Morgunblaðið - 17.01.1998, Side 12

Morgunblaðið - 17.01.1998, Side 12
12 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Davíð Oddsson segir undirbúning: hafinn að skipan umboðsmanns skattgreiðenda Morgunblaðið/Ásdís FJÖLMENNT var á fundi, sem haldinn var um skattamál á Hótel Loftleiðum undir yfírskriftínni „Gjaldið keisaranum það, sem keisarans er í gær. Hörð gagnrýni á fundi um skattamál HÖRÐ gagnrýni á yfirskatta- nefnd og Hæstarétt íslands kom fram á ráðstefnu um skattamál, sem haldin var á vegum Félags löggiltra endurskoðenda og Lögfræðingafélags Islands á Hótel Loftleiðum í gær. Var því haldið fram að yfírskattanefnd gerði skatt- yfirvöldum mun hærra undir höfði en skattborgurum og Hæstiréttur hefði sýnt að eftir því sem hærri fjárhæðir væru í húfí yrði hann hlið- hollari skattheimtumanninum. Skattamál hafa verið til umræðu frá því að Davíð Oddsson forsætis- ráðherra lýsti yfir því í lok liðins árs að rétt væri að athuga hvort stofna ætti embætti umboðsmanns al- mennings gagnvart skattyfírvöldum og var sú hugmynd meðal annars kveikjan að því að ákveðið var að halda málþingið. Réttaröryggi skattborgara Davíð fjallaði að nýju um þessa hugmynd í ávarpi á ráðstefnunni í gær og byrjaði á að segja að það væri viðvarandi verkefni þeirra, sem störfuðu á sviði stjómmála, að fjalla um útgjöld ríkisins. Hann sagði að yfirleitt væru kröfur um útgjöld meiri en hægt væri að standa við. Það væri skylda að afla tekna til þess að ókomnar kynslóðir þyrftu ekki að borga kostnað og útgjöld þessarar kynslóðar, en ekki væri síð- ur mikilvægt að gæta þess að reglur væru virtar við skattheimtuna og réttaröryggis skattborgaranna gætt. „Um leið og mér er mjög umhug- að um að ríkissjóður sé rekinn á ábyrgan hátt hef ég ekki síður áhuga fyrir því að skattborgarar á íslandi njóti viðunandi réttaröryggis," sagði hann. „Skattheimta felur það í sér að menn eru með valdboði knúnir til að láta af hendi fé... Ég tel margt benda til að hér kunni pottur að vera brotinn.“ Sagði Davíð að ákveðið hefði verið að undirbúa stofnun embættis þar sem hagsmuna skattborgara yrði gætt og fólki, sem teldi rétt sinn hafa verið brotinn, yrði veitt aðstoð. Hefði umboðsmaður skattgreiðenda úr- ræði til að bregðast við með svipuð- um hætti og umboðsmaður Alþingis. „Þess háttar embætti leysir þó ekki allan vanda, en er þó til þess fallið að bæta að nokkru réttarstöðu borgaranna," sagði forsætisráð- herra. „Löggjöf, sem að þessum mál- um snýr, þarf athugunar við sem og stjóm- og dómsýslan." Davíð kvað starf skattheimtu- manna bæði vandasamt og vanþakk- látt og ekki vafí á að þeir vildu vinna af vandvirkni. Eftir að hann vakti fyrst máls á því að sldpa umboðs- mann skattgreiðenda hefði hann hins vegar fengið sterk viðbrögð og margir komið að máli við sig. Hann hefði spurt hvers vegna þetta fólk hefði ekki kvartað opinberlega og fengið þau svör að menn óttuðust enn verri meðferð. Undraðist ummæli ríkisskattstjóra „Ég var undrandi á þessum við- brögðum, en þó var ég mest undr- andi á því að lesa í blaði að sjálfur ríkisskattstjóri skyldi ekki hafa minnstu upplýsingar um að nokkru sinni hefði nokkuð ámælisvert gerst í þessum efnum,“ sagði hann. Davíð lauk máli sínu á því að segja að auðvitað ætti að reyna að stemma stigu við skattsvikum, en það afsakaði ekki að gleyma því að skattgreiðendur ættu að njóta jafn- ræðis. Túlka yrði vafann einstak- lingnum í hag vegna þeirrar al- mennu reglu að mönnum væri ekki gert að sanna sakleysi sitt: „Stjórn- málamenn - þá undanskil ég ekki þann, sem hér stendur - hafa gleymt sér í þeim efnum.“ Ekki samhengi milli sektar og skattskuldar Kristinn Bjarnason héraðsdóms- lögmaður fjallaði meðal annars um lagasetningu á sviði skattamála. Sagði hann að það væri umhugsun- arefni hvort ríkissjóður hefði ekki fengið forgang framyfir skattborg- arana og nefndi ýmis dæmi máli sínu til stuðnings. Hann sagði einnig að refsiákvæði væru allt of ströng. Reyndar mætti halda fram að ströng refsiábyrgð væri líkleg til að hvetja menn til að greiða skatt, en hins vegar væri oft og tíðum ekk- ert samhengi milli sektar og skatt- skuldar. Kristján Gunnar Valdimarsson, skrifstofustjóri eftirlitsskrifstofu skattstjórans í Reykjavík, hóf máls á því að skattar og skattlagning hefðu lengi vakið deilur og í Land- námu væri sagt að landnámsmenn hefðu flúið til íslands undan ofríki Haralds konungs. Frjálsbornir skattflóttamenn? „Sú ímynd hefur ef til vill greypst í þjóðarhug að íslendingar séu frjálsbornir skattflóttamenn," sagði hann. „Sumir gætu haldið því fram að með því að koma sér sem mest hjá því að greiða skatta væru ís- lendingar aðeins að halda uppi fomri arfleifð ekki síðri bókmennta- arfínum." Hann sagði að hér á landi væru skattyfírvöld talin vera fjármála- ráðuneyti, ríkisskattstjóri, skatt- rannsóknastjóri ríkisins, skattstjór- ar og ríkisskattanefnd. Þjóðin hefði falið Alþingi, umboðsmanni Alþingis og dómstólum eftirlit með þessum aðilum. „Rætt hefur verið um að bæta um betur og stofna umboðsmann skatt- greiðenda," sagði Kristján Gunnar. „Það er umhugsunarvert. Slíkt embætti þekkist reyndar ekki á Norðurlöndum svo mér sé kunnugt, en þar hafa umboðsmenn þjóðþing- anna haft þetta eftirlitshlutverk á hendi rétt eins og á íslandi... Um- boðsmaður Alþingis hefur sinnt sínu hlutverki með miklum sóma. Spuming er hvort ekki eigi frekar að styrkja það kerfi.“ Embætti skattrannsóknastjóra ríkisins var stofnað árið 1993 og aukið vægi lagt á skattrannsóknir. Það væri slæmt ef kvarta þyrfti undan skattyfirvöldum, en þó þyrfti að gæta að því að í sumum tilvikum ættu kvartanir ef til vill við rök að styðjast, en oft stæði skattheimtan varnarlaus. „Órökstudd gagnrýni er mjög slæm, meðal annars vegna þess að skatturinn getur ekki svarað fyrir sig,“ sagði hann. „Einu raunveru- legu andsvörin, sem skatturinn fær, eru frá dómstólum eða umboðs- manni Alþingis og þær niðurstöður Líflegar umræður voru á málþingi um skatta- mál, sem haldinn var í gær og átti eini tals- maður skattyfírvalda undir högg að sækja. Karl Blöndal fylgdist með fundinum. hafa ekki verið til vansa fyrir skatt- stjóra ... í réttarríki eins og við telj- um okkur búa í hljótum við að geta treyst því að slíkt eftirlit sé nægi- legt aðhald fyrir skattyfirvöld." Kristján Gunnar gerði sönnunar- regluna að umtalsefni. Þetta væri spurningin um það hvort fyrirliggj- andi væri fullnægjandi sönnun á frádrætti á móti tekjum, sem skatt- greiðanda bæri að sýna fram á, en á móti kæmi að skattstjóri þyrfti að sýna að um vantaldar tekjur væri að ræða. Gagnrýni á fjölmiðla Hann sagði að almennt væri um- ræða um skattyfirvöld fremur nei- kvæð í íslenskum fjölmiðlum. Nefndi hann fréttaflutning DV af skattamáli Vífilfells sem dæmi, en bætti við að á íslandi væri yfirleitt verið að gagnrýna skattyfirvöld: „Og það er alveg sama hvernig mál fara fyrir dómstólum, fjölmiðlar væru neikvæðir." Hann sagði að endurskoðendur virtust gagnrýna mjög niðurstöður dómstóla í skattamálum. Oft væri hér um að ræða vanda ráðgjafa, sem þyrftu að uppfylla óskir at- vinnurekenda, sem vildu borga sem lægsta skatta. Fyrir þá væri oft auðveldara að kenna yfirvaldinu um í stað þess að horfa í eigin barm þegar skattstjóri gerði athugasemd- ir við framtöl, sem þeir hefðu unnið. Ef yfirskattanefnd legðist gegn þeim væri viðkvæðið að hún væri hlutdræg og heyrði undir fjármála- ráðherra og snerust dómstólar gegn þeim væru þeir einfaldlega ekki búnir nægilegri þekkingu á um- ræddum málum. Deilt um skattasniðgöngu Hugtakið skattasniðganga var áberandi í máli skrifstofustjórans og kvaðst hann þar eiga við sýndar- geminga. Sem dæmi um skattasnið- göngu væri mál hertogans af West- minster. Hann hefði haft þjónustu- fólk á launum og launin hefðu verið skattskyld. Hann hafði sagt öllu þessu þjónustufólki upp, en greitt því framfærslueyri, sem hefði verið frádráttarbær frá skatti og sam- bærilegur við launin. Fólkið hefði eftir sem áður unnið fyrir hertog- ann án þess að vera skuldbundið til þess. Skattyfírvöld héldu því fram að hin árlega greiðsla væri aðeins framfærslueyrir að forminu til, en í raun hefði verið um laun að ræða. Hann sagði að á Norðurlöndum hefði þróunin verið sú að hafa al- menna reglu til að sporna við skattasniðgöngu, en ekki væri til al- menn skattasniðgönguregla hér á landi. Það væri hins vegar talið erfitt að setja lög um skattasnið- göngu þar sem annaðhvort yrðu reglurnar of þröngar, þannig að þær næðu ekki til greinilegra til- vika, eða það rúmar að þær næðu til miklu fleiri tilvika en raunverulega teldust skattasniðganga. í raun væri hér um að ræða það, sem raun- verulega hefði verið gert, en ekki hvað hlutimir hefðu verið kallaðir. Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmaður gagnrýndi regluna um skattasniðgöngu er hann tók til máls síðar á fundinum og fann sér- staklega að því að sagt hefði verið að ekki væri hægt að lögfesta hana af því að ekki væri hægt að orða hana því þá yrði hún annaðhvort of víðtæk eða of þröng: „Hlustið á [þennan málflutning]. Stjómarskrá- in sjálf segir skýrum stöfum að skattamálum skuli skipað með lög- um. Það er reglan. En okkur er sagt að það sé til önnur regla, sem heiti skattasniðgönguregla, sem ekki sé hægt að lögfesta, en veiti óbundna heimild til þess að finna að skatt- framtölum. Þetta er í andstöðu við stjórnarskrána." Olafur Nilsson endurskoðandi fjallaði um framkvæmd og eftirlit með skattlögum og velti fyrir sér hvort jafnræði væri með gjaldend- um og gjaldkrefjendum. Ójafnræði milli gjaldenda og krefjenda? Hann sagði að ýmislegt hefði gerst í lagasetningu og framkvæmd skattamála að undanfömu, sem drægi úr öryggi skattheimtunnar og græfi undan rétti skattborgar- anna gagnvart skattheimtunni. Veigamestu breytingamar hefðu verið að stofnuð hefði verið yfir- skattanefnd í stað ríkisskattanefnd- ar, skattrannsóknastjóraembættið hefði verið aðgreint frá ríkisskatt- stjóra og refsiákvæðum skattalaga breytt með þyngingu refsinga. Sagði hann að víða gætti ójafn- ræðis milli gjaldenda og gjaldkrefj- enda. Sem dæmi væri að skattaðili hefði 30 daga til að kæra eftir að álagning lægi fyrir, en skattstjóri 60 daga til að kveða upp úrskurð. Skattstjórar hefðu ekki getað staðið við þann frest, sem lög kvæðu á um. Gæti skattstjóri ekki virt frestinn yrði að breyta lögum í samræmi við það, en hins vegar væru oft brýnir hagsmunir í húfi og mikilvægt að úrskurðir væru kveðnir upp eins fljótt og kostur væri. Skattstjóri gæti breytt framtali skattaðila kæmi í ljós að það væri ekki gert á lögmætan hátt eða að þar væru rangfærslur. Skattstjóri ætti að veita skattaðila 15 daga til að tjá sig skriflega áður en kveðinn væri upp úrskurður, sem gerast ætti innan tveggja mánaða að jafn- aði samkvæmt lögum: „Úrskurðir skattstjóra hafa oftlega dregist í marga mánuði fram yfir þann frest, sem þeim er settur í lögurn." Ólafur sagði að skattgreiðendur yrðu að greiða viðurlög og dráttar- vexti af vangreiddum sköttum, en þegar í Ijós kæmi að álagning skatt- stjóra væri rakalaus og felld niður fengju þeir ekki dráttarvexti af of- teknum sköttum heldur vexti, sem ættu að vera jafnháir og hæstu vextir af óbundnum sparireikning- um. Vill auka ábyrgð skattgreiðenda „Það á skilyrðislaust að auka ábyrgð skattyfirvalda á oft tilvilj- anakenndum breytingum á skatt- framtölum og gera þeim að greiða viðurlög og dráttarvexti af ólög- mætri álagningu," sagði hann. „Með því væri þeim veitt nokkurt aðhald, sem leiða ætti til vandaðri vinn- bragða.“ Olafur benti einnig á að misræmi væri í rétti almennings til að leita réttar síns aftur í tímann og heim- ildum til endurálagningar skatta. Heimild skattyfirvalda endur- DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra ávarpar ráðstefnu Félags löggiltra endurskoðenda og Lögmannafélags íslands í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.