Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Lögmaður — fasteignasala Öflug fasteignasala óskar eftir samstarfi við hæstaréttar- eða héraðsdómslögmann. Mjög góð vinnuaðstaða er fyrir hendi. Starfið býður uppá mikla möguleika við önnur störf samhliða fasteignasölu. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., fyrir 13. febrúar, merktar: „L — 3466". HÚSNÆBI ÓSKAST 3ja—4ra herb. íbúð óskast Leitum að 80 fm (ekki minni) íbúð fyrir traust fyrir- tæki í miðbæ Reykjavíkur eða vesturbænum. Vinsamlega hafið samband. |1 ■iEIGULISTINN sími 511 1600. RAÐAUGLÝSINGAR TIL SÖLLf Glæsilegur veitingastaður Vorum að fá í einkasölu glæsilegan veitinga- stað, sem rekinn ersem kaffitería og kaffihús, veislueldhús og veitingastaður með heilsu- fæði, sem aldeilis er vinsælt í dag. Fyrirtækið er frábærlega staðsett og vel tækjum búið. Allar nánari uppl. gefur fyrirtækjasala Hóls. Hóli — fyrirtækjasala, Skipholti 50b, sími 551 9400. ®Verslunin íslenskur heimilisiðnaður Heimilisiðnaðarfélag íslands auglýsirtil sölu rekstur á versluninni í Hafnarstræti 1—3. Áhugasamir leggi nöfn sín inná afgreiðslu Mbl. fyrir 20. feb., merkt:,, Heimilisiðnaður". Er við því að búast? Semja sjómenn uppréttirvið útgerðirsem Alþingi afhendirfiskikvóta til veiða, útleigu, veðsetningar og sölu? Bókin Skýrsla um sam- félag, sem lýsir stjórnarfari íslendinga, fæst í Leshúsi, Bókhlöðustíg 6b, opið kl. 16—19. KEISIIMSLA Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. íbúð óskast á svæði 107 2ja—3ja herbergja íbúð óskast á svæði 107 til leigu sem fyrst. Leggið inn nafn og símanúmer á afgreiðslu Mbl. merkt: „I — 3471". FUIMDIR/ MAMIMFAOMABUR Opinn kynningarfundur um aðalskipulag Akureyrar 1998—2018 Skipulagsnefnd Akureyrar boðartil almenns kynningarfundar um tillögu að aðalskipulagi Akureyrar 1998—2018 miðvikudaginn 11. febrúar nk. kl. 20.30 í félagsmiðstöðinni við Víðilund. Hlutverk aðalskipulags er að marka stefnu um þróun byggðar, landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál. Kynntarverða helstu forsendur og markmið tillögunnar og breytingar frá gildandi aðalskipulagi. Að lokinni kynningu verður tillagan lögð fyrir bæjarstjórn til fyrri umræðu og síðan auglýst og höfð til sýnis í 6 vikur. Almenningur á þá kost á að kynna sértillöguna og gera við hana athugasemdir eins og kveðið er á um í skipu- lagslögum. Skipulagsstjóri Akureyrarbæjar. Aðalfundur Löggildingarnámskeið í fótaaðgerðafræðum Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, í samvinnu við menntamálaráðuneytið og Fjöl- brautaskólann við Ármúla, ráðgerir að halda löggildingarnámskeið í fótaaðgerðafræðum laugardaginn 14. mars 1998 — föstudagsins 20. mars 1998. Rétt til að taka þátt í ofannefndu námskeiði eiga þeir, sem lokið höfðu námi í fótaaðgerð fyrir gildistöku reglugerðar nr. 184, 17. apríl 1991, útgefinni af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, um menntun, rétt- indi og skyldurfótaaðgerðafræðinga, enda hafi þeir eigi áður hlotið starfsleyfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Þeir, sem áhuga hafa og telja sig eiga rétt á að taka þátt í þessu námskeiði, láti skrá sig á skrifstofu Fjölbrautaskólans við Ármúla, sími 581 4022, fyrir 20. febrúar 1998. Þátttökugjald kr. 20.000. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Kennsla einhverfra Umsjónarfélag einhverfra auglýsir námsstefnu: Kennsla einhverfra, frá kenningum til að- gerða. Námsstefnan verður haldinn þann 17. og 18. febrúar. Þau Theo Peeters og Hilde De Clercq frá Belgíu munu flytja erindi. Þau hafa haldið fyrirlestra um einhverfu út um allan heim. Námsstefnan er einkum ætluð for- eldrum og fagfólki sem vinna með fólki með einhverfu og Asperger heilkenni. Námsstefnan fer fram á ensku. Skráning og upplýsingar á skrifstofu UE, Laugavegi 26, þriðjud. og mið- vikud. kl. 9.00-15.00, s. 562 1590/f. 551 3567. UMSJÓNARFÉLAG EINHVERFRA Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík heldur aðalfund í Höllubúð, Sóltúni 20, fimmtudaginn 19. febrúar kl. 20.00. Dagskrá: Kosning stjórnar. Venjuleg aðalfundarstörf. Mætum vel. Þorramatur. Stjórnin. Fundarboð Opinn fundur um kjaradeilu sjómanna og út- vegsmanna verður haldinn í Kænunni í dag, þriðjudaginn 10. febrúar, kl. 16.00. Sjómenn eru hvattirtil aðfjölmenna! Sjómannafélag Hafnarfjarðar og Skipstjóra- og stýrimannafélagið Kári. Vottun verkefnisstjóra Kynningarfundur um IPMA vottun verkefnis- stjóra verður haldinn á vegum Verkefnastjórn- unarfélags íslands fimmtudaginn 12. febrúar nk. Fundurinn verður í húsi Verkfræðinga- félagsins á Engjategi 9 og hefst kl. 12.00. Allir velkomnir. Stjórn VSFÍ. FÉLAGSSTARF Fundur verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík miðvikudaginn 11. febrúar nk. kl. 20.30. Fundarefni: 1. Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 1998. Framsaga Ellert Eiríksson, bæjarstjóri. 2. Fjölnotaíþróttahús. Kynning á stöðu verkefnisins. Jónína A. Sanders, formaður bæjarráðs. 3. Umræður. Fundarstjóri Böðvar Jónsson. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélögin i Reykjanesbæ. ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu 41 fm skrifstofuhúsnæði í mjög snyrtilegu húsi við Suðurlandsbraut. Sérinngangur og sérsnyrting. Upplýsingar í síma 551 5328. TJLKYIMIMINGAR Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir: Á árinu 1998 styrkir Framleiðnisjóður landbúnað- arins verkefni á eftirtöldum sviðum í þeim mæli, sem fjármunir hans hrökkva til og innan þess fjárhagsramma sem stjórn sjóðsins setur sér: Til greina koma verkefni sem ætlað er að leiða til hagræðingar í búvöruframleiðslu, úrbóta á sviði afurðastöðva, markaðsöflunar, atvinnu- nýsköpunar á lögbýlum og atvinnuuppbygg- ingar í dreifbýli almennt. Umsóknir sem berast verða afgreiddar á grundvelli eftirfarandi starfsreglna, sem gilda fyrir árið 1998: a. Verkefni sem leiða til hagræðingar í búvöru- framleiðslunni með lækkun framieiðslu- og vinnslukostnaðar, hækkun á launahlut bænda og bættri nýtingu aðfanga sem nota þarf. Brýn- ast er að efla kunnáttu og færni þeirra, sem að búvöruframleiðslu og -vinnslu starfa. Einnig að afla nýrrar þekkingar á þessum sviðum og miðla henni og hvetja til rannsókna- og þróun- arstarfs er að þessu miðar. b. Efling og nýsköpun vænlegrar atvinnu bænda, einkum þeirrar er nýtir staðbundna framleiðslukosti. Sérstök áhersla er lögð á starfsemi, sem beinist að vannýttum markaði innanlands og erlendum markaði en ennfrem- ur bættri aðstöðu til búreksturs og annarrar landnýtingar í framtíðinni. c. Viðfangsefni, sem styrkt geta og aukið markaði fyrir búvörurfyrir landbúnaðinn sem heild eða fyrir einstakar búgreinar, án þess þó að afurðum hinna ýmsu búgreina sé mis- munað með óeðlilegum hætti. Innan þessa flokks njóti þau verkefni forgangs að öðru jöfnu, sem stefna að markaðsöflun fyrir búvör- ur erlendis. d. Úrbætur á sviði afurðavinnslu, er stuðla að hagræðingu og lækkun kostnaðar í úrvinnslu búvöru (í samvinnu við Byggðastofnun og Framkvæmdanefnd búvörusamninga). e. Atvinnufyrirtæki í dreifbýli í tengslum við landbúnað og byggjast á sérstakri aðstöðu og beinast að mörkuðum skv. b-lið. Mikilvægt er að í umsókn sé • markmið verkefnis sett fram með skýrum og mælanlegum hætti, • sýnt fram á faglega og fjárhagslega mögu- leika umsækjanda til þess að leysa verkefnið af hendi, • glögg grein gerð fyrir kostnaði við verkefnið og hvernig það skuli fjármagnað; einkum er mikilvægt að gera grein fyrir eigin fram- lagi umsækjanda til verkefnisins. • sýnt fram á fýsileika verkefnis og áætlaðan ábata af því á fyrirsjáanlegum tíma. Framleiðnisjóður landbúnaðarins áskilur sér rétt til þess • að meta með sjálfstæðum hætti getu um- sækjenda til þess að standa undir fyrirætlun- um sínum og taka tillit til hennar við úthlut- un styrkja (einkum hvað snertir faglega kunnáttu/færni á sviðinu og fjárhagslega burði/möguleika/stöðu); • að meta framvindu og árangur verkefnis, sem styrkur hefur verið veittur til og haga greiðslu hans samkvæmt niðurstöðu slíks mats. í því sambandi erstyrkþegum skylt að veita sjóðnum þær upplýsingar sem hann telur sér nauðsynlegar í allt að fimm ár frá lokaúthlutun. Umsóknarfrestur ertil 1. mars 1998 og skal um- sóknum skilað á skrifstofu Framleiðnisjóðs land- búnaðarins, Laugavegi 120 — 105 Reykjavík, á umsóknareyðublöðum sem þarfást. Umsóknareyðublöð fást einnig á skrifstofum búnaðarsambandanna. IMánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Laugavegi 120, 105 Reykjavík, sími 525 6441/myndsími 525 6439.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.