Morgunblaðið - 17.01.1998, Qupperneq 58
58 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
VIKTORIA með föður sinum Karli Gústaf
Svíakonungi og Lillan prinsessu.
Reyktur lax og grísasneiö meö koníakssósu,
grœnmeíi og hnetukartöflum kr. 1.290.
I Lambalœri bearnaise kr. 790.
iðar jánsson kiíqirfyrir dattsi.
CataUna
‘JíamraÉorg 11,
sími 554 2166
írlanfl
Kringlunni 4, sími 588 4567
Hljómsveitin
mm
í kvöld.
V.
r
Opið til 03:00
í'tMsbu5*stuð!
Kaffe Frappé á efri hæð
Grískt kaffihús
l' 4
°«»l) V>-
SOLARKAFFI
ÍSFIRÐIWGA
fsfirðingafélagið í Reykjavík gengst fyrir sínu árlega
SÓLARRAFFI föstudagskvöldið 23. janúar nk., á FIÓTEL
ÍSLAUDl.
Húsið opnað kl. 20.00 en kl. 20.30 hefst hefðbundin
hátíðar- og skemmtidagskrá með rjúkandi heitu kaffi
og rjómapönnukökum að ísfirskum sið.
Almennur dansleikur til kl. 3 e.m.
Aðgangseyrir er kr. 1.950 en kr. 2.350 m. fordrykk.
Forsala aðgöngumiða á Hótel íslandi laugardaginn
17. janúar frá kl. 14—16. Borð tekin frá á sama tíma.
Miða og borðapantanir auk þess í síma 533 1100 dagana
19.—23. janúar frá kl. 13-17.
Stjórnin.
Greiðslukortaþjónusta
Viktoría krónprinsessa
kýs frið og ró
VIKTORÍA Svíaprinsessa
Kauppiannahöfn. Morgunblaðið.
FRETTIN um að Viktoría krón-
prinsessa Svía hefði haldið til náms
til Bandaríkjanna kom Svíum í opna
skjöldu. Akvörðunin er afleiðing
þess að þó konungsfjölskyldan hafí
beðið fjölmiðla að láta krónprinsess-
una í friði eftir að í Ijós kom að hún
þjáðist af lystarstoli, þá hafa ekki
allir fjölmiðlar orðið við tilmælun-
um. Þvert á móti hafa nokkrir
þeirra beint enn meiri athygli að
stúlkunni, sem verður 21 árs í sum-
ar. Hún er elst þriggja systkina, á
yngri bróður og systur.
Meðan hneykslisfréttir hafa
borist frá Bretlandi undanfarin ár
og Friðrik krónprins Dana hefur í
viðtölum kvartað yfir þungu hlut-
skipti sínu sem prins virtist Viktoría
undantekning. Hún var alltaf áber-
andi hress og vel fyrir kölluð þegar
hún kom fram. Hún virtist ekki eiga
í erfiðleikum með opinbert hlutverk
sitt, heldur kom fram sem glöð ung
stúlka. Opinberum skyldum tók hún
að sinna er hún varð átján ára og
myndug og fór að Ieysa fóður sinn
af þegar þurfti. Prinsessan var
þybbin miðað við horrenglur tísku-
heimsins, en leit út eins og hver
önnur venjuleg stelpa á hennar
aldri.
En allt þetta virtist breytast á
nokkrum mánuðum og margir Svíar
giipu andann á lofti þegar hún í
haust var orðin hræðilega horuð og
minnti óhugnanlega á myndir af
lystarstola stúlkum. Þar sem fjöl-
miðlar hafa iðulega beint athyglinni
að þessum sjúkdómi undanfarin ár
er flestum orðið ljóst hvað á ferðum
er, þegar ungar stúlkur horast allt í
einu með þessum hætti. Sjúkdóm-
urinn er oft sagður leggjast á dug-
legar og samviskusamar stúlkur.
Enginn sagði þó neitt fyrr en kon-
ungsfjölskyldan sagði frá því í vetr-
arbyrjun að Viktoría þjáðist einmitt
af lystarstoli, sem væri þó viðráðan-
legt. Um leið voru fjölmiðlar beðnir
um að sýna skilning á aðstæðum
stúlkunnar og láta hana vera. Jafn-
framt var tilkynnt að prinsessan
myndi á næstunni ekki taka á sig
nein ný verkefni, en hún var síðast í
sviðsljósinu á Nóbelshátíðinni í des-
ember, auk þess sem hún hafði
skömmu áður tekið á móti Jeltsín-
hjónunum er þau komu í opinbera
heimsókn til Svíþjóðar.
Það hefur þó orðið misbrestur á
að allir fjölmiðlar hafi orðið við til-
mælum um að láta prinsessuna í
friði. Ýmis síðdegis- og vikublöð
hafa þvert á móti vakað yfir hverju
skrefi hennar. Þegar prinsessan
mætti ekki við setningu Uppsalahá-
skóla nýlega, þar sem hún átti að
hefja nám, vöknuðu vangaveltur um
hvar hún væri. Því svaraði hirðin
svo með því að tilkynna í vikunni að
prinsessan hefði í samráði við fjöl-
skyldu sína ákveðið að hefja nám
við bandarískan háskóla og þar
væri hún nú. Ekki var gefið upp
hvaða háskóla hún sækti og látið í
veðri vaka að hún kynni hugsanlega
að taka upp nám við Uppsalahá-
skóla síðar. Prinsessan varð stúdent
frá menntaskóla í Stokkhólmi 1996
og síðastliðinn vetur lagði hún
stund á frönsku við franskan há-
skóla.
lírelitakvöld Facette
verður í Ingdlfscafé
í kvöld. Keppnin
hefst kl. 24.00
atahönnun
Gurrímí
Gpnzölðs