Morgunblaðið - 14.01.1998, Page 47

Morgunblaðið - 14.01.1998, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 47 FÓLK í FRÉTTUM Derri hætt EINHVER vinsælasta persóna þýskrar sjónvarpssögu er vafalít- ið iögregluforinginn Derrick, sem ásamt aðstoðarmanni sínum Harry Klein hefur leyst ótrúleg- ustu glæpamál. Fyrsti þátturinn sem ríkisstöðin ZDF framleiddi var sýndur árið 1974 og alls hafa þættirnir orðið 281 og þeir verið sýndir í 102 löndum. Nú verða aðdáendur lögregluforingjans þögla hins vegar að bíta í það súra epli að þættirnir verða ekki fleiri, þótt eflaust eigi Derrick eftir að verða vinsælt endursýn- ingarefni á næstu árum og ára- tugum. Framleiðslu þáttanna verður hætt á þessu ári og leysir Derrick síðustu morðgátu sína í septembermánuði. Níu milljónir Þjóðverja fylgjast spenntir með hverjum þætti en utan Þýskalands eru aðdáendur Derricks síst færri, því talið er að um 500 milljónir áhorfenda sjái hvern þátt. Það er leikarinn Horst Tapp- ert, sem nú er 74 ára, er leikið hefur Derrick frá upphafi. í við- tali við þýska tímaritið Focus segir Tappert að hann hafí þegar fyrir nokkrum árum velt því fyr- ir sér að leggja Derrick-hlut- verkið á hilluna. Persóna Derricks hafi ekki lengur fengið að njóta sín í þáttunum og hann hætt að hafa gaman af hlutverk- inu. Hann segist ekki hafa orðið ríkur á því að leika þetta vinsæla hlutverk þótt vissulega þurfi hann ekki að hafa áhyggjur af peningamálum framar. Hins veg- ar hafi stærstur hluti teknanna horfið í skatta. Tappert tæpir á ýmsu í viðtal- inu og segir m.a. að ástæða þess að Derrick hafi aldrei verið við konu kenndur megi rekja til þess hve stuttir þættirnir voru. Það hafi ekki gefist tími til að blanda kvennamálum inn í söguþráðinn. Hins vegar sé ljóst að margar konur hafi heillast af Derrick, þótt Tappert viðurkenni að hann sé sjálfur ekki mikið fyrir augað. ÞEIR voru ekki öfundsverðir sem lentu í klónum á Harry Klein og Derrick. Einnig er hann spurður að því hvaða glæp hann hefði helst vilj- að leysa sjálfur í raunveruleikan- um. Tappert segist gjarnan hafa viljað leysa mál er vörðuðu kyn- ferðisafbrot gegn börnum. Þá hefðu menn hins vegar varla þekkt Derrick gamla því að öll- um líkindum hefði hann þá barið ódæðismennina í klessu. „Það hefði enginn komist inn í réttar- sal án glóðarauga," segir Tapp- ert. I frístundum sínum dvelst Tappert gjarnan í Norður-Nor- egi og segir að eflaust muni Nor- egsferðunum fjölga á næstunni. Þar noti hann tímann til að Iesa bækur og dorga úti á sjó. Hann ætli hins vegar ekki að starfa aft- ur fyrir sjónvarp en hefur undir- ritað samning um leik í kvik- mynd. Tappert vill ekki fara mik- ið út í efnisatriði varðandi kvik- myndina enda hafi hann undirrit- að samning sem skuldbindi hann til að þegja um efni hennar. Hins vegar segir hann að myndin verði tekin upp í Tælandi og sé hann eini þýski leikarinn í alþjóð- legum hópi leikara. MYNDBOND Að elskast rétt Unaður (Bliss) D r a m a Framleiðandi: Allyn Stewart. Leik- stjóri: Lance Young. Handritshöfund- ar: Lance Young. Kvikmyndataka: Mike Molloy. Tónlist: Jan A. P. Kaczmarek. Aðalhlutverk: Craig Sheffer, Sheryl Lee, Terence Stamp, Casey Siemaszko, Spalding Gray. 103 mín. Bandaríkin. Skífan 1997. Út- gáfudagur: 29. desember. Myndin er bönnuð bömum innan 16 ára. JOSEPH og Maria hafa verið gift í 6 mánuði og komast þá að því að þau þekkja ekki hvort annað og bitnar það mest á kynlífi Bþeirra. Hjóna- komin leita bæði til kynlífsráð- gjafa, sem veitir þeim nýja sýn á unað kynlífs (jg ásta. Brátt virðist allt vera að kom- ast í lag en þá skyndilega rifjast upp fyrir Mariu margar óþægilegar minningar úr barnæsku sinni og virð- ist það ætla gera út af við hjónaband- ið. Þessi mynd byrjar eins og annars flokks kynlífsfræðslumyndband þar sem hjónin reyna fyrir sér í nýrri að- ferðafræði innan svefnherbergisins. Leikurinn í þessum fyrri hluta mynd- -arinnar er vélrænn og tilþrifalítiUr. Þegar líður á myndina verður hún at- hyglisverðari og persónumar öðlast meiri dýpt og leikur Sheffer og Lee byrjar að taka á sig mannlegri mynd. Þrátt fyrir að myndin skáni töluvert nær hún aldrei þeim áhrifum sem hún leitast eftir að ná fram hjá áhorf- endum og er þar um að kenna slöppu handriti og einnig hinum alvitra per- sónuleika kynlffsráðgjafans, Baltaz- ars, sem leikin er af Terence Stamp. Ef maður kemst í gegnum hinn kuldalega fyrri hluta Unaðar er hægt að fmna mátulega vel gerða ástar- mynd. Ottó Geir Borg HORST Tappert er Derrick holdi klæddur. PRJONANAMSKEIÐ Kennt er einu sinni í viku í 6 vikur. Kennslan miðast við kunnáttu hvers nemanda og nýtist því bæði byrjendum og fagfólki. 1. námskeið mánudagar 19. jan.-23. feb. 2. námskeið þriðjudagar 20. jan.-24. feb. 3. námskeið mánudagar 2. mars.-6. apr. 4. námskeið þriðjudagar 3. mars.-7. apr. 5. námskeið þriðjudagar 21. apr.-26. maí. ÚTSAUMSNÁMSKEIÐ Kennt er tvö kvöld. Miðvikudaga 4. og 11. febrúar. Kennsla á öllum námslceiðum fer fram í Storkinum frá kl. 19.30-22.30. Kennari á öllum námskeiðum er Sunneva Hafsteinsdóttir og hefur hún til aðstoðar leiðbeinanda frá Storkinum. INNRITUN ER HAFIN STORKURINN acumvieiis&in gaittuJenevun UTSALAN HEFST I DAG kl. 9:00 LAUGAVEGI 32 • SlMI 552 3636

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.