Morgunblaðið - 06.01.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.01.1998, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Stöðug aukning í ræktun grænmetis með raflýsingu í gróðurhúsum yfír veturinn _ Morgunblaðið/Ásdís UPPLYSTIR garðyrkjubændur í tómatræktun að vetri, f.v. Helgi Jóhannesson, Georg Ottósson, Guðjón Birgisson og Kjartan Ólafsson. BLÓM hafa í allmörg ár verið framleidd hér í gróðurhúsum yfir vetur- inn. Lýsing hefur einnig lengi verið notuð við uppeldi plantna við hefðbundna grænmetisræktun í gróðurhúsum en tæknin við vetrarræktun grænmetis er tiltölulega ný af nálinni. Þó hefur um árabil verið framleidd steinselja í gróðurhúsum allt árið. Fyrir um það bil fimm árum hófu garðyrkjubænd- ur, í Hveragerði og á Laugalandi í Borgarfirði, tilraunaframleiðslu á gúrkum samkvæmt fyrirmynd frá Noregi. „Við vorum heppnir með byrjunina, þessum frumkvöðlum tókst að framleiða mjög góða vöru strax í upphafi og hefur það haft mikið gildi fyrir alla þróunina síðan,“ segir Georg Ottósson, garðyrkju- bóndi á Jörfa á Flúðum. Síðan hefur vetrarræktun græn- metis aukist ár frá ári. Kjartan Ólafsson, formaður Sambands garð- yrkjubænda, telur að 2-3 þúsund fermetrar hafi bæst við í vetur og áætlar að nú séu 12.500 fermetrar í gróðurhúsum með raflýsingu. Vetrartómatar og salat allt árið Fyrir þremur árum hófst tilrauna- lýsing á tómötum á Melum á Flúð- um. Guðjón Birgisson garðyrkju- bóndi segist fá góða uppskeru, svip- aða og í sumarræktuninni en jafnari. Guðjón segist greiða yfir 800 þúsund á mánuði fyrir rafmagnið. „Dýrt er að framleiða tómatana og framleiðsl- an tiltölulega lítil þannig að þeir hafa komið inn á markaðinn sem valkost- ur þeirra sem vilja meiri gæði,“ segir hann. Guðjón á Melum sáði fyrir nýjum tómatplöntum 20. október og eru fyrstu tómatarnir væntanlegir á markaðinn nú í janúar. Er það nærri þremur mánuðum fyrr en í venju- legri ræktun því fyrstu tómatarnir af sumaruppskerunni koma ekki fyrr en í apríl. Helgi Jóhannesson í Garði á Flúð- um hefur ræktað blaðsalat af ýmsum gerðum samfellt í heilt ár. „Ég var með salat á sumrin og sá þama markað yfir veturinn einnig. Salatið fer mest til veitingahúsa," segir Helgi. Uppskeran er jöfn allt árið, sáð er í eitt bil gróðurhússins í hverri viku og skorið upp úr öðru. Þannig fást 10 uppskerur úr hverju bili á ári og veitingahúsin geta geng- ið að þessari afurð vísri allt árið. Jarðarberin auka fjölbreyt nina Georg á Jörfa og Magnús Skúla- son í Hveratúni í Laugarási lýsa paprikuplöntur og eru íslenskar paprikur nú á markaðnum allt árið. Georg segist hafa verið með paprikuuppskeru frá því í febrúar og fram undir jól og nú sé framleiðsla hjá Magnúsi. Hann segir að þetta sé áhugaverð tilraun. „Ekki hefur tek- „Græna stóriðjan“ Mikil aukning hefur orðið í vetrarræktun grænmetis með notkun raflýsingar. Fjölbreytnin eykst og í svartasta skamm- deginu eru til dæmis á boðstólum íslensk jarðarber, salat, paprika, tómatar og gúrkur. í samtölum við Helga Bjarnason vekja garðyrkjubændur athygli á mögu- leikum grænu stóriðjunnar. JARÐARBERJARÆKTUN er nýjasta greinin í vetrarræktun grænmetis. ist að fá nógu mikla paprikuupp- skeru á sumrin, verðið hefur því ver- ið hátt og skaðað markaðinn. Þau löngu gráu tímabil sem við eigum alltaf von á hafa farið illa með plönt- urnar og dregið úr uppskerunni. Með því að nota raflýsingu til að halda orku í plöntunni á þessum tímabilum og gjörlýsa yfir veturinn hefur okkur tekist á fá mjög góða uppskeru eftir árið,“ segir Georg. Ög nú er hafin á Jörfa tilrauna- framleiðsla á jarðarberjum. Ná- granni Georgs, Órn Einarsson í Silf- urtúni, hefur framleitt jarðarber í plasthúsum á sumrin en vetrarrækt- unin hjá Georg er nýjung. „Þessi ræktun gefur góðar vonir en hún er enn á tilraunastigi. Vel hefur gengið að selja enda eru innfluttu berin dýr á þessum tíma og léleg að gæðum,“ segir Georg. „Ég fór út í þetta til að auka fjöl- breytnina. Ég hef fylgst með tilraun- um með vetrarræktun í Noregi. Gúrkuræktunin er komin lengst á þróunarbrautinni og góður árangur hefur náðst í þeirri grein. Við erum hins vegar á litlum markaði og ekki þýðir að allir fari í það sama, það verður bara til þess að markaðurinn hrynur. Ég hef sérstaklega fylgst með tilraunum með jarðarberja- ræktun í Noregi og jafnframt kort- lagt markaðinn hér heima. Yfir vet- urinn eru innfluttu berin lakari að gæðum og hækka í verði og mér sýn- ist að við það skapist grundvöllur til að framleiða þau með þeim kostnaði sem fylgir lýsingu," segir Georg. Vinna allt árið Vetrarræktun grænmetis skapar orðið umtalsverða vinnu, ekki síst á Flúðum þar sem margir garðyrkju- bændur hafa tekið hana upp. Guðjón Birgisson á Melum segir að það skipti þó meira máli að hægt sé að ráða starfsfólk allt árið og þjálfa það upp í þessum störfum. Áður var vinnan í gróðurhúsunum árstíða- bundin, fólk var ráðið á sumrin en svo var lítið að gera yfir veturinn. Sjö vinna nú í garðyrkjustöðinni á Melum, að meðtöldum eigendunum, en ef ekki hefði verið farið út í vetr- arræktun væru þar helmingi færri starfsmenn í vetur. „Maður finnur að starfsfólkið metur það að hafa vinnu allt árið,“ segir Georg Ottósson. Hefur vetrarræktunin því mikil áhrif á atvinnulífið í garðyrkjuhverf- unum. Bændurnir fá betri nýtingu á fjárfestingar sínar og starfsfólk. Helgi Jóhannesson í Garði segir að vegna mikils kostnaðar við lýsingu þurfi veltan að tvöfaldast í garð- yrkjustöð sem fjárfesti í tækjum til lýsingar. Telur hann að það takist ef ræktunin heppnast. Þetta sé eins og að tvöfalda stærð garðyrkjustöðvar- innar. Garðyrkjubændurnir á Flúðum segja að ýmis vandamál komi upp í vetrarræktun eins og allri annarri ræktun og menn séu alltaf að læra meira. „Þetta er til dæmis ákveðinn línudans á vorin, hvorki má lýsa og mikið né of lítið. Þá þarf græna fing- ur, ekki þýðir að treysta eingöngu á tæknina," segir Helgi. „Við erum að auka hlutdeild okkar í markaðnum. Það styrkir markaðs- stöðu okkar gagnvart innfluttu grænmeti að geta verið lengur með okkar afurðir á markaðnum. Þannig þjónum við neytendum betur, annars er hætt við að þeir gleymi gæðum ís- lenska grænmetisins," segir Helgi. Áhersla á gæðin Georg Ottósson, sem jafnframt er stjórnai-formaður Sölufélags garð- yrkjumanna, segir framleiðslu ís- lenska vetrarræktaða grænmetisins afar háð gæðunum. „Við getum ekki vænst þess að fá hærra verð fyrir af- urðirnar nema þær séu betri en inn- fluttar." Vörunum er stillt upp hlið við hlið í verslunum og vegna mikils framleiðslukostnaðar hér yfir vetur- inn telja garðyi-kjubændur sig yfir- leitt þurfa að fá mun hærra verð fyr- ir framleiðslu sína en nemur verði á innfluttu grænmeti. Það er þó mis- jafnt eftir tímabilum, eftir því hvern- ig stendur á uppskeru í helstu fram- leiðslulöndum. Kjartan segir að það hafi sýnt sig að neytendur vilji frekar íslenska grænmetið og það sé skylda fram- leiðenda að auðkenna framleiðslu sína. Georg Ottósson viðurkennir að ekki sé nógu vel greint á milli inn- flutts grænmetis og innlends, það komi til dæmis fyrir að innflutta grænmetið sé í kössum undan ís- lensku grænmeti í búðunum. Það sé ekki nógu gott en unnið sé að úrbót- um. Þannig segir hann að lagt sé í þá vinnu að merkja sérstaklega hverja einustu papriku sem fer á markaðinn í vetur. Mismunandi samkeppnisstaða Yfir veturinn falla niður verndar- tollar og grænmeti flutt til landsins án allra tolla og gjalda. Hvernig gengur garðyrkjubændum að keppa á þeim grundvelli? Kjartan Ólafsson segir að íslenskir garðyrkjubændur þurfi ekkert að óttast ef þeir fái að búa við sömu framleiðsluskilyrði og félagar þeirra í nágrannalöndunum. Hins vegar vanti mikið upp á að skil- yrðin séu jöfn. Stutt sé við bakið á þessari framleiðslugrein með marg- víslegum hætti erlendis. Kjartan nefnir orkuverðið sem dæmi en raf- magnið er hæsti kostnaðarliðurinn við vetrarræktunina. íslenskir garðyrkjubændur bera sig mikið saman við norska starfs- bræður sína enda er tæknin þaðan komin. Kjartan segir að norskir garðyrkjubændur greiði rúma krónu fyrir kílówattstundina vegna rækt- unarlýsingar í gi-óðurhúsum. Og í nýlegri kynnisferð garðyrkjubænda til Kanada kom fram að þar greiða bændur 1,25 kr. fyrir kWst sem þeir nota við lýsingu. Kjartan segir að ís- lenskir garðyrkjubændur þurfi að greiða tvö- eða jafnvel þrefalt þetta verð fyrir orkuna, það er að segja 3,07 krónur á kílówattstundina auk fastagjalds. „Við erum ekki að biðja um styrki, aðeins jafna samkeppnisstöðu. Við verðum hins vegar að vera pólitískt meðvitaðir um samhengi hlutanna. Mismunurinn kemur fram í verði af- urðanna til neytenda. Eigum við að sætta okkur við hærra verð á mark- aðnum eða styrkja framleiðsluna eins og við sjáum í nágrannalöndum okkar? Ekki er um aðrar leiðir að ræða,“ segir Kjartan. „Kanadamenn selja orku til Bandaríkjanna. Þeh' gætu hæglega selt til New York þá orku sem nú fer til vetrarræktunar á grænmeti og fengið mun hærra verð fyrir hana. Það er hins vegar stefna stjórnvalda að nýta orkuna sem mest til atvinnu- sköpunar í landinu. Sömu sögu er að segja frá Noregi, þeir hafa rutt brautina í þessari atvinnugrein og líta stjórnvöld á vetrarræktun græn- metis sem nýja stóriðju. Ég tel að hér á landi þurfi að líta til fleiri þátta en stóriðju í málmiðnaði eða útflutn- ing á orku með sæstreng þegar hug- að er að sölu raforku til atvinnuupp- byggingar. Það er til dæmis búið að sanna sig að vetrarræktun á græn- meti er góður kostur sem auðvelt er að auka með skynsamlegri verðlagn- ingu orkunnar," segir Kjartan. Bindur koltvísýring Kjai'tan og Georg telja að mögu- leikar séu á útflutningi grænmetis sem ræktað er í gróðurhúsum yfir vetrartímann og þeir fari vaxandi með árunum. Georg talar um græna stóriðju í þessu sambandi, bendh' á að heimsmarkaðurinn opnist smám saman með endurskoðun alþjóðlegra viðskiptasamninga. Þá komi breyttar aðstæður í umhverfismálum íslend- ingum til góða. ,Auknar kröfur í mengunarvörn- um sem kalla á dýrar lausnir garð- yrkjustöðva í Hollandi og víðar og lækkandi framleiðslustyrkir Evrópu- sambandsins mun leiða til hækkandi heimsmarkaðsverðs. Ég tel að Kyoto-ráðstefnan um takmörkun á losun koltvísýrings geti gjörbreytt stöðunni okkur í hag. Ræktunin bindur koltvisýring og við hitum upp gróðurhúsin og lýsum með mengun- arlausum orkugjöfum. Ræktun í öðr- um Evrópulöndum bindur einnig koltvísýring en í flestum landanna eru gróðurhúsin hins vegar hituð upp með orku sem framleidd er með kolum, gasi og olíu sem mengar and- rúmsloftið og rafmagn frá kjarn- orkuverum er gjarnan notað við lýs- inguna. Við eigum að nýta okkur þessa möguleika,“ segir Georg Ott- ósson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.