Morgunblaðið - 17.01.1998, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 17.01.1998, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 39 MINNINGAR + Sigrún Ósk Ás- grímsdóttir fæddist á Blönduósi hinn 3. maí árið 1948. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akur- eyri hinn 6. janúar sfðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru þau Ragnheiður Konráðs- dóttir og Ásgrímur Agnarsson, bæði lát- in. Sigrún ólst upp hjá móður sinni og stjúpíoður, Sigfúsi Sigfússyni, sem býr á Marðarnúpi í Vatns- dal. Hálfbróðir Sigrúnar sam- feðra er Helgi Ásgrímsson á Dal- vík. Hálfsystkini hennar sam- mæðra eru þau Helga Sigfúsdótt- ir á Marðamúpi í Vatnsdal, Skúli Sigfússon á Gröf í Víðidal, Bene- dikt Sigfússon á Gröf H í Víðidal, Jóhanna Sigfúsdóttir á Lauga- bakka í Miðfirði og Jónas Sigfús- son, sem lést árið 1991. Árið 1975 giftist Sigrún Jó- hannesi Eggertssyni, hljóðfæra- Og því varð allt svo Mjótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. Meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn og blómgast ævinlega þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðm.) Tilvera okkar er undarlegt ferða- lag, kvað Tómas Guðmundsson þeg- ar hann velti fyrir sér lífshlaupi manna og eru það orð að sönnu. í fyrstu virðist svo eðlilegt að menn deyi, því ekkert líf er án dauða. En þrátt fyrir þá vitneskju verðum við sem eftir lifum alltaf jafn undrandi þegar dauðinn knýr dyra hjá vinum leikara. Fyrir átti hún eina dóttur, Ragnheiði Þórsdóttur, sem býr á Gröf í Víðidal. Dóttir þeirra Sigrúnar og Jó- hannesar er Guðbjörg, gift Árna Bjömssyni, og era þau búsett á Dalvík. Þau eiga einn son, Jóhannes Egil. Signin og Jóhannes skildu árið 1984 og sama ár fluttist hún til Ólafsfjarðar. Seinni maður Sig- rúnar er Egill Sig- valdason, verslunar- maður. Þau giftu sig 24. 12. 1991 og bjuggu í Bylgjubyggð 12 á Ólafsfírði. Árið 1993 hófu þau rekstur á eigin fyrirtæki, Köku- gerð Sigrúnar. Árið 1972 lauk Sigrún sjúkra- liðanámi og starfaði sem sjúkra- liði í Reykjavík, Ólafsfirði og á Dalvík til ársins 1993. Útför Sigrúnar verður gerð frá Dalvíkurkirlqu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. og ættingjum. Fregninni um andlát- ið fylgir sársauki og harmur. Það eni svo óteljandi minningar sem leita á hugann. Ég hitti Sigrúnu fyrst fyrir 27 ár- um er hún kom til mín og bað mig að passa fyrir sig Guðbjörgu dóttur sína sem þá var þriggja mánaða. Hana langaði til að fara í sjúkraliða- nám. Hún sagðist eiga heima í næsta húsi og hafði tekið eftir því að ég væri heima með mín böm og því freistast til að tala við mig. Það varð úr að ég tók Guðbjörgu og var hún í pössun hjá mér í sex ár. Sigrún var þá gift Jóhannesi Eggertssyni hljóð- færaleikara og myndaðist vinskapur á milli okkar. Umhyggja þeirra fyrir Guðbjörgu, einkadóttur þeirra, var mikil og þau voru ákveðin í að láta henni líða sem best. En eftir ferm- ingu Guðbjargar slitu Sigrún og Jó- hannes samvistum og Sigrún flutti til Ólafsfjarðar þar sem hún fór að vinna sem sjúkraliði á Hombrekku. í Ólafsfirði kynntist Sigrún eftir- lifandi manni sínum Agli Sigvalda- syni. Hún hætti brátt að vinna sem sjúkraliði og fór að baka heima í eld- húsi og selja. Þessi iðja vatt upp á sig og Sigrún byggði upp glæsilega kökugerð, bakaði fyrir stórar sem smáar veislur, kaffihús í Reykjavík og víðar um land auk þess sem hún seldi í Kolaportinu og í göngugöt- unni á Akureyri. Dugnaður Sigrún- ar var með ólíkindum. Þrátt fyrir mikið annríki í Kökugerðinni átti hún einn fallegasta garðinn í Ólafs- firði. Ég hitti Sigrúnu sl. sumar á Akureyri og þá sagðist hún hafa verið að fá þann úrskurð að hún væri með æxli á bak við annað lung- að. Við fóram saman út í Ólafsfjörð og var ég þar hjá henni um nóttina. Um morguninn var hringt, móðir hennar hafði dáið um nóttina. Hví- líkar fréttir á tveimur dögum. Eftir á að hyggja vora viðbrögð Sigrúnar táknræn. Við fórum saman út í Kökugerð til að tala saman í næði. En við skreyttum einnig fína tertu. Það var síðasta tertan sem Sigrún skreytti í Kökugerðinni. Við tók meðferð sem lofaði góðu. Þegar ég lít til baka finnst mér ég alltaf hafa verið við hlið Sigrúnar á vissum tímamótum í lífí hennar. Ég er þakklát fyrir að hafa getað verið hjá henni þegar hún barðist við veikindi sín. Og við vorum svo ánægðar í desember þegar hún fór heim, allar niðurstöður jákvæðar og hún sagðist finna það á sér að hún væri komin yfii' þetta. Hún var búin að panta pláss í Hveragerði til að safna þreki og koma sér í form fyrir ferð til Kanaríeyja sem fara átti í mars. En þegar við töluðum saman á jóladag sagðist hún ekki vera nógu hress og við ákváðum að tala betur saman um áramótin. En annan í jól- um var Sigrún lögð inn á sjúkrahús- ið á Akureyri og lést þar á þrettánd- anum. Elsku Sigrún mín, þakka þér fyrir allar ánægjustundir sem við hjónin höfum átt með þér. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum, það yrði margt ef telja sfyldi það. I lífsins bók það lifír samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu hvíta stóra hjarta þá helgu tryggð og vináttunnar ljós er gerir jaíhan dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. Elsku Guðbjörg mín, Egill, Jó- hannes, Ami og Jóhannes Egill, systkini og aðrir aðstandendur, megi algóður guð halda í hendur ykkar á þessari sorgarstundu og umvefja ykkur Ijósi. Blessuð sé minning þessarar heið- urskonu. Rut. Elsku Sigrún. Þó að þú hafir verið mikil baráttukona, þá þurftir þú að lúta í lægra haldi fyrir þessum ill- víga sjúkdómi sem þú barðist svo hetjulega við. Minningamar hrann- ast upp í huga okkar. Kökugerðin var þínar ær og kýr, þar varst þú á heimavelli. Við áttum saman yndis- legar stundir í bakstrinum. Þar var oft mikið fjör og mikið grín, oftar en ekki sendir þú okkur systur heim klyfjaðar brauði handa smáfólkinu sem beið okkar heima og ef einhver rak inn nefið í miðjum bakstri, hvort sem það vora böm sem fundu góða lykt, vinir eða sendibílstjórar með vöra, þá sást þú um það að þau færu ekki svöng frá þér. Já, Sigrún mín, það varð ekki af þér skafíð, alltaf að baka, elda og hugsa um aðra. Við minnumst þess þegar við systumar komum heim af fæðingardeildinni með bömin okkar, sem fæddust með fjögra mánaða millibili, þá beið okk- ar fullur kassi af brauði sem við gát- um gefið gestum og gangandi, svo ekki sé minnst á skímartertuna sem þú gafst bömunum í skímargjöf og að sjálfsögðu eitthvað í umslagi líka. Elsku Sigrún, þó að við höfum að- eins þekkst í fjögur ár þá finnst okk- ur það hafa verið miklu lengri tími. Við þökkum þér fyrir þessar yndis- legu samverastundir. Þín verður sárt saknað. Elsku Egill, Guðbjörg, Ámi og____ Jóhannes Egill, Guð styrki ykkur f sorginnni og gefi ykkur frið. Alda og Hólmfríður. Sigrún Ásgrímsdóttir var kraft- mikil kona sem tekið var eftir hvar sem hún kom. Hún hafði í mörg ár starfrækt Kökugerð Sigrúnar á Ólafsfirði og selt sínar vinsælu heimabökuðu kökur í Kolaportinu. Það var mikil upplyfting þegar hún mætti sjálf á staðinn og byrjaði að kalla á viðskiptavinina. Það fór helcl^ ur ekkert á milli mála hversu góðai- ~ kökurnar hennar vora, það stað- festu allir þeir sem keyptu af henni kökur um hverja helgi áram saman. Sigrún var sífellt að koma með nýjar tegundir af meðlæti og allt sem hún kom með sló í gegn. Það var eins og hún hefði meðfædda eiginleika til að búa til heimsins besta meðlæti með kaffinu. Fyrir samstarfsfélaga og vini í Kolaportinu var það reiðarslag þeg- ar fréttist sumarið 1997 að Sigrún hefði greinst með krabbamein. Síð- an þá hafa þeir fylgst með baráttu hennar og innst inni vonað að þessi kraftmikla og atorkusama kona næði að vinna þennan ósanngjam^- slag. Missir samstarfsfélaga og viná í Kolaportinu er mikill og þeir sem eiga eftir að sakna meðlætisins hennar með kaffinu skipta þúsund- um. Sumarið 1997 heimsóttum við hjónin Sigrúnu vinkonu okkar og Egil manninn hennar á Ólafsfirði og áttum með þeim einhverjar yndis- legustu stundir síðustu ára. Þessar stundir og aðrar samverastundir í gegnum árin eigum við eftir. Við sendum þér Egill og öllum ástvinum og ættingjum Sigrúnar okkar bestu^ samúðarkveðjur og biðjum Guð að styðja ykkur á erfiðum tímum. F.h. vina og samstarfsfélaga í Kolaportinu. Guðmundur G. Kristinsson. SIGRUN OSK ÁSGRÍMSDÓTTIR HELGA SOFFIA EINARSDÓTTIR + Helga Soffía Ein- arsdóttir fæddist á Akureyri 22. nóv- ember 1924. Hún lést á Landspítalanum 9. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 16. janúar. Ávallt er maður óvið- búinn þeim fréttum þegar einhver sem maður þekkir leggur í sína síðustu ferð og flyst yfir á nýtt tilvera- stig. Nú var það elskuleg vinkona okkar hún Helga sem brá sér í þessa ferð sem við vinahópurinn hefðum heldur viljað að hefði verið ferð til Kanaríeyja. Það er sárt að missa þennan glaðværa sólargeisla sem í svo ótakmörkuðu magni dreifði geislum sínum yfir okkur hvort sem við hin eldri vorum í gleð- skap eða hin yngri sátu þann ein- staka skóla sem hún starfrækti á sinn einstaka hátt á sælueyjunni okkar góðu. Ekki er hægt að minn- ast á San Valentin-skólann nema minnast á skólaslitin sem var mikil hátíð. Þar mættu auðvitað skóla- stjóri, það var ávallt þessi sperrti með pípuna, síðan var fræðslustjóri, námsstjóri, kennari, foreldrar og nemendur. I þessum skóla var aldrei verkfall og aldrei skrópað því nemendumir bára slíka virðingu fyrir kennara sínum að slíkt hefði þeim aldrei dottið í hug. Þessir ungu menn sem sátu hjá Helgu á skólabekk á þessum árum eru orðn- ir stærri menn í dag og er það trú mín að þeirra litlu mannshjörtu hafi tekið kipp þegar þeir frétta að Helga þeirra væri horfin þeim sjón- um, því í dag era þeir að ná þeim aldri að þeir skilja og finna þá ást og hlýju sem Helga gaf þeim í sínu fríi, að þeir stóðu jafnfætis jafnöldram sínum þegar þeir komu aftur til starfa í skólann heima. Þetta lýsir svo vel þeim ást og fórn- fýsi sem Helgu var svo eðlileg. Söknuði okkar ætla ég ekki að lýsa, það verður hvert og eitt okkar að eiga með sjálf- um sér. En það veit ég með vissu þegar Helga mætti í hinum nýja heimi með sitt blíða bros og geislandi augnai'áð tók á móti henni skólastjórinn þessi sperrti með píp- una í annarri hendi og vonandi með „blikkkönnuna“ í hinni og síglott- andi bros á vör ánægður með tilver- una. Fyrir hönd ferðafélaga til Kanarí- eyja og sérlega frá Gauta, Andrési og Jóni, sendum við fjölskyldu Helgu og öllum aðstandendum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur og hennar vegna kveikið sem fyrst að nýju ljós í hjarta ykkar. Þorvaldur Guðmundsson. Rétt í þessu bánist mér þau sorg- legu tíðindi hingað til Noregs að Helga væri látin. Enda þótt ég hafi vitað að hún gengi ekki heil til skóg- ar síðastliðið ár, komu þessar fréttir mér mjög á óvart. Þrátt fyrir að ill- vígur sjúkdómur tæki sig upp á ný, fannst mér Helga í samtölum okkar og bréfaskriftum vera staðráðin í að berjast gegn þessum vágesti einu sinni enn. Baráttunni er nú lokið að þessu sinni, en eftir stendur minn- ing um trausta og góða konu. Kynni mín af Helgu hafa aukist og styrkst frá því hún og faðir minn, Eggert G. Þorsteinsson, hófu búskap saman í Garðabænum árið 1984. Helga bjó þeim þar rólegt og gott heimili. Ósjaldan naut ég og fjölskylda mín þar góðs viðurgjörnings í mat og drykk, í heimsóknum okkar til ís- lands. Hún reyndist pabba dyggur förunautur í tíu ár, þar til hann lést snögglega um aldur fram árið 1995. Óvæntur dauði pabba hafði að sjálf- sögðu djúp áhrif á okkur sem eftir stóðum og missir Helgu var mikill. Bæði höfðu þau lokið langri og ötulli vinnuævi og sáu fam á að eyða ró- legu ævikvöldi saman. Er ég heimsótti Helgu í síðustu íslandsdvöl okkar, fyrir einu og hálfu ári, fannst mér hafa birt á ný hjá henni og hún leit bjartari aug- um á framtíðina. Hún hafði búið sér fallegt heimili í Kirkjulundinum og tók virkan þátt í félagslífi eldri borgara í Garðabæ. Stuttu seinna tilkynnti hún mér þau sorgartíðindi að illkynja sjúkdómur hefði tekið sig upp á ný. Engu að síður hélt hún sinni stóísku ró og virðingu. Hún vildi lítið úr eigin veikindum gera, var meira upptekin af að heyra af mfnum börnum og segja mér stolt frá sínum barnabömum. Missir þeirra og Krístínar og Jóhanns er nú mikill. Fyrir hönd fjölskyldu minnar sendi ég þeim og öðram ættingjum mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Minningin um góða konu lifir. Guðbjörg Eggertsdóttir. Þegar fregnin um lát Helgu Ein- arsdóttur barst mér hvarf ég á vit minninga um flokksstarf og kvenna- baráttu á áttunda og níunda ára- tugnum. Minninga um óteljandi samverustundir á vettvangi Sam- bands alþýðuflokkskvenna og þær ósérhlífnu konur sem sameinuðust í bjartsýni og trá á betra og fjöl- skylduvænna samfélag - þjóðfélag jafnaðarmanna, sem við vildum vera með í að skapa. Helga Einarsdóttir var ein þeirra frábæru kvenna sem lögðu þama hönd á plóg. Kvennafrídagurinn og kvennaáratugur Sameinuðu þjóð- anna áttu sinn þátt í hve konum hljóp kapp í kinn og jafnréttishug- sjón svall í brjósti. Þótt Helga ynni fulla vinnu sem yfirkennari og hefði fyrir heimili að sjá lét hún ekki sitt eftir liggja í flokksstarfinu og sinnti tránaðarstörfum á vegum SA. Helga var sterkur persónuleiki, áreiðanleg og sérlega geðpráð en flíkaði ekki tilfínningum sínum. Það var stutt í brosið og yfir henni var bjartur þokki. Öll þau ár sem við tókum saman þátt í félagsstarfi minnist ég þess ekki að hún legði slæmt orð að nokkrum manni. Hún var traustur félagi. Á þessum árum var Sam- band Alþýðuflokkskvenna öflugt í stefnumörkun innan flokksins, ekki síst í málefnum fjölskyldunnar og í þeirri vinnu nutum við starfsorku og þátttöku Helgu. Meðan þessar minningar streyma fram finn ég gjörla hve þeim fýlgir mikil gleði og hve þessar konur áttu sér óskeikula framtíðarsýn. Þegar við sungum: Við eigum saman litla rauða rós og rósin er tákn um hugs- un okkar og vilja“ fannst okkur framtíðarlandið innan seilingar. Helga Einarsdóttir skynjaði þann kraft sem býr í samtakamætti og að sterkt bakland ber karla og konur fram til dáða. Hún lagði fram sinn skerf til að árangur mætti nást. Þó Helga drægi sig í hlé frá pólitísku starfi hin síðari ár hélt hún virtum sess hjá þeim sem með henni störf- uðu. Ég þakka Helgu Einarsdóttur ánægjulega samfylgd og hennar góða framlag í kvennastarfi Alþýðu- flokksins til margra ára. Rristínu dóttur hennar flyt ég innilega sam- úð okkar jafnaðai'manna. Blessuð sé minning Helgu Einarsdóttur. Rannveig Guðmundsdóttir. Það er mikil gæfa að eiga góða nágranna. Stuttu eftir að við hjónin fluttum á Móaflötina með sonum okkar fyrir 13 árum tókst góður kunningsskapur við þau Helgu og Eggert sem bjuggu í húsinu fyrir ofan okkur. Oft áttum við eftir að hlæja yfir því hvemig hann hófst. Yngsti sonur okkar hafði bankað uppá hjá þeim og óskað eftir því að fá að vera í pössun þar til einhver kæmi heim. Margar góðar stundir koma upp í hugann sem gott er að*- eiga í minningabankanum á kveðjustund. Er Eggert dó árið 1995 varð það mikið áfall fyrir Helgu mína. Það varð líka mjög erfitt að þurfa að flytja úr húsinu þeirra nokkrum mánuðum síðar. Það var ekki fyrr en síðastliðið vor að hún treysti sér til að koma í heimsókn. Þá hafði hún komið sér vel fyrir á heimili sínu við Kirkju- lund og eignast góðan vin. Á góð- viðrisdegi síðastliðið sumar er við sátum út í garði og nutum blómailms og veðurblíðunnar sagði hún mér að það mein sem hefði tekið sig upp aftur hjá henni hefði breiðst víða. Það var sem ský drægi fyrir sólu. Báðar vissum viá**' hvað það þýddi. í þetta sinn yrði engum vörnum við komið. Söknuður dóttur hennar, tengda- sonai- og dótturbarna hlýtur að vera mikill. Öll voru þau henni einstak- lega góð og áttu þau ást og huga hennar allan. Ég vil fá að kveðja Helgu með ljóðinu Kveldljóð sem dóttir mín valdi. Ó, þú sólsetursglóð, þú ert ljúfasta Ijóð og þitt lag er hinn blíðfari andi. Þegar kvöldsólin skín fmnst mér koma til mín “C líkt og kv’eðja frá ókunnu landi. Mér finnst hugsjónabál kasta bjarma um sál gegnum bylgjur hins dýi'ðlega roða. Ég geng draumum á hönd inn á leiðslunnar lönd þar sem Ijóðdísir gleði mér boða. (Jón Trausti.) Fríða Einarsdóttir og fjölskylda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.