Morgunblaðið - 14.01.1998, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Heilbrigðisráðherra biður sjúklinga að geyma reikninga frá sérfræðingum
Reikningar verða greiddir
þegar samningar takast
Útboð á
Gullinbrú
verði
heimilað
BORGARRÁÐ samþykkti á
fundi sínum í gær tíllögu borgar-
stjóra um að leitað verði eftír
heimild Vegagerðarinnar til að
bjóða hið fyrsta út breikkun
Gullinbrúar frá Stórhöfða að
Hallsvegi.
I 'tíllögö borgarstjóra er beiit
á að framkvæmdin þoli ekki
meiri bið en orðin er, þar sem
ófremdarástand sé á veginum á
mesta annatíma. Jafnframt sam-
þykkti borgarráð að ríkisstjórn-
inni yrði veitt lán fyrir fram-
kvæmdinni ef þörf krefði þar til
fé fengist á vegaáætlun.
I greinargerð með tillögunni
kemur meðal annars fram að í
sameiginlegum tíllögum sveitar-
félaganna á höfuðborgarsvæðinu
að forgangsverkefnum á næstu
vegaáætlun er gert ráð fyrir 150
millj. framlagi tíl brúarsmíðinn-
ar á árinu 1998 og 50 millj. árið
1999. Ekkert ættí þvi að vera því
til fyrirstöðu að hefja fram-
kvæmdir. Bent er á að brýnt sé
að útboð getí farið fram hið
fyrsta enda þoli framkvæmdin
enga bið. Brúin sé aðalaðkomu-
leið að 14 þús. manna byggða-
kjarna, sólarhringsumferð sé 22
þús. bilar og arðsemi fram-
kvæmdanna metin 84%.
Borgarráðsfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins minntu á í bókun
sinni að þeir hefðu ítrekað bent á
nauðsyn þess að flýta fram-
kvæmdunum við brúna og haft
forystu um tiUögugerð. Það sé
því fagnaðarefni, segir í bókun-
inni, að tekið er undir tillöguna
og að um það sé full samstaða í
borgarráði.
I bókun borgarstjóra segir að
þetta sé ekki í fyrsta sinn sem
borgarráð samþykki tillögu um
breikkun Gullinbrúar. Sam-
gönguráðherra hafi hins vegar
gefið fyrirheit sl. haust, og ekki
sé ástæða til að ætla annað en að
það verði efnt á árinu.
INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðis- og trygg-
ingaráðherra segir að heilbrigðisyflrvöld og
Tryggingastofnun muni koma á móts við þá
sjúklinga sem leitað hafa til sérfræðinga sem
sagt hafa upp samningi við TR. Hún beinir því
til sjúklinga að geyma reikningana. Ekki verði
hins vegar hægt að greiða þá fyrr en búið verði
að ljúka gerð samninga við sérfræðinga.
„Við biðjum fólk að halda til haga reikningum
frá læknum sem ekki eru á samningi við Ti-ygg-
ingastofnun. Við getum ekki greitt þessa reikn-
inga fyrr en búið er að gera nýja samninga við
sérfræðinga og greiðslumar hljóta að miðast við
samninga. Þessi yfirlýsing er gefin nú vegna
þess að það er jákvæðari tónn í samningunum.
Það er unnið að krafti að því að ljúka samning-
um í þessum 16 sérgreinum. Sumir samningarn-
ir era á lokastigi," sagði Ingibjörg.
Tryggingastofnun hefur hvatt sjúklinga til að
geyma reikninga sína allt frá því að fyrstu sér-
fræðingamir fóra af samningi í haust. Ingibjörg
sagði nauðsynlegt að skýrt kæmi fram á reikn-
ingunum um hvaða læknisverk væri að ræða og
að þeir væra stimplaðir og undirritaðir af við-
komandi sérfræðingi. Sumir sérfræðingar munu
hafa hækkað gjaldskrá sína til samræmis við
kröfur sínar en Ingibjörg sagði að endurgreiðsl-
ur TR yrðu að miðast við samninga. Hún tók
fram að ekki væri búið að útfæra í smáatriðum
hvemig endurgreiðslum yrði hagað en ljóst
væri að komið yrði á móts við sjúklinga.
Um helgina notaði Karl Steinar Guðnason,
forstjóri TR, orðið hryðjuverk um framgöngu
sérfræðinga í þessu máli. Ingibjörg sagði að
þetta orð væri afar óheppilegt í þessu samhengi.
„Orðið hryðjuverkamaður á ekki við þegar verið
er að fjalla um heilbrigðisstéttir. Þetta er því af-
ar óheppilegt orðaval að ekki sé meira sagt. Þó
að menn séu í kjaradeilu og séu harðir í kjara-
baráttunni verða menn að gæta sín hvaða orð
þeir nota.“
Vegna ummæla Karls Steinars varð lítið úr
fundahöldum deiluaðila um helgina. Ingibjörg
sagði að sem betur fer væri samningavinnan
komin á fullt að nýju. Þetta væri hins vegar
flókin og tímafrek vinna.
■ Fyrirheit ráðherra/29
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
ÚTIMARKAÐUR vinkvennanna. Þær eru frá vinstri: Birna Þórsdóttir, Ýrena Lilja Haraldsdóttir, Margrét
Rut Halldórsdóttir, Jóhanna Lind Þrastardóttir og Kolbrún Biraa Ebeneserdóttir.
Útimark-
aður í
vorveðri
í Vestmannaeyjum halda menn
því fram að vorveður hafí ríkt
frá því í apríl í fyrra og gengur
tíðin í Eyjum gjarnan undir
nafninu „Vorið langa“. Þessar
ungu stúlkur sem urðu á vegi
ljósmyndara Morgunblaðsins
kunna svo sannarlega að njóta
góðviðrisins og réðust í það nú
um miðjan janúar að halda úti-
markað, rétt eins og um há-
sumar væri. Stöllurnar höfðu
að sögn fullan hug á að láta
ágóðann af uppátækinu renna
til Rauða krossins og eða skát-
anna.
___
Ising sleit raflín-
ur á Austurlandi
VIÐA varð rafmagnslaust á
Fljótsdalshéraði svo og á Borg-
arfirði eystra og í Mjóafirði í
fyrrinótt og megnið af gærdeg-
inum vegna ísingar sem sligaði
línur og sleit á nokkrum stöð-
um. Starfsmenn Rarik á Egils-
stöðum, Neskaupstað og Eski-
firði unnu að viðgerðum og átti
rafmagnið víðast að vera komið
á í gærkvöld og í síðasta lagi í
nótt.
Þegar frysta tók í fyrrinótt
eftir slyddu og snjókomu hlóðst
ísing á raflínur. Slitnuðu þær
víða og nokkrir staurar brotn-
uðu og fór rafmagn af í Fellum,
Eiðaþinghá, Hjaltastaðaþinghá,
Hróarstungu, Borgarfirði
eystra og Mjóafirði. Fyrst tókst
að koma rafmagni á í Eiðaþing-
há, Fellum og Tungu og um
kvöldmat var búist við að raf-
magn kæmist á ný á flesta bæi í
Hjaltastaðaþinghá og á Borgar-
firði. Við bæinn Hlégarð, um
miðja Hjaltastaðaþinghá, brotn-
aði staur og nokkrir næstu
staurar bognuðu. Gera átti við
línuna á þessum kafla til bráða-
birgða og skoða staurana síðan
betur þegar um hægðist. Um
tugur manna vann að viðgerð-
unum á Héraði.
Erfiðast gekk að heQa við-
gerðir í Mjóafirði en þangað var
sendur flokkur manna með
björgunarskipi frá Neskaup-
stað. Þar hafði einnig orðið bil-
un í spennistöð. Heimir Sveins-
son, tæknifræðingur hjá Rarik á
Egilsstöðum, vonaðist til að við-
gerð þar lyki í gærkvöld eða
nótt.
Raflina í endurvarps-
stöð sligaðist
Vaðbrekku, Jökuldal.
Einstök blíða hefur verið lengst
af á Jökuldal í vetur, undan-
tekning er smá skodda um miðj-
an nóvember, og segja má að
síðan hafi ekki komið frost eða
snjór svo teljandi sé.
Nú á sunnudagskvöldið og
mánudaginn brá svo við að hann
gekk í norðan og snjókomu með
hálfgerðri bylyitju, sem segja
má að sé fyrsti bylur vetrarins.
Ekki hefur þó verið mikið frost
samfara þessum hvelli sem er
lán í óláni, því vegna þess að
hiti var um frostmark þegar
bylurinn gekk yfir settist ísing á
raflínur og raflínan upp í endur-
varpsstöðina á Háurð gaf sig á
mánudagskvöldið og fóru þá út
sjónvarpssendingar, FM send-
ingar útvarps og farsímaendur-
varpið. Þessi endurvarpsstöð
þjónustar efra Jökuldal og þess-
vegna er sjónvarps- og farsíma-
sambandslaust á efra Jökuldal
þar til gert hefur verið við bil-
unina en FM sendingar útvarps
nást á nokkrum bæjum þar.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
ÍSING hlóðst á raflínur víða á Fljótsdalshéraði í fyrrinótt. Við Hlégarð í
Hjaltastaðaþinghá brotnaði staur og nálægir staurar lögðust á hliðina.
Elín Hirst
til Ríkis-
sjónvarpsins
ELÍN Hirst, fréttastjóri á Dag-
blaðinu-Vísi, verður lausráðin
sem fréttamaður á fréttastofu
Ríkissjónvarpsins á næstunni
og hættir störfum á DV. Ráðn-
ing Elínar var kynnt á fundi út-
varpsráðs í gær, að sögn Gunn-
laugs Sævars Gunnlaugssonar,
formanns ráðsins.
Elín var áður fréttastjóri
Stöðvar 2 og sótti nýlega um
starf fréttastjóra Ríkissjón-
varpsins, en Helgi H. Jónsson
var ráðinn í stöðuna.
Skilorðsbundið varðhald fyr-
ir lrkamsárás og dráp á hundi
KARLMAÐUR í Neðstaleiti í
Reykjavík var í gær dæmdur í
Héraðsdómi Reykjavíkur í 30 daga
skilorðsbundið varðhald fyrir lík-
amsárás á nágrannakonu sína og
fyrir að hafa drepið tík sem var í
hennar umsjá í maí á seinasta ári.
Var maðurinn sakfelldur fyrir
líkamsárás og þótti dómaranum
fjarstæðukennd sú frásögn hans
að tíkin hefði valdið sér sjálf þeim
áverkum sem leiddu til dauða
hennar. Þótti sannað að tíkin hefði
drepist af áverkum, sem ákærði
veitti henni, enda þótt ósannað
væri hvort það hefði verið vegna
barsmíða og sparka eða þeirrar
Frásögn ákærða
af dauða
hundsins sögð
fjarstæðukennd
háttsemi sem hann hefði sjálfur
lýst og dýralæknar telja hafa get-
að valdið dauða hennar, að því er
segir í dómsniðurstöðu.
Snöggt ójafnvægi
Þótti 30 daga skilorðsbundið
varðhald hæfileg refsins þar sem
ákærði hefði ekki áður hlotið refs-
ingu og hefði að best yrði séð
framið brot sín vegna snöggs
ójafnvægis, sem eigi augljóslega
rætur að rekja til sífelldra ögrana
eigenda hundsins með brotum
þeirra á banni við hundahaldi í um-
ræddu fjöleignarhúsi, að því er
segir í dómsniðurstöðunni.
Óllum bótakröfum eigenda
hundsins var vísað frá dómnum og
var ákærði einnig sýknaður af
kröfii um að hann verði sviptur
heimild til þess að hafa dýr í umsjá
sinni. Var manninum hins vegar
gert að greiða allan sakarkostnað
og 100 þús. kr. málsvamarlaun
verjanda síns. Sverrir Einarsson
héraðsdómari kvað upp dóminn.