Morgunblaðið - 14.01.1998, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Berum virðingu fyrir
verkum okkar
GÆÐASTÝRING er
á engan hátt ný af nál-
inni, heldur er einfald-
lega verið að tala um
skipulögð vinnubrögð.
Oftast er þetta spurn-
ing um að: „Segja hvað
maður gerir“ og ekki
síst „Að gera það sem
maður segir“. Einar
elstu heimildir um
gæðakröfur eru um það
bil 4000 ára gamlar og
eru eitthvað á þessa
leið: „Ef bygginga-
meistari byggir hús fyr-
ir annan mann og vinna
hans er ekki nógu góð,
svo húsið hrynur og
drepur eigandann ... skal bygginga-
meistarinn gjalda fyrir það með lífí
sínu“. (Kröfur þessar eru úr lögum
Hammúrabis Assýríukonungs frá
2150 fyrir Krist.)
Að tilhlutan Byggingardeildar
borgarverkfræðings í Reykjavík var
í október 1976 sett á stofn ráðgjafar-
nefnd til að setja fram tillögur á íyr-
irkomulagi á lokafrágangi lagna-
íisi'fa. Nefndina skipuðu: Kristján
Flygenring vélaverkfræðingur,
Verkfræðistofu Guðmundar og Kri-
stjáns, Olafur Sigurðsson raftækni-
fræðingur, Verkfræðistofu Jóhanns
Indriðasonar, Jón Otti Sigurðsson
raftæknifræðingur, Verkfræðistof-
unni Rafhönnun, Sverrir Helgason
rafvirkjameistari, Sjálfvirkjanum,
Kristján Ottósson vélstjóri/blikk-
smíðameistari, Byggingardeild
borgarverkfræðings.
Fyrir 20 árum
"Nefndin lauk störfum 2. desem-
ber 1977 og skilaði tillögum til úr-
bóta. Vísast þar í Lagnafréttir nr. 8,
útgefið 1990 af Lagnafélagi íslands.
Tillögur þær sem nefndin skilaði
fyrir 20 árum eru enn taldar þær
bestu við lokafrágang lagnakerfa.
Orfáir hafa unnið eftir tillögum
nefndarinnar með góð-
um árangri, en flestir
starfa ekki eftir þeim og
ljúka þar með aldrei
verkum sínum, og kom-
ast upp með það. Frá-
gangur lagnakerfa í
húsum er því miður oft
mjög ófullnægjandi. Oft
er miklu til kostað í
hönnun og tækjabúnaði,
en samt verða menn
fyrir óþægindum og
tjóni vegna ófullnægj-
andi frágangs.
Viðgerðaraðferð
tryggingafélaga
Bilanir í vatnslögnum
stafa oft af óvandaðri hönnun,
óvönduðu efni og frágangi. Tjón sem
af því hlýst er oft mun meira en sem
Fyrir 102 árum var
fyrsta ofnhitakerfíð
---------------7-------------
sett í hús á Islandi. Það
er að hluta til það sama
í dag. Kristján Ottós-
son spyr hvort ábyrgð-
artilfinningin og heið-
arleikinn gagnvart
handverkinu sé sá sami
í dag og á þessum
löngu liðna tíma.
svarar biluninni sjálfri vegna þess
hve mikið þessi tegund bilana
(vatnsskaði) skemmir út frá sér.
Viðgerðaraðferð tryggingafélaga á
vatnsskaðatjónum á lögnum í húsum
eru með ólíkindum, þar er ekki leit-
að að orsök vandans og ekki kallað-
ur til hönnuður.
í þessu sambandi er rétt að benda
á skýrslu frá Rannsóknarstofnun
byggingariðnaðarins um vatnstjón,
1994, og skýrslur Gæðamatsráðs
Lagnafélags Islands.
Kostnaðarsöm tjón
Framangreindir ágallar hafa
kostað húsbyggjendur mikla fjár-
muni. Pað er auðvelt að færa rök
fyrir því að rannsóknir og faglegar
umbætur á því sviði lagnakerfa,
einkum með hliðsjón af endingu og
rekstri þeirra, myndi ekki einasta
draga úr tilfinnanlegum óþægindum
fólks heldur einnig draga úr óhemju
kostnaðarsömum tjónum sem af
þessu ástandi leiðir.
Hver er orsök vandans?
Hver skyldi orsökin vera íyrir
þeim mikla vanda sem við stöndum
frammi fyrir í dag? Var ekki sett í
byggingarreglugerð fyrir um 20 ár-
um að rör ættu að vera í þurru um-
hverfí og aðgengileg til þjónustu?
Hverjir eru þeir sem hafa tekið lög-
in í sínar hendur og valdið hús-
byggjendum þessum mikla skaða
með því að loka rörin inni í veggjum
og gólfi þar sem þau tærast í sundur
á ótrúlega fáum árum?
Fyrir 102 árum
Árið 1895 í húsi Ottós Watne á
Seyðisfirði var sett upp fyrsta ofn-
hitakerfi í hús á Islandi, rörin og
ofnarnir þar eru þeir sömu í dag að
hluta til og voru sett þar upp fyrir
102 árum. Hvers vegna svona góð
ending? Rörin eru ekki falin inni í
veggjum, þau sjást og eru því í
þurru umhverfi. Kunnu hönnuðir og
byggingameistarar á þeim tíma bet-
ur til verka en kollegar þeiiTa í dag?
Var ábyrgðartilfinningin og heiðar-
leikinn gagnvart handverkinu sterk-
ari þá, en í dag?
Höfundur er framkvæmdasljóri
Hita- og loftræstiþjónustumiar og
Lagnafélags Islands.
Kristján
Ottósson
Reykingar á sjúkrahúsum
REYKINGAR eru
eins og margir vita höf-
uðóvinur heilbrigðis í
vestrænum löndum og
yalda dauða annars
hvers reykingamanns,
oft um aldur fram. Fjöl-
margir búa einnig við
örkuml og þjáningar um
árabil af völdum þessa
ávana sem sligar heil-
brigðiskerfi okkar fjár-
hagslega auk þess að
valda ómældu vinnu-
álagi á sjúkrastofnun-
um. Engan skal því
undra þá viðleitni
stjómvalda að stemma
stigu við þessari ógn
með verðhækkunum á
tóbaki, forvörnum og takmörkunum
reykinga á opinberam stöðum svo
sem á sjúkrahúsum. Auk þessa hefur
iiéilbrigðisráðuneytið sýnt gott for-
dæmi með því að standa fyrir nám-
skeiðum um land allt þar sem starfs-
fólki heilsugæslu og sjúkrahúsa er
kennt að hjálpa fómarlömbum tó-
baksins að losna úr viðjum vanans.
„Vilji er allt sem þarf,“ segja sumir.
Því miður er þetta rangt, enginn
hættir reykingum með viljann einan
að vopni. Þeir sem hafa reynslu af
tóbaksvörnum vita að hugarfars-
breytingu þarf til og að reykinga-
menn, sem tekst að hætta, ná mark-
miði sínu í áföngum.
. Langílestir reykingamenn eru á
lytsta þrepi, þá langar til að hætta
en eru ekki famir að hugsa alvarlega
um það.
Á öðra þrepi eru svo þeir sem vilja
hætta og velta fyrir sér kostum og
göllum reykbindindis.
Á þriðja þrepi eru þeir sem ætla
að hætta og gera ráðstafanir í þá átt.
Á fjórða þrepi eru svo þeir sem
eru hættir reykingum
eða eru að hætta og
falla.
Eitt meginhlutverk
okkar sem störfum á
sjúkrastofnunum er að
auðvelda reykingamönn-
um með stuðningi og
fræðslu þá hugarfars-
breytingu sem nauðsyn-
leg er til að þeir nái
lokaáfanganum og hætti
reykingum.
Undirritaður starfaði
um langt árabil á
lungnadeild Reykja-
lundar þar sem fyrst og
fremst voru til meðferð-
ar einstaklingar með
langvinna lungnasjúk-
dóma af völdum reykinga. Allir inn-
lagðir sjúklingar sem enn reyktu
þurftu að hætta því við komu, en
Reykingar eru höfuð-
óvinur heilsufars fólks,
segir Björn Magnús-
son, og valda dauða
annars hvers reykinga-
manns, oft um aldur
fram.
fengu bæði skipulega fræðslu og
stuðning ásamt nikotínlyfjum eftir
þörfum. Árangur þessa var mjög
góður. Sárafáir sjúklingar neituðu
innlögn vegna reykbanns og um 60%
þeirra sem hættu að reykja við komu
voru enn reyklausir ári síðar.
Á Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes-
kaupstað, mínum núverandi vinnu-
stað, hefur síðastliðið hálft ár verið
reykbann án undantekninga meðal
sjúklinga og starfsmanna. Að sjálf-
sögðu er reykingamönnum ekki
synjað um innlögn enda eiga þeir
sama rétt á lækningu og aðrir, enda
er nikotín löglegt fíkniefni rétt eins
og áfengið. Hins vegar era reykingar
bannaðar á Fjórðungssjúkrahúsinu
rétt eins og áfengisneysla, enda er
þar hvorki afdrep fyrir reykinga-
menn né vínstúka fyrir þá sem telja
sig verða að neyta áfengis. Reyk-
ingamönnum sem leggjast inn er aft-
ur á móti veittur allur hugsanlegur
stuðningur, svo sem fræðsla og niko-
tínlyf, enda taka þeir reykbanninu
sem sjálfsögðum hlut og þess hefur
ekki orðið vart að þeim finnist geng-
ið á rétt sinn. Komið hefur fyrir að
skjólstæðingar okkar hafi hætt reyk-
ingum þrátt fyi'ir að hafa ekki ætlað
sér það í upphafi og vonandi hefur
orðið hugarfarsbreyting hjá öðram
sem að lokum leiðir til sama árang-
urs. Framkvæmd reykbannsins hef-
ur gengið nánast snurðulaust vegna
þess að starfsmenn Fjórðungs-
sjúkrahúsins eru samstiga og vel
undir búnir, t.d. tóku margir þeirra
þátt í leiðbeinendanámskeiði heil-
brigðisráðuneytisins sem haldið var í
Neskaupstað sl. haust. Fjórðungs-
sjúkrahúsið í Neskaupstað er því
fyrsta reyklausa sjúkrahús landsins.
Nú hafa borist um það fregnir að
Reykjalundur muni fylgja í kjölfarið
sem reyklaust sjúkrahús. Vonandi
taka svo aðrar sjúkrastofnanir við
sér, því með samstilltu átaki er hægt
að hjálpa fórnarlömbum tóbaksins,
ásamt því að útrýma reykingum af
sjúkrahúsum og senda þar með
áhrifarík skilaboð til almennings um
skaðsemi reykinga.
Höfundur er yfirlæknir Fjórðungs-
sjúkrahússins í Neskaupstað.
Björn
Magnússon
Mengunarlaus orka
VERÐ á efnarafölum
þarf að lækka niður í 60
dollara/kW (4320 kr.)
samkvæmt nýlegri
skýrslu frá samtökum
bandarískra bílafram-
leiðenda, ef þeir eiga að
ná einhverri útbreiðslu í
samkeppni við hefð-
bundna sprengihreyfla í
fólks- og farþegaflutn-
ingabílum. Chrysler og
General Motors eru
þeirrar skoðunar að
þetta muni verða raunin
fyrh- árið 2005. Til þessa
hafa einkum verið not-
aðir efnarafalar í stræt-
isvögnum og fólksbílum
, sem era með plastþynnu (membr-
an) sem rafvaka, svokallaðir PEM-
efnarafalar. Ein af aðferðunum við
að lækka verð efnarafala er að nota
ódýrari plastefni en núverandi plast-
þynnur úr flúorsamböndum, sem eru
dýrar. Við það eitt að nota ódýrari
plastefni mun efniskostnaður í þynn-
unni lækka tuttugufalt. Einnig hafa
nýlegar rannsóknir sýnt fram á að
hægt er að þynna nauðsynlega og
dýra platínuhúð, úr 4 mg/m2 í 0,15
mg/m2. Auk þessa eru væntingar um
að hægt verði að nota nikkel-járn-
blöndur í náinni framtíð. Fremst í
flokki í dag í þróun efnarafala og
notkun þeirra í strætisvögnum er
kanadíska fyrirtækið Ballard. Þeir
hafa t.d. minnkað stórlega rýmisþörf
efnarafalanna í framtíðarstrætis-
vögnum sínum á milli árgerða 1993
og 1995 og samtímis hefur farþega-
fjöldi og vegalengd á hverja tankfyll-
ingu aukist. Fyrstu efnarafalar Ball-
ard frá árinu 1991 fylltu u.þ.b. þriðj-
ung af strætisvagni. Rýmisþöi-fin
hefur verið verið minnkuð þrefalt
síðan þá. Einnig eru komin til sög-
unnar sterkari, minni og léttari gas-
hylki frá kanadíska fyrirtækinu
EDO. Möguleikarnir á útbreiðslu
farartækja sem knúin eru efnaraföl-
um tengjast vitaskuld þróun betri og
ódýrari efnarafala og farartækja, en
einnig að fyiir hendi verði þjónustu-
kerfi, sem geta séð þessum farar-
tækjum fyrir vetnisgasi eða met-
hanóli. Ekki væri úr vegi að íslensku
olíufélögin fari að huga að undirbún-
ingi þjónustukerfa fyrii- gasátöppun
á bíla í starfsemi sinni, þar sem Ijóst
er að farartæki knúin vetnisgasi og
methangasi munu fljótlega halda
innreið sína hér á landi.
Hvað gerist í efnarafali?
Sjálfur efnarafallinn samanstend-
ur af tveimur málmnetum sitt hvor-
um megin við plastþynnu, sem er
lögð platínuhúð á annarri hliðinni.
Netin tvö mynda jákvæðan og nei-
kvæðan pól.
1. Vetni (H2) er veitt að jákvæðu
hliðinni. Við snertingu við platínu-
húðina losnar ein rafeind (e-) (el-
ektróna) frá hvora vetnisatómi.
2. Jákvætt hlaðin vetnisatómin
(H+) streyma í gegn um þynnuna
yfir á neikvæðu hliðina og tengjast í
pöram við súrefnissameindir (02) og
mynda þar með jákvætt hlaðnar
vatnssameindir.
3. Rafeindin (e-) fer
um um straumnotann
yfir á neikvæðu hliðina
og tengist þar á jákvætt
hlöðnu vatnssameind-
ina.
Um efnarafala
Efnarafallinn er raf-
efnafræðilegt kerfi, sem
gerir mögulega beina
framleiðslu á rafmagni
og hita með tilfærslu á
orkugjafa (oftast vetni)
og súrefni. Spennan frá
hverjum efnarafali (e:
fuel cell) er um 1 Volt,
svo það verður að tengja
saman marga efnarafala í röð til þess
að fá hærri spennu. Slík röð efn-
arafala er kölluð efnarafala-stafli
(fuel cell stack).
Ekki væri úr vegi, seg-
ir Vigfús Erlendsson í
síðari grein sinni, að
íslenzku olíufélögin
huguðu að undirbún-
ingi þjónustukerfa fyrir
gasátöppun á bíla.
Til þess að geta notað tæknina er
auk þess nauðsynlegt að vera með
búnað til formeðhöndlunar á gasi
ásamt rafstýrðum stýri- og umbreyt-
ingarbúnaði. Sjálfur efnarafallinn,
sem er kjarninn í tækninni, er til í
nokkrum útgáfum. Útgáfurnar
skiptast að hluta til upp eftir rekstr-
arhitastigi og að hluta til eftir því
hvaða orkugjafi er notaður og hváða
efni eru notuð í sjálfan efnarafalinn.
Höfuðefnaferlið í efnarafali er um-
breyting á vetni og súrefni í vatn
(H20). En vetnið getur annaðhvort
komið beint inn sem vetni eða sem
náttúrugas, sem er breytt í vetni í
ferlinu sjálfu. Einnig getur súrefnið
komið inn í ferlið sem hreint súrefni
eða sem súrefni í andrúmsloftinu.
Nýtnistig efnai-afals liggur á bil-
inu 40-60% allt eftir tegund efn-
arafalsins. Ókostirnir við efnarafala
undanfarin ár hafa verið að hluta til
hár kostnaður við framleiðslu þeirra
og að hluta til vegna lítillar endingar
einstakra efna, sem notuð eru í efn-
arafalana. Því fai'a fram viðamiklar
rannsóknir á rannsóknarstofum víða
um heim á sviði efnarafala og þar
sem vísindamenn einbeita sér að
þróun endingarbetri efna.
Chicago-borg (Chicago Ti'ansit
Authority og BC Transit) fékk á
þessu ári afhenta 3 vetnisvagna til
prófunar í tvö ár, þar sem reynt
verður hvort slíkir vagnar muni
henta m.t.t. afls, kostnaðar, áreiðan-
leika, þæginda og fleiri þátta með því
markmiði að hefja síðan raðfram-
leiðslu slíkra vagna.
Höfundur er tæknifræðingur.
Vigfús
Erlendsson