Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG Safnaðarstarf Samkirkju- leg bæna- vika hefst á morgun Á MORGUN, sunnudag 18. janúar, hefst hin árlega samkirkjulega og al- þjóðlega bænavika um einingu krist- inna manna. Bænavikan hefst með guðsþjón- ustu í Dóinkirkjunni á morgun kl. 11 og prédikar þar Björgvin Snorrason, prestur Aðventkirkjunnar í Reykja- vík. Síðan verða nokkrar kvöldsam- komur, sem allar hefjast kl. 20.30. Miðvikudagskvöldið 21. janúar verður samkoma í Kristskirkju í Landakoti og prédikar þar Herra Jo- hannes Gijsen, biskup kaþólsku kirkjunnar á Islandi. Pimmtudagskvöldið 22. janúar verður samkoma í Ffladelfíukirkj- unni og prédikar þar Miriam Óskars- dóttir frá Hjálpræðishernum. Föstudagskvöldið 23. janúar verð- ur samkoma í Aðventkirkjunni og prédikar þar sr. Kjartan Örn Sigur- björnsson, sjúkrahúsprestur. Bænavikunni lýkur laugardags- kvöldið 24. janúar með samkomu hjá Hjálpræðishemum í Herkastalanum og þar prédikar biskup íslands, herra Karl Sigurbjömsson. Það er Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga, sem stendur að bænavik- unni og era allir hjartanlega vel- komnir á samkomumar. Þjóðlagatónlist- arguðsþjónusta í Hafnarfjarðar- kirkju UNDANFARIN tvö ár hafa verið haldnar svokallaðar „Tónlistarguðs- þjónustur“ með reglulegu millibili í Hafnarfjarðarkirkju. Tónlistarguðs- þjónustan er guðsþjónustuform sem hefur verið í mikilli sókn á Norður- löndum. Hefur þetta form nú verið heimfært upp á íslenskar aðstæður í Hafnarfjarðarkirkju. í tónlistarguðs- þjónustunni er lögð höfuðáhersla á tónlist og íhugun en hið talaða orð er haft í lágmarki. Kirkjugestum gefst kostur á að tendra bænakerti á nýju bænaaltari kirkjunnar og skilja þannig bænir sínar eftir á altari Guðs. Tónlistarguðsþjónustan sem haldin verður sunnudaginn 18. janúar er undir formerkjum þjóðlagatónlistar- innar. Finnski harmóníkuleikarinn Tatu Kantomaa, sem er íslendingum að góðu kunnur og hefur tekið þátt í þjóðlagamessum Hafnarfjarðar- kirkju, mun leika forspil, eftirspil og stólvers. Kórinn leiðir síðan almenn- an safnaðarsöng. Prestur er sr. Þór- hallur Heimisson. Guðsþjónustan hefst kl. 18. 20 ára af- mælisfundur KRISTILEGT félag heilbrigðis- stétta á 20 ára afmæli nú í janúar. Á þeim tímamótum verður þess minnst á hátíðarfundi í Safnaðarheimili Grensáskirkju, mánudaginn 19. janú- ar, kl. 20. Margrét Hróbjartsdóttir, fyrrverandi formaður, minnist við- burða úr sögu félagsins. Jón Bjarm- an, sjúkrahúsprestur, segir frá í er- indi sem hann kallar „í fótspor Páls postula á Krít“. Allir era velkomnir á þennan af- mælisfund. Kaffiveitingar era á und- an dagskrá. ■ Kvennakirkjan í Digraneskirkju KVENNAKIRKJAN heldur messu í Digraneskirkju í Kópavogi, sunnu- daginn 18. janúar, kl. 20.30. I messunni verður þess minnst að síðasta ár Kvennaáratugar Alkirkju- ráðsins er að hefjast. Áratuginn 1988 til 1998 var samþykkt að vinna sér- staklega að málefnum kvenna undir yfírskriftinni „Kirkjan styður kon- ur“. Séra Jóna Kristín Þorvaldsdótt- ir, prestur í Grindavík, prédikar. Wilma Young leikur á fiðlu. Kór Kvennakirkjunnar leiðir almennan safnaðasöng við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Kaffi á eftir í safn- aðarheimilinu. Áskirkja. Safnaðarfélag Áspresta- kalls verður með kaffisölu að lokinni messu sunnudaginn 18. janúar. Digraneskirkja. Starf aldraðra á þriðjudag frá kl. 11. Leikfimi, matur, framhaldssaga, helgistund. Kefas, Dalvegi 24. Almenn samkoma í dag kl. 14. Allir velkomnir. Kaupum hnepptar handprjónaðar peysur, húfur, vettlinga og sokka. mímA l. jSjaLiM Handverks o& ferðamannaverslun Krinfilunni. Sími 5689960 Núna er ... 50% afsl. af Art barnafatnaði 20% afsl. af gammosíum 10% afsl. af kjólum ÆT I örfáa daga UNO D A N M A R K Vesturgötu ÍOA, sími 561 0404. Litrík föt fyrir litrikt fólk RÆSTIVAGNAR Úrvalið er hjá okkur ^ j A ' Nýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur I IðE W I - Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001 .........mmm7m...... VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Aldraðir og dagskráin VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf: „Þar sem ég er sú „óá- nægða kona“ sem kom af stað umræðum um dagskrá sjónvarpsins fyrir jól langar mig að benda hinni „hugsandi konu“ sem ráðlagði okk- ur að lesa eða tala sam- an, ef við værum ekki ánægð með dagskrána, að það getur verið ýms- um erfiðleikum háð fyrir fólk um áttrætt að lesa, t.d. að halda á bók, og þótt við höfum lesgrind þá tekur í bakið að sitja lengi í sömu stellingum. Svo er þetta með að ræða saman. Margir eru einir og við sem erum tvö heima allan daginn getum nú ekki verið að blaðra allan daginn. Svo ég haldi áfram með nöldrið þá þykir okkur slæmt að þátturinn „Nýjasta tækni og vís- indi“ var færður fram fyrir fréttir, við gleym- um alltaf að opna, þar sem við erum í eldhúsinu á þeim tíma. Svo eram við alveg hætt að sjá veðrið í Evrópu síðan þeir minnkuðu skjáinn og leggja hendurnar fyr- ir í staðinn fyrir að nota prikið. Mér þykir einkenni- legt að lesa dagskrá morgundagsins í lok dagskrár, sama hve löng Um móðurmálið VELVAKANDA barst eft- irfarandi bréf: „Hafið þið heyrt annað eins! Ungur menntamaður kemur fram í sjónvarpi og bar á borð fyrir þjóðina að með því að leggja niður móðurmálið okkar getum við sparað svo og svo marga milljarða króna. Heppinn er þessi ungi maður að vera Islendingur, annarsstaðar hefði hann verið dæmdur fyrir land- ráð. Þetta er það síðasta sem maður gæti hugsað sér að við gætum uppskor- ið fyrir að búa eins vel og við gátum að ungu kynslóð- inni. Eg bið til Guðs um að hann opni augu þessara manna sem láta sér detta annað eins í hug og þetta. Svo mikið erum við búin að ganga í gegnum um aldirn- ar og berjast fyrir sjálf- stæði okkar, tungan okkar er það sem gerir okkur að þjóð og verður aldrei metin til fjár. Ungir Islendingar, gerið okkur aldrei þá hneisu að meta fjöregg okkar Islend- inga til fjár, það er einfald- lega eki til umræðu. Ein af gamla skólan- um sem lagði sín litlu lóð til baráttu fyrir sjálfstæðinu.“ Júlíana G. Bender hún er. Ég þekki fólk úti á landi sem fær ekki blöð á hverjum degi og annað sem ekki kaupir þau, en þarf að fara snemma á fætur til þess að sinna bústörfum og þarf því að fara tíman- lega í háttinn. Væri ekki hægt að lesa dagskrá næsta dags í lok áttaf- rétta? Svo mætti gefa þulunum frí en bregða á skjáinn hvað kæmi næst, eins og þeir gera stund- um. Þar mætti spara heilmikið. Svo er það útvarpið. Það getur ver- ið notalegt að loka fyrir sjónvarpið og opna fyrir útvarpið og taka í handavinnu. En þá er oftar en ekki endurtekið efni, eitthvað sem við er- um búin að heyra. Þó að þetta séu yfirleitt ágætir þættir er ekki nauðsyn- legt að troða þessu í mann eins og við ættum að læra þetta utanað. Eitt jákvætt. Það var gaman að sjá óperuna á nýársdag. Það er allt ann- að að sjá þær í sjónvarpi með íslenskum texta, heldur en hlusta á þær í útvarpi, íyrir okkur sem ekki erum sérstaklega músikölsk. Það hefur nú síast inn í okkur ýmislegt af tónlist efth- að hafa hlustað á útvarp frá 1930.“ Þessi dánægða. Tapað/fundið Pennaveski í óskilum PENNAVESKI, grátt, fannst á Dyngjuvegi mánudaginn 12. janúar. Uppl. í síma 553 2543. Armbandsúr í óskilum ARMBANDSÚR, kven- manns, fannst við Austur- bæjarapótek fyi-ir nokkrum dögum. Uppl. í síma 552 2881. Gullliálskeðja týndist MÁNUDAGINN 12. janú- ar tapaðist gullhálskeðja síðdegis á leiðinni frá Menningarmiðstöðinni Gerðubergi að Völvufelli. Finnandi vinsamlega haílð samband í félagsstarfið í Gerðubergi eða síma 557- 9020 frá kl. 9-17 virka daga. Gleraugu og leðurhanskar í óskilum GLERAUGU og leður- hanskar voru skilin eftir í versluninni Hjá Hrafnhildi við Engjateig sl. laugar- dag. Uppl. í versluninni eða í sima 581 2141. Víkverii skrifar... ETURLIÐI Guðnason þýð- andi skrifar lesendabréf í Morgunblaðið á fimmtudag og sparar ekki stóryrðin í garð Vík- verja. Skrif Víkverja síðastliðinn laugardag um þýðingu á þættinum Hjartaskurðlækninum í Ríkissjón- varpinu eru að sögn Veturliða „nafnlaust níð“ og bera aukinheld- ur vott um „sjálfbirgingshátt, fá- fræði og hreina mannvonzku“. Vík- verji gerði nú ekki annað en að benda á að þátturinn hefði verið illa þýddur. Ekki kemur íram í bréfi Veturliða að hann hafi horft á þáttinn og komizt að annarri niður- stöðu. En úr því Veturliði biður um dæmi, getur Víkverji tínt til tvö af mörgum úr fyrsta þættinum. „Ha- ving you on board“ var þýtt sem „seta þín í stjórninni", þegar aug- ljóslega var átt við að sá, sem ávarpaður var, yrði með í för til Kína. Og „bilateral exchange of emotions" var þýtt (þrisvar sinn- um) sem „einhliða tilfinningar", sem er hreinn og klár viðsnúningur á merkingunni. í öðrum þætti Hjartaskurðlæknisins bætti þýð- andinn um betur og fjallaði um út- rýmingu hlaupabólunnar (I), þar sem átt var við stórubólu (smallpox), þýddi „handicap“ (for- gjöf) í golfi sem „örorku“ og kallaði „People’s Court“ (Aiþýðudómstól- inn) í Alþýðulýðveldinu Kína „dóm- stól götunnar“. Ef þetta nægir ekki Veturliða og öðrum sjónvarpsþýð- endum skal Víkverji horfa með þeim á upptöku af þættinum og benda á aðrar þýðingarvillur - þ.e. ef þýðendumir fá sig til að horfa á sjónvarp með fólki „á menningar- stigi verja“. EGAR bréf Veturliða er lesið til enda kemur í Jjós að gremja Jhans-beinist líklega.einkum að for- ráðamönnum Ríkisútvarpsins, þótt Víkverji ræfíllinn lendi í skotlín- unni. Veturliði segir RÚV hafa skorið kaup þýðenda niður við trog í anda markaðshyggju og sakar stofnunina um „valdníðslu“, sem komi fram í því að launakerfínu sé nú „beinlínis beitt til að níðast á ör- fáum einstaklingum sem vinna sitt gamla starf af hreinni hugsjón“. Kannski Veturliði ætti að telja upp að hundrað og anda djúpt áður en hann sezt næst við bréfaskrift- ir. Víkverji skilur samt vel að Veturliði sé svekktur og sár og tek- ur undir það, að þýðendur Ríkis- sjónvarpsins þurfa að vera vel launaðir. Vandaðar þýðingar eru mikil nauðsyn í miðli á borð við Ríkissjónvarpið, sem gegnir öðrum þræði mikilvægu menningarhlut- verki. Ekki má gleyma því að margir, ekki sízt börn, læra erlend tungumál af sjónvarpinu og þá ber brýna nauðsyn til að þýðingarnar séu réttar og vandaðar. XXX Ð LOKUM spyr Víkverji hins vegar: Ef það er rétt hjá Vet- urliða að sú „gæðavara" sem vand- aðar sjónvarpsþýðingar eru „fæst ekki til lengdar langt undir kostn- aðarverði“, er þá ekki hugsanlegt að umræddur sjónvarpsþáttur hafi verið illa þýddur vegna þess að þýðandinn var að flýta sér til að hækka tímakaupið sitt? Mega kannski sjónvarpsþýðendur einir benda á það, í kjarabaráttu sinni við Ríkisútvarpið, að þýðingum fari hrakandi, en ekki fólk úti í bæ, sem er aukinheldur á öðru menningar- stigi en Veturliði Guðnason? VÍKVERJA hefur borizt eftir- farandi bréf frá Margréti Guð- mundsdóttur, . forstöðumanni markaðssviðs Skeljungs hf.: ,Ág*ti Víkverji. Síðastliðinn laug- ardag fjallaðir þú um vandamál sem þú lentir í þegar þú reyndir að nota venjuleg greiðslukort í sjálfsalanum við aðra Shellstöðina við Miklubraut. Þú gast sérstak- lega um ófullnægjandi svör sem þú fékkst þegar þú hringdir í vakt- þjónustu okkar og greindir frá vandræðum þínum. Gagnrýni þín er réttmæt. Eitt er það að sjálfsal- inn skyldi ekki taka kortið, en verri þóttu okkur viðbrögð okkar manna, er þú í vinsemd þinni ætl- aðir að upplýsa um að hlutirnir væru ekki í lagi. Dæmið sannar að keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Þetta dæmi er sérlega slæmt þegar haft er í huga að umræddur sjálfsali við Miklu- braut er einn af fáum sjálfsölum hjá félaginu sem enn eru í notkun af eldri útgáfu og taka hvorki debet- né kreditkort. Miklubraut- arstöðvarnar eru með elstu sjálf- sala í bænum og tekur sjálfsalinn sunnan megin eingöngu 1.000 kr. seðla, en sá norðan megin tekur eingöngu Skeljungskort. Sjálfsal- inn var því ekki bilaður umrætt kvöld. Þetta átti sá sem fyrir svör- um varð að sjálfsögðu að vita. Bréf þitt hefur gefið okkur ærna ástæðu til að yfírfara þjónustuferil okkar fyrir utan venjulegan af- greiðslutíma. Við erum hins vegar mjög þakklát þegar viðskiptavinir koma með ábendingar um það sem betur má fara í þjónustokkar." Víkverji þakkar Skeljungi skjót og góð viðbrögð, sem eru að sjálf- sögðu til fyrirmyndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.