Morgunblaðið - 06.01.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.01.1998, Blaðsíða 44
. 44 ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1998 KIRKJUSTARF I DAG MORGUNBLAÐIÐ Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 10-14. Láttur málsverður. Dómkirkjan. Kl. 13.30-16 mömmufundur í safnaðarh., Lækj- .argötu 14a. Kl. 16.30 samveru- stund fyrir börn 11-12 ára. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í há- degi. Altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Neskirkja. Farið verður að álfa- brennu á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld, þrettándakvöld. Farið verður frá Neskirkju kl. 18.45. Þátttaka tilkynnist í síma 551 6783 mili kl. 16-18. Breiðholtskirlga. Bænaguðsþjón- 'usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10-12. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 8-10 ára börn kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu Lin- netstíg 6. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Vonarhöfn í safnaðarh. Strandbergi fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30. Bessastaðakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 21. Hægt er að koma bænaefnum til presta og djákna safnaðarins. Vídalínskirkja. Fundur í æskulýðs- félaginu, yngri deild kl. 19.30, eldri deild kl. 21. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Borgarneskirkja. Helgistund þriðjudaga kl. 18.30. Mömmumorg- unn í Félagsbæ kl. 10-12. Grindavíkurkirkja. Foreldra- morgunn kl. 10. TTT starf kl. 18-19 fyrir 10-12 ára. Unglingastarf kl. 20.30 fyrir 8. 9. og 10. bekk. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin 14-16. Starfsfólk kirkjunnar í Kirkjulundi 14-16. ÚTSALA - ÚTSALA Halló! 5-50% afsláttur Úlpur - ullarjakkar kápur - pelsar alpahúfur - hattar Kíkið inn \(#HÚ5IÐ Mörkinni 6, sími 588 5518. Bílastæði við búðarvegginn. FORVAL Umsýslustofnun varnarmála, sala varnarliðs- eigna f.h. varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli auglýsir hér með eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í forvali vegna útboðs á verkefni sem felur í sér * lagningu og tengingu Ijósleiðara í hinar ýmsu bygg- ingar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli ásamt reglulegu viðhaldi leiðarans. Nánari verklýsing (Description of Work, Solicitation N62470-98-D- 4107) ásamt lista yfir kröfur sem gerðar eru til verk- takans fylgja forvalsgögnum. Ef þátttakendur áforma að ráða undirverktaka til verksins að hluta eða öllu leyti skal veita sömu upplýsingar um þá og krafist er af forvalsþátttakendum, skv. forvalsgögnum. Samið verður til eins árs með möguleikum á framlengingu til eins árs í senn næstu fjögur árin þar á eftir. Áætluð samningsfjárhæð er 50.000 til 200.000 Bandaríkjadalir á ári. Opnum tilboða er áætluð 24. febrúar 1998. Forvalsgögn ber að fylla samviskusamlega út. Forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins áskilur sér rétt til að hafna forvalsögnum sem ekki eru fullnægjandi. Ekki verður tekið við upplýsingum frá þátttak- endum eftir að forvalsfrestur rennur út. Forvalsfrestur er til 16. janúar 1998. Forvalsgögn fást hjá Umsýslustofnun varnar- mála, sölu varnarliðseigna, Grensásvegi 9, Reykjavík og að Brekkustíg 39, Reykjanesbæ. Umsýslustofnum vamamála. Sala varnarliðseigna. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags voru rangar myndir í umslag- inu og kannast sá sem fékk þessar myndir ekkert við þær. Vili hann hafa upp á þeim sem tók þessa mynd og biður um að haft verði sam- band við sig í síma 557 8087. Kannast einhver við þessa mynd? ÞESSI mynd var afhent, ásamt fleiri myndum, í versluninni Ljósmyndavör- um, Skipholti 31. En það Vonbrigði með Laufskálann SEM mikill aðdá- andi Rásar 1 hjá Ríkisútvarpinu og sem hlustandi að Lauf- skálanum mér til ánægju, þá langar mig að lýsa þeirri skoðun minni að Laufskálinn í morgun, mánudaginn 5. janúar, var sá allra leiðinlegasti sem farið hefur í loftið og vona að þetta sé ekki forsmekk- urinn að því sem komi á árinu. Hlustandi. Tapað/fundið Fjallahjól týndist í Blönduhlíð MONGOOSE hjól, hvítt fjallahjól, týndist frá Blönduhlíð fyrrihluta des- embermánaðar. Þeir sem hafa orðið varir við hjólið hafi samband í síma 551 0785. Dýrahald Gréta er týnd ÉG heiti Gréta og er þrílit 10 ára læða. Ég á heima á Ránargötunni og er mjög heimakær en nú er ég búin að vera týnd í marga daga. Mín er sárt saknað og er fundarlaunum heitið þeim sem finna mig. Hugsanlegt er að ég sé lokuð inní skúr eða ruslageymslu. Viljið þið vera svo væn að svip- ast um eftir mér?! Vinsam- legast hafið samband í heimasíma 552 4744, vinnusíma 515 6417 eða GSM: 897 4478. SKÁK Umsjðn Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á áskor- endamóti kvenna sem fram fór í Groningen í desember. Alisa Galliamova (2.445), Rússlandi, var með hvítt og átti leik, en Maja Chib- urdanidze (2.525), Georg- íu, hafði svart. 21. Rxf6+! (Ennþá sterk- ara en 21. Rxc7 - Dxc7 22. Dd5+ - Df7 23. Dxf5 sem er líka gott á hvítt.) 21. — Hxf6 (Betra var 21. - Bxf6 22. Dd5+ - Hf7 23. Bxf6 - Dxf6 24. Dxa8H— Hf8 og svartur er aðeins einum skiptamun undir.) 22. Bxf6 - Dxf6 23. Dd5+ - De6 24. Dxa8+ - Kf7 25. Dd5 - Dxd5 26. Hxd5 og með tveimur skiptamunum yfir vann hvítur enda- taflið auðveld- lega. Þessi sigur síðustu umferð tryggði Gall- iamovu sigur: 1. Galliamova 13'A v. af 18 möguiegum, 2. Xie Jun, Kína, 12 'A v., 3.-4. Chiburdanidze og Ioseliani, Georgíu, 11 v., 5.-7. Peng, Kína, Alisa Maric, Júgó- slavíu, og Arakhamia- Grant, Englandi, 9 v., 8. Pia Cramling, Svíþjóð, 8'A v., 9. Nino Gurieli, Georgíu, 5 v., 10. Kachiami, Þýska- landi, 1 'A v. Sú síðast- nefnda varð að hætta keppni vegna veikinda. Tvær efstu, Galliamova og Gurieli, munu tefla ein- vígi um áskorunarréttinn á Zsuzsu Polgar, heimsmeist- ara kvenna. Heimsmeistaraeinvíg- ið: Fjórða skákin er tefld í dag. Anand hefur hvítt. HVÍTUR leikur og vinnur. Með morgunkaffinu Ást er... allt i kringum þig. TM R*g. U.S. P»1 Ofl. — »1 nghls r»j*rved (c) 1996 Los Ang*WS Tm*s SynckaM ÞAÐ biðja allir á skrif- stofunni að heilsa þér en alla langar líka að vita hvað í ósköpunum þú sagðir við nýja fram- kvæmdastjórann. lega vasa ekki afur, kem ég með 25 kolvitlausa krakka og leyfi þeim að leika lausum hala í búðinni þjá þer. Víkveiji skrifar... KALIFORNÍURÍKI, sem er sennilega eitt framfarasinn- aðasta samfélag í heiminum, hefur gert þá kröfu til bílaframleiðenda, að 10 af hveijum 100 bílum, sem seldir verða í ríkinu á árinu 2003, verði knúnir með vistvænna elds- neyti en benzíni eða dísilolíu. Marg- ir eru þeirrar skoðunar, að þegar tuttugu ár verða liðin af næstu öld muni menn furða sig á því, að fólk hafi svo lengi látið bjóða sér farar- tæki sem menga andrúmsloftið í þeim mæli, sem bílar gera nú. Að þessu er vikið vegna þess, að Sorpa heldur því fram, að fyrir- tækið geti séð fyrir metangasi úr sorphaugum höfuðborgarsvæðisins, sem nægja mundi til að knýja 3.000 bíla. Hins vegar telur fyrirtækið nauðsynlegt að haga skattlagningu slíkra bíla við innflutning þannig að þeir verði samkeppnisfærir í verði. Það er ekki lengur ástæða til að vísa slíkum hugmyndum á bug. Bílaframleiðendur um allan heim reyna nú að þróa bílvélar, sem verða umhverfísvænni en þær, sem nú þekkjast. Þeim er ljóst, að dagar bílvélarinnar í núverandi mynd eru taldir. Þeir sem verða fyrstir til að koma fram með raunhæfan valkost fá stórkostlegt tækifæri til að ná forskoti á keppinauta sína. Stjómvöld ættu þess vegna að huga vel að hugmyndum Sorpu- manna. XXX * IÞESSU sambandi er fróðlegt að kynnast sjónarmiðum Birgis Guðnasonar, sem rekur fyrirtækið BG Bílakringluna í Keflavík. Hann segir í samtali við Morgunblaðið í fyrradag: „í framtíðinni held ég að fólk kaupi sér bíla til að eiga í lang- an tíma. Menn vanda betur valið í dag vegna þess, að það er orðið svo kostnaðarsamt að skipta um bíl... bílar eru gerðir til að endast í 250-300 þúsund kílómetra akst- ur...“ Það er áreiðanlega marktækur munur á því hvað bílar eru betur úr garði gerðir nú en fyrir 20 árum og endast þar af leiðandi lengur. Hitt er svo annað mál, hvort þeir verða vistvænni eftir því, sem árin líða. Sennilega er það frekar þveröf- ugt. En hvað sem því líður er lík- legt að á næstu árum verði hugar- farsbreyting hjá fólki varðandi bíla og að almenningur vakni til vitund- ar um nauðsyn þess að koma sam- göngumálum í nýjan farveg. xxx AÐ VERÐUR fróðlegt að fylgj- ast með því á næstu árum, hvað tölvupóstur tekur í ríkum mæli við hlutverki símtala. Það er alveg ljóst, að fólk notar tölvupóst í vaxandi mæli til þess að koma ýmiss konar erindum á framfæri, sem áður voru rekin með heimsókn- um eða í símtölum. Þess vegna er ekki ólíklegt að það dragi umtals- vert úr símtölum á næstu árum eða a.m.k. verði ekki um jafn mikla aukningu að ræða og ella. Þá er alveg ljóst, að Netið hlýtur að draga mjög úr ýmiss konar fyrir- spurnum til fyrirtækja vegna þess, að þau nota Netið í vaxandi mæli til að koma á framfæri upplýsing- um, sem ella hefðu verið veittar munnlega eða verið dreift prentuð- um. Glöggt dæmi um þetta eru auglýsingar frá bönkum, fjármála- fyrirtækjum og tryggingafélögum, sem oftar en ekki vísa á upplýs- ingar á heimasíðum þessara aðila.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.