Morgunblaðið - 14.01.1998, Síða 10

Morgunblaðið - 14.01.1998, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tekjur af ferðaþjónustu nú tífalt meiri en voru af hvalveiðum SKOÐANAKÖNNUN, sem Ferða- málaráð lét gera í fyrrasumar, bend- ir til þess að það gæti haft áhrif á ferðamannastrauminn hingað til lands yrðu hvalveiðar hafnar að nýju og sé að marka niðurstöður hennar gæti missir gjaldeyristekna af ferða- mönnum orðið sýnu meiri en þær tekjur, sem voru af hvalveiðum á sín- um tíma. Gjaldeyristekjur af ferða- þjónustu í fyrra voru rúmlega tífalt meiri en þær voru mestar af hval- veiðum síðustu fimm árin, sem þær voru stundaðar áður en þær voru bannaðar. Miðað við ferðamannastrauminn í fyrra þyrfti eyðsla ferðamanna hér á landi aðeins að minnka um tæplega sjö prósent til að tekjumissirinn jafnaðist á við tekjumar, sem voru af hvalveiðum síðustu árin, sem þær voru stundaðar hér. Er þá miðað við að árstekjur af hvalveiðum myndu nema 1,5 milljörðum króna. A liðnu ári komu hingað til lands 202 þúsund ferðamenn samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins og voru gjaldeyristekjur af þeim um 22 milljarðar króna. Ef miðað er við þá upphæð myndu gjaldeyristekjur þjóðarinnar minnka um 5,5 millj- arða króna fækkaði ferðamönnum um fjórðung, 7,3 milljarða ef þeim fækkaði um þriðjung og 11 millj- arða kæmu helmingi færri ferða- menn hingað til lands en gerðu í fyrra. Hvalveiðar voru bannaðar árið 1986. Á núverandi verðlagi var sveiflan á gjaldeyristekjum af þeim á bilinu 1,3 til 2 milljarðar króna ver- tíðirnar árin 1980 til 1985 að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Fjöldi starfa, sem tengdust hvalveiðum, var að meðaltali nálægt 100 á ári á þessum tíma. Nokkur þúsund manns vinna við ferðaþjónustu hér á landi. Þórður fjallaði um þetta mál í fyr- irlestri á ráðstefnu á vegum Sjávar- útvegsstofnunar í mars árið 1997. Hann sagði þá að óvíst væri hvaða áhrif það myndi hafa á ferðaþjónustu yrðu hvalveiðar hafnar á ný, en benti á að um helmingur ferðamanna, sem hingað kæmu, væri frá Bandaríkjun- um, Bretlandi og Þýskalandi og raunin væri sú að hvergi væri and- staðan við hvalveiðar jafn mikil og einmitt í þessum löndum. Samkvæmt könnuninni, sem greint var frá í Morgunblaðinu á laugardag, sögðu 29% aðspurðra ferðamanna að það hefði haft mjög neikvæð áhrif á ákvörðun þeirra um að ferðast til Islands ef Islendingar væru hvalveiðiþjóð. 25% sögðu að það hefði haft frekar neikvæð áhrif og 33% að það hefði engin áhrif haft. 3.700 ferðamenn voru spurðir á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst í ár- legri könnun Ferðamálaráðs og svöruðu 2.700. Þórður sagði að hins vegar væri ekki gott að segja hvaða áhrif það myndi hafa á ferðamannastrauminn að hefja hvalveiðar og hefðu Norð- menn sagt að þeirra veiðar hefðu ekki haft teljandi áhrif á komu ferða- manna. Vaxandi fylgi sameiginlegs framboðs jafn- aðarmanna SAMEIGINLEGT framboð jafnað- armanna fengi 10,5% fylgi ef kosið væri nú en í síðasta mánuði hafði það tæplega 3% fylgi. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup, en ekki var spurt sérstaklega um sameiginlegt framboð jafnaðarmanna í könnun Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn heldur háu fylgi sínu þriðja mánuðinn í röð og hefur nú 47% fylgi. Fylgi Framsókn- arflokksins lækkar lítillega og er nú 15,5% og einnig íylgi Alþýðuflokks- ins, en hann fengi rösklega 10% fylgi ef kosið væri nú. Kvennalisti og Al- þýðubandalag hafa nánast sama fylgi og í síðasta mánuði, Kvennalisti rúmlega 3% og Alþýðubandalagið rúmlega 13%. Spítalar greiði laun á námskeiðstíma HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi ríkissjóð í gær til þess að greiða u.þ.b. 20 ófaglærðum starfs- mönnum vakt- og flutningadeildar Ríkisspítalanna laun fyrir þann tíma sem þeir sátu námskeið utan síns vinnutíma haustið 1995. Um var að ræða prófmál þar sem fjallað var um rétt trúnaðarmanns starfsmannanna til greiðslu og féll dómur honum í vil. Námskeiðið hófst upphaflega í des- ember 1994 en þeir sem sóttu það unnu sér rétt til að fá laun sam- kvæmt hærri launaflokki. Þegar boð- að hafði verið til upphaflega nám- skeiðsins var tekið fram að greitt yrði fyrir viðveru. I janúar 1995 var námskeiðinu frestað og sagt að til þess yrði boðað að nýju að hausti með breyttu skipulagi með þarfir deildarinnar í huga og breyttar áherslur í starfseminni til hliðsjónar. Starfsmenn skyldu sækja námskeiðið í frítíma sínum og greiðsla yrði sam- kvæmt reglum Ríkisspítala um slíkt. í Ijós kom að með því var átt við að starfsmenn fengju ekki greitt fyrir þátttökuna. Þeirri ákvörðun hnekkti Héraðs- dómur Reykjavíkur í gær og segir í dómi Eggerts Óskarssonar héraðs- dómara að upphaflega hafi starfs- mannastjóri tilkynnt að greitt yrði fyrir viðveru á námskeiðinu og að sú ákvörðun hafi aldrei verið afturköll- uð. Eftir atvikum málsins og þeirri grunnreglu að yfirvinnu skuli greiða utan tilskilins vinnutímabils var því fallist á kröfu trúnaðarmannsins og honum dæmdar 59.356 krónur með vöxtum. Að auki var Ríkisspítölun- um gert að greiða honum 130 þús. kr. í málskostnað. Brottreknir hásetar af Helgafelli Þrír komnir í annað pláss hjá Samskipum ÞRÍR skipverjanna sex, sem reknir voru af Helgafellinu þegar þeii' neit- uðu að standa vaktir í Reykjavíkur- höfn yfir jólin, eru nú komnir í annað sldpsrúm á vegum Samskipa, að sögn Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur. Skipið kom til hafnar í gær úr ferð- inni sem það fór í'með nýja áhöfn á gamlársdag. Jónas Garðarsson sagði að Sjómannafélagið myndi ekki grípa til aðgerða gegn útgerð skipsins vegna málsins. Tveir sexmenning- anna eru nú komnir á Amarfell, syst- urskip Helgafells, og sá þriðji á Mæli- fell, sem er í strandsiglingum á veg- um Samskipa. Hann sagðist telja að hinum skipverjunum þremur hefði verið greiddur uppsagnarfrestur. Hins vegar sagði Jónas að af þessu tilefni væri þörf á því að Sjómannafé- lagið kæmi á samningum við danska útgerð Helgafells, sem leigir Sam- skipum skipið, til þess að það yrði skýrt hvort skipið væri gert út sam- kvæmt íslenskum eða dönskum samningum en íslensku skipverjamir töldu sér ekki skylt að standa vaktir í Reykjavíkurhöfn um jólin samkvæmt íslenskum samningum. eíeignamiðlunin Sími •>}{{{ ríODO i\ .">}{}{ 0005 • SiYkimuila 2 I Beykihlíö - glæsihús Vorum að fá í einkasölu ákaflega fallegt og vandað raðhús á tveimur hæðum um 175 fm ásamt 28 fm bílskúr. Húsið er vel staðsett og er allur frágangur vandaður. Parket. Garðskáli. V. 15,9 millj. 7644. Morgunblaðið/Sigurgeir Akurgæs á vappi í Vestmannaeyjum Lyfjagjafír líklega frá- dráttarbærar SKATTAAFSLÁTTUR fengist væntanlega vegna lyfjagjafa ís- lenskra lyfjaíyrirtækja til bág- staddra þjóða, en samkvæmt lögum er heimilt að gjaldfæra gjafir til viðurkenndrar líknarstarfsemi. Að sögn Friðleifs Jóhannssonar, yfir- manns tekjuskattsskrifstofu hjá ríkisskattstjóra, má þetta þó ekki fara yfir 0,5% af brúttótekjum fyi'- irtækisins á því ári sem gjöfin er af- hent. „Ef þetta flokkast undir viður- kennda líknarstarfsemi er það frá- dráttarbært að þessum mörkum, en það þarf þá að vera skýrt og sýnt fram á hvert það fer, og sýna þarf fram á þetta í bókhaldi,“ sagði Friðleifur. í grein um lyfjagjafir lyfjafyrir- tækja til bágstaddra þjóða, sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag, var haft eftir Einari Magnússyni, skrifstofustjóra í heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neyti, að erlend lyfjafyrirtæki hefðu sent ónýtanleg lyf til Bosníu og þannig losað sig við lyfin án spilliefnagjalds, komið vel út í fjöl- miðlum og jafnvel fengið skattaaf- slátt. Hins vegar var haft eftir Ólafi Ólafssyni, deildarstjóra kynn- ingardeildar lyfjafyrirtækisins Delta hf., að hér á landi dytti eng- um í hug að gefa útrunnin lyf, enda væri það langt fyrir utan öll vel- sæmismörk. UNDANFARNA daga hefur þessi gæs, sem sést hefur við Daltjörnina, vakið athygli veg- farenda í Vestmannaeyjum. Á Náttúrugripasafninu í Vest- mannaeyjum fengust þær upp- lýsingar að hér sé að öllum lík- indum um unga akurgæs að ræða en þær finnast helst í Síb- eríu, þótt einnig geti verið um svokallaða deilitegund að ræða. Nokkrar gfesategundir eru mjög líkar og ekki er auðvelt að sjá muninn á þeim í fljótu bragði án þess að hafa fuglinn í hendi sér. Svipaðir fuglar eru t.d. Qallgæs er lifír nyrst í Noregi, og bles- gæs sem finnst aðallega á Græn- landi. Allar eru þessar tegundir sjaldgæfar hér á landi. I Vest- mannaeyjum fengust einnig þær upplýsingar að gæsaeggjum hefði verið ungað þar út fyrir nokkrum árum og eftir það hefðu heiðargæsir gjarnan lent þar bæði vor og haust. Óvenju- Iegt sé hins vegar að sjá gæsir þar á þessum tíma þar sem þær fari yfirleitt frá landinu í októ- ber, nóvember. Kársneshöfn SKIPULAG Lóðir víð Hafnarbraut,- Bakkabraut og Vesturvör sem hefu verið úthlutað. Köpavogshöfn Spurn eftir lóðum meiri en framboð ÖLLUM lóðum sem hafnarstjórn Kópavogs auglýsti lausar til um- sóknar í desember sl. hefur verið úthlutað. Lóðimar vom fjórar en ein þeirra skiptist í níu bil. Að sögn Sigurðar Geirdal bæjarstjóra bár- ust mun fleiri umsóknir en ráðið vai'ð við en eftir er að úthluta lóð- um í Frakthöfninni á norðanverðu nesinu. „Lóðirnar fóru allar á stund- inni,“ sagði Sigurður. „Þetta voru um 15 lóðir sem fóru og ekki eftir nokkra að bíða með það. í þessari úthlutun eru tvær stórar bygging- ar, átta miðlungs og aðrar átta sem era minni.“ Þeir sem fengu tvær stærstu lóðirnar eru Guðlaugur Hermanns- son en hann fékk lóð undir 4.000 fermetra frystigeymslu og Vél- smiðja Gils fékk 1.500 fermetra lóð undir smiðju. Að sögn Birgis Sig- urðssonar skipulagsstjóra verður svæðið sem merkt er Frakthöfn endurskipulagt og er búist við að þeirri vinnu verði lokið í vetur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.