Morgunblaðið - 06.01.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.01.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 47 FÓLK í FRÉTTUM Héðan og þaðan Aldarafmæli ► SLEGIÐ var upp veislu í Grund- arfirði 18. desember í tilefni af því að réttum hundrað árum áður undirritaði Kristján konungur IX lög sem löggiltu staðinn sem versl- | unarstað. Ollum Grundfirðingum , var boðið í veislu af þessu tilefni og um leið var nýtt tónlistarskóla- I hús tekið í notkun og ný flot- bryggja vígð. Veislan var haldin í salarkynnum tónlistarskólans nýja og var mjög fjölnienn. Veitt voru verðlaun fyrir bestu hugmynd að minnismerki um afmælið og hlaut Hildur Sæmundsdóttir, Ijósmóðir, verðlaunin. Hugmynd hennar felst í því að setja upp vandaða útsýnis- { skífu í miðju þorpinu, en þaðan I sést vel til fjalla. Morgunblaðið/Hallgrímur SÉRA Karl Matthíasson blessar skólahúsið og bryggjuna. YNGSTU nemendur tónlistarskólans hafa komið sér fyrir á stað sem ætlaður er undir nótur. ( ( ( I ( ( í ( I < j < ! < < ( i i ( Partý á laugar- dögum í hálfa öld ► SIGRÍÐUR Vigfúsdóttir og Ósk- ar Jónsson höfðu í haust verið með standandi „laugardagspartý" á heimili sínu í Neskaupstað í hálfa öld. Sigríður hefur staðið í eldhús- inu á hveijum laugardegi í öll þessi ár og séð til þess að ættingj- ar og vinir sem litu í heimsókn fengju kaffi og meðlæti. I tilefni af þessum tímamótum voru hjónin heiðruð af ættmennum sínum sem mörg hver ferðuðust langan veg til þess að geta tekið þátt í veisluhöldunum. Einnig Iitu vinir Sigrfðar og Óskars í heim- sókn og er mál manna að hlað- borðið hafi verið sérlega vel úti látið og kræsilegt að þessu sinni. Tildrög laugardagspartýsins voru þau, að sögn ættmenna Sig- ríðar, að foreldrar hennar, Ingi- björg Guttormsson og Vigfús Gutt- ormsson, bjuggu í Hvassafelli inni á Strönd og gerðu sér ferð út í bæ- inn til að sækja mjólk á hverjum laugardegi. Varð það að reglu að þau litu í heimsókn hjá Óskari og Sigríði og fengju kaffisopa. Ingi- björg leikur á als oddi enn þann dag í dag og var vitaskuld á meðal gesta hjá Sigríði í afmælispartý- inu. Þá var sú regla í heiðri höfð sem þykir jafnan einkenna laugar- dagspartýin að hver sá hafði orðið sem talaði hæst. YNGSTA kynslóðin lét sér einnig vel líka í kaffihlaðborðinu hjá Sigríði. Sala hafín á aðgöngu- miðum að leiði Díönu FJÖLSKYLDA Díönu prinsessu hóf sölu á aðgangsmiðum að leiði hennar í gær og er aðgangseyrir 9,50 pund eða um 1.100 krónur. Gestir fá ekki að fara alveg að leiðinu heldur skoða eyjuna úr fjarlægð hvar Díana hefur verið ja-ðsett. Ágóðinn rennur til þeiiTæ- góðgerðastarfsemi sem hún hafði í hávegum. Þeim sem vilja komast að leiði prinsessunnar býðst að bóka miða í suinar, en þá verður leyfð- ur aðgangur að leiði hennar í tvo mánuði. Hægt er að panta miða með þrí að hringja í símanúmerið 0164592020. Morgunblaðið/Pétur Blöndal ÓSKAR Jónsson, systurnar Sigríður, Elísabet og Randíður Vigfúsdætur, formóðirin Ingibjörg Guttormsson og Jóhanna Gísladóttir. Allir almennir dansar fyrir börn, unglinga og fulloröna. Byrjendur og framhald. Samkvæmifdamar ■ kántrý aGömludamamir ffifín?aaðftaða $kemmtile?tfólk Féla?tftarf | Kennda heftt 10. janúar Ath. opið hús á laugardagskvöldum Sigurðar Hákonarsonar k Dansíélagið Hvönn MK Auðbrekku 17- Kópavogi “ Innritun og upplýsingar 5-9 janúar kl.13:00-22:00 ísíma 564-1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.