reyklausu svæðunum en troðfullt
þar sem reykja má. Aðrir segja úti-
lokað að framfylgja reykingabann-
inu á þéttsetnum stöðum og þar
sem engir öskubakkar séu til staðar
noti gestir gólfið sem öskubakka.
Líklega eru orð eins bareigand-
ans um reynsluna af reykingalög-
unum nokkuð dæmigerð en hann
sagðist ekki hafa heyrt eitt einasta
jákvætt orð frá gestunum. „Og þeir
sem eru fylgjandi reykingalögun-
um halda sig heima.“
Forsetakosningarnar í Litháen
Adamkus sigrar
með 0,6% mun
Vilnius. Reuters.
VALDAS Adamkus, sem flutti bú-
ferlum frá Bandaríkjunum til Lithá-
ens í fyrra, var kjörinn forseti
Eystrasaltslandsins á
sunnudag. Sigur hans
var mjög naumur því
munurinn á fylgi fram-
bjóðendanna tveggja
var aðeins 0,6%.
Adamkus fékk 49,9%
atkvæðanna en Arturas
Paulauskas, fyrrverandi
ríkissaksóknari, fékk
49,29%. Algirdas Braz-
auskas, fráfarandi for-
seti, sem studdi
Paulauskas í kosninga-
baráttunni, óskaði
Adamkus til hamingju
með sigurinn.
Adamkus tekur við
embættinu 25. febrúar. Forsetinn
hefur ekki mikil völd en skipar for-
sætisráðherra og getur neitað að
staðfesta lög.
Adamkus lofaði að beita sér fyrir
því að Litháen fengi aðild að Evr-
ópusambandinu og Atlantshafs-
bandalaginu. Litháar hafa lagt mikla
áherslu á að fá aðild að ESB og
NATO frá því þeir
fengu sjálfstæði árið
1991 en ljóst er að Lit-
háen verður ekki á með-
al fyrstu ríkjanna sem fá
inngöngu.
Áhersla á vinsamleg
tengsl við Rússa
Adamkus er 71 árs og
flúði til Bandaríkjanna
þegar sovéskar her-
sveitir hemámu Litháen
árið 1944. Hann kvaðst í
gær ætla að leggja
áherslu á að tryggja góð
samskipti við Rússa.
„Rússland, sem er að
byggja upp lýðræði, er sérlega mikil-
vægt fyrir Litháen og við ætlum að
gera allt sem við getum til að sam-
skiptin verði í samræmi við það.“
Valdas Adamkus
■ Kjósendur völdu/23