Morgunblaðið - 06.01.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.01.1998, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Mikið óveðurs- tjón í V-Evrópu Braut djúpra lægða liggur yfír sunnanvert Bretland ’WifMÍÍ London. Reuters. Daily Telegraph. RÚMLEGA 100 þúsund heimili urðu rafmagnslaus á sunnudag í Bretlandi vegna illviðris en bæði þar og í Frakklandi varð mikil röskun á daglegu lífi vegna óveð- urs. Breska veðurstofan spáði vax- andi veðri að nýju í gærkvöldi og að búast mætti við hvössu veðri fram eftir vikunni þar sem braut djúpra lægða lægi um þessar mundir yfir Bretland sunnanvert. Talið er að tjón af völdum óveð- ursins á sunnudag nemi jafnvel milljörðum króna. Maður beið bana í vestanverðu landinu er tré féll á bifreið hans, en algengt var að tré rifnuðu upp með rótum í veðrinu. Þak rifnaði af byggingum og víða flæddi inn í hús er ár rufu bakka sína í Bretlandi. Hvassviðrið hefur ..... ekki verið ven-a í áratug en vind- hraðinn mældist 175 kílómetrar á klukkustund í mestu hviðunum við Swansea í Wales þegar veðurhæð- in var hvað mest. Tjón á rafmagns- línum hefur ekki verið meira um langt árabil en af þeim völdum urðu 50.000 heimili í Wales, 30.000 í Devon og 26.000 í Cornwall raf- magnslaus. Mikil röskun varð á samgöngum í Bretlandi og ferjusamgöngur um Ermarsund fóru úr skorðum. Þús- undir flugfarþega komust hvergi frá Heathrow en aflýsa varð ferð- um 47 flugvéla vegna veðurs. Veru- legar tafír urðu á ferðum annarra véla þar sem ekki reyndist unnt að nota aðalbrautir vallarins vegna bilana en notast var við hliðar- ... ,-. . - • !I I I Reuters DJÚPAR lægðir ganga yfir Bretlandseyjar þessa daga og valda mikilli röskun. Þó flestir hefðu ama af veðrinu fóru aðrir niður á bryggjur við suðurströndina og fylgdust af áhuga með briminu. vindsbrautir með ófullkominn að- flugsbúnað. I Frakklandi var öll umferð bönnuð um stór svæði í strandhér- uðum vegna veðurofsa. Mikið tjón varð víða á Bretagne-skaga. Áhöfn spænsks togara, Sonia Naci, var bjargað frá borði 200 sjó- mílur suðvestur af Englandi á sunnudag. Skipið varð vélarvana og rak stjórnlaust í haugasjó þar sem ölduhæð mældist 18 metrar. Ríkisstjórn Benjamins Netanyahus í fsrael hangir á bláþræði Palestímimenn fagna af- sögn vamarmálaráðherrans Jenísalem. Reuters. ÞÓTT David Levy, utannTdsráðherra ísrael, hafi sagt af sér embætti á sunnudag tekur af- sögnin samkvæmt ísraelskum lögum ekki gildi fyrr en í dag, tveimur sólarhringum eftir að hann tilkynnti um hana. Umræður og atkvæða- greiðsla um fjárlagafrumvarp stjórnarinnar fóru fram í gær og þótt ekki væri búist við að af- sögn Levys réði úrslitum um afdrif frumvarps- ins hefur hún vakið umræður um erfíða stöðu Netanyahus. Fréttaskýrendur telja líklegt að þótt stjórn Netanyahus hafí meirihluta á þinginu eftir af- sögnina megi búast við að boðað verði til kosn- inga áður en langt um líður. „Stjómin getur ekki haldið velli lengi eins og málum er komið, líf hennar hangir á bláþræði,“ sagði Rafael Eit- an, landbúnaðarráðhema og félagi í hægri- flokknum Tsomet. Aukin hægri slagsíða Palestínskir embættismenn kváðust vona að afsögn Levys myndi ekki hefta friðarumleitanir, en viðurkenndu að þeir væru ánægðir með ákvörðun hans, ef hún mætti verða til þess að fella stjóm Netanyahus. Fréttaskýrendur segja að brottför Levys hafí orðið til þess að auka hægri slagsíðuna á stjóminni. Reuters ÞÓTT Levy og Netanyahu sætu hlið við hlið að venju við umræður og atkvæðagreiðslu í þinginu í gær og tækjust jafnvel í hendur voru fáleikar með þeim, að sögn fréttaskýrenda. Levy ókvað að hverfa úr ríkisstjóminni ásamt fjórum félögum sínum í Gesher-flokksbrotinu vegna þess að stjómin hefði ekkert aðhafst í málefnum láglaunafólks og í engu þokað friðar- viðræðum við Palestínumenn, að því er Levy sagði er hann tilkynnti afsögn sína á frétta- mannafundi á sunnudag. „Ég er búinn að fá mig fullsaddan af þessu samstarfi,“ sagði hann. Eftir brottför Levys og flokksmanna hans hefur stjóm Netanyahus 61 sæti af 120 á þing- inu. Þegar umræða um fjárlagafrumvarpið hófst í gær settist Levy í sæti sitt við hlið Netanyahus í þinginu en þeir virtu hvor annan vart viðlits. Levy sagði að Gesher myndi ekki ganga til liðs við stjórnarandstöðu Verkamannaflokksins heldur myndi flokksbrotið standa á eigin fótum. Fjárlagafrumvarpið er ekki eini vandinn sem Netanyahu stendur frammi fyrir. Strax í næstu viku reynir aftur á styi'k stjórnarinnar er sverf- ur til stáls milli harðlínumanna og hófsamra í stjómarliðinu vegna væntanlegrar afhendingar lands á Vesturbakkanum til Palestínumanna. Fréttaskýrendur segja að án Levys verði Netanyahu að reiða sig enn frekar á stuðning hægrisinnaðra harðlínumanna og flokkabanda- lag trúaðra og muni því ekki verða of viljugur til „umtalsverðs og trúverðugs" landaafsals líkt og Bandaríkjastjórn krefst. Sjálfur sagði Netan- yahu, er Levy tilkynnti um afsögn sína, að ríkis- stjómin myndi lifa þetta af. „Þessi stjórn mun reynast mun stöðugri en margir halda,“ sagði Netanyahu. Baráttumaður fyrir málstað þróunarlanda David Steel DAVID Steel lávarður, íyrrver- andi leiðtogi Frjálslynda flokksins í Bretlandi, er nú staddur hér á landi í boði Halldórs Ásgrímsson- ar utanríkisráðherra. Steel hefur látið utanríkis- og þróunarmál til sín taka og heldur í dag tvö erindi um þau efni. Steel er kunnur í Bretlandi fyrir baráttu sína fyrir málstað þróun- arlanda. Hann var um tíma for- maður samtaka gegn aðskilnaðar- stefnunni í S-Afríku og hefur mikil sambönd í ríkjum suðurhluta Afr- íku. Þekktastur er Steel þó fyrir þingmennskuferil sinn, en hann var formaður Frjálslynda flokks- ins brezka um tólf ára skeið, 1976- 1988, og er einn af stofnendum Frjálslynda Demókrataflokksins. Hann hóf þingmennsku í neðri deild brezka þingsins 1965, þá 27 ára að aldri. Hann hætti setu í neðri deildinni í fyrra, en tók sæti í lávarðadeildinni. Fljótlega eftir að Steel lét af formennsku í Frjálslynda flokkn- um gerðist hann talsmaður Frjáls- lyndra demóki-ata í utanríkismál- um. 1994-1996 var hann forsetu Alþjóðasamtaka frjálslyndra. í tenglsum við fundi Alþjóðasam- takanna hefur Steel tvisvar áður sótt ísland heim, 1990 og 1994. Meðal starfa sem Steel hefur gegnt utan stjómmálanna eru pistlaskrif íyrir ýmsa fjölmiðla. 1982-1985 var hann rektor háskól- ans í Edinborg. Aðildarviðræðum lokið um aldamðt? London. Reuters. ROBIN Cook, utanríkisráðherra Bretlands, sem nú fer með forsæti í ráðherraráði Evrópusambandsins, segist vona að hægt verði að ljúka aðildarviðræðum við sum ríki Mið- og Austur-Evrópu í kringum alda- mót, þótt viðræðumar verði erfíðari en þær, sem leiddu til aðildar þriggja EFTA-ríkja fyrir þremur árum. I sjónvarpsviðtali á BBC sagði Cook að aðildarviðræðurnar við Sví- þjóð, Finnland og Austurríki hefðu tekið þrjú ár. „Þetta vom vel stæð ríki, lítil ríki sem öll greiða meira í sjóði ESB en þau fá úr þeim,“ sagði Cook. „Það tekur að minnsta kosti sama tíma að semja við ríki Mið- Evrópu, sem era stærri og auðvitað fátækari og hafa þess vegna sérstök vandamál í fór með sér fyrir fjárhag ESB.“ Síðar á þessu ári hefjast aðildar- viðræður við Ungverjaland, Pól- land, Tékkland, Eistland, Slóveníu og Kýpur. „Ég hefði haldið að það væri raunsætt að ljúka viðræðum í kringum árið 2000 og hefja síðan staðfestingarferli með sumum þess- ara ríkja,“ sagði Cook. Hann sagði hins vegar að það væri ekki skyn- samlegt að ákveða einhverja dag- setningu, sem viðræðunum ætti að ljúka. Hljóðriti úr þotu SilkAir fundinn Jakarta. Reuters. LEIT var hætt í gær að braki úr singaporískri farþegaþotu sem fórst á Súmötra með 104 innanborðs í desember. Hljóð- riti úr stjómklefa vélarinnar fannst á sunnudag og vonast rannsakendur eftir því að hann geti varpað Ijósi á hvað olli slys- inu. Þotan var af gerðinni Boeing 737-300 í eigu flugfélagsins SilkAir, sem er dótturfélag Singapore Airlines, og var á leið frá Jakarta til Singapore þegar hún fórst 19. desember. Vélin var einungis tíu mánaða gömul og sú nýjasta í flota SilkAir. Ekkert hefur komið í ljós sem bendir til ástæðu þess að hún fórst er flugið var rétt hálfnað. Veður var gott er slys- ið varð. Hljóðritinn gæti haft að geyma upptökur af samtölum flugmanna, hljóð frá hreyflum eða önnur hljóð sem gætu gefið vísbendingar um orsakir slyss- ins. Hljóðritinn fannst á um tíu metra dýpi í ósum Musi-fljóts, þar sem þotan hrapaði. Flugriti vélarinnar, sem geymir tækniupplýsingar um virkni vélarinnar í fluginu, fannst fyrir viku og er nú til at- hugunar hjá bandarískum sér- fræðingum í Washington. Singaporísk flugmálayfirvöld munu hins vegar frá hljóðrit- ann til athugunar. Fuglaflensa í Hong Kong Rannsaka ekki ferðalanga Hong Kong. Reutcrs. STJÓRNVÖLD í Hong Kong sögðust í gær ekki ætla að taka sýni úr ferðamönnum til þess að kanna hvort þeir bæru fuglaflensusmit, sögðu það bæði ógerlegt og óþarft. Yfirvöld á Filippseyjum hafa gripið til þess ráðs, að hvetja alla sem þangað koma frá Hong Kong að gangast undir sér- staka læknisrannsókn kenni þeir sér einhvers krankleika. Óstaðfestar fregnir hei-ma, að fuglaflensan hafi stungið sér niður í Kína, en stjórnvöld í Peking héldu hinu gagnstæða fram i gær og sögðu að veikinn- ar hefði ekki orðið vart í Kína. Engin vísbending um veiruna hefði fundist í nýrri blóðrann- sókn á kjúklingabúum í Guang- dong-héraði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.