Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimavist ReykholtsSkóla leigð undir hótel- og veitingarekstur Umboðsmaður Alþingis beð- inn að kanna málsmeðferð ÁSTÞÓR Magnússon, stofnandi Friðar 2000, hefur farið þess á leit við umboðsmann Alþingis að hann kanni hvort embættisfærslur menntamálaráðuneytisins við úthlut- un húsnæðis í Reykholti í Borgar- firði stangist á við stjórnsýslulög. Hjónunum Óla Jóni Ólafssyni fram- kvæmdastjóra og Steinunni Hans- dóttur fjármálastjóra hefur verið leigt heimavistarhúsnæðið i Reyk- holti til hótel- og veitingarekstrar til næstu fímm ára, en formleg undirrit- un leigusamnings þess efnis fer fram í þessari viku. I bréfi til umboðsmanns gagnrýnir Ástþór m.a. þá ákvörðun að heima- vistin verði leigð undir „almennt gistiheimili“ í stað þess að nýta hús- næðið undir menntastofnun, eins og Friður 2000 hefði gert tillögu um. „Slík ráðstöfun hlýtur að stríða gegn hagsmunum þjóðarinnar og þeirra einstaklinga sem vilja eiga kost á framhaldsmenntun á íslandi," segir í bréfinu. Þá segh' Ástþór að samkvæmt þeim upplýsingum sem liggi fyrir í þessu máli hafi tveir einstaklingar setið beggja vegna borðsins, þ.e. komið að þeirri ákvörðun að úthluta húsnæð- inu í Reykholti og sótt jafnframt um húsnæðið og komið með hugmyndir um nýtingu þess. Þar væri um ský- laust brot á stjórnsýslulögum að ræða. Tekið skal fram að þarna er Ástþór ekki að visa til þeirra ein- staklinga sem nú hafa leigt heima- vistina í Reykholti. Jósteinn Kristjánsson veitinga- maður hefur einnig óskað eftir því við umboðsmaður Alþingis að hann kanni hvort embættisfærsla mennta- málaráðuneytisins í þessu máli kunni að vera brot á stjórnsýslulögum. Gagnrýnh' hann m.a. í bréfí til Um- boðsmanns að það hefði ekki komið fram í auglýsingu ráðuneytisins sl. sumar að til greina kæmi að nýta Reykholt til veitingarekstrar. Þar með hefði ráðuneytið útilokað veit- ingamenn frá því að sækja um að- stöðuna. Snævar Guðmundsson verkefnis- stjóri hjá Hagsýslu ríkisins bendh' hins vegar á í samtali við Morgun- blaðið að í umræddri auglýsingu hefði fyrst og fremst verið óskað eft- ir hugmyndum um nýtingu Reyk- holts en jafnframt var leitað að mönnum sem væru tilbúnir til að standa að þessum hugmyndum. Óli J. Ólafsson segir að þau hjón ætli að stunda almennan hótel- og veitingarekstur í Reykholti, en auk þess ætla þau að vera með ýmsar uppákomur sem tengjast sögu stað- arins. Hann telur hins vegar ekki tímabært að segja nánar frá þeim áætlunum að svo stöddu. Ástþór kveðst hins vegar í samtali við Morg- unblaðið hafa gögn undir höndunum frá Hagsýslu ríkisins sem sýni m.a. að hugmyndir þeirra hjóna séu að halda þarna veislur að „fomum sið, árshátíðir og fleira". Óli J. hafnar því að um slíkar veislur verði að ræða. Að sögn Snævars Guðmundsson- ar munu Óli og Steinunn leigja byggingu heimavistarinnar að Reykholti auk geymslurýmis og ein- býlishúss. Hins vegar hefði verið horfið frá þeirri upphaflegu hug- mynd að leigja út gamla skólahúsið í Reykholti. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu er verið að vinna að því að finna geymslustað fyrh' bækur, blöð og tímar Lands- bókasafnsins og er skólahúsið í Reykholti eitt þeirra húsa sem koma til greina í því sambandi. Átak skilaði árangri LÖGREGLULIÐ á Suðvest- urlandi voru í desember með átak gegn ölvunarakstrí í sam- vinnu við Umferðarráð. Ef skoðaður er samanburð- ur milli áranna 1996 og 1997 kemur í ljós að samanlagt kærðu þessi lögreglulið 1331 ökumann árið 1996 en 1401 1997. Sé hins vegar eingöngu skoðaður desembermánuður þessi ár kemur í ljós að árið 1996 voru 127 ökumenn kærðir en árið 1997 voru þeir 114. í frétt frá samstarfsnefnd lögregluliðanna segir, að sé tekið tillit til þess að ökumönn- um, sem kærðir hafa verið, hafí fjölgað í heild en hins veg- ar fækkað töluvert í þeim mán- uði sem hafðar voru sérstakar varnaðaraðgerðir, virðist sem það hafí skilað umtalsverðum árangri og dregið úr ölvun- arakstri. AUDI Quattro Allroad var heimsfrumsýndur í Detroit. SAAB 3 kom einnig í fyrsta sinn fyrir sjónir manna. ISUZU sýndi óvenjulegan hugmyndajeppa. Alþjóðlega bflasýningin í Detroit Ný Bjalla á markað í nóvember NÝ Volkswagen Bjalla var sá bfll sem vakti hvað mesta at- hygli á bflasýningunni í Detroit sem hófst í síðustu viku. Hægt var að fylgjast með afhjúpun bflsins á ainetinu í beinni út- sendingu. Hann kemur á mark- að í Evrópu í nóvember en Bandaríkjamenn eiga von á honum strax í aprfl og grunn- verðið verður um 10% hærra en á grunnútfærslu VW Golf. Margar aðrar nýjungar voru á sýningunni sem var sú tíunda í röð. Detroit sýningin er heima- völlur bandarisku framleiðend- anna þriggja, General Motors, Ford og Chrysler. Chrysler sýndi nýjan Concorde fyrir Evr- ópumarkað sem er 20 cm styttri en Ameríkuútgáfan. Hann býðst með 2,7 1 og 3,5 1 sex strokka vélum. GM sýndi Oldsmobile/Chevrolet Alero sem einnig verður boðinn á Evr- ópumarkaði. Hann er svipaður að stærð og Opel Omega og býðst með fimm og sex strokka vélum. Bandarísku framleiðendurnir lögðu ekki síst áherslu á að kynna alls konar framtiðarbfla og bfla knúna öðrum orkugjöf- um en algengast er. Á sýning- unni voru „grænir bflar“ við hlið 10 strokka kraftbfla. Eink- um voru Iausnir bandarísku framleiðendanna fólgnar í bfl- um með rafmótor og litlum sprengihreyfli sem einkum er ætlaður til að framleiða raforku inn á rafhlöður bflsins. Með því móti er unnt að hafa rafhlöð- urnar mun minni en í hefð- bundnum rafbflum og auka akstursdrægið. Einnig buðu bandarísku framleiðendurnir upp á Iausnir með efnarafal. Ford kynnti bandaríska út- færslu af Mondeo með rafmótor og 1,2 lítra dísilhreyfíl með for- þjöppu. Sá bfll á að komast 27 km á hverjum lítra. General Motors áætlar að hefja fram- leiðslu á bfl með svipaðri tækni innan þriggja ára. Chrysler sýndi ESX2 sem er með rafmót- or og 1,5 1 dísilvél. Þetta þykja talsverð tíðindi í Bandarikjun- um því þar hefur ekki tíðkast að neinu ráði að nota dísilvélar í fólksbfla. Hins vegar hefur sú tækni að samtvinna rafvél og lítinn sprengihreyfíl verið í þróun í Japan og Evrópu um nokkurra ára skeið. FOT.D FASTEIGNASALA Laugavcgi 170, 2. hæö, 105 Rcykjavík r boóvarsson viðskiptafræðingur, iöggiltur fasteignasali Opið virka daga kl. 9 - 18. Súni 552 1400 - I ax 552 1405 Gullmoli á Nesinu. Sérlega falleg og smekkleg 2ja herbergja ca 65 fm íbúð í nýlega standsettu fjölbýli á Seltjarnarnesi. íbúðin er talsvert endurnýjuð. Parket og flísar á gólfum. Björt og góð stofa með sjávarútsýni. Áhvllandi er ca 3,0 millj. húsbréf. Þessi stoppar stutt! Opið hús - Bjartahlíð 7, Mos. Mjög hugguleg ca 95 fm íbúð góðum á stað í Mosfellsbænum. 2 svefnherbergi og góð stofa. Björt og falleg íbúð. Góður garður í rækt. Stór suðurverönd. Hér er allt sér. Ahv. ca 3,2 millj. húsbr. Verð 7,6 millj. Opið hús I kvöld frá kl. 18-22. Nú er bara að láta sjá sig. Útsvar í Hafnarfirði verður 12,04% 1998 Heildarskuldir aukast 11111126 millj. SAMKVÆMT fjárhagsáætlun Hafn- arfjarðarbæjar fyrir árið 1998 er gert ráð fyrir að heildartekjur bæjarsjóðs til ráðstöfunar verði rúmir 4,9 millj- arðar. Þar af eru skatttekjur rúmir 3 milljarðar. Jafnframt er gert ráð fyr- ir að heildarskuldir aukist um 126 milljónir. I áætlunin er gert ráð fyrir að útsvar verði 12,04%, sem er hækk- un um 0,05% vegna yfirtöku grunn- skóla. í fréttatilkynningu kemur fram að rekstrargjöld í hlutfalli af skatttekj- um eru 76,81% samkvæmt fjárhags- áætluninni. Fræðslumál er stærsti málaflokkurinn, en þau taka til sín 65% rekstrargjalda. í fjárhagsáætluninni er lögð áhersla á uppbyggingu skólaskrif- stofu í nýju húsnæði en þar er gert ráð fyrir 18,45 stöðugildum á árinu 1998. Ennfremur er gert ráð fyrir að verja 446 millj. til skólamannvirkja á árinu og ber þar hæst viðbyggingu við Öldutúnsskóla en bæjaryfirvöld hafa ákveðið að einsetja alla skóla á árunum 1998-2001. Áætlað hefur verið að heildarkostnaður við ein- setningu vei'ði allt að 1,5 milljarðar eða um 375 millj. á ári að meðaltali. Fram kemur að vegna einsetning- ar skólanna verði ekki hægt að greiða niður skuldir með þeim hraða sem fyrirhugað var og er gert ráð fyrir að verja 496 millj. til niður- greiðslu langtímalána en vextir af langtímalánum eru áætlaðir 245 millj. Til þess að ná settum markmið- um við einsetningu og aðrar nauð- synlegar framkvæmdir er nauðsyn- legt að taka ný lán að fjárhæð 622 millj., segir í frétt frá bæjarskrif- stofu. í heild er því gert ráð fyrir að skuldir aukist um 126 millj. á árinu 1998. Til fjárfestinga er áætlað að verja um 23% af skatttekjum og eru helstu verkefni auk framkvæmda við upp- byggingu grunnskóla að ljúka við nýja tónlistarskólann með kaupum á hljóðfærum og öðrum búnaði. Gert er ráð fyrir að taka í notkun nýjan leik- skóla í Mosahlíð. Jafnframt að keypt verði eða byggt nýtt húsnæði fyrir bókasafn og að viðbótarhúsnæði og málverkageymsla listamiðstöðvai'- innar í Hafnarfirði verði lagfærð. í Sundlaug Suðurbæjai' verður búningsaðstaðan bætt og til bygging- ar íþróttamannvirkja verður varið 88 millj. Til nýbygginga gatna í nýjum hverfum verður varið 103 millj. Enn- fremur verður varið 55 millj. til áframhaldandi framkvæmda við út- rásir og í upphafi árs verður opnuð ný hreinsi- og dælustöð fyrir frá- veitukerfi bæjarins. Til vatnsveitu- framkvæmda er gert ráð fyrir að verja 52 millj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.