Morgunblaðið - 14.01.1998, Side 43

Morgunblaðið - 14.01.1998, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 4§ /Mériist nel ó, þesinor* kjöthleif Tit/CUÖ hefurðu L honum, ? & V1- / V^yvWvv/ Jö,5Ck/.ab } ral§' 'naufa. oa \ lcálfadrjol ) Svin.a.kjöi/6or\ j x rna tjjí' Ferdinand I SUPP05E VOU REALIZE THAT VOUR MAIN JOB HERE 15 BEIN6 A WATCHD06.. tUHAT l'M UI0NDERIN6 15, ARE YOU DOIN6 M0RE U)RITIN6 THAN U)ATCHIN6? © 1997 Umted Feature Syndicate, Inc. IF A BUR6LAR C0ME5 AR0UNP HAVE HIM 5TAND RI6HT HERE, ANP l'LL PROP A typewriter 0N HI5 HEAP,. W j mmaKKBk Ég geri ráð fyrir því að þér sé ljóst að aðalstarf þitt hér er að vera varðhundur ... Það sem ég er að velta fyrir mér er, hvort þú skrifir frekar en standa á verði? Ef innbrotsþjófur kemur, láttu hann standa einmitt hérna og þá skal ég láta ritvélina falla ofan á hausinn á honum ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Háir tollar á bókagjafir Frá Guðrúnu Stefánsdóttur: OPIÐ bréf til forsætis- og fjár- málaráðherra. Nýlega barst mér frá Noregi síðbúin fermingargjöf frá frænda mínum sem ekki átti heimangengt á fermingardaginn minn. Eins og mál atvikuðust gat hann ekki ver- ið hjá okkur um jólin. Því var ekki um annað að ræða en að senda pakkann í pósti. í pakkanum var mér til mikillar ánægju stór og mikill Atlas, sem mig hafði lengi langað í. Eg var ekki lengi að drífa mig niður á pósthús þegar tilkynningin barst um að ég ætti von á gjöf frá frænda mínum í Noregi. Eg var ekki lítið undrandi þegar pósthús- ið tjáði mér, að mér bæri að greiða 2.106 krónur í formi tollafgreiðslu- gjalda, virðisaukaskatts o.fl. af gjöfínni. Þetta olli mér miklum vandræð- um af því að nú varð ég að snúa mér að næsta banka og taka út hluta af fermingarpeningunum mínum, sem átti öllum að verða varið í greiðslu háskólagjalda þeg- ar þar að kæmi, til að leysa út gjöfina. Nú verð ég að viðurkenna að ég er enginn sérfræðingur í tollamál- um en ég verð þó að lýsa undrun minni á að til skuli vera reglur sem leggja jafnhá gjöld á einfalda bókargjöf eins og þessa ferming- argjöf mína. Mér finnst þetta sérstaklega skrýtið með tilliti til þess að ef frændi minn hefði komið í ferm- inguna eða um jólin eins og til stóð, og haft gjöfina í farangri sín- um hefði ekki þurft að borga þessi gjöld. Þetta skil ég ekki og vil ég því spyrja: Gera menn svona? GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR, nemi í Tjarnarskóla, Sólvallagötu 15, Reykjavík. Pólitík á villigötum Frá Ámunda Loftssyni: TILHUGALÍF A-flokkanna og Kvennalista er orðið að veruleika. Ef kosningabandalag þessara flokka verður að veruleika mun landsmálapólitíkin einungis hafa þessi þrjú spil á hendi. Þar með sýnist mér að búið sé að tryggja Halldóri Asgrímssyni forsætisráð- herrastól í næstu ríkisstjórn. Framsóknarflokknum yrði þar með komið í örugga oddaaðstöðu við ríkisstjórnarmyndun. Tæplega trúi ég að það vaki íyr- ir Alþýðuflokknum að tryggja Framsókn varanleg völd. Kannski að alþýðubandalagsmenn í kosn- ingabandalagi þessu verði alveg áfjáðir í stjórn með Sjálfstæðis- flokknum? Þetta er svo einfalt mál að sama er hvernig því er snúið. Halldór verður forsætisráðherra. Davíð Oddsson hikar ekki við að ryksuga og gljápússa forsætisráð- heri’astólinn fyrir Halldór As- gi’ímsson ef hann getur með því tryggt Sjálfstæðisflokknum aðild að ríkisstjórn. Þegar vinstri kosturinn er skoð- aður blasir niðurstaðan við. Hall- dór getur af stakri kurteisi neitað að vera með uppá aðrar spýtur. Þetta kemur sér óneitanlega vel fyrir stjórnmálaflokk sem á enga hugmyndafræði. Sem sagt, til hamingju Halldór. Víst er þó um þessar pælingar mínar að ég vona að ég hafi rangt fyrir mér. ÁMUNDI LOFTSSON, Oddeyrai-götu 23, Akureyri. Þrekþjálfun aldraðra hafði styrkur lær- og mjaðma- vöðva tvöfaldast hjá flestum. Eftir þessa þjálfun gat margt af þessu fólki gengið og sumt án þess að draga fæturna. Þetta fólk varð því verulega meira sjálfbjarga í dag- legum athöfnum og lifði betra lífi. Það er stöðugt að koma betur í ljós, að háum aldri þarf ekki endi- lega að fylgja lélegri heilsa. SVEINN INDRIÐASON, Árskógum 8, Reykjavík. Vinstelu prjóna- og heklndmskeiðin að hejjast hjd PRJÓNASKÓLA TINNU * Almennt prjón - kennt 5 kvöld, eitt kvöld í viku * Hekl - 3 kvöld, eitt kvöld í viku * Myndprjón - 1 kvöld. Skráningarsími 565 4610 GARNBUÐIN ÍINNA Hjallahrauni 4, 220 Hafnarfirði, sími 565 4610 Frá Sveini Indriðasyni: Á SÍÐASTLIÐNU ári var eitt tölublað Lesbókar New York Times næstum eingöngu helgað öldruðum Bandaríkjamönnum og kjörum þeirra. í einni þessara greina var sagt frá tilraun tú þol- þjálfunar eitthundrað veikburða vistmanna á hjúkrunarheimili í Boston. Meðalaldur var 87 ár og elsti 98 ára. Eftir tíu vikna þjálfun fóta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.