Morgunblaðið - 14.01.1998, Side 56
BS
minni eyðsla - hreinni útblástnr
meiri spamaður
6611
Hringdu núna
og
fáðu þér miða! HÁSKÓLA^SLAND
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
MIÐYIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Samkeppnisráð bannar skilmála greiðslukortafyrirtækja
Kostur á misjöfnu verði
eftir greiðslumiðlum
Islandsflug
sinnir inn-
anlandsflugi
íBretlandi
ÍSLANDSFLUG hefur hafið áætl-
unarflug milli Humberside í
Englandi og Aberdeen í Skotlandi.
Er þetta í fyrsta sinn sem íslenskt
flugfélag tekur að sér innanlands-
flug erlendis. Farþegaflug þetta
hófst 1. desember síðastliðinn og
hefur farið vel af stað, að sögn
Gunnars Þorvaldssonar, stjómar-
formanns íslandsflugs.
Gunnar segir þetta flug lið í
þeirri stefnu Islandsflugs að auka
erlenda starfsemi félagsins, en hún
nemm- nú rúmum helmingi af um-
svifum þess.
^ ■ íslandsflug/20
SAMKEPPNISRÁÐ hefur bannað
skilmála greiðslukortafyrirtækja í
samningum við verzlanir og þjón-
ustufyrirtæki, sem kveða á um að
seljanda vöru sé skylt að veita kort-
höfum sömu viðskiptakjör, verð og
þjónustu og þeim, sem greiða með
reiðufé, og að seljanda sé óheimilt
að hækka verð á vöru eða þjónustu
sé korti framvísað við kaupin.
Samkeppnisráð telur að skilmál-
amir taki eingöngu mið af hags-
munum kortafyrirtækjanna en tak-
marki viðskiptafrelsi kaupmanna og
þjónustufyrirtækja og hefti því
samkeppni. Ráðið telur að afnám
skilmálanna geti leitt til lækkunar
þjónustugjalda, en slík þróun hafi
átt sér stað erlendis.
Lægra verð fyrir þá
sem borga með reiðufé
Stefán Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Félags íslenzkra
stórkaupmanna, segir að úrskurður
samkeppnisráðs þýði að kaupmenn
hafi aukið frelsi til að ákvarða verð
á vörum sínum. Þeir geti nú miðað
almennt verð við staðgreiðslu en
ákveðið álag á það verð, sé greitt
með korti, til að mæta þeim kostn-
aði sem til fellur við notkun
greiðslukorta. „Þetta getur jafnvel
þýtt að þetta álag verði misjafnt
eftir því hvort viðskiptavinurinn
greiðir með Visa eða Euro,“ segir
Stefán.
Hann segir að íyrir neytendur
þýði þessi úrskurður að fólk, sem til
þessa hafi kosið að greiða með
reiðufé, losni nú við að greiða kostn-
aðinn af kortanotkun þeirra, sem
eingöngu noti greiðslukort.
■ Skilmálar takmarka/12
Sandmökkur
í sex daga
á Rangár-
völlum
SAND- og moldarmökkurinn, sem
legið hefur yfir meginhluta Rang-
árvallasýslu frá miðvikudegi, virð-
ist nú horfinn og sex daga bylur-
inn vera á enda.
Sandfokið náði hámarki á
sunnudagskvöld og mánudag og
var skyggni þá svo slæmt að erfitt
var að rata sums staðar í sýslunni.
Kristinn Guðnason, bóndi á
Skarði, kannaði ummerki á rofa-
^Uiörðunum á Skarðsmelum í gær.
"víðast hvar hafði gróðurinn haldið
velli, en Sveinn Runólfsson land-
græðslusljóri segir að töluverðar
skemmdir hafi orðið á landi sem
var að gróa upp. Hann spáir því
samt að innan fimm ára muni auk-
in uppgræðsla iands koma í veg
fyrir fok sem þetta í Landsveit.
Landeyðingaröflin/6
Morgunblaðið/RAX
Stjórnsýsla fjármálaráðuneytisins í máli lífeyrissjóðs harðlega gagnrýnd
Virtu álit umboðsmanns
Alþingis að vettugi
Fjármálaráðherra segist taka gagnrýni
umboðsmanns mjög alvarlega
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ virti
álit umboðsmanns Alþingis að vettugi
í máli er varðaði erindi lífeyrissjóðs
um staðfestingu á breyttri reglugerð
sjóðsins. Það synjaði um staðfestingu
reglugerðarinnar þrátt fyi-ir fyrir-
liggjandi álit umboðsmanns um að
synjun væri ólögmæt og lét hjá líða
að svara erindi umboðsmanns þess
vegna í rúma 14 mánuði, þótt það
væri margítrekað og tilmæli um það
sett fram á fundi með ráðuneytis-
stjóra fjármálaráðuneytisins.
Auk þess gaf ráðuneytið engar
skýringar á drættinum á svarinu þótt
eftir þeim væri leitað og loks þegar
svör bárust voru þau ófullnægjandi.
Umboðsmaður segir að fjármálaráðu-
neytið skeri sig að þessu leyti veru-
lega úr miðað við önnur stjórnvöld og
hefur af þeim sökum ákveðið að gera
forsætisráðherra og forseta Alþingis
grein fyrir málinu. Það er mjög fátitt
skv. upplýsingum Morgunblaðsins.
Ennfremur segir í niðurlagsorðum
álits umboðsmanns í málinu nr.
1754/1996, sem afgreitt var 8. janúar
siðastliðinn, að sú ákvörðun fjármála-
ráðuneytisins að afgreiða ekld lífeyr-
issjóðinn með staðfestingu á reglu-
gerð fyrir hann með formlegum hætti
á grundvelli gildandi laga hafi verið
ólögmæt. Síðan segir: „Með viðbrögð-
um sínum við áliti mínu frá 6. október
1995 í máli A og erindum mínum í til-
efni af kvörtun sjóðsins í kjölfar álits-
ins og með afstöðu sinni hefur fjár-
málaráðuneytið að mínum dómi, gert
hvort tveggja í senn, aukið rangindi
þau, sem það hafði áður beitt A og
lagt stein í götu starfs umboðsmanns
Alþingis."
Fátækleg lagafyrirmæli
Þá telur umboðsmaður tilefni til að
minna á að óréttmæt synjun um af-
greiðslu mála geti leitt til bótaskyldu
hins opinbera.
Friðrik Sophusson, fjármálaráð-
herra, sagðist taka þessa gagnrýni á
ráðuneytið mjög alvarlega. „Ég er
sammála umboðsmanni Alþingis að
stjórnvöld eiga að sjálfsögðu að
byggja ákvarðanir sínar á gildandi
rétti, en ekki á lagafrumvörpum eða
hugmyndum um það sem sett kunni
að verða í lög. Eina afsökun ráðu-
neytisins í þessu máli er sú að það var
svo mikil óvissa í þessum málum,
lagafyrirmælin fátældeg og augljóst
að það þurfti að gera breytingar,"
sagði Friðrik meðal annars.
■ Svöruðu ekki/28
Aftur-
kalla
beiðni um
rannsókn
EKKI fer fram opinber rann-
sókn á meintum brotum á lög-
um um lögheimili og kosning-
ar vegna gruns um mála-
myndatilflutninga á lögheimili
í Skorradal fyrir 1. desember
síðastliðinn. Meirihluti hrepps-
nefndarinnar sem óskað hafði
eftir þessari rannsókn hefur
boðað afurköllun kærunnar.
Vegna deilna í Skorradal
um lögmæti lögheimilisflutn-
inga í og úr sveitinni og áhrifa
þeirra á sameiningu við önnur
sveitarfélög óskaði meirihluti
hreppsnefndar, þrír fulltrúar
af fimm, eftir því við sýslu-
manninn í Borgamesi að fram
færi opinber rannsókn á
meintum brotum á lögum um
lögheimili, lögum um tilkynn-
ingu aðsetursskipta og kosn-
ingalögum.
Einstakir hrepps-
nefndarmenn hyggjast gera
athugasemdir
Sýslumaður lýsti því yfir í
bréfi til hreppsnefndarinnar
6. janúar sl., þegar hann vís-
aði deilu um kjörskrá aftur til
hreppsnefndarinnar, að hann
myndi á næstu dögum taka
afstöðu til beiðninnar. I fram-
haldi af því samþykkti
hreppsnefndin kjörskrána en
einstakir hreppsnefndarmenn
hafa lýst því yfir að þeir muni
gera athugasemdir við íbúa-
skrá þegar hún berst hrepps-
nefnd.
Stefán Skarphéðinsson
sýslumaður segir að ekki
verði tekin afstaða til beiðn-
innar um opinbera rannsókn
þar sem meirihlutafulltrúam-
ir hafi boðað afturköllun
hennar. Ekki sé þó útilokað
að síðar komi til þessarar
rannsóknar, eftir að hrepps-
neftidin hafi unnið sína vinnu
við að fara yfir íbúaskrána.
■ Kosið um sameiningu/18