Morgunblaðið - 14.01.1998, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 33
+ Hildur (Guð-
munda) Magnús-
dóttir fæddist í
Fornubúð, Súðavíkur-
hreppi í Norður Isa-
Qarðarsýslu 24. mars
aldamótaárið 1900.
Hún lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 27. nóv-
ember 1997. Foreldr-
ar hennar voru hjónin
Magnús Guðmunds-
son, f. 16. september
1869 í Kaldbak á
Ströndum, d. 3. janú-
ar 1959, en hann var
af Pálsætt á Strönd-
um, og Júlíana Þorvaldsdóttir, f.
15. september 1874 á Fæti í Súða-
víkurhreppi, d. 31. maí 1904.
Börn þeirra hjóna voru: Sophus
Salómon, f. 19. október 1893.
Þorvaldur Matthías, f. 19. ágúst
1895. Óskar, f. 31. desember
1896. Hildur (fyrr Guðmunda), f.
24. mars 1900. Kristveig, f. 4.
apríl 1903. Júlíana, f. 14 maí
1904. Þau eru öll látin. Hálfsystk-
ini Hildar, samfeðra: Svanberg, f.
9. janúar 1909. Petrína Sigríður,
f. 5. október 1910. Þorsteinn, f.
13. apríl 1913. Aðalheiður, f. 3
október 1915. Guðmundur, f. 3.
júlí 1917. Anna, f. 3. júlí 1917.
Skarphéðinn, f. 16. febrúar 1921.
Öll látin. Eftirlifandi eru: Einar,
f. 4. júlí 1924, og Pálína, f. 1926.
Hildur giftist 17. september
Minningar mínar um mömmu
mína eru margar og ná yfir nokkuð
langan tíma, yfir sextíu ár. Jón
Ingvar Pétursson föðurbróðir minn
og fósturmóðir mín sem ég hef alla
tíð kallað mömmu, tóku mig í fóstur
viku gamlan til að létta undir með
raunverulegri móður minni Petrínu
Sigrúnu Skarphéðinsdóttur og föð-
ur mínum Magnúsi Pétursyni. Þær
tvær voru alla tíð mjög góðar vin-
konur og giftar bræðrum að auki.
Sigrún móðir mín var á þessum
tíma búin að missa tvö af þeim tíu
börnum sem hún eignaðist í tveimur
hjónaböndum með bræðrunum
Pétri og Magnúsi. Tvíburasystir
mín var einnig sett í fóstur því móð-
ir okkar lést tveimur mánuðum eftir
fæðingu okkar. Sigríður elsta systir
mín tók þá við uppeldi eldri systk-
ina minna ásamt föður mínum
Magnúsi Pétursyni.
Mér eru minnisstæðar áhyggjur
fósturmóður minnar ef eitthvað
kom fyrir mig sem lítinn strák, t.d.
smáskeina við að hrasa við leik.
Henni var mjög annt um mig og
dætur sínar Jóhönnu og Kristjönu
og reyndist mér sem besta móðir.
Hún hvatti mig vel þegar ég var í
skóla og fyrirgaf mér öll mín
bernskubrek.
Hannyrðakona var mamma alla
tíð og hafði lært hannyrðir af kon-
um sem voru henni samtíða á Vífíls-
stöðum, en þar barðist hún við
berkla á sextánda aldursári. Hún
saumaði í, prjónaði mikið og heklaði
með ótrúlegum afköstum meðan við
bjuggum á Flateyri. Reyndar hekl-
aði hún í því sem hún kallaði „partí-
um“ það er að segja marga dúka
sem hún gaf vinum og vandamönn-
um. Þessari handavinnu hélt hún
áfram daglangt til 97 ára aldurs og
voru margir undrandi á elju hennar
eftir að hún var orðin það öldruð.
Mamma var ágætlega að sér í
söng og söng mikið meðan hún bjó
fyrir vestan. Ég man að hún lék líka
í leikritum í samkomuhúsinu á Flat-
eyri og það nokkuð oft, eftir því sem
kvenfélaginu gekk að setja upp leik-
rit, en hún var virk í þeim félags-
skap þau tuttugu ár sem hún bjó
með manni og börnum á Flateyri.
Á stríðsárunum óttaðist mamma
stöðugt um pabba, sem var í sigling-
um allt stríðið. Hann var á því
happaskipi Lagarfossi sem slapp
lítt skaddað frá öllum ógnum stríðs-
ins, þó mörg önnur íslensk skip fær-
ust á þeim árum vegna stríðsað-
gerða. Hún var mjög trúuð kona og
líklega hefur trú hennar aukist við
1921 Jóni Ingvari
Péturssyni, f. 25.
mars 1897 að Hálsi,
Ingjaidssandi, d. 9.
maí 1974. Þau skildu.
Börn þeirra: Jó-
hanna, f. 6. febrúar
1922 á Flateyri, d. 23.
júní 1943. Kristjana,
f. 24. ágúst 1923 á
Flateyri, d. 29. mars
1996. Ingvar Magn-
ússon, fóstursonur, f.
25. febrúar 1933 á
Flateyri. Hildur gift-
ist aftur 10. júlí 1953,
Einari Einarssyni, f.
3. september 1882 í Svínadal í
Skaftártungum, d. 19. september
1973 í Reykjavík. Afkomendur
yngri dóttur Hildar og Jóns Ingv-
ars Péturssonar, Kristjönu og
fyrri manns hennar Brynjólfs Að-
alsteins Jónssonar frá ísafirði,
sem lést 1948 eru; Jóhanna og
Brynjólfur Aðalsteinn. Börn af
seinna hjónabaudi Kristjönu og
Sveinbjörns Kristjánssonar frá
ísafirði eru; Jón Ingvar og Krist-
ján, sem iést 1977. Börn fóstur-
sonar Hildar og Jóns, Ingvars
Magnússonar og konu hans Guð-
nýjar Jennýar Bjarnadóttur eru;
Bjarni, Fríða Björk og Ingvar
Örn. Langömmubörnin eru sex
og langalangömmubarn eitt.
títför Hildar fór fram í
kyrrþey.
áföll lífsins, eins og missi hálfbróður
síns í stríðinu. Tveimur árum seinna
missti hún frumburð sinn Jóhönnu
úr bráðaberklum, yndislega stúlku
rétt yfir tvítugt. Hálfsystir hennar
féll einnig fyrir berklaveikinni.
Mamma syrgði einnig mikið missi
tengdasonar, eiginmann yngri dótt-
ur sinnar Kristjönu, er fórst á sjó
árið 1948 eftir aðeins fjögurra ára
hjónaband frá eiginkonu og tveimur
bömum. Einnig syrgði hún mikið er
Kristjana og seinni eiginmaður
hennar misstu yngri son sinn árið
1977, aðeins átján ára að aldri.
Seinni eiginmaður Kristjönu féll
einnig í valinn á undan mömmu, og
féll henni það þungt og þá ekki síð-
ur að sjá á bak þessari yngri dóttur
sinni sem lést árið 1996.
Bestu ár mömmu voru að hennar
dómi árin á Flateyri þar sem hún
var hamingjusömust á ævinni, uns
hún og pabbi ákváðu að flytja til
Reykjavíkur til að vera nær Jó-
hönnu dóttur sinni sem þá lá sjúk á
Vífilstöðum. Nokkrum árum seinna
skildi móðir mín við pabba eftir
þrjátíu ára hjónaband. Síðar giftist
hún aftur, þá 53 ára að aldri, Einari
Einarsyni. Báðir eiginmenn eru nú
löngu látnir.
Móður minnar er sárt saknað af
mér, sem rita þessi fátæklegu
kveðju, einnig af Jenný konu minni
og okkar börnum og bamabömum.
Hún fékk hinsta hvílustað við hlið
dóttur sinnar, Jóhönnu sem lést
1943 og liggur nú hjá foreldrum sín-
um báðum.
Með þeirri ósk að mamma hafi við
brottför sína úr þessu lífi endur-
heimt æskuástvini sína, dætumar
tvær og annað skyldulið henni kært,
bið ég henni blessunar Guðs og Jesú
Krists, sem hún svo innilega bað um
að taka á móti sér við andlátið.
Ingvar Magnússon.
Hún er sofnuð síðasta svefninum
og þrautir á bak og burt. Við ástvin-
ir hennar höfum kvatt hana en
minning stendur eftir, sterk en um
leið Ijúf.
Það voru síðustu 25 árin sem við
styrktum systra- og vináttuböndin
og var það okkur báðum kært. Ég
ætla að varðveita minninguna í
hjarta mér.
Finnst mér það við eiga að láta
hér fylgja ljóð eftir vinkonu mína,
Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, og gera
að mínu.
Barst mér í fangið ffegnin,
- fregn, sem ég vissi áður -
MINNINGAR
efnis - en ekki lífs þíns -
að væri slitinn þráður.
En minningin reis og rakti '
rúnir frá horfnum stundum,
svipheiðum, glöðum, góðum,
og glitið frá síðustu fundum.
Og nú er það mitt að muna,
- að minnast og liðið þakka -
og innst er eitthvað sem gleður:
- En hvað ég vil til þess hlakka
að hitta þig aftur heila
í heimkynnum morgunlanda
og gleðjast við geisla í svörum
og glampandi ljós þíns anda.
Með þessum fáu orðum kveð ég
elskulega systir. Ingvari, bama-
bömum, barnabamabörnum og
mökum votta ég innilega samúð.
Megi Guð og góðu englarnir vera
með Hildi.
Pálína Magnúsdóttir.
Amma mín Hildur Magnúsdóttir
er látin 97 ára að aldri. Með henni
er horfin á vit eilífðarinnar síðasta
tenging fjölskyldu minnar við forn-
an tíma og hætti. í mínum augum
tengdist amma Hildur hluta af
þeirri fortíð sem okkur nútímabörn-
um er að mestu leyti hulin. Er hún
sagði frá ævi sinni og uppvexti þá
hljómaði það eins og þáttur úr þjóð-
sögu eða þjóðháttafræði, - en samt
stóð það okkur svo nærri. Amma
var alin upp af fósturforeldrum,
fólki sem var komið vel yfir miðjan
aldur er þau tóku hana að sér, svo
gera má ráð fyrir að hún hafi á
barnsaldri kynnst siðum og venjum
fólks allt frá því fyrir miðja síðustu
öld. Þessa arfleifð bar hún með sér
alla sína ævi, jafnframt því sem hún
heillaðist af því sem nútíminn hafði
upp á að bjóða.
Þannig brutust um í henni ein-
kennilegar andstæðm-, sem oft og
tíðum gerðu henni lífið kannski
óþarflega erfitt. Um miðjan aldur
yfirgaf hún Vestfirðina og það sam-
félag sem verið hafði kjölfestan í lífi
hennar í hartnær hálfa öld, til að
setjast að í Reykjavík. Skömmu eftir
þau umskipti ákvað hún að hefja
nýtt líf á eigin forsendum, skipti um
nafn og gerði tilraun til að snúa sér
að því sem hugur hennar hefúr lík-
lega alltaf staðið til, málaralist og
ljóðagerð. Amma fór ekki varhluta
af áföllum lífsins og hafa þau eflaust
ráðið þama nokkru um. Hvort henni
tókst að fitja upp á nýjum þræði í
lífsbaráttunni þori ég ekki að full-
yrða en víst er að þama gerði hún
tilraun til að brjóta nýtt blað.
Listfengi ömmu var mikið, hún
var ekki einungis mjög orðhög held-
ur komu hæfileikar hennar sterkast
í ljós í handavinnu sem hún sinnti
eins og hverju öðm starfi. Allt fram
undir það síðasta setti hún sér fyrir
og hætti ekki að hekla fyrr en dags-
veridnu var lokið hverju sinni.
Þannig var amma, hún hélt reisn
sinni fram í andlátið.
Hún var að mörgu leyti dæmi-
gerð fyrir fjölmargar kynslóðir ís-
lendinga sem bjuggu við ki-ingum-
stæður þar sem ekki var um marga
kosti að veija. Margir bjuggu við lít-
il efni og algengt var að börn létust
á unga aldri eða þá að þau misstu
foreldra sína og væri komið fyrir.
Amma segir sjálf frá því í minning-
um sínum að þegar henni var komið
fyrir fjögurra ára gamalli eftir að
móðir hennar dó, hafi hún grátið
svo mikið að fólk gafst upp á að hafa
hana. Það var ekki fyrr en hún kom
til þessara eldri hjóna og fóstra
hennar leyfði henni að fylgja sér all-
an daginn, að hún hætti að gráta.
Amma talaði oft um hvað hún hafi
liðið fyrir skort á menntun og var
tíðrætt um fáfræði sína þó hún hafi í
raun sannri alltaf verið ákaflega vel
að sér um flesta hluti. Ég er því
ekki í nokkrum vafa um að ef hún
hefði verið fædd á öðrum tíma hefði
hún gengið menntaveginn og hæfi-
leikar hennar notið sín jafnvel á því
sviði og þeir gerðu í þeim fjölmörgu
verkefnum sem lífið lagði henni á
herðar.
Við sem höfum nú kvatt ömmu,
minnumst hennar með þakklæti og
þeirri fullvissu að hennar bíði bjart-
ir dagar hjá almættinu sem hún
trúði á og treysti.
Fríða Björk Ingvarsdóttir.
+ Sigríður Stefáns-
dóttir fæddist í
Hafnarfirði 10. októ-
ber 1914. Hún lést á
Sjúkrahúsi Suður-
nesja 7. janúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Stefán Grímsson, f.
25. febrúar 1880, d.
25. febrúar 1918, og
María Sveinsdóttir, f.
6. desember 1885, d.
5. apríl 1958. Systur
hennar voru Guðlaug
Stefánsdóttir og Ásdís
Stefánsdóttir sem eru
báðar látnar. Sigríður var þeirra
yngst.
Sigríður giftist 10. desember
1938 Steinþóri Sighvatssyni, f. 15.
janúar 1906, sem var sjómaður og
síðar innheimtumaður hjá Kefla-
víkurbæ, d. 25. nóvember 1991.
Eignuðust þau hjónin tvær dætur
sem eru: 1) Lára, húmóðir, f. 12.
nóvember 1939, gift Braga Magn-
ússyni, eiganda Vélsmiðju Isa-
fjarðar, f. 6. september 1936. Börn
þeirra eru þrjú, Sigríður, verka-
kona, f. 20. janúar 1958 og á hún
þrjú börn, Ornu Láru, Braga og
Gunnlaug. Bryndís, hárgreiðslu-
meistari, f. 9. september 1959.
Eiginmaður heimar er Ásgeir
Blöndal, skipstjóri, f. 12. júni
1958, og eiga þau tvö böm, Svövu
og Kristján. Yngstur er Steinþór,
vélfræðingur, f. 3. júli 1969,
unnusta hans er Ama Björk Sæ-
mundsdóttir, nemi, f. 26. október
1973. 2) Unnur Ingunn, húsmóðir,
f. 13. febrúar 1942, gift Jóni Willi-
Með þökk í huga vil ég minnast
ömmu minnar, Sigríðar Stefáns-
dóttur, hjartahlýju hennar og kær-
leika. Amma var fædd í Hafnar-
firði. Foreldrar hennar voru María
Sveinsdóttir og Stefán Grímsson. Á
yngri árum flutti hún til Keflavíkur
og bjó þar alla tíð. Árið 1938 giftist
hún afa mínum, Steinþóri Sighvats-
syni, og eignuðust þau tvær dætur.
Bjuggu þau fyrst í Vinaminni og
siðar við Hafnargötu í Keflavík en
árið 1958 fluttu þau að Vatnsnes-
vegi 36 og áttu þar saman fallegt
heimili í rúm 30 ár. Elskulegur afi
minn lést 25. nóvember 1991 og bjó
amma ein eftir það í tæp þrjú ár
þar til hún flutti á Hlévang í sept-
ember 1994.
Amma var mikil húsmóðir og bar
allt heimilishald þess merki. Hún
hafði svo sannarlega „grænar
hendur", eins og sagt er, og naut
þess að hlúa að plöntum jafnt úti
sem inni. Þá hafði hún gaman af að
föndra og eru margir hlutirnir hér
heima sem minna á það. Amma
vann ýmis störf um ævina og var
alls staðar vel liðin. Gamlir vinir og
kunningjar voru tíðir gestir á heim-
ili ömmu og afa enda voru þau góð
heim að sækja.
Fyrstu minningar okkar systk-
ina um ömmu eru tengdar heimili
hennar og afa á Vatnsnesvegi 36.
Þangað var alltaf gott að koma,
hlýtt og notalegt og við systkinin á
gólfinu í stofunni með dótakassann.
Amma á þönum til að vera viss um
að allir hefðu það sem best. Alltaf
átti amma smágóðgæti til að rétta
okkur hvort sem það var hálf
tyggjóplata eða erlent sælgæti sem
þá var ekki algengt.
Á mínum uppvaxtarárum var ég
tíður gestur hjá ömmu og afa í há-
deginu. Þar var iðurlega á borðum
soðinn fiskur og skyr. Hugsunin
um hvernig amma stappaði fiskinn
am Magnússyni, eig- f"
anda Ofnasmiðju Suð-
urnesja og Hótels
Keflavíkur, f. 16. des-
ember 1940. Börn
þeirra eru fjögur,
Magnús, sjómaður, f.
2. febrúar 1962. Egin-
kona hans er Ella
Björk Bjömsdóttir,
húsmóðir, f. 25. mars
1967 og eiga þau þrjú
börn, Sigrún Ellu, Jón
Þór og Onnu Marý.
Steinþór, hótelstjóri,
f. 22. október 1963.
Eiginkona hans er
Hildur Sigurðardóttir, leikskóla-
kennari, f. 11. maí 1966 og eiga
þau fjögur börn, Lilju Karen,
Katrínu Helgu, Unni Maríu og
Guðríði Emmu. Guðlaug Helga,
heimilisfræðikennari, f. 31. októ-
ber 1966 og á hún þrjá syni, Sam-
úel Albert, Jakob Elvar og Sigurð
Hauk. Yngstur er Davíð, nætur-
vörður, f. 16. ágúst 1976.
Sigríður er fædd og uppalin
hjá móður sinni og tveimur systr-
um í Hafnarfirði. Aðeins þriggja
ára að aldri missti hún föður
sinn. Á yngri ámm fluttist hún til
Keflavíkur í vist. Þar kynntist
hún eiginmanni sínum. Vann Sig- *"<
ríður hin ýmsu störf, svo sem
fiskvinnslu og heimilishjálp.
Lengst af bjó hún á Vatnsnesvegi
36 í Keflavík en síðust þrjú árin
dvaldist hún á dvalarheimilinu
Hlévangi.
títför Sigríðar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
og kartöflurnar fyrir mig er enn
ljóslifandi í huga mínum. Eftir
matinn lagðist ég á sófann inn
stofu og vaknaði undantekningar-
laust með teppi sem lagt hafði ver-
ið yfír mig og fann ömmu strjúka
mér létt um bakið um leið og hún
lét vita að tími væri kominn til að
koma sér af stað. Þannig var gott
að vakna. Og þá er að minnast mat-
arboðanna en þvílíkar kræsingar
voru án efa sjaldgæfar á þeim tíma.
Kjúklingurinn með raspi steiktur
upp úr smjöri var svo góður að enn
í dag hafa hin bestu veitingahús
ekki fundið svo góða uppskrift.
Ekki voru jólaboðin síðri. Heima-
bakaðar kökur og tertur, heitar
pönnukökur og kleinur sem öllu
var rennt niður með sérlöguðu
heitu súkkulaði. Þegar ég hugsa til <
baka man ég ekki hvar amma sat
enda var hún á þönum fram og til-
baka úr eldhúsinu og gaf sér lítinn
tíma til að hugsa um sjálfa sig þeg-
ar ættingjar og vinir komu í heim-
sókn.
Eftir að amma flutti á Hlévang
passaði hún alltaf vel upp á að eiga
eitthvað gott í skápum til að gefa.
Hún brosti fallega þrátt fyrir veik-
indin þegar hún fékk mynd af stelp-
unum minum í jólagjöf enda voru
bamabörnin og barnabamabörnin
ávallt henni kær. Vil ég nota tæki-
færið og þakka starfsfólki Hlé-
vangs sérstaklega fyrii- fórnfúst
starf í þau ár sem hún dvaldi þar.
Einnig starfsfólki á Sjúkrahúsíi
Suðurnesja fyrir góða aðhlynningu
síðustu vikurnar.
I dag þakka ég elsku ömmu
minni fyrir allar stundimar sem við
fjölskyldan áttum með henni og
fyrir hvað hún var mér alltaf góð.
Ég kveð ömmu mína með söknuði
og virðingu. Megi góður Guð
geyma þig.
Steinþór Jónsson.
Formáli
minningargreina
ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um
hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn,
um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks
hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að-
eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum.
HILDUR
MAGNÚSDÓTTIR
SIGRIÐUR
STEFÁNSDÓTTIR