Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Úr myndaalbúmi liósmyndara „Tilviljunin getur gert miklu betur" DAVIÐ Þorsteinsson er eðlisfræðikenn- ari í Menntaskólanum í Reykjavík. Hann er einnig ljósmyndari og var að sögn einn afkastamesti áhugaljósmyndari landsins þegar mest var og tók þá tvær filmur á viku. „Ur því urðu kannski þrjár góðar myndir á ári," segir Davíð sem tók flestar myndirnar á litla 35 millimetra vél. „Til að ná góðum myndum þá þarf maður að vera afkastamikill, vera eins og ljón á eft- ir bráð því annars fær maður ekkert." Davíð hefur haldið fjórar ljósmynda- sýningar á Mokkakaffi og eina sýningu á Sólon þar sem sýndar voru myndir sem hann tók á stærri vél. „Síðan 1995 hef ég lítið sem ekkert myndað. Ég er svo sem ekki að bíða eftir neinu en kannski finnst mér eins og ég hafi klárað eitthvað verk eða kannski er ég óánægður með það sem ég gerði. Að minnsta kosti hef ég ekki haldið áfram." Það vakti athygli blaðamanns að eng- ar ljósmyndir hanga uppi á heimili Dav- íðs. „Ég er ekki viss um að það sé styrk- ur ljósmyndar að hanga uppi á vegg. Ljósmynd er miklu sterkari þegar tveir eða þrír hittast, setjast niður og fara í gegnum myndasafn. Eða þegar maður flettir bók með ljósmyndum. Eða þegar maður deyr og einhver fer í gegnum safnið," segir Davíð með fangið fullt af myndum. Fyrstu myndir Davíðs eru teknar í byrjun áttunda áratugarins og því ýmis- konar tímabil sem hann hefur gengið í gegnum sem ljósmyndari. Hann segist hafa tekið myndir af alls konar fólki, borgarlandslagi og flestu því sem á vegi hans varð. „Það gerðist einstöku sinnum að maður náði augnablikum sem manni fannst eitthvað sérstök. Mjög sjaldan þó og yfirleitt fannst mér skemmtilegra ef það gerðist fyrir tilviljun. Þá finnst mér eins og eitthvað meira sé að gerast. Eg hef miklu minna gaman af því að búa augnablikin til. Tilviljunin getur gert miklu betur. Allar myndirnar sem ég hef valið eru til komnar af tilviljun." DAVÍÐ Þorsteinsson í gegnum linsu Golla ljósmyndara. Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Davíð Þorsteinsson • „ÞETTA er veggur sem ég hef mikið myndað, tugt- húsveggurinn á Skólavörðustíg. Ég hef oft stillt fðlki upp við vegginn og tekið myndir af honum. Náttúran í Reykjavík samanstendur svo mikið af veggjum og ef þú ferð til Þingvalla til að mála eða taka myndir þá eru hamraveggirnir viðfangsefnið. I Reykjavík er því rökrétt að taka myndir af húsveggjum." • „ÞETTA er listakonan Róska en myndin er tekin á opnun sýningar sem hún hélt. Hún hafði búið lengi á ítalíu og sýndi hérna heima eftir langa hvfld. Mig minnir að hún hafi ekki vifjað hafa húfuna á hausn- um og reif af þegar ég tók myndina. Róska var alltaf með sígarettu í munninum. Allar konumyndir henn- ar eru af henni sjálfri. Þetta er því tvöfalt portrett." • „Á TÍMABILI tók ég mikið myndir af listamönnum. Stefán frá Möðrudal er listamaður sem allir kannast við og þetta er hans fræg- asta mynd. Hann stillti henni upp á Lækjartorgi en hún þótti of klúr og yfirvöld fjarlægðu hana. Myndin er tekin á vinnustofu hans sem var í Bankastræti." • „ÞETTA er ÁrsæU kafari. Ég var með syni nunum á gangi niðri í bæ og skyndilega vatt Arsæll sér að hon- um og bauð honum karamellu úr pokanum. Seinna sá ég að hann gerði þetta oft. Hann var mjög snöggur að gefa krökkunum sælgæti. Ársæll var mjög merkur maður og fékk meðal annars medalíu fyrir björgunar- afrek. Höfðinglegur karl."T • „MOKKA var lengi mitt aðal- og uppá- halds kaffihús enda sýndi ég þar fjórum sinnum. Ég kom þang- að inn til að fá mér kaffi þegar ég sá að gamla konan var að varalita sig. Ég náði tveimur eða þremur myndum án þess að hún tæki eftir mér. En konan er alltaf að hugsa um útlitið, ekki satt? Þessi mynd gæti verið uppstillt en hún er það ekki." • „ÉG VEIT sáralítið um þessa listakonu nema að hún heitir Ránka og ég spjallaði við hana og hún var viðræðugóð. Þetta er í Nýlistasafninu en ég fór þangað oft á opn- anir. Listakonan smellur svona fallega við verkið sitt."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.