Morgunblaðið - 17.01.1998, Síða 4

Morgunblaðið - 17.01.1998, Síða 4
' 4 LAUGARDAGUR 17. JÁNÚÁR 1998_____________________ FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ Forsvarsmenn Norðuráls ánægðir með kjarasamning Umhugað að halda frið næstu árin STJÓRNENDUR Norðuráls hf. eru ánægðir með nýgerðan kjara- samning fyrirtækisins við sex stéttarfélög en samningurinn gildir til loka ársins 2004. Tekur hann til framleiðslu-, viðhalds-, skrifstofu- og annarra þjónustustarfa í ál- bræðslu félagsins. Alls verða ráðn- ir 120-130 starfsmenn til fyrir- tækisins og þar af munu 60-70 starfsmenn vinna á framleiðslu- sviði álbræðslunnar. Þórður S. Óskarsson, starfs- mannastjóri Norðuráls, segir sam- komulagið gert í góðri sátt við verkalýðsfélögin. „Við töldum ástæðu og lag að taka nokkuð öðruvísi á málum og samningsaðil- ar okkar voru tilbúnir að skoða nýja fleti. Okkm- var umhugað um að halda frið og geta unnið að þess- um málum í nokkur næstu ár, án þess að eiga á hættu að komi til einhvers konar stöðvunar,“ segir Þórður. í samningnum er að sögn Þórðar lögð áhersla á að starfsmenn eigi möguleika á að bæta við kjör sín með því að auka við hæfni sína. Kemur þetta að nokkru leyti í stað hefðbundinna starfsaldursákvæða sem fela í sér að starfsmenn geti áunnið sér talsverðar kjarabætur með því einu að vera lengi í sama starfmu. Hlutdeild í ábata og aukin framleiðni Þórður segir einnig að komið verði á öflugu starfsþjálfunarkerfí í fyrirtækinu, sem geri starfsmönn- um kleift að auka hæfni sína og taka að sér fjölbreyttari störf. Þórður segir það ásetning stjóm- enda Norðuráls að koma á svokall- aðri liðsvinnu þegar verksmiðjan tekur til starfa. „Við höfum kynnt okkur það mjög vel erlendis og sjá- um að þeir sem hafa náð lengst, hafa komið á fót svona kerfum,“ segir hann. Á þetta fyrirkomulag m.a. að leiða til þess að starfsmenn geti aukið laun sín með hlutdeild í auknum árangri fyrirtækisms sam- hliða aukinni framleiðni í fyrirtækinu. Vandi í stóriðjufyrirtækjum vegna hærri starfsaldurs Samið var um viðbótar lífeyris- framlög í séreignasjóði starfs- manna og er við það miðað að starfsmenn láti af störfum í lok þess árs sem þeir verða 62 ára. Framkvæmdastjóri VSI gagnrýndi þetta í Morgunblaðinu í gær. Að- spurður um þetta segir Þórður: „Ónnur fyrirtæki í stóriðju virðast hafa lent í ákveðnum vanda vegna hærri starfsaldurs, sem hefur hugsanlega dregið úr möguleikum og sveigjanleika innan fyrirtækja til breytinga. Það sem við erum með í huga er að reyna að veita starfsmönnum möguleika á að taka sér eitthvað annað fyrir hendur þegar líður á árin. Ein leið er að búa til fyrirkomulag af þessu tagi þar sem þeir greiða hluta í sér- eignasjóð á móti okkur og skapa sér þannig ákveðinn lífeyri við starfslok,“ segir hann. s Olympíu- liðið í fatnaði frá 66°N ÍSLENSKU ólympíufararnir, sem fara á Vetrarleikana í Nagano í Japan, verða í fatnaði frá Sjóklæðagerðinni 66°N. Fatnaðurinn var kynntur á blaðamannafundi hjá íþrótta- og ólympíusambandi Islands í gær. Átta íslenskir skíðamenn verða sendir á leikana. Kristíh Halldórsdóttir hannaði fatnaðinn, sem er úr hágæðaefnum frá Malden Mills í Bandaríkjunum sem þróaði flísefni fyrst fyrirtækja. Efnið er nijög hlýtt og hrindir frá sér vatni, vindhelt ásamt því að hafa góða útöndun. Fötin eru með selskinnskraga frá Eggerti feldskera. Litirnir í fatnaðinum eru valdir með skírskotun í fslenska náttúru og íslenska fánann. Rauði liturinn er eldurinn, blái er hafið og blámi Qallanna og endurskinið er jöklarnir - gráhvítir í eðli sínu og stirnir á í birtunni. ■ Átta keppendur...B/l Morgunblaðið/Ásdís FATNAÐUR ólymp/uliðs íslands i Nagano. Það eru Steinn Sigurðsson og Bima Hauksdóttir sem sýndu fatnaðinn á blaðamannafundi. Morgunblaðið/Ásdís Breski veðurfræðingurinn John Gray hefur m.a. unnið í Óman, í Þýskalandi og í Suður-Atlantshafi. Nú er hann við störf á Veðurstofu íslands og spáir í veðrið á fslenska flugsljórnarsvæðinu. Breti spáir í veðrið yfir Islandi BRESKUR veðurfræðingur, John Gray, er tekinn til starfa á Veður- stofu ísiands og sinnir þar veður- þjónustu fyrir flug. Ekki em til nægilega margir íslenskir veður- fræðingar til að manna Veðurstof- una og þrátt fyrir að John Gray sé nú kominn til starfa segir Magnús Jónsson veðurstofustjóri að hann mundi ráða þrjá íslenskumælandi veðurfræðinga til starfa á morgun ef menn með þá menntun væm á lausu á vinnumarkaðnum. John Gray er rúmlega fimmtugur og þegar hann réð sig tii Veður- stofu Islands var hann búinn að vera á eftirlaunum í tvö ár eftir um það bil 30 ára farsælan og fjöl- breyttan starfsferil sem veðurfræð- ingur í þágu breska flughersins og vamarmálaráðuneytisins. „Þegar ég fór á eftirlaun var ég við störf á Ascencion-eyju í Suður-Atlantshafi og þar áður hafði ég starfað m.a. í Oman í Mið-Austurlöndum, í Þýska- landi og þrívegis á eyjum í Suður- Atlantshafi," sagði John í samtali við Morgunblaðið. Hvað varð til þess að hann réð sig til starfa hjá Veðurstofu ís- lands? „Ég frétti að veðurstofu- stjórinn væri búinn að vera að spyrja kollega sína hvort þeir vissu um veðurfræðing á lausu svo ég skrifaði hingað og fékk svar og þegar ég bauðst til þess að fara í viðtal í sendiráð íslands i London var ég beðinn að mæta bara til starfa,“ segir John. „Um svipað leyti bauðst mér skammtímaverk- efni á vegum veðurstofunnar í Bretlandi en ég ákvað að koma heldur hingað og prófa eitthvað nýtt.“ Einlægni, glaðværð og góðvild Hann hefúr verið við störf hér- lendis í nokkrar vikur og þegar hann er spurður hveraig honum líki dvölin segir hann að flest hafi verið framar vonum. „Þetta er svo sannarlega betra en að vera á eftir- launum. Það hefur flest verið miklu betra en ég gerði mér vonir um og mér finnst mikið til um hvað mér hefur mætt mikil einlægni, glað- værð og góðvild og þetta er ekkert bull, því ég meina þetta svo sannar- lega. Ég hef ekki undan neinu að kvarta hér nema því hvað bjórinn er ofboðslega dýr. Þú mátt skila því til forsætisráðherrans.“ John segir grundvallaratriðin i veðurfræði hin sömu hvar sem er í heiminum en vissulega geti kunn- átta í tungumáli og þekking á stað- háttum verið mikilvæg í starfi veð- urfræðinga. Slíkt komi þó ekki að sök varðandi flugþjónustuna en það er einmitt sá þáttur sem hann sinn- ir á Veðurstofu íslands. Eins og kunnugt er fara samskipti í flugi að mestu fram á ensku. Veðurstofusljóri var norskur Aðspurður sagði Magnús Jónsson veðurstofustjóri að John Gray væri alls ekki fyrsti erlendi veðurfræð- ingurinn sem réðist til Veðurstofu íslands. T.d. var Theresa Guð- mundsson, sem var veðurstofustjóri frá 1946-1963, norsk en gift ís- lenskum manni. Einnig störfuðu franskir menn hér um tíma í fyrra við mat tengt snjóflóðum. Hins vegar segir Magnús að um nokkurt skeið hafi skort veður- fræðinga til að sinna spáþjónustu veðurstofunnar. Undanfarin ár hef- ur stór hópur veðurfræðinga, sem vom menntaðir á sjötta áratugnum til að sinna alþjóðaveðurþjónust- unni hér á landi, farið á eftirlaun. Störf fyrir veðurfræðinga við veð- urspár em álíka mörg og var við upphaf starfsferils þeirra manna og nýliðun í faginu hefur ekki verið næg til að sinna þeirri endurnýjun- arþörf sem menn standa nú frammi fyrir. Því hefur þurft að leita úr landi að mannskap til að manna Veðurstofuna hæfu starfsfólki. Magnús sagði að ef völ væri á þrem- ur veðurfræðingum sem töluðu ís- lensku gæti hann fundið þeim verk- efhi á Veðurstofunni strax i dag. Það væm verkefni sem hann telur að myndu standa undir sér fjár- hagslega og jafnframt sinna eftir- spum ýmissa aðiia, t.d. fjölmiðla og ferðalanga á sjó og landi fyrir betri þjónustu en hægt er að veita í dag. Handbók, fræðirit og fyrr og ....aðgengileg sem handbók og uppflettirít en það rýrir ekki gildi hennar sem fræðirits. Bókin er í senn fræðandi og bráðskemmtileg lesning." Morgunblaðið Arekstrarvari í all- ar Flugleiðaþotur FLUGLEIÐIR hafa lokið við að setja árekstrarvara í allar flugvélar sínar í samræmi við ákvörðun sem Sigurður Helgason, forstjóri fé- lagsins, tók í desember 1996. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu sem Flugleiðir sendu frá sér í gær. Þar segir einnig að ný- skipað Flugvemdar- og flugörygg- isráð félagsins hafi eindregið mælt með þessari aðgerð og að ísetning árekstrarvaranna hafí staðið yfír á liðnu ári. Fyrir árslok 1996 var slíkur bún- aður í öllnm Rneinp' 767-200 hot.nm Flugleiða og einni B737-400 þotu en krafa um árekstrarvara gildir fyrir flug í bandarísku loftrými. Búist er við að hliðstæð krafa verði gerð fyrir loftrými Evrópuríkja frá 1. janúar árið 2000. Auk Flugleiða hafa tvö evrópsk flugfélög, British Airways og Lufthansa, ákveðið að setja árekstrarvara í sinn flota. Kaup og ísetning árekstrarvara kostar um 10 milljónir króna fyrir hverja flugvél. Árekstrarvarinn fylgist innan tiltekinnar fjarlægðar með flugi annarra flugvéla sem húnar era radarsvara op veit.ir flup>- mönnum viðvaranir og leiðbeining- ar um hækkun eða lækkun flugs til að forðast árekstur ef þörf krefur. í fréttum nýlega kom fram að galli hefði komið fram í stéli Boeing 737 þotna. Einar Sigurðs- son, aðstoðarmaður forstjóra Flug- leiða, sagði aðspurður í samtali við Morgunblaðið að þennan galla hefði einugis verið að fínna í 211 þotum, sem framleiddar voru eftir árið 1995. 737 þotur Flugleiða séu nokkuð eldri og hafi viðvömn vegna gallans ekki átt við um flota félac'sins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.