Morgunblaðið - 06.01.1998, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 06.01.1998, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 47 FÓLK í FRÉTTUM Héðan og þaðan Aldarafmæli ► SLEGIÐ var upp veislu í Grund- arfirði 18. desember í tilefni af því að réttum hundrað árum áður undirritaði Kristján konungur IX lög sem löggiltu staðinn sem versl- | unarstað. Ollum Grundfirðingum , var boðið í veislu af þessu tilefni og um leið var nýtt tónlistarskóla- I hús tekið í notkun og ný flot- bryggja vígð. Veislan var haldin í salarkynnum tónlistarskólans nýja og var mjög fjölnienn. Veitt voru verðlaun fyrir bestu hugmynd að minnismerki um afmælið og hlaut Hildur Sæmundsdóttir, Ijósmóðir, verðlaunin. Hugmynd hennar felst í því að setja upp vandaða útsýnis- { skífu í miðju þorpinu, en þaðan I sést vel til fjalla. Morgunblaðið/Hallgrímur SÉRA Karl Matthíasson blessar skólahúsið og bryggjuna. YNGSTU nemendur tónlistarskólans hafa komið sér fyrir á stað sem ætlaður er undir nótur. ( ( ( I ( ( í ( I < j < ! < < ( i i ( Partý á laugar- dögum í hálfa öld ► SIGRÍÐUR Vigfúsdóttir og Ósk- ar Jónsson höfðu í haust verið með standandi „laugardagspartý" á heimili sínu í Neskaupstað í hálfa öld. Sigríður hefur staðið í eldhús- inu á hveijum laugardegi í öll þessi ár og séð til þess að ættingj- ar og vinir sem litu í heimsókn fengju kaffi og meðlæti. I tilefni af þessum tímamótum voru hjónin heiðruð af ættmennum sínum sem mörg hver ferðuðust langan veg til þess að geta tekið þátt í veisluhöldunum. Einnig Iitu vinir Sigrfðar og Óskars í heim- sókn og er mál manna að hlað- borðið hafi verið sérlega vel úti látið og kræsilegt að þessu sinni. Tildrög laugardagspartýsins voru þau, að sögn ættmenna Sig- ríðar, að foreldrar hennar, Ingi- björg Guttormsson og Vigfús Gutt- ormsson, bjuggu í Hvassafelli inni á Strönd og gerðu sér ferð út í bæ- inn til að sækja mjólk á hverjum laugardegi. Varð það að reglu að þau litu í heimsókn hjá Óskari og Sigríði og fengju kaffisopa. Ingi- björg leikur á als oddi enn þann dag í dag og var vitaskuld á meðal gesta hjá Sigríði í afmælispartý- inu. Þá var sú regla í heiðri höfð sem þykir jafnan einkenna laugar- dagspartýin að hver sá hafði orðið sem talaði hæst. YNGSTA kynslóðin lét sér einnig vel líka í kaffihlaðborðinu hjá Sigríði. Sala hafín á aðgöngu- miðum að leiði Díönu FJÖLSKYLDA Díönu prinsessu hóf sölu á aðgangsmiðum að leiði hennar í gær og er aðgangseyrir 9,50 pund eða um 1.100 krónur. Gestir fá ekki að fara alveg að leiðinu heldur skoða eyjuna úr fjarlægð hvar Díana hefur verið ja-ðsett. Ágóðinn rennur til þeiiTæ- góðgerðastarfsemi sem hún hafði í hávegum. Þeim sem vilja komast að leiði prinsessunnar býðst að bóka miða í suinar, en þá verður leyfð- ur aðgangur að leiði hennar í tvo mánuði. Hægt er að panta miða með þrí að hringja í símanúmerið 0164592020. Morgunblaðið/Pétur Blöndal ÓSKAR Jónsson, systurnar Sigríður, Elísabet og Randíður Vigfúsdætur, formóðirin Ingibjörg Guttormsson og Jóhanna Gísladóttir. Allir almennir dansar fyrir börn, unglinga og fulloröna. Byrjendur og framhald. Samkvæmifdamar ■ kántrý aGömludamamir ffifín?aaðftaða $kemmtile?tfólk Féla?tftarf | Kennda heftt 10. janúar Ath. opið hús á laugardagskvöldum Sigurðar Hákonarsonar k Dansíélagið Hvönn MK Auðbrekku 17- Kópavogi “ Innritun og upplýsingar 5-9 janúar kl.13:00-22:00 ísíma 564-1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.