Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 33 ffltor$wtoU&íb STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MARIUKVÆÐI Hjálpa þú mér helg og væn, himnamóðirin bjarta: legðu mína bljúgu bæn barninu þínu að hjarta. Þámunu ávalt grösin græn ígarðinum skarta, ígarðinum mínum skarta. Bænheit rödd mín biður þín, blessuð meðal fljóða; vertu æ uns ævin dvín inntak minna ljóða; móðir guðs sé móðir mín og móðir þjóða, móðir allra þjóða. Kenn mér að fara í för þín ein, fram að himnaborðum, leiddu þennan litla svein, líkt og son þinn forðum. Líkt og Krists sé heyrn mín hrein að hlýða orðum, hlýða þínum orðum. VOR HINSTIDAGUR ER HNIGINN Vor hinsti dagur er hniginn afhimnum í saltan mar. Sú stund kemur aldrei aftur, sem einu sinni var. Og sólbrendar hæðir hnípa við himin fölvan sem vín: það er ég sem kveð þig með kossi, kærasta ástin mín. Því okkur var skapað að skilja. Við skiljum. Og aldrei meir. Það lífkemur aldrei aftur, sem einu sinni deyr. Halldór Kiljan Laxness HALLDÓR KILJAN LAXNESS „SA SEM EKKILIFIRISKALDSKAP LIFIR EKKIAF HÉR Á JÖRÐINNI" Afforsíðu Hér er komið örnefnið Brekkukot og Brekku- kotsannáli sem birtist fjórum áratugum síðar. Þar segir svo um klukkuna góðu: „Og nú hef ég upp þessa bók þarsem klukkan okkar gamla stendur heima í stofunni í Brekkukoti og er að tifa. I þess- ari klukku var silfurbjalla. Sláttur hennar var með skæru hljóði og heyrðist ekki aðeins um allan bæ- inn hjá okkur, heldur einnig uppí kirkjugarð." Þessi klukka hafði getað sagt fyrir um giftingar og mannslát. Og drengnum heyrist hún segja ei-líbbð ei-líbbð, þegar hún tifar. Hann spurði afann í Brekkukoti, hvort eilífðin væri kvikindi. En Björn í Brekkukoti sem veiddi stundum hrokkelsi drap því á dreif. Ömmusystir Halldórs, Guðrún Klængsdóttir, bjó ásamt Magnúsi manni sínum í Melkoti sem varð að Brekkukoti í sögunni. Hann var grá- sleppukarl eins og afinn í Brekkukoti. Hjá þeim gisti Halldór stundum sem barn og fjórtán ára gamall minnist hann þeirra í Morgunblaðinu. Amman og Björn í Brekkukoti, sjálfir fulltrúar fjallræðunnar, kenndu Halldóri Guðjónssyni að rækta garðinn sinn. Mannsaldur er liðinn frá því skáldið minntist fyrst í Morgunblaðinu Guðnýjar Klængsdóttur, Guðrúnar systur hennar og Magnúsar eiginmanns hennar í Melkoti. Þau eru ásamt öðru fjallræðufólki sá taoismi, sem Halldóri Kiljan Laxness hefur verið notadrýgstur í baráttunni fyrir betri tíð. Skáldið hefur ekki þurft að kúldrast í Kína til að finna þær fyrirrnyndir sem bezt hafa dugað honum, „því sem manni er trúað fyrir, því er manni trúað fyrir," seg- ir Guðrún Jónsdóttir í Innansveitarkroniku. í formála fyrir Syrpu úr verkum Halldórs Lax- ness komst ég m.a. svo að orði: „Ef mér skjátlast ekki er þetta hógværa og hjartahreina fjallræðu- fólk hið næsta sem skáldið telur sig hafa komizt sannleikanum." Þegar Halldór Kiljan Laxness er allur hverfur hugurinn ekki sízt til þessa fólks sem var svo áreiðanlegt í orðum sínum og gjörðum að minnti helzt á þær klukkur sem skáldið lýsir í verkum sínum. Sjálfur hefur hann haldið fast utanum það sem honum er dýrmætast og aldrei sleppt taki af því, sem honum var ungum trúað fyrir. Brauðinu dýra. Við kynnumst ekki endilega þessu heilsteypta fjallræðufólki í sögum Halldórs Kiljans Laxness, heldur viðhorfum hans sjálfs, uppgjöri sem er ekki sízt mikilvægt þegar haft er í huga, að sá veruleiki er heldur lítils virði, sem er einungis dagleg hrá- slagaleg endurtekning afstæðs hversdagsleika, án drauma og skáldskapar. An dulúðar, án sakramentis; án mikilvægrar arfleifðar. Halldór Kiljan Laxness var ekki einungis merkastur íslendinga um sína daga, víðlesinn skáldsagnahöfundur og boðberi mikillar arfleifðar, heldur var hann einnig - og ekki síður, einn allra skemmtilegasti höfundur samtlmans. Hann reynir í verkum sínum að finna miðþyngdarstað þjóðfélags- legs jafnvægis en setti sér aldrei það takmark að boða Stórasannleik í skáldskap sínum. Þegar hann var að líta í kringum sig upprennandi skáldsagna- höfundur í eden æsku sinnar gerði hann sér aftur á móti grein fyrir því, „að það starf sem ég gæti hugsað mér væri að leita að upptökum Nílar," eins og hann kemst að orði í fyrrnefndri Sjömeistara- sógu. Og hann átti margvíslegt og gott veganesti. „Það verður litið til þín Dóri minn," voru síðustu orðin sem Guðjón í Laxnesi sagði við Halldór son sinn. Ævisaga sem vegur salt milli sögu og skáld- verks kallar á skáldlegt leiftur af þessu tagi. Ein slík setning sem verður leiðsögustef mikillar ævi er meira í ætt við ævintýri skáldskaparins en hvunn- dagslegt tal á hverfulli stund. En það er einmitt af slíkri reynslu sem skáldskapur rís úr öskustó hvers- dagslegra viðburða. Ein setning þessa stillta ágæta manns, Guðjóns í Laxnesi, í kirkjufordyrinu að Lágafelli hefur fylgt sögupersónunni Halldóri Kilj- an Laxness eins og örlagastef íslenzkra fornsagna. Halldór Kiljan Laxness ræktaði arfleifðina meir og betur en nokkur annar. Hann segir að íslend- ingur lækki aldrei svo mjög í sjálfsvirðingu eins og þegar hann rekst á annan Islending sem er honum ofjarl í Eddu. Það sé eins og að vera búinn að gleyma ömmu sinni. Það er í senn skemmtilegt og eftirminnilegt að fylgja skáldinu eftir og drekka í sig andrúm þess afstæða sannleika sem verður honum að yrkisefni. Hann er hlýr og nærgætinn við þá sem tóku að sér ungan dreng af Norðurpólnum en það var löngum einkenni hans að gleyma ekki því sem honum var vel gert. En þegar hann lenti í útistöðum við ein- hvern átti hann erfitt með að skilja að til slíks gæti komið, því sjálfur væri hann einstaklega friðsamur maður og lítt uppáþrengjandi við aðra. En hann vildi fá að skrifa það sem á hugann leitaði, frjáls eins og fuglinn, og þannig lifði hann alla tíð. Hann dagaði ekki uppi í neinum steingervingum heldur leitaði hann sér nýrra viðfangsefna, nýrra hug- mynda og kom okkur ævinlega á óvart með afstöðu sinni. Hann var ekki fugl á hendi. Hann var frjáls ... frjáls eins og hugur skáldsins. Halldór Kiljan Laxness leitaði víða fanga. Ung- um þótti honum í senn gaman og mikilvægt að frýnast í verk allskyns höfunda, ekki sízt norskra; segist aldrei hafa losnað til fulls undan áhrifum Hamsuns, nefnir sveitasögur Bj0rnsons heimsbók- menntir og Ijóstrar því loks uppi að kveikjan að Sölku Völku hafi leynzt í lítt þekktri bók eftir Jónas Lie. Skáldið reisti flest verk sín á heimildum og má nefna íslandsklukkuna, Heimsljós, Gerplu og Paradísarheimt. En úr því fer hann að skrifa skáldsögur um minningar, Brekkukotsannál, Guðsgjafaþulu og Innansveitarkroniku; síðan Sjömeistarasóguna og hliðstæður hennar og verð- ur þá einatt erfitt að skilja á milli skáldskapar og sannfræði. Athyglisvert er að í minningasögunum vitnar Halldór í síðustu skáldsögur sínar eins og væru þær einnig skáldsögur í ritgerðaformi. Halldór Kiljan Laxness hefur sagt margt um fornsögur okkar. Þangað hefur hann sjálfur sótt fyrirmyndir eins og talað er um í bók okkar Skegg- ræðum gegnum tíðina og þar taldi hann að íslenzk menning og arfleifð hefði risið hæst. Það er auðvelt að heimfæra hans eigin orð um fornsögurnar upp á Innansveitarkroniku þótt hann hafi ekki gefið henni þá einkunn sem hún á skilið svo glitrandi og hnitmiðað listaverk sem hún er en jafnframt ein- falt og samið utan um eina hugmynd sem sprottin er úr hversdagslegum hlutveruleika; hann sagði að margar fornar sögur væru skrifaðar utan um eitt- hvert eitt mál, eina eða tvær hetjur, „oft eitthvert mjög einfalt grundvallaratriði", síðan sýna höfund- arnir kunnáttu sína og snilli, „hæfileika í því að láta þetta litla umræðuefni þróast í höndunum á sér. Það eru engin takmörk fyrir því, hvað það get- ur orðið altækt og í rauninni stórfenglegt." Sem sé, að hér hafi verið einhvers konar skóli eða hópur mikilla rithöfunda sem náðu svo langt í þeirri list „að búa til sögu rétt", að einsdæmi er. I Skeggræðunum segir m.a. svo undir kaflaheit- inu Mosdæla saga: „Halldór Kiljan Laxness segir um Innansveitarkroniku sína að þar hafi hvert ein- asta pút og plagg grundvöll í veruleikanum og raunar mætti taka enn dýpra í árinni því að margt rís þar á bréfuðum og bókfærðum staðreyndum. Þannig er kronikunafngiftin í rökréttum tengslum við efnið." „Eitt og annað er liðkað til í frásögninni," segir skáldið, „í því skyni að gera hana formfegurri; ár- töl, nöfn eða staðir standa ekki altént heima. Eg var að leita til baka, til upphafs skáldsögunnar, þar sem hún byrjar í kroniku eða eftirlíkingum af kron- iku. Skáldsaga er ritstýrð sagnfræði og eftirlíkt sagnfræði. Maður þykist vera að tala um veruleika, en það er sá veruleiki þar sem höfundurinn skipar hlutunum sjálfur í röð, „rétta" röð, a.m.k. eftir sinni beztu samvizku. Það er tilraun til að fá lesandann til að trúa sagnfræði, sem maður hefur ritstýrt sjálfur eða búið út. En skáldsaga er samt að því leyti raunveruleg, að höfundurinn getur aðeins sagt frá atburðum, mönnum, hugmyndum, flækjum og árekstrum, sem hann hefur sjálfur lifað. Hann hef- ur fólkið í handraða, a.m.k. í bútum, setur síðan bútana saman. Höfundurinn getur ekki farið út fyr- ir sína eigin reynslu; en hann ritstýrir henni. Hann býr sér til grind sem er þegar bezt lætur eins rök- rétt og grind í húsi, síðan fyllir hann upp í grindina með reynslu sjálfs sín. Annað hefur hann ekki fram að færa en reynslu sjálfs sín. Maður er andsvar við þeim áhrifum, sem hann verður fyrir í lífinu." Þarna segir skáldið skýrt og skorinort frá því hvað fyrir honum vakir og þurfa menn ekki að ganga í grafgötur um það. En við þurfum ekki KRISTJÁN Albertsson og Kristján Karlsson samfagna Halldóri Kiljan Laxness og Auði konu hans á 75 ára afmæli Nóbelsskáldsins. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon heldur að velta vöngum yfir markmiðum hans, svo glögga grein sem hann gerir sjálfur í Sjömeistara- sögunni fyrir tilgangi sínum og takmarki í lífi og verkum. Hann segir ungur: „Það starf sem ég gæti hugsað mér væri að leita að upptökum Nflar." Sú Níl sem hefur heillað könnuðinn Halldór Kiljan Laxness á sér margar kvíslar - og kannski er hún ekki til nema í skáldskap eða eins og skáldið segir í óviðjafnanlegum kafla þegar hann kemur með handritið að Barni náttúrunnar til föður síns: Dáið er alt án drauma... Um þessa vísu sagði faðir hans, Guðjón í Lax- nesi: „Þetta er þekkileg vísa," sagði hann. „Ég vissi altaf þú værir dálítið hagmæltur Dóri minn." Þessi athugasemd er öðruvísi í kaflanum sem Morgunblaðið fékk að birta áður en Sjömeistara- sagan kom út, en það var sunnudaginn 29. október 1978, þar er þetta svo - og breytti skáldið því í síð- ustu próförk ...: „Þetta er þekkileg vísa," sagði hann. „Ég vissi ekki þú værir svona hagmæltur Dóri minn." En Guðjón í Laxnesi hafði heyrt eldri vísu eftir son sinn sem honum líkaði vel og vissi að hann væri „dálltið hagmæltur". Þessa vísu orti drengurinn ellefu ára og fjallar hún um Esjuna eins og bókfært er undir lok Sjömeistarasögunnar. Þannig geta skáldsögur í ritgerðarformi átt með köflum rætur í gallhörðum staðreyndum og er full ástæða til að leiðrétta þann skáldskap sem vex úr slíkum veruleika; eða hvað? í Skeggræðunum segir ennfremur svo: „Það hlýtur að vekja athygli, að í skáldverki Halldórs Laxness Kristnihald undir jökli, segir á einum stað: „Vinnan er guðs dýrð," sagði amma mín. Og seinustu orð Jóns Prímusar við Umba í þeirri sömu bók eru: „Sá sem ekki lifir í skáldskap lifir ekki af hér á jörðinni." Þau orð minna á ljóðið í Barni náttúrunnar. Dáið er alt án drauma og dapur heimurinn." Svona huldufólkskvæði voru Halldóri Kiljan Laxness í blóð borin. Þau fylgdu honum að síðustu krossgötunum. Allt hverfur til upphafs síns og upphaf Nílar í þessu tilfelli er í skáldinu sjálfu. I samtölum okkar kvað Halldór Kiljan Laxness jafnvel svo fast að orði að hann hafi alltaf lesið fornsögurnar „vegna þess að mér finnst þær skemmtilegar og áhugasamar, en ekki sagnfræði." Og það flögraði jafnvel að honum að „það væri ekki nokkurt sagnfræðilegt orð í Heimskringlu." Þessi rit, jafnvel konungasögurnar, væru þannig skáldsagnabókmenntir í eðli sínu og menn verði að leita sagnfræðinnar annars staðar enda koma stað- reyndir ritanna síður en svo alltaf heim og saman við gallharðar heimildir. List Halldórs sjálfs er af sömu rótum runnin. Það er því óhætt að skyggnast um í verkum hans með því hugarfari að um sé að ræða svipaðar skáld- sagnatæknilegar aðferðir í ýmsum ritum hans og við þekkjum af fornsögunum. Tilgátan stenzt ef farið er í saumana á þessum verkum, t.a.m. Njálu. Sögurnar eru augljóslega skrifaðar út úr arfsögn- um og umhverfi með sama hætti og Halldór skrif- aði Innansveitarkroniku og Guðsgjafarþulu en í Þulunni segir að Íslands-Bersi hafi verið hetja eins og Grettir sterki og því hefur verið ærin ástæða til að skrásetja sögu hans, ekki síður en Grettlu. í Skáldatíma segir að í Sjálfstæðu fólki hafi hetjuskapur manns verið útmálaður eins og í ís- lendinga sögum án tillits til málstaðar hans, „og málstaður Bjarts var vondur frá hérumbil öllum sjónarmiðum nema hetjuskap hans." Ég hef af augljósum ástæðum gert mér far um að kynna mér sérstaklega dæmigerðar „fornsög- ur" Halldórs Kiljans Laxness og þá með aðstoð skáldsins sjálfs eins og sjá má af þeim ritgerðum sem ég hef skrifað um þær. I ljós hefur komið að margt í þeim á við rök að styðjast en annað er frumsamið frá rótum og skrifað inn í söguna eins og það styddist við sögulegar heimildir eða upplif- un skáldsins sjálfs. Þannig eru íslendinga sögur einnig skrifaðar. Það færi enginn nú á dögum að leita sagnfræðilegra heimilda um 10. og 11. öldina í þessum ritum þótt þau lýsi ýmsu sem þá einkenndi mannlífið og þjóðfélag höfundanna sjálfra á 13. öld, ekki frekar en sagnfræðingar framtíðarinnar færu að leita heimilda um sögu Mosfellshrepps í ínnan- sveitarkroniku eða sannleikans um Óskar Hall- dórsson og atvinnusögu hans í Guðsgjafaþulu. Rit Asgeirs Jakobssonar fjallar aftur á móti um þá hlið málsins. Skáldverk Halldórs Kiljans Laxness fjalla ekki um sannfræði. Þau eru aftur á móti ómetanleg heimild um persónurnar sem um er fjallað og lýsa þeim skrýtnu og þverstæðufullu en oft og einatt glettnu örlögum sem þeim eru ætluð. Þessi rit eru sem sagt heimild um manninn; mann allra tíma svo lítið sem mannskepnan breytist þótt umbúðirnar um líf hennar séu aðrar en áður. En eins og við getum séð sjálf okkur í skáldsagnapersónum Hall- dórs Kiljans Laxness, þannig þekkjum við margt í fari okkar og örlögum í fornum, ritstýrðum sögum; og þá jafnvel einnig í fornum grískum hetju- og goðsögnum, enda eru þær skrifaðar af venjulegu fólki en hvorki hetjum né guðum. Og þegar upp er staðið er öllu svo vel fyrir komið í þessum listrænu verkum að engu er líkara en örlögin sjálf hafi skrifað þau'; eða eins og Schopenhauer benti á, að líf okkar væri svo rökrétt og úthugsað þegar við litum um öxl á gamals aldri að engu væri líkara en það hafi verið fyrirfram ákveðið. En að dómi hans hefur þó allt stjórnazt af blindum vilja okkar sjálfra, eða eins og skáldverki er stjórnað af höf- undi sínum - og þá eins og Halldór Kiljan Laxness lýsir í samtölum okkar um Innansveitarkroniku. Þótt Halldór Kiljan Laxness hafi ekki ræktað ljóðlistina sérstaklega, þá er hann mesta ljóðskáld okkar í óbundnu máli sagnatexta og má vel vera að það ráði mestu um vinsældir hans. Ljóðelskir les- endur hafa dregizt að þessum ljóðræna andblæ í verkum hans en hafa svo fengið hetjuna í ýmsum myndum í kaupbæti, þótt Gerpla teljist að vísu andhetjulegt verk. Helzta afrek Halldórs Kiljans Laxness, auk mik- ilvægra táknlegra samtímaskírskotana, er fólgið í því að hann bjó til eftirminnilegt, sérstætt og sann- færandi tungumál sem hefur hvergi verið talað nema í skáldverkum hans. Þannig skrifaði hann sig framhjá þeim einssamtölum sem eyðileggja marg- ar íslenzkar skáldsögur. Halldór Kiljan Laxness er allur. Klukkurnar hættar að tifa en skáldið lifir í verkum sínum. Þar eru krossgötur lífs og eilífðar. Þann dag sem ís- lendingar gleyma ritsnilld Halldórs Kiljans Lax- ness gegna þeir ekki lengur hlutverki sínu sem þjóð. Og þá verður fámenni þeirra ekki umtalsvert nema vegna þess eins að það verður aumkunar- legt; broslegt. Þá munu þeir ekki einasta hafa gleymt ömmu sinni, heldur Eddu líka en sumir telja merkingarfræðilegan skyldleika með þessum tveimur orðum. Vonandi að klukkan glymji þeirri framtíð sem Halldór Kiljan Laxness óskaði þjóð sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.