Morgunblaðið - 17.01.1998, Page 8

Morgunblaðið - 17.01.1998, Page 8
8 ‘LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÉG skal hafa það, láttu mig bara vita þegar síðasti Iorturinn kemur Árni minn . . . Mikið um kvefpestir en ekki flensufaraldur ÞÓTT flensufaraldur hafí enn ekki komið til landsins hefur mikið verið um veikindi að undanfórnu. Lúðvík Ólafsson, héraðslæknir í Reykja- vík, segir að töluvert hafi verið um kvefpestir sem lýsi sér þannig að fólk verði ekki mikið veikt en sé þó lengi að ná sér. Einnig hafí verið heilmikið um streptókokkaháls- bólgu frá því í desember. Lúðvík segir að enn hafí ekki fundist nein merki um að innflú- ensufaraldur sé kominn til lands- ins. Innflúensuveirur hafí ræktast úr einu eða tveimur smábörnum en þar sé að öllum líkindum um gamla stofna að ræða sem séu að deyja út. Nýju stofnarnir, sem hafí mestu landsins né til nágrannalandanna. Vikulega komi skýrslur frá Al- þjóðaheilbrigðismálastofnuninni og þar komi m.a. fram að í nágranna- Of seint að láta bólusetja sig gegn flensu löndunum hafí enn ekki komið upp faraldur þótt ein og ein veira hafí ræktast hér og þar. Lúðvík telur hins vegar ólíklegt að landsmenn sleppi algerlega við flensu í ár. Faraldrar hafi komið upp árlega mörg undanfarin ár þótt þeir hafí verið mjög misstórir og -skæðir. Miklar Qarvistir í skólum Mikið hefur verið um að fólk leiti til heilsugæslustöðvarinnar í efra Breiðholti vegna veikinda að und- anförnu og á heilsugæslustöðinni í Grafarvogi fengust þær upplýsing- ar að einhver pest með vírussýk- ingareinkennum væri greinilega að hellast yfir landsmenn. Allt að 20% afföll hefðu verið í sumum 9. bekkj- um í skólaskoðunum á miðvikudag. Einnig hefði streptakokkaháls- bólga verið algeng að undanförnu sem væri óvenjulegt á þessum árs- tíma. Atli Amason, yfírlæknir á Heilsugæslustöðinni í Grafarvogi, segir að svo virðist sem þeir vírus- ar sem séu í gangi leggist aðallega á börn og því sé e.t.v. um stofna að ræða sem fullorðnir séu að ein- hverju leytí orðnir ónæmir fyrir. Of seint sé að láta bólusetja sig gegn flensu og einungis hægt að ráðleggja fólki að fara vel með sig og láta skoða sig og böm sín telji það þörf á því. Afnám skilmála kortafyrirtækja Kaupmönnum heim- ilt að hækka verð Sjö sóttu um embætti ríkislög- reglustjóra SJÖ sóttu um embætti rfkis- lögreglustjóra, en umsóknar- frestur um embættið rann út 15. þessa mánaðar. Umsækjendur um embættið em Amar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskóla rík- isins, Georg Kr. Lámsson, sýslumaður, Haraldur Johann- essen, varalögreglustjóri, Hjördís Björk Hákonardóttir, héraðsdómari, Stefán Hirst, skrifstofustjóri Lögreglu- stjóraembættisins í Reykjavík, Valtýr Sigurðsson, héraðsdóm- ari, og Þórir Oddsson vararík- islögreglustjóri. KAUPMENN em famir að hækka vömverð til þeirra sem greiða með greiðslukortum vegna ákvörðunar samkeppnisráðs um að banna skilmála greiðslukortafyrir- tækja í samningum við verslanir og þjónustufyrirtæki. Er kaup- mönnunum þetta heimilt, en yfír- lýsing Visa um að áfrýjun úrskurð- arins fresti gildistöku á ekki við rök að styðjast. Samkvæmt upplýsingum frá Samkeppnisstofnun er ákvörðun samkeppnisráðs þegar í fullu gildi og áfrýjun ákvörðunar samkeppn- isráðs um viðskiptahætti í greiðslukortastarfsemi til áfrýjun- amefndar samkeppnismála frestar ekki gildistöku hennar. Þeim kaupmönnum sem þess óska sé því heimilt að hækka verð til þeirra sem greiða með greiðslukortum. Þeir kaupmenn sem vilji hækka verð til korthafa verði hins vegar að láta það koma skýrt fram að verð sé hærra ef greitt er með greiðslukorti. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum verslunarinnar er al- mennt verð í verslunum nú stað- greiðsluverð miðað við greiðslu með reiðufé, og er kostnaður sem fellur til við notkun greiðslukorta skuldfærður sérstaklega. Fyrirlestur um ofnæmi og astma Ofnæmi og astmi í vexti á Vesturlöndum UNNUR Steina Björnsdóttir lækn- ir flytur í dag klukkan 14 fyrirlestur á vegum H ollvinasamtaka Háskóla Islands um vax- andi tíðni ofnæmis og astma á Vesturlöndum. Fyrirlesturinn verður fluttur í Háskólabíói og er öllum opinn. - Hvað er ofnæmi? „Ofnæmi er viðbrögð ónæmiskerfis líkamans við utanaðkomandi ofnæmis- vaka. Ofnæmisvaki er síð- an skilgreindur sem tiltek- ið eggjahvítusamband sem líkaminn bregst við á óæskilegan hátt með of- næmisviðbrögðum, til dæmis frá nefi með hnerra, stíflum eða rennsli, frá lungum með astma eða með exemi í húð, til dæmis olnboga eða hnésbótum.“ - Fer ofnæmi vaxandi? ,A síðustu árum hefur komið í ljós aukin tíðni ofnæmis og astma í hinum vestræna heimi. Fleiri og fleiri rannsóknir eru að birtast sem styðja þetta, til dæmis ein í þessari viku í The British Med- ical Journal sem sýnir fram á 70% aukningu á astma hjá 12-16 ára börnum í Bretlandi á tólf ára tímabili. Einnig hefur sýnt sig að astmi jókst í Bandaríkjunum um 60% á tíu ára tímabili, frá 1980- 1990, aðallega í stórborgum og fyrst og fremst hjá svörtum. Beint samband fannst hjá þeim sem dóu úr astma við kakka- lakkaofnæmisvaka í híbýlum þeirra. Innlagnir vegna astma hafa einnig tvöfaldast í Bandaríkjun- um, úr 112 á hverja hundrað þús- und íbúa í 279, sem er mjög mik- ið. Þessi aukning virðist hins veg- ar vera að hægja á sér, til dæmis í Ástralíu þar sem hennar varð fyrst vart og hún varð mest. Hið sama gæti gerst annars staðar." - Hver er ástæðan fyrir þess- um sveiflum? „Það er nú það. Nú er búið að skipa stóra vinnuhópa úti um all- an heim til þess að sporna við þessari þróun og skilgreina áhættuþætti. Hugsanlegt er að eitthvað af þeirri vinnu sé að bera árangur. Sambærileg aukn- ing hefur ekki átt sér stað á ís- landi því tíðni ofnæmis hér er sambærileg við þá sem er í þró- unarríkjunum og gömlu komm- únistaríkjunum. I haust fer af stað á vegum Vífils- staðaspítala Evrópu- rannsókn, samskonar og gerð var fyrir tíu árum. Sömu einstak- lingar verða kallaðir inn til samanburðar og ef aukning hefur átt sér stað á Islandi verður reynt að spoma við því.“ - Hver er munurinn á þróun ofnæmis í Austur-Evrópu og annars staðar? „í fyrirlestrinum mun ég fjalla um ofnæmi í vestrænum ríkjum með samanburði á samskonar genastofni á mismunandi land- svæðum, til dæmis Austur- og Vestur-Þýskalandi. Þegar Berlín- armúrinn hrundi átti fólk von á að tíðni ofnæmis yrði hærri í kommúnistaríkjunum vegna þess að íbúar reyktu meira og bjuggu við meiri mengun. Hið gagn- stæða kom hins vegar í ljós því ofnæmi er til dæmis tvisvar til þrisvar sinnum algengara í vest- urhluta Þýskalands og Svíþjóð." ir fæddist í New York anð 1959. Hún var alin upp í Vín- arborg til 15 ára aldurs þegar hún kom heim. Unnur lauk stúdentsprófí frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1978 og embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla íslands árið 1984. Að því búnu starfaði hún sem unglæknir í þrjú ár en hélt síðan til framhaldsnáms í Bandaríkjunum þar sem hún var í tæp sex ár, fyrst í lyf- lækningum og síðar í ofnæm- islækningum og kliniskri ónæmisfræði. Unnur Steina kom heim til íslands aftur ár- ið 1993 og hefur starfað á Víf- ilsstöðum við göngudeild í of- næmis- og lungnasjúkdómum og á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, auk þess að starfrækja eigin stofú. Hún er gift Kristni H. Skarphéðins- syni dýravistfræðingi og eiga þau tvö börn. - Hvaða ályktanir má draga af þessu? „Þær eru margar. Gæludýra- hald var til dæmis miklu algeng- ara vestanmegin og þar voru frek- ar teppi á gólfum. Ef mataræði er skoðað var minna borðað af fersk- um ávöxtum austanmegin, þeir voru ekki úðaðir, og algengara að fólk léti sér til munns heimagerð- an mat. Sennilega var lýsi líka meira notað í leikskólum austan- megin, eins og gert var hér. Kannski hefur þetta eitthvað að segja og að þessu leyti eigum við margt sameiginlegt með þessum löndum. Hitakostnaður var enginn því ríkið borg- aði kostnaðinn svo fólk kynti vel, var ekki með teppi og hafði opna glugga. Rykmaurinn lifir ekki í heitu og þurru lofti og því tiltölulega lítið magn af ryk- maurum og þar með rykmauraof- næmi hér á Islandi." - Margir foreldrar eru á móti gæludýrum vegna ofnæmis en reykja síðan nálægt börnum sín- um. Hvaða áhrifhefur það? „Ég kem einmitt inn á það í fyrirlestrinum að börn kvenna sem reykja á meðgöngu mælast með meira magn ofnæmismótefn- is, IgE, í naflastrengsblóði. Börn- in fæðast líka minni og í ljós kem- ur að ef foreldrarnir halda áfram að reykja innan um bömin eru þau líklegri til þess að fá ofnæmi og astma síðar á lífsleiðinni og endurteknar sýkingar í efri loft- vegi, sem ýtir enn frekar undir það.“ Unnur Steina Björnsdóttir ► UNNUR Steina Björnsdótt- Börn kvenna sem reykja með meira ofnæmis- mótefni í blóði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.