Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ATHYGLISVERÐASTAAUGLÝSING ÁRSINS 1997 ÁTT ÞÚ EINA GÓÐA EÐA FLEIRI? Félag íslensks markaösfólks, ÍMARK, í samráði viö Samband íslenskra auglýsinga- stofa, SÍA, efnir nú í tólfta sinn til samkeppni um athyglisverðustu auglýsingu ársins. Tilgangur samkeppninnar er aö vekja almenna athygli á vel gerðum auglýsingum og auglýsingaefni og veita aöstandendum þeirra verðskuldaða viöurkenningu. Verðlaun verða veitt fyrir bestu 5 auglýsinguna í eftirtöldum flokkum: * Kvikmyndaöar auglýsingar * Útvarpsauglýsingar * Dagblaðaauglýsingar * Tímaritaauglýsingar * Umhverfisgrafík * Vöru- og firmamerki * Auglýsingaherferðir * Markpóstur 1 'v * Kynningarefni annaö en markpóstur * Heimasíöur fyrirtækja Óvenjulegasta auglýsing ársins veröur sem fyrr valin úr öllu innsendu auglýsingaefni. Verðlaunin veröa afhent í Háskólabíói þann 20. febrúar næstkomandi og veröur þaö nánar auglýst síðar. Skilyröi fyrir þátttöku er aö auglýsingin sé gerö af íslenskum aöila og hafi birst fyrst á árinu 1997. Skilafrestur rennur út föstudaginn 20. janúar 1998 kl. 16.00. Auglýsingaefni skal skila ásamt útfylltum þátttökuseölum í þósthólf 7162, 127 Reykjavík. ítarlegri upplýsingar má fá hjá ÍMARK í síma/bréfsíma 568 9988 eöa 899 0689. Heimasíða www.imark.is Netfang imark@mmedia.is HVIARK MARÍA Óladóttir, Guðmundur Hallvarðsson, Júlíus Sveinsson, Ey- steinn Þórðarson og Lilja Haraldsdóttir voru að búa sig undir að fara á dansgólfið. Svo fór á endanum að Jesús og jólasveinninn féllust í faðma og fóru og keyptu sér appelsín, en í valnum lágu fjölmörg nærstödd börn FÓLK í FRÉTTU Goðga og groddaskapur BANDARÍSKAR teiknimyndir verða æ öfgakenndari og kímnin í þeim langsóttari. Einn vinsælasti þáttur Bandaríkjanna nú um stundir hefur og vakið mikið umtal og deilur. Sá heitir South Park og á sér rætur í einskonar jólakorti. Fyrir tveimur árum fól frammá- maður hjá Fox sjónvarpsstöðinni tveimur ungum kvikmyndagerðar- nronnum að gera fyrir sig stutt- mynd sem hann hugðist senda vin- um og ættingjum sem jólakveðju. Kvikmyndagerðarmennirnir, Trey Parker og Matt Stone, höfðu lengi reynt að hasla sér völl í Hollywood og tóku verkefninu fegins hendi. Þeir settu saman þátt um fjögur ungmenni í úthverfi sem kallast South Park sem verða vitni að því þegar Jesús og jólasveinninn lenda í áflogum um tilgang jólanna. Myndin var gerð með viðvanings- lega gerðum pappamyndum og orðfærið ruddalegt og gróft. Svo fór á endanum að Jesús og jóla- sveinninn féllust í faðma og fóru cjf keyptu sér appelsín, en í valn- um lágu fjölmörg nærstödd börn, þar á meðal eitt ungmennanna fjögurra, Kenny. Svo mikillar hylli naut jólakveðjan að hana má finna víða á netinu þótt hún sé rúm 50 MB að stærð, ýmist sem soxmas.mpg eða soxmas.mov. Myndin þótti framúrskarandi skemmtileg í goðgá sinni og groddaskap og naut slíkrar hylli að þeim félögum var þegar boðið að gera sjónvarpsþátt sem byggðist á South Park-genginu og ævintýr- um þess. Aðalpersónumar eru þeir Kenny McKormik, sem er fá- tækur og heimskur og drepst í hverjum þætti, Stan Marsh, leið- toginn sem er alltaf að æla, og Kyle Broslofski, gyðingur sem hefur meðal annars gaman af að nota litla bróður sinn sem fótbolta, Skagfirsk sveifla ►HINIR landskunnu skagfirsku Álftagerðisbræður héldu söng- skemmtun á Hótel íslandi á laugardagskvöldið. Mikil aðsókn var að skemmtun bræðranna eins og venja er en með þeim í för var annar Skagfírðingur, Geirmundur Valtýsson, sem kláraði kvöldið með skagfirskri sveiflu eins og hún gerist best. Það voru því norðanvindar sem blésu um dansgólfið á Hótel ís- landi þetta kvöld og ekki annað að sjá en allir væru með á nót- unum. ÞÓRHALLUR Birgisson, Einar Guðmundsson og Ingibjörg Baldursdóttir voru að kasta mæðinni en gáfu sér tíma til að brosa fyrir ljósmyndarann. Boðið að gera sjónvarpsþátt Þátturinn hóf göngu sína síðasta haust og hefur notið fádæma hylli þótt margir hafi orðið til þess að skammast yfir sóðaorðbragði, súr- realísku ofbeldi og sérkennilegu inntaki sem birst hefur í skóla- stjóra með kvalalosta, samkyn- hneigðum hundi og syngjandi kúk svo fátt eitt sé talið. Fyrsta kvik- mynd þeirra félaga er svo væntan- leg, kallast Orgazmo og segir frá mormóna sem fær vinnu við klám- myndagerð í Los Angeles. og Eric Cartman, sem er hlussufeitur og afskaplega orðljót- ur, en einnig er fjöldi fastagesta og til að mynda leikur Isaac Hayes matsvein skólaeldhússins sem kemur oft við sögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.