Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 8
-8 ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR1998 MORGUNBLAÐIÐ h FRETTIR Helgi Hjörvar sló i gegn i próBtjöri Reykjavikurlistans: Kom, sá og sigraöi NU máttu sko aldeilis passa þig Árni minn, ég er komin með súper nagla í súpuna mína ... Skemmt- anaskattur afnuminn RIKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum sl. föstudag að skemmtana- skattur skyldi afnuminn úr lögum og verður það gert með frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á áfengisgjaldi o.fl. Björn Bjarnason menntamálaráðherra segir skemmt- anaskattinn barn síns tíma en síð- ustu lög um hann eru frá árinu 1970. Skemmtanaskattur hefur m.a. verið innheimtur af verði aðgöngumiða að kvikmyndasýningum, tónleikum og skemmtistöðum. Að sögn ráðherra hefur komið í ljós á undanförnum árum að æ erfið- ara hafi verið orðið að framfylgja lögunum og þess vegna hafi mennta- málaráðuneytið talið skynsamlegast að afnema þau. „Skatturinn hefur til dæmis verið lagður á aðgöngumiða að kvikmyndahúsum og var sá þátt- ur starfseminnar kærður til Sam- keppnisráðs, þar sem kvikmynda- húsaeigendur töldu skattinn ekki leggjast jafnt á þá alla," segir Björn. Aðspurður hvort annað gjald muni á einhvern hátt koma í staðinn fyrir skemmtanaskattinn segir hann svo ekki vera. „Ekki er ætlunin að setja nýjan skatt á skemmtanir landsmanna," segir hann. Skráning flugvéla hér á landi Fjöldi stórra flug- véla þrefaldast ÍSLENSKI flugflotinn hefur aldrei verið stærri en árið 1997 en í árslok voru skráð 332 loftför hjá loftferðaeftirliti Flugmálastjórnar eða tæp 1% fleiri en á sama tíma árið áður. Flugflotinn skiptist þannig: Þungar (stórar) flugvélar (yfir 5,7 tonnum) voru 41, léttar flugvélar (undir 5,7 tonnum) voru 255, sviffl- ugur voru 31 og þyrluflotinn var fjórar vélar. Á árinu 1997 fjölgaði þungum flugvélum um sex en hins vegar fækkaði í flotanum um þrjár léttar flugvélar og eina svifflugu. Mikil aukning á nýjum og endurnýjuðum skfrteinum hjá loftferðaeftirlitinu I frétt frá Flugmálastjórn segir að athygli veki að á síðastliðnum tíu árum hafi svokölluðum þungum fiugvélum, sem skráðar eru hér á landi, fjólgað um 260%. Árið 1987 voru þær sextán talsins en í árslok voru þær orðnar 41. Þetta eru flug- vélar sem eru þyngri en 5,7 tonn og nær allar í rekstri í innanlands- og millilandaflugi íslensku flugfélag- Bókanir: 570 8090 3 ferðir á dag ÍSLANDSFLUG gotir ttenim t&f% *S fítúaa anna. Alls voru 2.210 skírteini ein- staklinga ásamt flugkennara- og blindflugsáritunum í gildi hér á landi í árslok 1997 en það er 8% aukning á milli ára. Árið 1997 gaf loftferðaeftirlitið út 486 ný skír- teini til einstaklinga sem er 20% meira en árið áður. Auk þess end- urnýjuðu einstaklingar 525 skír- teini eða 15% fleiri en árið áður. Fjölmennustu hópar skírteinis- hafa í lok sl. árs 1997 voru: einka- flugmenn 575, atvinnuflugmenn 540, flugvéltæknar 246, flugnemar 164, flugkennarar 116, flugum- ferðarstjórar 89, flugvélstjórar 44, svifflugmenn 40 og flugumsjónar- menn 29. Árið 1997 fjölgaði í eftir- töldum hópum; flugnemum fjölg- aði um 36%, flugumsjónarmönn- um um 31%, flugkennurum um 13%, atvinnuflugmönnum um 8% og einkaflugmönnum um 5%. I eftirtöldum hópum varð hins veg- ar fækkun: Flugvélstjórum fækk- aði um 23%, svifflugmönnum um 10%, flugumferðarstjórum um 6% og flugvéltæknum fækkaði um 5%. Atvinnuflug- tnenn styðja baráttu sjó- manna MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi samþykkt: „Aðalfundur Félags íslenskra at- vinnuflugmanna haldinn 5. febrúar 1998 lýsir eindregnum stuðningi við kjarabaráttu Sjómannasambands íslands, Vélstjórafélags íslands og Farmanna- og fiskimannasambands íslands. Fundurinn fordæmir allar til- raunir til þess að brjóta niður sam- stöðu samtakanna með verkfalls- brotum eða öðrum ólögmætum að- gerðum." Fyrirlestur um barneignir ungs fólks Huga þarf að víðtæku forvarnastarfí Eru barneignir al- gengar meðal ungs fólks á íslandi? er yfirskrift fyrirlesturs sem haldinn er á vegum Rann- sóknastofu í kvennafræð- um í dag, þriðjudag. Sóley S. Bender, lektor og for- maður Fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir, flytur fyrirlesturinn. Hún segir að barneignir séu algengar meðal ungs fólks á íslandi þrátt fyrir að þeim hafi farið fækk- andi. „Þær eru rúmlega helmingi fleiri en á hinum Norðurlöndunum svo sem í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Fæðingartíðni meðal ungra stúlkna hér á landi á aldrinum 15-19 ára er um það bil mitt á milli hæstu og lægstu fæðing- artíðni í hinum vestræna heimi." Árið 1995 segir Sóley að tíðni fæðinga meðal ungra stúlkna hér á landi hafi verið 23,4 á hverjar þúsund konur. „Sama ár var tíðnin 8,3 í Danmörku, 8,6 í Sví- þjóð og 9,8 í Finnlandi." - Hver telur þú að sé skýring- ia á þessarí háu tíðni hérlendis? „Ég tel að margt geti skýrt þessa háu tíðni. Þó að ýmislegt hafi verið gert til að bæta kyn- fræðslu í skólum þarf að sjá til þess að hún nái til allra. Þjónusta varðandi getnaðarvarnir fyrir ungt fólk hefur ekki miðast sér- staklega við þarfir þess. Samfé- lagið hefur lagt ríka áherslu á mörg börn. Takmarkaður að- gangur er að vissum getnaðar- vörnum og verð þeirra of hátt." Sóley segir einnig eina af skýr- ingunum á hárri þungunartíðni ungra stúlkna vera takmarkaður aðgangur að svokallaðri neyðar- getnaðarvörn. „Þetta eru horm- ónatöflur sem ungar stúlkur geta tekið inn innan 72 tíma frá því að óvarðar samfarir áttu sér stað. Þar sem þessi getnaðarvörn hef- ur verið í notkun í töluverðan tíma, eins og t.d. í Hollandi, hef- ur það sýnt sig að fæðingartíðni er lág meðal ungra stúlkna. Árið 1995 var hún 4,2 þar í landi." - Hvað veldur því að fæðing- um hefur fækkað hérlendis? ,Á sama tíma og fæðingum hefur farið fækkandi í þessum aldurshópi þá hefur fóstureyð- ingum farið fjölgandi. Þetta þýð- ir að enn eru margar þunganir meðal ungs fólks." - Hafa viðhorf ungs fólks til barneigna veríð könnuð? „í landskönnun meðal 2.500 ungmenna frá 17-20 ára sem ég gerði árið 1996 kom í ljós að yfir- gnæfandi meirihluti hefur ekki hug á barn- eignum á þessum tíma ævinnar." - Hefur ungt fólk þá ekki greiðan aðgang að getnaðarvóm um ? „Jú, ég tel að ungt fólk geti nálgast þjónustuna á mjög mörgum stöðum. Það segir hins vegar ekki til um hvernig sú þjónusta kemur til móts við ungt fólk en samkvæmt landskönnun er meirihluti ekki fyllilega ánægður með hana. „Þær stúlk- ur sem hafa nýtt sér þessa þjón- ustu þora sumar hverjar ekki að spyrja spurninga, þeim finnst kvenskoðunin erfið og finnst líka erfitt að geta ekki rætt þessi mál betur." - Hefur veríð kannað hvernig ungmenni vilja hafa þessa þjón- ustu? „Já, í fyrrnefndri landskönnun Sóley S. Bertder ?Sóley S. Bender fæddist í Reykjavfk árið 1953. Hún lauk BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla íslands árið 1977. Sóley lauk MS-gráðu í fjölskylduáætl- un frá háskólanum í Minnesota árið 1983. Hún hefur starfað fyrir Landlæknisembættið að bættu kynfræðsluefhi í grunn- skólum landsins og stóð að stofhun Fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir (FKB) árið 1992 og hefur verið formaður þeirra frá upphafi. Sóley hefur ásamt samstarfshópi FKB unnið að þróun móttöku fyrir ungt l'ólk i Hinu húsinu. I samstarfi við vinnuhóp á kvennadeild Landspítalans vinnur hún nú að þróun móttöku þar um getnað- arvarnir. Sóley hefur verið starfandi lektor við námsbraut í hjúkrunarfræði í Háskóla ís- lands í tæp tíu ár. Eiginmaður Sóleyjar er Frið- rik Kr. Guðbrandsson læknir og eiga þau þrjú börn. Barneignum fækkar, fóst- ureyðingum fjölgar kemur fram að yfir 90% ungs fólks vill geta leitað til sérhæfðr- ar móttöku um kynlíf og barn- eignir. Það vill hafa slíka mót- töku utan veggja hefðbundinnar heilbrigðisþjónustu og leggur áherslu á að hún sé opin flesta daga vikunnar og helst síðdegis." Sóley bendir á að ungmennum finnist nauðsynlegt að auðvelt sé að nálgast þessa þjónustu og að starfsfólkið sé vingjarnlegt, hlusti á þau af athygli og sýni þeim virðingu. - Mun tillit verða tekið til þessara óska? „Það er mikilvægt að taka tillit til þeirra sjónvarmiða og skoða hvað hægt er að gera. Miðað við erlendar rannsóknir getur bætt þjónusta varðandi getnaðarvarnir ásamt öðrum aðgerðum lækkað tíðni barneigna í þessum aldurshópi. Hér þarf að huga að víðtæku forvarnar- starfi. má þess að á vegum um kynlíf og Geta Fræðslusamtaka barneignir var haustið 1995 farið í gang með móttöku fyrir ungt fólk í Hinu húsinu. Þetta er til- raunaverkefni á vegum samtak- anna og þarna er verið að leita annarra leiða til að ná til ungs fólks. Þeim býðst fræðsla og ráð- gjöf sem þau geta komið í sem einstaklingar eða í hóp til að ræða um kynlíf, getnaðarvarnir og barneignir. Auk þess hefur þar verið veitt ráðgjöf í síma." Fyrirlestur Sóleyjar verður haldinn í Odda í stofu 201 klukk- an 12 í dag. t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.