Morgunblaðið - 14.01.1998, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 14.01.1998, Qupperneq 34
34 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HALLUR SCHEVING GUNNLA UGSSON ^ _1_ Hallur S. Gunn- I laugsson var fæddur í Reykjavík hinn 7. maí 1930. Hann lést í Sjúkrahúsi Akraness að kvöldi 3. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjdnin Sigurjóna Kristín Danelína Sig- urðardóttir frá Stein- hólum í Grunnavíkur- hreppi, f. 4. maí 1904, d. 4. október 1984, og Gunnlaugur Gunn- laugsson, f. á Skógs- múla 4. september 1900, d. 28.2. 1982. Hallur fluttist með foreldrum sín- um að Litla-Vatnshorni í Hauka- dal í Dalasýslu. Systkini Halls, sammæðra, eru: Málfríður Sól- veig, húsmóðir í Reykjavík, f. 5.6. 1922; Sigurður Hinrik, kaupmað- ur í Reyigavík, f. 24.9. 1924, d. 17.7. 1977; Ásta Marín, húsmóðir í Reykjavík, f. 18.12. 1925; Örn Bjartmars, prófessor í Reykjavík, f. 23.12. 1927. Alsystkini Halls eru: Jóhann Aðalsteinn, sölustjdri í Reykjavík, f. 2.5. 1933; Kristinn Valgeir, skipasmiður í Keflavík, f. 12.7. 1934; Högni Gunnar, málari í Keflavík, f. 9.6. 1936; Anna Gunn- laug, talsímavörður Akranesi, f. 28.5. 1938; og Fjóla Lind, húsmóð- ir á Akranesi, f. 8.6. 1939. Hinn 25. desember 1954 gekk Hallur að eiga Láru Hólm Einars- dóttur frá Eskifírði, f. 1.2.1932, d. 23.4. 1978. Áttu þau fjögur börn. Þau eru: 1) Kristín, f. 16.10. 1954, skrifstofustúlka á Akranesi, gift Gísla Björnssyni, deildarstjóra, og eiga þau þrjú börn og þrjú bama- böm. 2) Hrönn, matráðskona, f. 22.7. 1956, í sambúð með Hirti Elsku pabbi. Mikið er sárt að hafa þig ekki fyrir augum lengur, sjá þig ekki rölta fram hjá stofunni þrjá morgna í viku, lyfta hendi og nikka, láta vita að þú hefðir tekið eftir mér, nýbúinn að heilsa Heimi bróður einu húsi ofar. Ekki komstu inn til okkar því að þú truflaðir ekki vinnandi fólk. Þín einkenni voru samviskusemi, hógværð og lítillæti og síðast en ekki síst, stundvísi. Hvað þú lagðir mikið upp úr því við okkur systkinin að mæta tíman- lega, láta ekki bíða eftir okkur. Stundum var það leiðinlegt þegar maður var samferða þér á morgn- ana að vera alltaf fyrst í skólann og >þurfa að bíða í góða stund eftir hin- um krökkunum. Þegar ég hugsa til baka finnst mér eins og Sundfélag- ið hafi verið eitt af mínum systkin- um því þú eyddir rúmlega helmingi ævi þinnar í Sundfélagið og íþróttabandalag Akraness og sást ekki eftir því. Þú sast tímunum saman við borðstofuborðið og rað- aðir niður og skipulagðir hin ýmsu mót, í bláu möppuna þína. Mest gaman var þegar Selfoss og Ægir voru að keppa hér á Skaganum því þá komu alltaf nokkrir í mat og gistingu. Mamma hafði til fínan mat og þá var borðað inni í stofu. En elsku pabbi. Það var ekki alltaf gaman hjá okkur eins og þeg- ér mamma barðist við krabbamein- ið. I þá daga var ekkert talað um þennan vágest. Ekki gast þú það eða mamma. Mikið hræðilega var það sárt þegar hún dó og mánuður- inn sem fylgdi í kjölfarið. Kristín að eiga Láru, Heimir að fermast og mikill gestagangur en reyndar komu fáir eftir það. En við héldum áfram, þú 48, ég 15 og Heimir 13 og Hrönn og Kristín famar að búa. Það var ekki alltaf auðvelt að vera eina konan á heimilinu. Þá var gott að hlaupa undir verndarvæng jgtínu, stóru systur. Þú hlóst mikið pegar ég trúði þér fyrir því, mörg- um árum seinna að ég hefði ekki getað smakkað rauðmaga, veiði- bjölluegg og örsjaldan skyr vegna ofnotkunar þessara fæðutegunda á fyrmefndu tímabili. Alltaf áttu tónlist og íþróttir hug þinn allan. Það var gaman hvað þú Karli Einarssyni, íþróttakennara. Þau eru búsett á Blönduósi og eiga tvo syni. 3) Katla, hársnyrtimeist- ari á Akranesi, f. 29.1. 1963, gift Flosa Ein- arssyni, grunnskóla- kennara, og eiga þau tvö börn. 4) Heimir, verslunarstjóri á Akranesi, f. 23.8. 1964, kvæntur Sig- þóru Ævarsdóttur, læknaritara, og eiga þau þrjár dætur. Hallur Gunnlaugs- son lauk prófi frá Iþróttakennaraskólanum á Laug- arvatni árið 1950. Hann var sund- kennari og forstöðumaður Bjarnalaugar frá 1956-1961 og íþróttakennari við Barnaskólann og Gagnfræðaskólann á Akranesi frá 1961. Einnig starfaði hann sem stundakennari við Bænda- skólann á Hvanneyri. Hann kenndi sund á sumrin á Fáskrúðs- firði, Tálknafirði og Bjarnafirði á Ströndum. Átta sumur var hann starfsmaður við Hvalstöðina í Hvalfirði. Hallur starfaði sem kennari við grunnskólana á Akra- nesi til vors 1996 og hafði þá stundað kennslustörf samfellt frá 1950 eða í 46 ár. Hallur var formaður Sundfé- lags Akraness í 26 ár eða frá 1950-1976 og var í stjóm sundfé- lagsins í nokkur ár eftir það. I febrúar 1980 gekk hann til liðs við Oddfellow-regluna Egil á Akra- nesi og starfaði þar allt til dauða- dags. Utför Halls fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. varst duglegur að fara á alla tón- listar- og íþróttaviðburði. Núna síð- ast fórstu að horfa á gamlaársdags- hlaupið og talaðir um hvað það hefði verið gaman hvað margir hlupu. Einnig varstu með alla tíma á hreinu hjá þessu unga og efnilega sundfólki og talaðir mikið um hvað miklar framfarir hefðu orðið síð- ustu árin. Oft minntist þú t.d. á að Kolbrún Ýr væri með betri tíma í ákveðnum greinum heldur en meistarar í karlaflokki fyrr á árum. Hvað þú hafðir gaman af því þegar Einar Karl hennar Hrannar systur fór að ná frábærum árangri í há- stökki og þá fórstu til að fylgjast með honum í keppni á landsmótinu í Borgarnesi sl. sumar. Mikið varstu ánægður með hvemig þú varst kvaddur við starfslok þín síðastliðið vor enda þótt þú saknaðir samkennara þinna og matarins í hádeginu í Brekku- bæjarskóla. Við systkinin erum innilega þakklát fyrir að hafa fengið af hafa þig hjá okkur yfir hátíðirnar því að þegar við óskuðum hvert öðru gleðilegs árs á nýarsnótt áttum við von á gleðilegri ársbyrjun. En það fór á annan veg, pabbi minn. Nú ertu lagstur við hlið mömmu eftir 20 ára viðskilnað. Þú kenndir okkur að vera bjartsýn og það ætla ég að vera, horfa til framtíðar og gleðjast yfir minningunum um þig. Frá öllm heimsins hörmum svo hægt í friðarörmum þú hvílist hels við lín. - Nú ertu af þeim borinn hin allra síðstu sporin, sem með þér unnu og minnast þín. Með tryggð til máls og manna á mátt hins góða og sanna þú trúðir traust og fast. Hér er nú starfsins endi. I æðri stjómarhendi er það, sem heitt í hug þú barst. Eg minnist bemsku minna daga og margs frá þér, sem einn ég veit. Eg fann nú allt að einu draga, og á mig dauðans gmnur beit. - En eftir stutta stundarbið þá stóð ég þínar bömr við. Ég fann á þínum dánardegi, hve djúpt er staðfest lífs vors ráð. - Ég sá á allrar sorgar vegi er sólskin til með von og náð. - Og út yfir þitt ævikvöld skal andinn lifa á nýrri öld. (Einar Ben.) Saknaðarkveðja, Katla. Það kom mjög flatt upp á okkur hjónin þegar systir mín hringdi í mig á laugardagskvöldið 3. janúar síðastliðinn og sagði mér að hann Hallur væri dáinn. Eg hafði hitt hann á fórnum vegi stuttu fyrir jól, hressan að vanda. Þó Hallur hafi kennt nokkurs lasleika þá bjuggust fæstir við að hinsta kallið kæmi svona fljótt. Það eru víst orð að sönnu að enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Hallur var grandvar og vandur að virðingu sinni, frá mínum sjónarhóli og samskiptum sá ég virðuleika í kærleiksríkum manni, hann var vinur vina sinna. Hann var þeirrar gerðar að skil- greining verður ekki á annan veg en hann hafi verið vammlaus til orðs og æðis. Ljúfmannlegt viðmót og einstök kurteisi einkenndi hann. I allri framkomu var hann snyrti- menni. Hallur var alla tíð mjög vinnusamur, hann hóf kennslu ung- ur að árum svo að aldur plús starfs- aldur var orðinn nokkuð hár þegar hann lét af kennslustörfum fyrir rúmu ári. Þó Hallur hefði Ijúft við- mót hafði hann sínar skoðannir á mönnum og málefnum og stóð fast á sínu á sinn hátt. Fyrstu kynni mín af Halli Gunn- laugssyni voru þegar ég á tánings- aldri gekk í skátafélagið Væringja hér á Akranesi. Við vorum tveir saman og okkur var komið fyrir í flokki hjá Halli Gull. Við urðum því sjö að meðtöldum foringjanum, allt ærslafullir strákar sem erfitt var að hemja. Foringjahæfileikar Halls voru ótvíræðir, hann stjórnaði með festu og virðuleik og innrætti metn- að svo allir lögðust á eitt að standa sig sem best í öllum þeim skátaí- þróttum sem á dagskrá voru hverju sinni. Næst lá leiðin í gegnum Gagnfræðaskólann á Akranesi. Hallur var í eldri bekk og útskrifað- ist vorið 1947 og hóf fljótlega eftir það nám í íþróttakennaraskólanum, þá skildu leiðir okkar um sinn. Að loknu námi hóf Hallur leikfimi- og sundkennslu við skólana á Akranesi jafnframt því sem hann stundaði sundkennslu á sumrin á hinum ýmsu stöðum á landsbyggðinni. I einni slíkri sumarferð kynntist hann Láru Hólm, ungri stúlku frá Eskifirði. Þau giftu sig á jólunum 1954 og hófu búskap á Skólabraut 23. Síðar byggðu þau sér hús ásamt öðrum í Hjarðarholti 15 hér í bæ og áttu þar heima síðan. Lára og Hall- ur eignuðust fjögur mannvænleg börn, þau Kristínu, Hrönn, Kötlu og Heimi. Öll eru þau flogin úr hreiðrinu og búin að byggja sér sitt eigið hreiður, þannig er lífsins saga. Hallur missti konu sína árið 1978 og var það honum og börnunum mikill missh-. Hallur bjó einn í húsi þeirra á Hjarðarholtinu eftir að börnin festu ráð sitt. Okkar gömlu kynni héldust kannski ekki síst fyrir fjölskyldu- vensl en hann var mágur systur minnar. Það var alltaf gaman að hitta Hall og rabba við hann. Hann hafði sín sérstöku ávarpsorð, þó ár- in færðust yfir okkur: „Komdu sæll, ungi maður.“ Hann hafði gaman af ferðalögum bæði innanlands og ut- an, minntist hann oft á ýmsar ferðir sem hann hafði farið og eftir að hann var orðinn einn fór hann víða. Þá eignaðist hann vinkonu, Stein- unni Rögnvaldsdóttur frá Siglufirði sem var honum góður ferðafélagi. Þau áttu mörg góð sumur saman. En það var vík milli vina og erfitt að hittast að vetrarlagi en Hallur fór mörg jól í vályndum veðrum til Siglufjarðar og einnig kom Stein- unn suður á haustin til að vera með okkur á árshátíðum hjá Oddfellow- stúkunni. Þegar aldurinn færðist yfir varð minna úr ferðum, en sam- skipti þeirra voru einlæg. Við hjón- in sendum Steinunni einlægar sam- úðarkveðjur. Hallur var alla tíð mjög félags- lyndur. Hann tók mikinn þátt í störfum Sundfélags Akraness og var formaður þess um árabil, einnig átti hann sæti í stjórn Iþrótta- bandalags Akraness. Þá var hann félagi í karlakórnum Svönum á meðan hann starfaði. Hallur gekk í Oddfellow-regluna í febrúar 1980, gat hann þess oft að það hefði verið gæfuspor að ganga í þennan félags- skap. Þar hefði hann fundið hvað vináttan var honum mikils virði, enda starfaði hann fullur áhuga og sótti fundi mjög vel. Honum vorum falin margvísleg trúnaðarstörf og var meðal annars í stjórn stúkunn- ar okkar. Við vorum borðfélagar á öllum árshátíðum og öðrum sam- komum stúkunnar enda var Hallur skemmtilegur í góðra vina hóp. Það má segja að það hafi geislað frá honum hlýhugur og vinsemd. Við bræðumir í Agli söknum góðs fé- laga og þökkum af alhug fyrir að hafa fengið að njóta samvista við þig, kæri bróðir, síðastliðin 18 ár. Við hjónin og fjölskylda okkar sendum öllum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Vertu sæll, ungi maður. Inga og Þórhallur Björnsson. Það var haustið 1949 sem tíu ung- menni hittust austur á Laugar- vatni. Markmið þessa hóps var að stunda nám við Iþróttakennara- skóla Islands. Öll vorum við bjart- sýn á framtíðina og hlökkuðum til að takast á við það sem framundan var. Eitt þessara ungmenna var Hallur S. Gunnlaugsson sem við kveðjum hinstu kveðju í dag. Skólinn var níu mánaða heima- vistarskóli og aðeins gefið leyfi um jól og páska. Þótt við byggjum þröngt og aðstæðum í ýmsu ábóta- vant nutum við góðra kennara, þar á meðal stofnanda og stjórnanda skólans, Björns Jakobssonar. Sam- starf okkar var mikið og margt sér til gamans gert sem ekki verður talið upp hér en geymist í minning- unni. Hinn 30. júní 1950 útskrifuðumst við úr skólanum og hlutum starfs- heitið íþróttakennarar. Var þá haldið til starfa vítt og breitt um landið. Leið Halls lá til æskustöðv- anna á Akranesi þar sem hann starfaði óslitið allt til vorsins 1996 en þá hafði hann kennt nokkurs heilsubrests. Hallur var skemmtilegur skólafé- lagi, fullur af glettni og dillandi hlátur hans smitaði út frá sér. Hæfileikar hans voru miklir, eink- um á sviði fimleika og frjálsíþrótta. Þá hafði hann sérlega fallega rit- hönd. Þegar skólagöngu á Laugarvatni lauk ákváðum við að mæla okkur mót á fimm ára fresti og reyndum að framfylgja því. Arið 1987 kom skarð í hópinn er Guðmundur Ing- ólfsson sundkappi féll frá svo skyndilega. Hans var sárt saknað. Við fundum þá að tími okkar er naumur og vinafundir mikils virði sem ástæða væri til að fjölga. Við hittumst síðast vorið 1995 á Laug- arvatni við útskrift nýrra íþrótta- kennara. Þar áttum við unaðslega helgi í orlofshúsi Iþróttakennarafé- lagsins. Þar yljuðum við okkur við ljúfar minningar. Að leiðarlokum þökkum við Halli samfylgdina og vottum börnum hans og öðrum aðstandendum inni- lega samúð. Blessuð sé minning hans. Skólasystkin ÍKÍ 1949-1950. Kveðja frá skólunum á Akranesi Hallur Gunnlaugsson íþrótta- kennari á Akranesi er látinn. Með honum er genginn sá starfsmaður sem lengstan starfsferil á í kennslu við skólana á Akranesi. Hallur kom ungur maður, rösk- lega tvítugur, til starfa við sund- kennslu í Bjarnalaug og vegna margháttaðra skipulagsbreytinga sem orðið hafa í skólamálum stað- arins hafa mál æxlast þannig að Hallur hefur starfað við báða grunnskólana og einnig við Gagn- fræðaskólann meðan hann var til. Hallur tók starf sitt mjög alvar- lega og varð brátt einn af máttar- stólpum Sundfélagsins og Iþrótta- bandalags Akraness, enda íþróttaunnandi af lífi og sál, en í sumarfríum sínum vann hann einnig við kennslu á sundnámskeið- um úti um allt land. Samviskusemi og nákvæmni eru þau orð sem best lýsa störfum Halls. Ef hann tók eitthvað að sér vissum við öll að það yrði vel og ná- kvæmlega framkvæmt. Sá sem þessar línur skrifar var nemandi Halls á unglingsárum og þótti stundum nóg um hversu Hallur út- listaði allar reglur nákvæmlega. Stundum braust því óþolinmæði og athafnaþörf fram í óþekkt meðan Hallur lagði línurnar. Eg nefndi þetta við Hall á liðnu vori en hann kannaðist ekki við þessa óþekkt mína. Ekki var honum þó neitt far- ið að fórlast minnið heldur lýsir þetta betur manninum en minninu. Viðhorf hans til nemenda var ekki þannig að hann vildi halda upp á það sem neikvætt gæti talist. Hallur Gunnlaugsson var dulur og hógvær maður og bar ekki líðan sína og tilfinningar á torg. Þegar heilsan fór að bila var auðfundið að hann vildi ekki ræða um þá stöðu. Þegar við spurðum um líðan hans svaraði hann: „Þetta kemur“ og síð- an var þessi málaflokkur ekki frek- ar á dagskrá. I starfsmannahópi brá hann á glens og var vinnufélög- um hjálpsamur og góður félagi. A liðnu vori lét Hallur af störfum og hafði þá að baki hálfan fimmta tug starfsára við sund- og íþrótta- kennslu og þeir eru ekki margir Skagamennirnir undir fimmtugu sem ekki hafa einhvern tíma verið í kennslustund hjá Halli. Við sem störfuðum með Halli í skólunum á Akranesi þökkum hon- um samfylgdina, langan starfsferil og vel unnin störf. Við þökkum hon- um einnig fyrir kurteisi, ljúf- mennsku og vinsemd í öllum sam- skiptum við okkur. Nærvera hans var góð. Við sendum börnum Halls og fjölskyldum þeirra og öðrum vandamönnum hugheilar samúðar- kveðjur. Með Halli er genginn mik- ill íþróttaunnandi, boðberi hollra lífshátta og drengur góður. Blessuð sé minning hans. Ingi Steinar Gunnlaugsson. Alltaf leggur bjarmann bjarta af brautryðjandans helgu glóð. (Davíð Stef.) Félagar í Sundfélagi Akraness kveðja í dag hinstu kveðju Hall Gunnlaugsson, kæran félaga sem um hálfrar aldar skeið helgaði fé- laginu sínu stóran hluta af tóm- stundum sínum. Sundfélag Akra- ness hefur átt því láni að fagna að eignast marga ötula og óeigin- gjarna forystumenn í gegnum árin og er nafn Halls samofið þeirri sögu. Hann var um margra áratuga skeið í fararbroddi fyrir sundið hér á Akranesi, boðinn og búinn til hvers konar verka og viðfangsefna. Hann skipaði sæti í stjóm félagsins um áratuga skeið, sem formaður og almennur stjórnarmaður og stóð að stofnun þess í janúar 1948. í ár á félagið 50 ára afmæli og finnst okk- ur sárt að geta ekki haft Hall með okkur þegar við fógnum þeim tíma- mótum. Hann mun þó vissulega vera með okkur og munum við minnast hans. Ahugi Halls á íþróttum var mikill og dofnaði síður en svo þegar árin færðust yfir. Hann spurðist sífellt fyrir um árangur og starf og fylgd- ist þannig með okkur úr hæfilegri fjarlægð. Einskær áhugi hans og einlægur vilji til að láta gott af sér leiða í þágu æsku og atgervis ein- kenndi starf Halls og þótt íþróttaá- huginn væri ávallt mikill var einnig lögð áhersla á hin mannlegu gildi og vináttu. Margar kynslóðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.