Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 11 HALLDOR KILJAN LAXNESS tveimur hlutum á árunum 1931 og 1932 sem hétu Þú vínviður hreini og Fuglinn í fjörunni, er ekki síst merki- leg fyrir þær sakir að hún er nokkuð á skjön við það sem var að gerast í bókmenntum úti í hinum stóra heimi á þessum tíma. Á meðan fiestir voru að leita að nýjum frásagnarhætti til að lýsa nýjum heimi hverfur Halldór aftur til hinnar fornu sagnahefðar og raunsæis. Þegar við nú lítum aftur til þessa tíma virðist þessi leið hafa verið sú eina rétta hjá íslenskum höfundi en af þeim hræringum og byltum sem við sjáum í Vefaranum mikla má ljóst vera að umbrotin í huga Halldórs hafa verið mikil. Sömuleiðis ber eina ljóðabókin hans, Kvæðakverið, sem kom út árið 1930 og var fyrsta bók Halldórs eftir heimkomuna frá Amer- íku, glöggt vitni um togstreituna í huga hans og skáldskap. I formála hennar segir skáldið að þessi ljóð sín séu „tilraunir í ljóðrænum vinnu- brögðum, rannsóknir á þanþoli ljóð- stílsins". Með Sölku Völku er óhætt að segja að Halldór hafi því skrifað sig í sátt við þjóð sína sem hann hafði tuktað óþyrmilega, bæði beint í skammar- greinum sínum um menningarástand og óbeint í byltingarkenndum og framandi skáldskap sínum. Sölku Völku gat öll þjóðin lesið án vand- kvæða, þar fékk hún sína sögu í sín- um stíl, sögu um sig sjálfa. I Só'JJíu Vó'JJtu kemur hinn sósíalíski lærdómur frá dvöl Halldórs í Amer- íku fram. Skáldið lýsir þessari sögu úr íslensku sjávarplássi best sjálft í viðtali í Alþýðublaðinu árið 1931: Yfirieitt má segja, að bókin gerist öll í slæmu veðri og vondum húsa- kynnum meðal einstaklinga af yfír- stétt og undirstétt, sem báðar eru jafn óbjörgulegar, hvor á sína vísu ... En unga stúlkan í sögunni er, þótt hún sé snemma hart leikin afgrimmd mannlífsins, ímynd þeirrar sigurvon- ar, sem jafnvel hinum fátækustu og lítilmót- legustu í þessu plássi mætti leyfast að bera í brjósti, enda þótt guð og menn kunni oft að virðastjafn óvinveittir einstaklingnum. Árið 1932 heldur Halldór til Sovétríkj- anna og skrifar um þá ferð bókina I Austur- vegi þar sem hann segist lýsa kynnum sín- um af Ráðstjórnarríkjunum á sem sannast- an og réttastan hátt. Halldór skrifaði á þess- um tíma mikið af greinum í sósíalískum anda, meðal annars í Rauða penna, tímarit Félags byltingarsinnaðra rithöfunda sem Halldór var forsprakki fyrir ásamt Þórbergi Þórðarsyni, Kristni E. Andréssyni og fleir- um. Hann var og þegar farinn að undirbúa næstu bók og skrifa, Sjálfstætt fólk, sem kom út á árunum 1934 og 1935. I henni er hinn rammíslenski - en jafnframt alþjóðlegi - heiðarbóndi til umfjöllunar. Bjartur í Sumarhúsum er táknmynd ósigurs hins sístritandi manns sem á sér þann draum ein- an að verða sjálfs sín herra, engum háður; allt hans sjálfstæði er innan æpandi gæsalappa. Best er að vitna aftur beint til skáldsins þar sem það leggur út af sögunni af Bjarti í Sjálfstæðu fólki: Enn einu sinni höfðu jjau brotið bæ fyrir einyrkjanum, þau eru söm við sig öld fram af öld, ogþað er vegna þess, að einyrkinn held- ur áfram að vera samur við sig óld fram af öld. Stríð í útlöndum getur stælt í honum bakfiskinn ár og ár, en það er aðeins sýndar- hjálp; blekking; einyrkinn kemst ekM úr kreppunni um aldir, hann heldur áfram að vera í hörmung, eins lengi og maðurinn er ekki mannsins skjól, heldur versti óvinur mannsins. Líf einyrkjans, líf hins sjálfstæða manns er í eðli sínu flótti undan öðrum mönnum, sem ætla að drepa hann. Úr einum næturstað, í annan verri. Ein kotungsfjöl- skylda flytur búferlum, fjórír ættliðir af þeim þrjátíu sem borið hafa uppi lífog dauða í þessu landi í þúsund ár - fyrír hvern? Að minnsta kosti ekki fyrír sig né sína. Þau voru líkust flóttamönnum í herjuðu landi, þar sem geisað hafa langvinn stríð, gríðlausir útilegu- menn - ílandi hverra? Að minsta kosti ekki í sínu landi. Það er tU í útlendum bókum ein heilög saga, afmanni sem varð fullkominn af því að sá í akur óvinar síns eina nótt. Sagan af Bjarti í Sumarhúsum er saga mannsins, sem sáði í akur óvinar síns allt sitt líf, dag og nótt. Slík er saga sjálfstæðasta mannsins í landinu. ?HALLDORI fagnað að lokinni sýningu á einu leikrita hans. Halldór ritaði fimm leikrit, bæði í hefðbundnu formi og í anda absúrdisma. •«HALLDÓR kvaddi sér fyrst hljóðs árið 1919 sem rithöfundur með skáldsögunni Barni náttúr- unnar, þá aðeins sautján ára. Hér er hann ásamt vini sínum Jó- hanni Jónssyni í Leipzig þremur árum síðar. TGUNNAR Gunnarsson ræðir við Auði Sveinsdóttur og Halldór. Gunnar þýddi Sölku Völku á dönsku og var það fyrsta þýðing- in á verki eftir Halldór. Halldór þýddi svo seinna Fjallkirkju Gunnars á íslensku en sú þýðing var endurútgefin síðastliðið Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Sú aðferð Halldórs að leggja þannig út af sögu sinni sjálfur í bók- inni hefur verið umdeild en auðvitað hefur enginn gert það á fallegri hátt. Eftir að hafa skrifað sögu saltfisks- ins og íslenska bóndans eins og Hall- dór sagði sjálfur snýr hann sér að skáldinu í næsta verki, Heimsljósi, sögunni af niðursetningnum og skáld- inu Olafi Kárasyni sem kom út í fjór- um bindum árin 1937 til 1940 er nefn- ast Ljós heimsins, HöII sumaríands- ins, Hús skáldsins og Fegurð himins- ins. Olafur Kárason á sér ekki við- reisnar von í þessum heimi en þján- ing hans og hin skáldlega fegurð sem af henni sprettur eru miklu stærri og gjöfulli en það líf sem heimurinn hef- ur að bjóða. Sá kraftur sem sprettur af þessum minnsta og aumasta þegn landsins er nánast guðlegur, hann er ljós heimsins, uppspretta fegurðar og góðvildar. Þetta skáldverk, sem margir telja hápunktinn á höfundar- ferli Halldórs, má ekki aðeins lesa sem upphafningu og minnisvarða ís- lenskra alþýðuskálda heldur sem táknmynd um stöðu hvers skálds í heiminum, það er utanveltu en samt eins og hjartað í miðju alls: „skáldið er tilfinning heimsins, og það er í skáldinu sem allir aðrir menn eiga bágt", segir í Heimsljósi. Halldór hafði á afgerandi hátt skipað sér í flokk með alþýðunni og barðist fyrir bættum kjörum hennar. Ekki þótti öllum það gott hve bækur hans voru litaðar af pólitískum skoð- unum og bændur urðu sárlega móðg- aðir við lestur á sögunni um hinn ís- lenska kotbýling. Halldór er því aftur kominn upp á kant. Hann er í upp- reisn gegn þjóðlegri bændamenningu og íslensku menntaelítunni sem ólíkt honum hafði afar rómantísk og íhaldssöm viðhorf til tungumálsins og bókmenntasköpunar. Þetta andóf kristallast í mjög umdeildri útgáfu Halldórs á nokkrum fornsögum með nútímastafsetningu, meðal annars Njálu. Með íslandsklukkunni takast hins vegar eins konar málamyndasættir með skáldinu og þjóðinni. Verkið kom út í þremur bindum á árunum 1943 til 1946 er nefndust íslandsklukkan, Hið ljósa man og Eldur í Kaupinhafn. Hér sækir Hall- dór í sjóð íslenskrar frásagnarlistar, sagna- hefðarinnar og segir sögu þjáðrar og undir- okaðrar þjóðar. Sagan gerist í lok sautjándu aldar og byrjun átjándu aldar þegar Island var undir vald Dana sett og mátti auk þess þola hallæri og drepsóttir. Þrjár aðalpersón- ur eru í sögunni sem bera í sér örlög þjóðar- innar á þessum tíma; Jón Hreggviðsson, Snæfríður íslandssól og Arnas Arnæus. I þeim öllum býr frelsisþrá þjóðarinnar undan utanaðkomandi valdi og auðvitað hefur saga þeirra sterka vísun til samtíma höfundarins. Þegar Arnas Arnæus ver þá ákvörðun sína að taka ekki tilboði um að gerast landstjóri fyrir Hamborgara sem hugsa sér að kaupa ísland af Dönum lýsir hann um leið stöðu þjóðarinn- ar á ritunartíma sögunnar gagnvart erlendu hervaldi: Ef varnarlaus smáþjóð hefur mitt í sinni ógæfu borið gæfu til að eignast mátulega sterkan óvin mun tíminn gánga í lið með henni einsog því dýrí sem ég tók dæmi af. Ei hún í neyð sinnijátast undir tróllsvernd mun hún verða gleypt í einum munnbita. Ég veit þið hamborgarmenn munduð færa oss ís- lenskum maðklaust korn og ekki telja ómaks- vert að svíkja á oss mál og vog. En þegar á íslandsströnd eru rísnir þýskir Gskibæir og þýsk kauptún, hve leingi mun þess að bíða að þar rísi og þýskir kastalar með þýskum kast- alaherrum og máJaJiði. Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar sem skrífaði frægar bækur? Þeir íslensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar þýsks leppríkis. Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima. IAtómstöðinni, sem kom út árið 1948, hélt Halldór áfram þessari umræðu um frelsi þjóðarinnar, um vald og áþján. Keflavíkursamningurinn hafði verið gerður við Bandaríkja- menn árið 1946 og taldi Halldór hann sorgarefni. Atómstöðina má þó ekki síður lesa sem sögu um upplausn og endur- mat hefðbundinna gilda í kjölfar stríðs. Sag- an varð raunar tilefni til langvinnra og kostulegra deilna Halldórs og Þórbergs Þórðarsonar. Hinn síðarnefndi taldi Halldór hafa falsað myndina af Erlendi í Unuhúsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.