Morgunblaðið - 17.01.1998, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 17.01.1998, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 49 Handbók um um h verfísstj órnun komin út FRÁ afhendingu fyrstu ávísunar til Slysavarnafélagsins þann 12. janú- ar fyrir sölu siðustu 6 mánaða að upphæð 728 þúsund kr. Esther Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins tekur við ávísuninni úr hendi Þórarins Elmars Jensen, forstjóra 66°N Sjóklæðagerðarinnar hf. en með þeim á myndinni eru Markús Örn Þórarinsson, fjármála- stjóri fyrirtækisins og Gunnar Tómasson, forseti Slysavarnafélagsins. 66°N styrkir rekstur björgunarskipa Slysavarnafélags Islands ÚT ER komin Handbók um um- hverfisstjórnun: Hreinni fram- leiðslutækni ... grænn gróði. Hand- bókin lýsir því hvernig fyrirtæki geta haldið mengun og úrgangi í lág- marki og um leið náð fram umtals- verðum sparnaði í rekstri. Iðntækni- stofnun, Rannsóknarstofnun fiskiðn- aðarins og Framtíðarsýn hf. gefa bókina út en umhverfisráðuneytið og Iðnlánasjóður styrktu gerð hennar. „I handbókinni er lýst einfaldri að- ferð til að kortleggja uppsprettur mengunar og sóunai- í viðkomandi fyrirtæki, setja fram umhverfis- stefnu og markmið og vinna skipu- lega að umbótum á þessu sviði. Gefin eru fjölmörg dæmi um árangursrík umbótaverkefni sem leitt hafa til sparnaðar í rekstri á sama tíma og frammistaða fyrirtækjanna í um- hverfismálum hefur verið bætt.“ Handbókin byggist á reynslu Iðn- tæknistofnunar af samstarfi við fimm íslensk fyrirtæki á árunum 1992-1993 og reynslu Iðntækni- stofnunar og Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins af samskonar sam- starfi 1994-1996 við átta fyrirtæki í Baráttu dagur gegn viðskipta- banni á Irak ALÞJÓÐLEGUR baráttudagur gegn almennu viðskiptabanni á írak er laugardaginn 17. janúar og hefst hann með kirkjuklukknahljómi á há- degi. Kl. 16 hefst borgarafundur í Ráð- húsi Reykjavíkur undir kjörorðinu „Hættið að drepa börnin okkar“. Is- lensk fjölskylda mun setja sig í spor fjölskyldu í Irak og sýna þann dag- lega matarskammt sem ætlast er til að sú fjölskylda nærist á samkvæmt núverandi framkvæmd viðskipta- bannsins. Meðal frummælenda eru: Sigurður A. Magnússon, rithöfund- ur, Arnþór Helgason, fyri-verandi formaður Öryrkjabandalags ís- lands, Kristján Árnason, verkamað- ur og Ögmundur Jónasson, alþingis- maður og formaður BSRB. „Að fundi loknum verður gengin blysför að tröppum Alþingishússins þar sem afhent verður áskorun á Al- þingi og stjórnvöld og þess krafist að íslensk stjórnvöld bindi tafarlaust enda á aðild íslands að refsiaðgerð- um gegn almenningi í Irak og beiti sér íyrir því á alþjóðavettvangi að þessum aðgerðum verði hætt nú þegar, svo Irakar geti lifað eðlilegu mannlífi, menntað böm sín, hlynnt að sjúkum og stundað atvinnu," seg- ir í frétt frá fundarboðendum. Frá Alþingishúsinu verður gengið til Dómkirkjunnar þar sem haldin verður bænastund fyrir börnum í Irak undir forystu sr. Hjalta Guð- mundssonar. Einnig hefur verið leit- að til sóknarpresta um að þeir minn- ist barnanna í Irak í predikunum sínum um helgina. Sett hefur verið upp heimasíða fyrir átakið á Netinu: www.peace.is/irak Opið hús hjá samtökum um þjóðareign OPIÐ hús verður hjá Samtökum um þjóðareign mánudaginn 19. jan- úar kl. 18-21. Þar gefst félögum sa- mtakanna kostur á að hittast, ræða málið og fylgjast með hvað er að gerast hjá samtökunum. Þeir sem hafa hug á að gerast félagar í sam- tökunum eru einnig velkomnir. fisk- og matvælavinnslu. Sem dæmi um árangur af hreinni framleiðslu- tækni er tekið yfirlit af sparnaði sem fiskvinnslufyrirtæki náði með þeirri aðferð sem lýst er í handbókinni. Stofnkostnaður fyrh-tækisins við umbótaverkefni nam tæpum tveimur milljónum ki-óna en sparnaður á einu ári var á milli 16 og 17 milljónir ki'óna m.a. vegna aukinnai- vinnslu- nýtingar fiskafurða, álagsstýringar á rafmagni og minni notkunar hreinsi- efna og vatns. Handbókin er ætluð stjómendum fyrirtækja og öðrum starfsmönnum sem bera ábyrgð á bættum rekstri og lágmörkun sóunai' og mengunar. Efni hennar var unnið undir verkefnis- stjóm Helgu J. Bjarnadóttur á Iðn- tæknistofnun. í viðaukanum er m.a. að finna upplýsingar um mögulegar leiðh' til að farga iðnaðanirgangi og leiðbeiningar um flokkun spilliefna. Handbókin er í möppuformi og nýtist bæði sem leiðbeiningarit og hug- myndabanki til að stuðla að skipu- lögðum vinnubrögðum á sviði um- hverfísmála. Framtíðarsýn hf. annast di-eifingu og sölu bókarinnar. Samtökin hafa aðsetur í Brauta- rholti 4 í austasta uppgangi hússins á 2. hæð. Ætlunin er að hafa opið hús alla mánudaga kl. 18-21 á næstunni sem fastan lið í starfsemi samtakanna. Námskeið um skattalagabreyt- ingar 1997 ENDURMENNTUNARSTOFNU N Háskóla íslands mun mánudag- inn 19. janúar standa fyrir nám- skeiði um ofangreint efni, ætlað öll- um sem hafa með skatta- og fjármál fyrirtækja að gera. Sams konar námskeið verður haldið á Akureyri 24. janúar nk. A námskeiðunum verða kynntar nýlegar breytingar á lögum um tekju- og eignaskatt. Auk þess verð- ui' farið yfir helstu breytingar á öðr- um lögum sem varða skatta og nokkur atriði sem tengjast fram- talsgerð vegna tekjuársins 1997. Leiðbeinandi verður Árni Tómas- son viðskiptafræðingur, löggiltur endurskoðandi hjá Löggiltum End- urskoðendum hf. og stundakennari við HÍ. Ski'áning á námskeiðin og nánari upplýsingar fást á skrifstofu End- urmenntunarstofnunar Háskólans, netfang endunn@rhi.hi.is ■ DREGIÐ var í Rauðubókarhapp- drætti Ferðaskrifstofu stúdenta 31. desember sl. Allir sem eiga eintak af Rauðu bókinni Farðu að heiman eru þátttakendur í happdrættinu og er númerið prentað innan á baksíðu bókarinnar. Númerið sem dregið var út er 16074 og getur eigandi bókarinnar sem ber númerið komið með bókina í heilu lagi og vitjað æv- intýravinningsins sem er tveggja vikna ferð til Afríku með Encounter Overland hjá Ferðaskrifstofu stúd- enta fyrir 31. desember 1998. NÝ uppfærsla af Tölvuorðabókinni er kominn á vefinn og er hana að finna á slóðinni http://www.alnet.is. Eigendum Orðabókar Aldamóta og Tölvuorðabókarinnar stendur til boða að sækja uppfærsluna án end- urgjalds í gegnum Internetið. Þessa uppfærslu geta allir notað sér sem eiga útgáfu 2.0 eða nýrri. í upp- færslunni felast allmiklar endur- bætur á hugbúnaðinum sjálfum, en þó ekki orðasöfnunum, að því er SLYSAVARNAFÉLAG íslands og 66°N Sjóklæðagerðin hf. gerðu í ágúst 1997 með sér sam- komulag um að ákveðinn hluti söluverðs selds sjófatnaðar, flot- vinnufatnaðar, frystihúsafatnað- ar og Bláa vinylglófans, rynni til reksturs björgunarskipanna. Á þennan hátt vill Sjóklæða- gerðin hf. styðja við þennan rekstur. Fyrirtækið hefur frá upphafi lagt áherslu á vandaðan sjófatnað þar sem tekið er tillit til þæginda og öryggis sjómanna. Þrátt fyrir harða samkeppni við innflytjendur erlends sjófatnaðar hefur 66°N Sjóklæðagerðin hf. verið með ríkjandi stöðu á ís- lenskum sjófatamarkaði og út- flutningur sjófatnaðar frá fyrir- tækinu fer stöðugt vaxandi, segir í frétt frá SVFÍ. Um 220 manns starfa nú hjá 66°N Sjóklæðagerðinni hf. og dótturfyrirtækjum þess og er ár- leg velta yfir 700 milljónir króna. Starfsemin er nú í Reykjavík, á HAGSTOFAN hefur gefið út ritið Neyslukönnun 1995, þar sem skýrt er ítarlega frá niðurstöðum neyslukönnunar frá árinu 1995. I ritinu eru ýmsar upplýsingar um út- gjöld heimila flokkuð eftir útgjalda- flokkum, heimilisstærð, búsetu og tekjum, að því er segir í frétt frá stofnuninni. Alls tóku 1.375 heimili, alls staðar á landinu, þátt í könnuninni. Safnað var upplýsingum um öll útgjöld heimila, bæði stór og smá. í skýrsl- unni kemur meðal annars fram að: - Útgjöld heimilanna voru að með- altali 2,3 milljónir á ári en ráðstöf- unartekjur þeirra reyndust vera nánast þær sömu. - Heimilisútgjöld voru hæst á þéttbýlisstöðum úti á landi 2,4 millj- ónir en minnst í dreifbýli tæplega 2 milljónir. Útgjöld heimila á höfuð- segir í fréttatilkynningu. Þeir sem sækja nýju uppfærsluna geta líka skráð sig sem áskrifendur að tölvupóstfréttabréfi um nýjungar tengdar orðabókinni. Utgáfa 3.0, sem væntanleg er í mars, hefur verið í undirbúningi undanfarið ár, en sú útgáfa mun verða fyrsta meiriháttar breytingin á orðabókinni frá því útgáfa 2.0 kom út árið 1994. Mun hún endurspegla þær breytingar sem nú eru að verða á Akranesi, í Borgamesi, á Selfossi og Hellu á Rangárvöllum. Starf- semi fyrirtækisins er fjölþætt en undirstaða hennar er þjónusta við sjómenn og fiskvinnslu. Oflug björgunarskip em afar mikilvæg öryggi íslenskra sjó- manna. Slysavarnafélag íslands á og rekur sjö björgunarskip sem staðsett em í hverjum landshluta auk 18 harðbotna björgunarbáta og fjölda slöngubáta sem stað- settir em í höfnum víða um land. Þessi skip og bátar em mikilvæg björgunartæki þegar kall berst um neyð úti á sjó. Rekstur björg- unarskipa er kostnaðarsamur þó áhafnir þeirra séu að mestu leyti mannaðar björgunarsveitar- mönnum Slysavarnafélagsins sem vinna öll störf sín í sjálfboða- vinnu. Skipin verða stöðugt að vera tilbúin að sinna neyðarkalli og vel þjálfuð áhöfn þarf alltaf að vera til staðar hvenær sem kallið kemur og í hvaða veðri sem er. borgarsvæðinu voru 2,3 milljónir að meðaltali. - Stærstur hluti útgjalda fór til reksturs húsnæðis, 17,9%, kaupa á matvælum og drykkjarvörum, 17,4% og ferða og flutninga 14,6%. Alls fór um helmingur allra útgjalda heimilanna í þessa þrjá útgjalda- flokka. - Meðalfjöldi á heimili var 2,82 einstaklingar. Heimili úti á landi voru stærri en á höfuðborgarsvæð- inu. Að meðaltali voru 2,65 einstak- lingar á heimili á höfuðborgarsvæð- inu, 3,0 í kaupstöðum úti á landi en 3,4 í dreifbýli. - Húsnæði var að meðaltali 114,6 fm, stærst í dreifbýli 131,8 fm en minnst á höfuðborgarsvæðinu 109,2 fm. Ritið er 87 bls. að stærð og kostar 1.200 krónur. hugbúnaðarnotkun, meðal annars með því að stíga fyrstu skrefin í átt að tengingu við Netið og einnig verð- ur orðabókin aðgengileg innan nokk- urra vinsælla notendaforrita. Fyrirtækið Alnet þróar Tölvu- orðabókina, en hún kom fyrst út árið 1993 og var þá einn fyrsti hugbúnað- arpakkinn sem gefinn hafði verið út fyrir Windows af íslenskum aðila. Útgefandi Tölvuorðabókarinnar er Mál og menning. Sýningin Vetrarlíf ‘98 hefst í dag UM helgina verður haldin hin ár- lega sýning Vetrarlíf ‘98 í húsnæði Ingvars Helgasonar ehf. við Sævar- höfða. Hér er á ferðinni sýning á vélsleðum og fjölbreyttum búnaði tengdum vélsleðasporti og vetrar- útivist. Alls sýna 24 aðilar og er sýningarsvæðið alls 1.500 fermetr- ar. I fyrra var sýningin haldin á sama stað og sóttu hana u.þ.b. 9.000 manns. Sýningin verður opin kl. 10-18 á laugardag og kl. 12-18 á sunnudag. Aðgangur er ókeypis. Fimm innflutningsfyrirtæki sýna árgerðir 1998 af vélsleðum. Einnig eru fjölmargir sýnendur á fjöl- breyttum fatnaði, leiðsögubúnaði og öðrum búnaði til vetrarútivistar. Á sýningunni verða sýndir tveir vélsleðar sem hefur verið breytt á Islandi, skipt um vélar og settar bíl- vélar í stað tvígengisvéla sem eru í öllum vélsleðum. Leiðsögutæki suðurskautsfar- anna boðið upp Á sýningunni verða suðurpólsfar- arnir með bás og sýna búnað sinn. Fyrirhugað er að bjóða upp til sölu GPS leiðsögutækið sem þeir notuðu í ferðinni og mun andvirðið renna til íþróttasambands fatlaðra. Tækið verður selt hæstbjóðanda klukkan 15 á sunnudag. Landssamband íslenskra vélsleðamanna í Reykjavík stendur fyrir sýningunni. Fjöruganga á Álftanesi FERÐAFÉLAG íslands fer sunnu- daginn 18. janúar í fjölskyldugöngu á Álftanes. Gengið verður um ströndina á ut- anverðu nesinu. Fyrst verður farið að Skansinum hjá Bessastöðum en síðan gengið hjá Hrakhólmum og Skógtjörn. Brottför er kl. 13 og allir eru velkomnir í ferðina. Næsta ferð á eftir er þorraganga hjá Ferðafélagshúsinu, Mörkinni 6, um Fossvogsdal í Perluna laugar- dagskvöldið 24. janúar kl. 19.30. Göngunni lýkur með þoiTahlaðborði í Perlunni. LEIÐRÉTT íslenskan og upplýsingin í BLAÐINU í gær birtist fréttatil- kynning um málstefnu íslendinga 1700-1850. Þar var sagt frá erindi sem Svavar Sigmundsson flytur og segir að erindið heiti Islenskan og upplýsingar en átti að vera íslensk- an og upplýsingin. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. Endurvinnsla ekki í útflutningsformi VEGNA mistaka við vinnslu blaðs- ins féll niður lokasetning í viðtali við Rögnu Halldórsdóttur um- hverfisfræðing í Daglegu lífi í gær. Þar átti að standa: „Endurvinnslan þarf því ekki að vera í útflutnings- forrni." Beðist er velvirðingar á þessu. Halaleikhópurinn GUÐJÓN Sigmundsson var rang- nefndur í myndartexta í frétt um frumsýningu á leikritinu Búktalar- inn í gær. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Þess láðist að geta í fréttatilkynn- ingu að Halaleikhópurinn er opinn öllu áhugafólki um leiklist. Farþegar allt árið í FRÉTT um fjölda þeirra farþega sem íslandsflug flutti milli Ákur- eyi-ar og Reykjavíkur á síðari hluta liðins árs, frá júlí til desember, kom fram að heildarfjöldi farþega sem fóru um Akureyrarflugvöll hafi ver- ið 85.200 á síðasta ári. Sú tala átti einungis við tímabilið júlí til desem- ber. Allt árið 1997 fóru 150.756 far- þegar um Akureyi'arflugvöll. Uppfærsla af Tölvu-orðabókinni á vefnum Hagstofan gefur út rit um neyslukönnun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.