Morgunblaðið - 14.01.1998, Síða 27

Morgunblaðið - 14.01.1998, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 27 Skattar á heimili og fyrirtæki hafa lækkað ÞEGAR samdráttur var hvað mestur í íslensku efnahagslífí í upp- hafí þessa áratugar var hægt að grípa til tvenns konar aðgerða til að minnka stórfelldan halla ríkissjóðs: Annars vegar að draga úr útgjöld- um og hins vegar að hækka skatta. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar valdi fyrri leiðina. Útgjöld voru lækkuð og í stað þess að hækka skatta var gripið til þess ráðs að styrkja rekstrargrundvöll atvinnulífsins með því að lækka skatta. Þetta hef- ur skilað sér í betri af- komu fyrirtækja og verulega minna at- vinnuleysi. Stefna og aðgerðir ríkistjórnarinnar eiga því mikinn þátt í að nú horfii' öðruvísi við í ís- lensku efnahagslífí en áður. Hagvöxtur er mikill, verðbólga hóf- leg og gert er ráð fyrir að rekstur ríkissjóðs verði í jafnvægi á árinu 1998. Við þessar að- stæður er brýnasta verkefni stjórnvalda að greiða niður skuldir ríkisins og bæta sam- keppnisstöðu Islands. Eitt af því sem skiptir miklu máli í því sambandi er hvernig skattlagn- ingu er háttað. Margar þjóðir hafa þurft að horfa á eftir hæfu fólki sem farið hefur til starfa í öðrum löndum þar sem skattar eru lægri. Þótt skatttekjur hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) hér á landi sem hlutfall af landsframleiðslu séu lægri en í flestum Evrópuríkjum var orðið afar brýnt að lækka tekjuskattshlutföll. Eins og mai'goft hefur komið fram leiða há hlutföll til meiri undanskota og óheilbrigðara efnahagslífs. Lækkun tekjuskatta heimilanna Eitt af stefnumálum núverandi ríkisstjórnar er að lækka jaðaty skatta og einfalda skattkerfið. I samræmi við það ákvað ríkisstjórn- in síðastliðið vor að lækka tekju- skatt einstaklinga um 4% á árunum 1997-1999. Skatthlutfallið hefur þegar lækkað um 3% og lækkar enn um 1% í ársbyrjun 1999. Sam- anlagt hlutfall tekjuskatts og út- svars er því komið niður í 39% á þessu ári og fer í 38% árið 1999, samanborið við 42% 1996. Samkvæmt þessu verður stað- greiðsluhlutfall tekjuskatts og út- svars orðið svipað og á árinu 1989. Tekjuskattshlutfallið hefur hins vegar ekki verið lægra frá því að staðgreiðsluksrfið var tekið upp ár- ið 1988 eða 26,4%. Aftur á móti hef- ur útsvar til sveitarfélaga hækkað úr tæplega 7% árið 1988 í tæplega 12% og gætir þar annars vegar áhrifa tilflutnings verkefna frá ríki til sveitarfélaga og hins vegar nið- urfellingar aðstöðugjalds. Þetta birtist einnig í því að hlutur sveitar- félaga í staðgreiðslu hefur aukist úr um það bil helmingi árið 1991 í ríf- lega tvo þriðju hluta nú. A þessu ári er þannig gert ráð fyrir að sveitar- félög fái um 33 milljarða króna í sinn hlut, en ríkissjóður um 17 milljarða, þegar tekið hefur verið tillit til greiðslu barna- og vaxta- bóta. Auk ákvörðunar um lækkun tekjuskattshlutfalls hefur sú breyt- ing orðið að framlag launþega í líf- eyrissjóði er nú skattfrjálst. Þessi breyting kom til framkvæmda á ár- unum 1995 og 1996 og jafngildir 1,5-1,7 prósentustiga lækkun tekju- skatts. Þá hefur til við- bótar verið ákveðið að gefa launþegum kost á að auka skattfrelsi líf- eyrisiðgjalda enn frek- ar, eða um 2%, og kem- ur sú breyting til fram- kvæmda á næsta ári. Að öllu samanlögðu jafngilda ákvarðanir stjómvalda um lækkun tekjuskattshlutfallsins og skattfrelsi lífeyris- iðgjalda 6-7% lækkun tekjuskatts. Fyrir hjón með meðaltekjur, þ.e. 250 þúsund króna mánaðartekjur, svara þessar breytingar til 15 þúsund króna skattalækkunar á mánuði, eða 180 þúsund króna skattalækkunar á ári þegar þær eru að fullu komnar fram. Þessu til viðbótar hefur einnig verið dregið úr jaðaráhrifum barnabóta og lífeyris almanna- tryggingakerfisins. Þá hefur endur- gi-eiðsluhlutfall samkvæmt lögum um námslán nýverið verið lækkað úr 7% í 4,75%. Auk ákvörðunar um lækkun tekju- skattshlutfalls, segir Friðrik Sophusson, hefur sú breyting orðið að framlag launþega í lífeyris- sjóði er nú skattfrjálst. Lokaorð Ákvarðanir ríkisstjórnarinnar um að lækka tekjuskatt og draga úr tekjutengingu eru mikilvægar því að þær stuðla að auknu frumkvæði og efla vinnuvilja einstaklinga. Áfram þarf að halda á þessari braut og tryggja einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum starfsskilyrði og lífs- kjör sem jafnast á við það sem best er í öðrum löndum. Mikilvæg for- senda þess er þó að áfram verði unnið að því að draga úr ríkisút- gjöldum og treysta þannig stöðu ríkissjóðs. Friðrik Sophusson (Ó)stjórn heilbrigðis- mála - Hvað veldur? ÞAÐ er ófögur fram- tíðarsýn sem blasir við starfsmönnum stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík við upphaf ársins. Uppsafnaðar skuldh' Ríkisspítal- anna nema tæpum 400 milljónum og svipað vantar til viðbótar fyr- ir rekstri ársins 1998, ef taka má mark á lokaafgreiðslu fjárlaga frá hinu háa Alþingi. Stjórnir stóru sjúkra- húsanna hafa gert heilbrigðisráðuneyti, Alþingi og fjárlaga- nefnd nána grein fyrir hvað rekst- ur einstakra málaflokka kostar. Engu að síður eru þau skilin eftir með fjárhagsvanda, sem engin leið er að leysa nema með því að hætta algerlega við vissa þætti þjónust- unnar. Undanfarna mánuði hefur reksturinn orðið mun dýrari en ella þyrfti að vera. Má þar nefna greiðslu dráttarvaxta. Verulegur ávinningur hafði einnig náðst í kjölfar útboða, en hver halda menn að samningsstaða Ríkisspítala sé þegar viðsemjendur þein'a vita, að kassinn er galtómur og að það geta liðið mánuðir þar til reikningar verða greiddir? Þegar síðan for- sætisráðherra lýsir miklum efa- semdum um stjórn sjúkrahúsanna (Mbl. 31.12. 1997) er ljóst að um trúnaðarbrest innan stjómkerfis- ins er að ræða. Þingmenn virðast almennt forðast að koma nálægt heilbrigðismálum, nema þegar þeir eru í stjórnarandstöðu. Veiki hlekkurinn Við svo alvarlegar aðstæður er því ekki úr vegi að virða fyrir sér yfirstjórn heilbrigðismála. Islenska stjómkerfið gerir ráð fyrir skipt- ingu valds á þann hátt, að einstök- um fagráðuneytum er ætluð yfir- stjórn sinna málaflokka. Erfitt er að átta sig á því hve margir ein- staklingar starfa hjá einstökum ráðuneytum, en í fjárlagafrum- varpi fyrir árið 1998 má glögglega sjá hver kostnaður er við rekstur einstakra ráðuneyta miðað við um- svif þeirra. Eins og fram kemur í meðfylgjandi töflu er heilbrigðis- ráðuneytið alveg í sérflokki. Mun- urinn gagnvart t.d. menntamála- ráðuneytinu er sexfaldur. Þessi staðreynd blasir við öllum þeim sem koma nálægt heilbrigðismál- um. Vissulega er vinsælt að gagn- rýna hve margir séu við stjórnun og slíkt má vera rétt varðandi ein- hver ráðuneyti, en örugglega ekki heilbrigðisráðuneytið. Fjöldi fagaðila innan þess er ekki meiri en svo, að hann rúmast í einum eða tveimur smájeppum! Þessu ágæta fólki er ætlað að hafa yfirsýn er varðar alla helstu málaflokka heilbrigðismála. Ekk- ert mál, hvar sem er á landinu, er svo smátt að það eigi ekki erindi í heilbrigðisráðuneyt- ið. Þau eru mörg bréf- in sem þarf að svara. Ekki má heldur gleyma erlendu sam- skiptunum. Því er ekki nema von að vinnudagurinn verði langur og strangur hjá því ágæta fólki, sem þar vinnur. Því er ætlað að hafa faglega umsýslu með nær helmingi fjárlaga eða um 59 milljörðum. Hvers vegna er svo komið að sjálft heilbrigðisráðuneytið er orðið einn veikasti hlekkurinn í íslenskri heil- brigðisþjónustu? Gervilausnir Það er ljóst að engu samfélagi tekst til lengdar að fjármagna alla þá heilbrigðisþjónustu sem unnt er að veita, og allra síst okkur Is- Losa verður stóru sjúkrahúsin í Reykja- vík úr áralöngu fjársvelti, segir Þórarinn Gíslason, og efla faglega innviði heilbrigðisráðuneytis- ins til muna. lendingum þar sem hlutfall aldr- aðra er sífellt að vaxa. Því er mik- ilvægt að til séu langtímaáætlanir fyrir hina ýmsu málaflokka og að í sjálfu ráðuneytinu sé til staðar fagþekking svo ekki þurfi að kaupa af reynslulitlu fólki skýrsl- ur þar sem vigtaðar eru saman hjartaaðgerðir og botnlangatökur, svo nýlegt dæmi sé tekið. Slíkum peningum hefði verið betur varið til að styrkja þá faglegu vinnu, sem þarf að vinna í ráðuneytinu sjálfu. Til þess að finna einhverjar svokallaðar „lausnir" duttu menn niður á að mynda nefnd með þremur uppteknustu mönnum stjórnkerfisins: Einum frá heil- brigðisráðuneyti, öðrum frá fjár- málaráðuneyti og þeim þriðja frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur. En Rík- isspítalar hafa hingað til engan fulltrúa átt. Þessi vinnuhópur hef- ur sent frá sér hverja álitsgerðina af annarri þar sem jafnvel er ákveðið í smáatriðum um vinnutil- högun einstakra starfsmanna á Ríkisspítölum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Aætlanagerð þess- ara þremenninga hefur á stundum verið gjörsamlega veruleikafiiTt þar sem starfsemi er tekur til hundruða starfsmanna og þús- unda sjúklinga hefur verið skákað fram og til baka um höfuðborgar- svæðið. Enginn virðist bera ábyrgð á þessum áætlunum og að sjálfsögðu grípur fjármálaráðu- neytið fegins hendi þær „lausnir", sem virðast spara peninga. Hver stýrir og hver ber ábyrgð? Sú spurning hefur því óneitan- lega vaknað hver beri í raun hina stjórnsýslulegu ábyrgð? Ráðuneyt- ið, „vitringarnir þr£r“, stjórnar- nefndir spítalanna, forstjórar, borgarráð, eða borgarstjóri? Hver verður stjómsýsluleg ábyrgð þeirra „fagaðila", sem í ár eiga að skipta 300 milljóna króna potti, sem ætlað er að leysa vanda upp á einn og hálfan til tvo milljarða í öllu sjúkrahúsakerfinu? Þær verða rýrar sumar innansleikjurnar! Lokaorð Þjóðarsátt þarf að vera um helstu gmndvallarþætti heilbrigð- isþjónustunnar. Það verður að losa stóra sjúkrahúsin í Reykjavík úr því áralanga íjársvelti sem þeim hefur verið haldið í, nema ef ætlun- in er í raun og veru að leggja niður umtalsverða þætti heilbrigðisþjón- ustunnar, t.d. hætta bæklunarað- gerðum eða þjónustu við langvinnt geðveika. Alþingi verður að taka af skarið um hver fari með yfirstjórn sjúkrahúsanna, hver ráði og hver beri ábyrgð. Nauðsynlegt er að efia faglega innviði heilbrigðisráðu- neytisins til muna. Er e.t.v. komið að stofnun Hollvinasamtaka heil- brigðisráðuneytisins? Höfundur er læknir (dr. med.). HUGBÚNAÐUR FYRIRWINDOWS Launakerfi Stimpilklukkukerfi KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 *Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthraun Allar tölur í millj. króna Heildai'- Rekstur Ráðuneyti rekstur ráðuneytis Hlutfall Menntamála 17.261 288 1,7% Utanríkis 2.776 396 14,3% Landbúnaðar 8.128 100 1,2% Sjávarútvegs 2.470 103 4,2% Dóms- og kirkjumála 8.581 140 1,6% Félagsmála 10.163 98 1,0% Heilbr,- og tryggingam. 58.989 169 0,3% Fjánnála 21.304 324 1,5% Samgöngu 10.114 131 1,3% Iðnaðar 1.243 58 4,7% Umhverfis 2.311 108 4,7% Þórarinn Gislason Eitt blað fyrir alla! Jtlovflunblíibib - kjarni málsins! Höfundur er fiármálnráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.