Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 26
26 n [U0Aqi])nvöiM MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRUAE 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Albright segir Bandaríkin hafa „það vald sem þarf' Washington, London, Kúveit, Moskvu, iítíin. Baghdad. Reuters. MADELEINE Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkjamenn hefðu vald, ábyrgð, möguleika og vilja til að hefja umtalsverðar hernaðaraðgerð- ir gegn frak ef ekki tækjust samn- ingar um vopnaeftirlit Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Baghdad. „Ef stefna íraskra stjórnvalda breytist ekki er okkur nauðugur einn kostur að grípa til harkalegra aðgerða... Velkist ekki í vafa. Við höfum það vald sem þarf, berum ábyrgðina, eigum möguleikann og höfum viljann," sagði hún í ræðu í gær, þar sem hún ræddi aðallega um stækkun Atíantshafsbandalagsins (NATO). Hún tók fram að þau Evr- ópuríki sem síðast hefði verið boðin aðild, Pólland, Ungverjaland og Tékkland, styddu Bandaríkjamenn til aðgerða í írak. Hússein Jórdaníukonungur sagð- ist í gær ekki geta lýst stuðningi við árásir sem myndu koma niður á óbreyttum borgurum í írak. Hussein sagði þetta að loknum fundi með Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, í London í gær. Sagði Hussein að íraska þjóðin hefði „liðið nóg". Skoraði hann á Iraka að komast hjá árásum með því að fylgja samþykkt- umJSÞ og leyfa vopnaeftirlit. Á fundinum tjáði Blair konungin- um að Bretum væri ljóst að hætta væri fólgin í því að gera árás á írak, en gætu samt ekki útilokað mögu- leikann á að tíl þeirra yrði gripið. Cohen sannfærður William Cohen, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, kom í gær til Kúveit frá Saudi-Arabíu, og sagði á fréttamannafundi að möguleikarnir á samningalausn á deilunni við f raka færu sífellt minnkandi. „Ef samn- ingaleiðin bregst ber Saddam Hussein alla ábyrgð á afleiðingun- um," sagði Cohen. Eftir að hafa átt fundi með ráða- mönnum í Saudi-Arabíu á sunnudag sagði Cohen að hann væri sannfærð- ur um eindrægan stuðning og sam- starf þeirra. Hann vildi ekki greina í Á KAFFIHUSI í Baghdad spiluðu menn kotru og reyktu pípu í gær. Reuters smáatriðum hvað farið hefði þeim í milli, en sagði stjórnvöld í Saudi- Arabíu „eindregið fylgjandi veru okkar á Persaflóa". Sultan prins, varnarmálaráðherra Saudi-Arabíu, sagði á sunnudag að þarlend yfirvöld væru ekki hlynnt því að gerð yrði árás á írak, en ekki var ljóst hvort hann átti við að Saudi-Arabar myndu hafna hernað- araðgerðum undir öllum kringum- stæðum. Cohen hélt í gær áfram frá Kúveit til Oman, en hann mun heim- sækja sex ríki við Persaflóa í för sinni. Óljóst með Baghdad- för Annans Jevgeníj Prímakov, utanríkisráð- herra Rússlands, sagði á sunnudag að viðræður við frösk stjórnvöld um áframhald vopnaeftirlits snerust fyrst og fremst um það með hvaða hætti eftirlit í forsetahöllum í Bag- hdad myndi fara fram. Ekki væri rætt um að hverfa frá neinum meg- inatriðum eftirlitsins. Borís Jeltsín Rússlandsforseti sagði í gær að Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, myndi fara til Baghdad og hafa milli- göngu um sáttatilraunir í vopnaeftir- litsdeilunni. Annan sagði hins vegar í gær að hann hefði engar áætlanir gert um að fara til Baghdad í bráð, en tals- maður framkvæmdastjórans sagði síðar að slík fór væri ekki með öllu útilokuð. Irakar ræða stöðuna Saddam Hussein, forseti íraks, hefur átt fundi með háttsettum emb- ættismönnum til þess að ræða „nú- verandi stjórnmálastöðu", að því er Iraska fréttastofan greindi frá í gær. Fjórir embættismenn, þ.á m. Tareq Aziz aðstoðarforsætisráðherra sátu fundinn með forsetanum. Fréttastof- an greindi ekki frekar frá því hvað rætt var. Utanríkisráðherra íraks, Mo- hammed Saeed al-Sahaf, hélt í gær frá Baghdad til ferðar um arabaríki til þess að leita stuðnings leiðtoga gegn aðgerðum Bandaríkjamanna. Fulltrúi stjórnarflokksins í Irak tjáði Reuters að al-Sahaf myndi fara til Sýrlands, Egyptalands og að öllum líkindum Líbanons. Iraska frétta- stofan sagði leiðina einnig myndu liggja til Jórdaníu. Háttsettur embættismaður í stjórnarflokknum kom til Marokkó á sunnudagskvöld og mun ennfremur halda til Alsírs og Túnis í svipuðum erindagjörðum. Norman Schwarzkopf, sem var yf- irmaður herafla Bandaríkjamanna í Persaflóastríðinu 1991, sagði á sunnudag að Saddam Hussein kynni að vera reiðubúinn til þess að verða fyrir árás Bandaríkjamanna til þess að fá viðskiptaþvingunum á Irak aflétt. Schwarzkopf sagði ennfremur að árás myndi að Mkindum engu breyta um andstöðu Saddams við vopnaeftirlit SÞ, sem komið var á í kjölfar stríðsins 1991. Shevardn- adze sýnt banatilræði Tbílisi. Reuters. EDÚARD Shevardnadze, forseta Georgíu, var sýnt banatilræði í gær en hann komst lífs af, að sögn tals- manns hans. „Reynt var að ráða forsetann af dögum," sagði talsmaðurinn, Vhakhtang Maskhulia. „Það varð sprenging. Forsetinn er á lífi og er í bústað sínum í borginni." Fréttamenn á staðnum sögðu að svo virtist sem sprengjum hefði verið kastað á bíla- lest forsetans þegar hann var á leið til embættisbústaðar síns í Tbilisi. Að sögn Maskhulia beið einn lífvarða for- setans bana og þrír særðust. Shevardnadze var í brynvarinni bifreið og fréttamennirnir sögðu að hún hefði skemmst af völdum elds og gat hefði verið á vélarhlíf hennar. Shevardnadze, sem var utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, var einnig sýnt banatilræði við þinghúsið í Tbil- isi 29. ágúst 1995. Forsetinn lýsti til- ræðismönnunum sem hermdarverka- mönnum er vildu að „mafían" kæmist til valda í landinu. -----------???--------- Rajih kominn til Noregs Ósld. Morgunblaðið. MANSUR Rajih, sem sat í fangelsi í 15 ár í Jemen vegna stjórnmálaskoð- ana sinna, var látinn laus um helgina og kom til Noregs síðdegis í gær. Við komuna til Stavangerflugvallar kvaðst Rajih vart eiga orð til að lýsa þakklæti sínu. Mannréttindasamtökin Amnesty International, norska rithöfundasam- bandið, PEN-samtökin og fleiri hafa um árabil barist fyrir því að Rajih yrði látinn laus. Árið 1984 var hann dreginn fyrir dómstóla og dæmdur sekur um morð sem hann mun ekki hafa framið. I fangelsinu var Rajih beittur miklu harðræði, í sjö ár var honum haldið í fótjárnum og sætti pyntingum um átta mánaða skeið. Afrah Ghalyoun, eiginkona hans, kom með honum til Noregs. Við kom- una þakkaði Rajih öllum þeim sem hafa unnið að því að fá hann lausan, en bætti við að halda yrði áfram bar- áttu fyrir mannréttindum. „Sem fórnarlamb veit ég hversu mikilvægt það er." Hjálparsamtök staðfesta fjölda fórnarlamba jarðskjálftanna í norðurhluta Afganistan Slæmt veður og sam- göngur hamla aðstoð Dashtekala f Afganistan. Reuters. AFGANSKIR embættismenn greindu frá því í gær að alls hefðu nú verið grafin lík 3.800 fórnarlamba jarðskjálftanna sem riðu yfir norður- hluta landsins í síðustu viku. Margra væri þó enn saknað. Hópur starfs- manna hjálparsamtakanna Læknar án landamæra staðfestu í gær að fórnarlömb skjálftanna hefðu vafa- laust verið fleiri en 4.000. Slæmt veður hamlaði enn bjórg- unaraðgerðum í gær. í nágrenni hörmungasvæðisins, í Takhar-hér- aði, hafði aðeins tekizt að lenda einni lítilli flugvél á vegum Rauða krossins og annarri frá Pakistan, sem flutti nokkur hundruð kíló af ábreiðum og lyfjum til nauðstaddra. Fjórum vöru- bílum sem á sunnudag lögðu, á veg- um matvælahjálpar Sameinuðu þjóð- anna, upp frá Faizabad i Afganistan, skammt frá landamærunum við Ta- djíkistan, tókst í gær að komast með 19,5 tonn af hjálpargögnum alla leið upp í hin afskekktu fjallahéruð sem urðu verst úti í skjálftunum. Sænskir jarðfræðingar segja að sterkasti jarðskjálftinn sem skók héraðið á miðvikudag í síðustu viku hafi verið 6,1 að styrkleika á Richterskvarða. Að sögn talsmanna afgönsku stjórnarandstöðuhreyfing- arinnar, sem ræður mestu í hérað- inu, fórust 250 manns til viðbótar í eftirskjálftum um helgina. 10-15.000 manns voru sögð heimilislaus. Gífurlegt tjón Hjálparsamtökin Læknar án landamæra (MSF) voru fyrsti óháði aðilinn sem komst í aðstöðu til að meta hvert manntjónið hefði í raun orðið, en það reyndist mjög nærri því sem talsmenn hvorratveggju, Ta- leban-stjórnarinnar í Kabúl og fjandmanna hennar í hreyfingu stjórnarandstæðinga, höfðu áætlað. „Tjónið er gífurlegt. Það er algjört neyðarástand. Tíminn er að hlaupa frá okkur. Við höfum ekki hugmynd um hve margt varð heimilislaust eða slasaðist, en það er öruggt að fleiri en 4.000 létu lífið," sagði Bart Oftyn, sem er á vegum MSF á vettvangi, fréttamönnum Reuters í símasamtali tiJ Islamabad. Mat samtakanna var byggt á vett- vangsskoðun tveggja hópa, lækna sem starfa á vegum MSF og með- lima Alþjóðanefhdar Rauðakrossfé- laganna (ICRC). Þessum hópum tókst að komast á vettvang um helg- ina þrátt fyrir slæmt flugveður og eyðilagða vegi. Sameinuðu þjóðirnar, Rauði krossinn og aðrar hjálparstofnanir eru að reyna að koma meiri hjálpar- gögnum á neyðarsvæðið með flugi, á vörubílum og á asna- og hestbaki frá Pakistan í suðri og Tadjíkistan í norðri. Áætlað er að 300 tonn af mat og lyfjum dugi til að sjá 15.000 manns fyrir ýtrustu nauðsynjum í fjórar vikur. Stdrátaks þörf Jón Valfells, upplýsingafulltrúi Al- þjóðanefndar Rauða krossins í Genf, sagði í samtali við Morgunblaðið að þær upplýsingar sem hingað til hafi borizt frá jarðskjálftasvæðinu beri með sér að stórs átaks sé þörf til að lina þjáningar fólks þar. Þar sem vegir séu rofnir, bæði vegna borg- arastríðsins sem enn geisar í landinu og vegna aurskriða sem fylgdu í kjöl- far skjálftanna, sé mjög erfitt að koma hinum nauðstöddu til hjálpar. Til dæmis um önnur vandamál sem torvelda hjálparstarfið nefndi Jón að vörubíl með hjálpargögnum, sem Rauði krossinn sendi af stað frá Tadjíkistan, hefði verið visað til baka frá landamærunum, þar sem landamæraverðirnir tóku ekki í mál að hleypa bílnum yfir vegna þess að bílstjórinn var með rússneskt vega- bréf. I Megínbrotabelti Afganistans Upptök skjálflans Heimild: National Geographic Society, Restless Earth Yh'r-misgengi. m Örin sýnir £J rekstefnu Sniðgengi j^ Örvamarsýna \r-j stefnutogkrafta V1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.