Morgunblaðið - 17.01.1998, Side 40
40 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
PALMI
FRIÐRIKSSON
+ Pálmi Friðriks-
son var fæddur á
Svaðastöðum í Við-
víkursveit í Skaga-
firði 21. desember
1943. Hann lést á
Sjúkrahúsi Skagfirð-
inga 8. janúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Ásta Hansen og Frið-
rik Pálmason, bænd-
_ ur þar.
Pálmi var kvæntur
Svölu Jónsdóttur frá
Molastöðum í Fljót-
um, f. 22.2. 1945. Þau
eiga íjögur börn, sem
öll eru á lífi: Ásta
Björg, f. 4.7. 1964, við-
skiptafræðingur á
Sauðárkróki, Ásmund-
ur Jósef, f. 30.7. 1965,
verkfræðinemi í Þýska-
landi, Friðrik Sigur-
berg, verktaki á Sauð-
árkróki, f. 7.1. 1967 og
Örvar Pálmi, f. 13.2.
1977, nemi á Sauðár-
króki.
Útför Pálma fer
fram frá Sauðárkróks-
kirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
í morgun sastu hér
undir meiði sólarinnar
og hlustaðir á fuglana
hátt uppí geislunum
minn gamli vinur
en veist nú í kvöld
hvemigvegimirenda
hvemig orðin nemá staðar
og stjömumar slokkna.
(Hannes Pétursson.)
- >“Sumir menn virðast fæddir til að
leysa vandamál. Það, sem venjulegu
fólki virðist óleysanlegar flækjur og
botnlaus vandræði, leysa þessir
menn með brosi á vör og sjá lausnir,
stundum einfaldar lausnir, þar sem
aðrir sjá engar. Því miður eru slíkir
menn alltof fáir og okkar fámennu
þjóð því afar dýrmætir.
Pálmi Friðriksson frá Svaðastöð-
um var einn slíkra manna. Því var
snemma við brugðið, að hann gæti
fengið hvaða vél sem væri til að
ganga, þótt aðrir hefðu gengið frá,
^Tíomið vinnuvél aftur á réttan kjöl,
sem einhver ólánsamur hefði snúið á
hvolf, fundið einfaldar lausnir á jarð-
vegsframkvæmdum og svo mætti
lengi telja. Hans starfsvettvangur
varð uppbygging og verklegar fram-
kvæmdir og þar naut hann sín vel.
Það er raunar með ólíkindum, hve
mörgu hann hefur komið í verk á
sinni allt of stuttu ævi. Handaverka
hans og samstarfsmanna hans sér
ótrúlega víða stað hér í Skagafirði og
raunar víða um land. Má í því sam-
bandi sem dæmi nefna þátt Pálma,
sona hans og samstarfsmanna í lagn-
ingu ljósleiðara um landið þvert og
endilangt síðastliðin ár.
Sá sem þetta ritar kynntist Pálma
-yfyrst undir lok sjöunda áratugarins,
en þá vorum við raunar báðir ný-
fluttir til Sauðárkróks, hann úr sveit-
inni sinni en með viðkomu í Grund-
arfirði. Pálmi var þá með sína fyrstu
vinnuvél, traktorgröfu, og var gott
fyrir óhagsýnan og lítt verkvanan
húsbyggjanda að leita til hans varð-
andi ýmsar hliðar þess verkefnis og
kom hann oft með góðar og hagnýtar
tillögur varðandi hinar ýmsu hliðar
framkvæmdanna, þótt það sneri
kannski ekki allt beint að því, sem
hann var aðallega að vinna við.
Seinna átti ég þess kost að koma,
þótt í litlu væri, nokkuð við sögu með
Pálma og félögum hans við uppbygg-
ingu á Steypustöð Skagafjarðar og
þá kynntist ég fyrst fyrir alvöru
■‘“^karpskyggni hans og hagsýni. Þá
var ekki síður mikils um verð verk-
lagni hans og útsjónarsemi við að
gera gangfærar og halda gangandi
vélum og tækjum, sem oft voru í
byijun ekki beysin, enda fjármunir
tU kaupa á dýrum tækjum ekki fyrir
hendi og rekstrargrundvöllur
kannski enn síður. Fyrir bragðið
tókst að koma þessu fyrirtæki á legg
og hefur það nú í nær þrjátíu ár
þjónað Skagfirðingum. Pálmi leysti
síðar hlut meðeigenda sinna til sín í
góðu samkomulagi við þá og átti síð-
an stöðina einn með fjölskyldu sinni.
•■** Pálmi var heljarmenni að burðum
og fáir hafa vitað afl hans allt og
kannski ekki einu sinni hann sjálfur.
En þrátt fyrir að hann gæti beitt
kröftum ef með þurfti við lausn ým-
issa verkefna, var það þó fyrst og
fremst verklagni hans og fæmi við
vélar og verkfæri, sem varð honum
notadijúg við að byggja upp fyrir-
''At'eki sín og koma í framkvæmd jafn
vel og liðlega og raun ber vitni þeim
verkefnum, sem hann tókst á hend-
ur. En það er ekki síst glaðlyndi
hans og gott viðmót, sem mér er efst
í huga og ég mun minnast hans fyrir.
Eg hitti Pálma síðast nú í haust í
anddyri Skagfirðingabúðar, en þar
var hann að hinkra eftir Svölu, konu
sinni, sem var þar inni að versla. Þá
var krabbinn búinn að leika hans svo
grátt, að röddin var eiginlega alveg
farin og hann átti erfitt með að gera
sig skiljanlegan. En kjarkurinn var
óbilaður. Hann ætlaði sér að berjast,
það var enginn vafi. Hann vann líka
vissan sigur, honum tókst að eiga jól
með fjölskyldu sinni, þótt þar hefði
lítið verið afgangs af hans miklu lík-
amlegu kröftum. Pálmi Friðriksson
er allur og það er erfitt að sætta sig
við þá staðreynd. Einhvernveginn
finnst manni að rúmlega fimmtugur
maður eigi að eiga eftir verulegan
hluta starfsævi sinnar. En svona eru
nú hinar köldu staðreyndir lífsins og
við það verðum við að búa. En Pálmi
skilur eftir sig gott dagsverk. Það
kveður margur aldraður maður
þetta jarðlíf án þess að hafa komið í
verk nema broti af því, sem Pálmi
hefur skilað. Síst má svo gleyma því,
sem áreiðanlega hefur skipt hann
mestu, en það er eiginkona hans og
fjölskylda. Þau hjónin eiga mann-
vænleg börn, sem hafa erft eigin-
leika foreldra sinna, góðar námsgáf-
ur, verklagni, vinnusemi og umfram
allt glaða lund og alúðlegt viðmót.
Með þeim, Svölu og fjölskyldunni, er
hugur okkar, sem þekktum Pálma
Friðriksson og kveðjum hann nú að
leiðarlokum með þakklæti fyrir sam-
fylgdina.
Guðbr. Þorkell.
Á meðan dægrin döprum litum breyta
og dimmir að í hugans þagnarborg
skal þreyttur andi lífs og vonar leita
að ljósinu sem býr í dýpstu sorg.
Að harmsins boði horfna gleðistundin
við h(jóða kyrrð í tómi sorgarlags
í nýrri mynd er minningunni bundin
og merkt í svip og línur þessa dags.
Ljóð allsherjargoðans horfna
kemur mér í hug er ég minnist
Pálma Friðriks, sem við kveðjum
hér í dag, óþægilega minnt á að hvað
sem við gerum og viljum þá ráða
æðri öfl.
Oft þarf vinum eftir sjá
allir kveðja senn.
í blóma lífsins falla frá
flestir afbragðsmenn.
Pálmi kvaddi vissulega í blóma
lífsins og þá er söknuðurinn alltaf
sárari, en gleðjast má yfir hinu að
hann slapp við hildi Elli-kerlingar
sem alla fellir.
Ævi Pálma var athafnasöm, hann
framkvæmdi meira en mörgum tekst
þó öldina fylli í árum og ástvinir
fljóti í tárum.
í lífí hans fór saman gæfa og
gjörvileiki, að öllu atgervi vel gerður
jafnt til líkama og sálar. Hann bar
gæfu til að kvænast afburða góðri
konu og saman eiga þau barnaláni að
fagna.
Litlu barnabörnin náðu að gleðja
afann marga góða stund áður en
hinn hræðilegi sjúkdómur, sem allir
reykingamenn leggja óvart lið, náði
að fella hraustan dreng.
Við alla vinnu var Pálmi afburða-
duglegur og laginn, ég minnist at-
viks frá vinnu við jarðvegsskipti þeg-
ar traktorsgrafa fór nánast á hliðina
og vélamaðurinn forðaði sér út úr
vélinni æði fólur yfirlitum. Pálmi
kom að í því og fór strax upp í vélina,
það tók hann tvær mínútur að rétta
vélina við og koma henni á öruggan
stað.
Líf Pálma var röð slíkra atvika,
hann var fljótur að sjá aðalatriði
hvers máls og ótrauður til starfa.
Slíkra manna er alls staðar þörf og
sárt saknað þegar þeir hverfa á
braut, en eigi má sköpum renna og
eigi skal æðrast.
Eiginkonu og börnum, Friðriki
fóður Pálma og Önnu Höllu, systur
hans, færi ég dýpstu saknaðar- og
samúðarkveðjur frá minni fjöl-
skyldu, megi góður Guð blessa ykk-
ur öll og styrkja.
Minn kæra frænda kveð ég með
ljóðlínum Davíðs frá Fagraskógi:
I lautinni, þar sem lyngið grær
og lindin er hljóð og angurvær,
má glataða gleði finna.
Friðland á sá sem flugi nær
til fjallahlíðanna sinna.
Pálmi Jónsson,
Sauðárkróki.
Pálmi Friðriksson frá Svaðastöð;
um er látinn, nýorðinn 54 ára. I
dauða hans svo langt fyrir aldur
fram felst mikil andstæða. Hans að-
alsmerki var styrkurinn til líkama og
sálar og hann geislaði frá sér krafti
og lífsorku svo ekki fór fram hjá
neinum sem nálægur vai-.
Allar götur frá því að Pálmi byrj-
aði að vinna hjá pabba á ÁKA, þá 16
ára, kominn beint úr sveitinni á
Svaðastöðum, hafa alltaf verið sterk
tengsl milli fjölskyldnanna, enda
held ég að það séu fáir menn sem
pabbi talaði um af jafn mikilli virð-
ingu og þegar hann var að tala um
Pálma. Kannski ekki að furða. Þeir
voru svo líkir um margt að atgervi
og jafnvel æviferil einnig.
Fyrir mér var Pálmi einn af þess-
um verkfræðingum alþýðunnar. Það
er þetta einstaka skynbragð á nátt-
úruna og náttúrulögmálin og á þau
tæki og tól sem þarf til að umbylta
henni og færa hana sér í nyt. Eigin-
leikinn að hanna og finna verkfræði-
legar úrlausnir var eitthvað sem
Pálma virtist gefið í vöggugjöf.
Pálmi var aldrei gefinn fyrir að
ganga fram sléttar grundir, honum
lét betur að kljást við ófæruna, láta
kasta toppi á misjöfnu landi og beisla
hana. Úm margt minnir lífshlaup
hans mig á slóð Ijósleiðarans kring-
um landið. Yfir grjót og urð, yfri flóa
og fen, upp í mót, niður snarbrattar
hlíðar og hamraþil. Og þar var grafið
og grafið þar til ekkert var eftir (eins
og skáldið sagði). Allt þetta gerðu
þeir feðgar ásamt starfsmönnum
Steypustöðvarinnar með sín stór-
virku tæki og það gekk smurt, ekki
síst vegna þeirrar ráðsnilli sem þeim
er í blóð borin. Við hin munum njóta
verka þeirra á þessu sviði sem fleir-
um um ókomin ár.
Við Pálmi áttum okkar góðu
stundir, úti á dal, niður með sjó og
jafnvel uppi á Nöfum ef einkar vel lá
á okkur, ölvaðir af skagfirskri mið-
nætursól. Ég leitaði líka oft ráða hjá
Pálma eftir að ég hóf uppbyggingu á
MÁKA, enda leit ég á það fyrirfram
sem mikilvæga forsendu þess að
verkefnið lánaðist. Nú er stórt verk-
efni í burðarliðnum úti í Fljótum,
verkefni sem krefst innsæis á borð
við það sem Pálmi hafði. Ég fór
þangað skömmu eftir jól ásamt Ása,
Frigga og Rítu og þá sá ég Pálma í
síðasta skiptið. Ég spurði um líðan.
„Hún er svona í miðjum hlíðum,“ var
svarið. Það var undarleg tilfinning
að Pálmi gat ekki komið með á vett-
vang, en við ræddum um verkefnið
og hvernig skyldi staðið að því.
Pálmi hafði áhyggjur af okkur
„strákunum" og var á því að hönnuð-
inn vantaði. Það er ljóst í dag, að við
verðum að reynast verðugir merkis-
berar arfleifðarinnar. Fyrstu skrefin
í umræddu verkefni voru þau að ég
vann í nokkra daga ásamt frönskum
verkfræðingi úti í Fljótum. Þá var
Pálmi orðinn veikur og ljóst var að
við mundum ekki njóta starfskrafta
hans á komandi árum. Því var mér
það kappsmál að hafa hann með í
„anda“. Ég hringdi í þau hjónin og
bað um afnot af sumarbústaðnum
sem var auðfengið. Þar var grunnur-
inn lagður. Ég minnist nú þeirrar
hugsunar sem í raun liggur að baki
því sem ég skrifaði í gestabókina,
eitthvað sem ég vildi ekki trúa á
þeim tíma, en eitthvað sem ég vissi. í
raun voru það mín kveðjuorð til
manns sem var mér kær.
Á þessari stundu verður mér
kannski fyrst hugsað til Friðriks,
fóður Pálma. Hann lifir eiginkonu og
synina tvo. Þá sendi ég starfsmönn-
um Steypustöðvarinnar hughreyst-
ingarorð. Elsku Svala, Ási, Ásta,
Friggi og Örvar. Manns eins og
Pálma verður ætíð sárt saknað.
Hans líf er slokknað, nýtt líf er að
kvikna, nýtt barnabarn mun brátt
fæðast. Ég bið ykkur að hafa í huga,
að þegar horft er til baka, velt er við
steinum og gægst undir þúfnakolla á
slóð endurminninganna, þá verður
stutt í brosið yfir öllum þeim gáska-
fullu tilburðum ólíkindanna sem
Pálma var svo tamt að hafa í frammi.
Fyrir mér skapa brosið og tárið sam-
an kraft hinna ljúfsáru endurminn-
inga sem mun gefa styrk þegar tím-
inn hefur læknað djúpu sárin.
Þannig mun Pálmi lifa með okkur
um ókomna tíð.
Kæra fjölskylda. Við hér í gamla
Læknishúsinu og öll fjölskylda Olla
heitins á AKA sendum ykkur allar
okkar fallegustu hugsanir á erfiðum
tímum. Megi það veita ykkur styrk.
Fjölskyldan
í gamla Læknishúsinu
Látinn er nú langt um aldur fram,
vinur minn Pálmi Friðriksson frá
Svaðastöðum, eftir snarpa glímu við
krabbamein, þann sjúkdóm sem eng-
inn virðist óhultur fyrir.
Þegar ég hitti Pálma stuttu eftir
að hann greindist með þennan sjúk-
dóm var engan bilbug á honum að
finna, en hann sagði að hann liti á
baráttuna sem framundan væri eins
og hvert annað verk sem hann þyrfti
að vinna og hann ætlaði að klára og
ná heilsu á ný.
Pálmi var hraustur maður, bæði til
líkama og sálar, og hafði til að bera
ótrúlegt starfsþrek sem hann nýtti
sér í þessari baráttu. En enginn flýr
sinn skapadóm.
Á undanförnum árum höfum við
Pálmi starfað saman að nokkrum
verkum og hafa þau samskipti verið
ánægjuleg, þótt ekki hafi það allt
verið dans á rósum eða skilað hagn-
aði. En aldrei féll á milli okkar
styggðaryrði, þó að hvorugur væri
skaplaus og fyrir þessi kynni er ég
þakklátur.
Pálmi hafði góðan húmor og sagði
skemmtilega frá og margar sögur
sem hann sagði ógleymanlegar.
Hann var sannur vinur vina sinna og
hafði ánægju af að gera mönnum
greiða. Hann átti oft erfitt með að
fyrirgefa þeim sem honun fannst
bregðast sér eða koma óheiðarlega
fram við sig, en hjá jafn hreinskipt-
um manni og Pálmi var voru slík við-
brögð eðlileg.
Eg ætla ekki að fara að telja upp
eðliskosti Pálma enda held ég að það
hefði verið honum lítt að skapi en læt
nægja að segja að í mínum huga var
Pálmi góður drengur, en það tel ég
að segi allt sem segja þarf og sé lýs-
ing sem Pálmi væri ekki ósáttur við.
Engum sem þekkti Pálma gat
dulist hve fjölskyldan var honum
mikils virði og kær og maður skynj-
aði vel væntumþykjuna í róm hans
og fasi þegar hann ræddi um börnin
sín og barnabörn og þá ekki síður
þegar hann talaði um Svölu sína,
sem staðið hefur við hlið hans alla tíð
eins og klettur og þá ekki síst þessa
síðustu mánuði.
Ég vil þakka Pálma einlæga vin-
áttu í gegnum árin og sendi Svölu og
fjölskyldu hans innilegar samúðar-
kveðjur og veit að minning um góðan
dreng mun styrkja þau í sorginni.
Guð blessi minningu Pálma Frið-
rikssonar.
Knútur Aadnegard.
Fallinn er frá kær vinur. Mig setti
hljóðan þegar ég frétti lát Pálma vin-
ar míns, þó að ég hefði mátt vita að
hverju stefndi eftir erfiða og hetju-
lega baráttu við illvígan sjúkdóm.
Mín fyrstu kynni af Pálma voru
þegar ég tók að mér uppbyggingu
laxeldisstöðvarinnar Fljótalax í
Fljótum árið 1982. Pálmi var fenginn
til að sjá um vatnsöflun og alla jarð-
vinnu fyrir stöðina og varð ég þess
fljótt áskynja að hér hafði verið
fenginn hreinn afbragðsmaður til að
sjá um þessi mál. Verklagni og út-
sjónarsemi hans voru með ólíkind-
um. Við svona framkvæmdir koma
upp margskonar vandamál sem þarf
að leysa, bæði stór og smá, og var
Pálmi þar í essinu sínu. Alltaf sá
hann einfóldustu leiðina til að greiða
úr þeim og oft undraðist ég hve
verkkunnátta hans var margbrotin.
Hvort sem þurfti að stjórna grófu
tæki eins og Atlas beltagi'öfunni, svo
varla skeikaði millimetra, eða sjóða
vandasamar suður við erfiðustu að-
stæður, þá virtist allt leika í höndum
hans. Það voru forréttindi og það
veitti manni mikla öryggiskennd að
fá að starfa með slíkum manni.
Á þessum árum réðst ég einnig í
það að byggja mér sumarbústað á
Reykjarhóli og var Pálmi alltaf boð-
inn og búinn til þess að rétta hjálpar-
hönd, slík var góðvild og fórnfýsi
hans.
Þessi ár verða mér ógleymanleg,
það var sama hvort var í vinnu eða í
frítíma, alls staðar var Pálmi hrókur
alls fagnaðar. Hann var einstaklega
laginn við að sjá skoplegu hliðarnar
á hlutunum og hans stórkostlega
skopskyn og smitandi hlátur gat
komið hvaða húmorslausa manni til
að hlæja.
Það leyndi sér ekki að Pálmi var
mikill fjölskyldumaður og var fjöl-
skyldan honum kærust, enda fyrir-
tæki hans rekið sem fjölskyldufyrir-
tæki og var greinilega mikil sam-
heldni þar ríkjandi. I veikindum
Pálma stóð fjölskylda hans sem
klettur við bak hans og létti honum
þrautagönguna. Oft talaði Pálmi við
mig um það hversu góða konu hann
ætti og í veikindum hans kom í ljós
að það var ekki ofsögum sagt. Með
miklum viljastyrk og ósérhlífni
studdi hún hann til loka.
Elsku Svala, Ási, Friggi, Ásta og
Orvar. Missir ykkai- er mikill og ég
vona að algóður guð styrki ykkur í
ykkar miklu sorg. Guð geymi ykkur.
Magnús Eiríksson.
Hinn 8. janúar sl. andaðist í
Sjúkrahúsi Skagfirðinga frændi
minn, Pálmi Friðriksson fram-
kvæmdastjóri á Sauðárkróki, eftir
harða baráttu við sjúkdóm sem fellir
svo marga í valinn um okkai- daga.
Er ég frétti andlát hans kom í
hugann vísa Jónasar Jónassonar frá
Hofdölum sem hann orti við fráfall
bróður.
Það ei urðu örlög þín
elli við að glíma.
Fáa vissi ég verkin sín
vinna á skemmri tíma.
Pálmi Friðriksson var fæddur á
Svaðastöðum í Blönduhlíð. Faðh
Pálma, Friðrik, hafði tekið við búinu
á Svaðastöðum að foreldrum sínum
látnum, þeim Pálma Símonarsyni og
Önnu Friðriksdóttur. Kona Friðriks,
Ástríður Björg Hansen, hin
ágætasta kona var dóttir Friðriks
Hansen, bamakennara og vega-
vinnuverkstjóra á Sauðárkróki, og
fyrri konu hans, Jósefínu Erlends-
dóttur frá Beinakeldu. Hún var fædd
6. júní 1920 en andaðist 17. okt. 1993.
Pálmi var því kominn af þekktu og
traustu fólki í ættir fram í Skagafirði
og Húnaþingi.
Hann ólst upp við mikið ástríki og
frjálsræði á hinu gróna góðbýli sem
þekkt er bæði hér heima og erlendis
fyrir hið frábæra hrossakyn sem
haft hefur mikil áhrif á hrossarækt
landsmanna. Systkinin urðu þrjú, því
auk Pálma eignuðust þau hjónin
Friðrik, sem dó ungur mikið manns-
efni, og dótturina Önnu Hallfríði sem
verið hefur vanheil frá fæðingu.
Friðrik Pálmason hefur því tæplega
áttræður orðið að sjá á bak eigin-
konu sinni og báðum sonum.
Snemma komu í Ijós hinir miklu
hæfileikar Pálma í meðferð allra
véla, ásamt dugnaði og útsjónarsemi.
Vinnuvélar hverskonar léku í hönd-
um hans og atorkan var mikil. Var
því ljóst að áhuginn beindist fljótt að
öðru en venjulegum sveitabúskap.
Hann sótti námskeið í vélstjóm og
meðferð þungavinnuvéla. Var um
nokkurt skeið vélstjóri á bátum,
lengst af í Grundarfirði. En hugur-
inn var ávallt bundinn við Skaga-
fjörð. Hann hélt því norður og stofn-
aði og starfrækti fyrirtækið Vinnu-
vélar Pálma Friðrikssonar. Fyrir-
tækið varð síðan þekkt um land allt,