Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ HALLDOR KILJAN LAXNESS JON UR VQR Ljós þjóðarinnar „ÞAÐ er erfitt að minnast Halldórs Laxness í fáum orðum. Ég þekkti hann persónulega. Hann tók ungum skáldum vel og ég var einn þeirra sem fengu að vera í náðarljósi hans," sagði skáldið Jón úr Vör. Jón rifjaði upp þegar Halldór Laxness kom eitt sinn til Patreks- fjarðar, þar sem Jón bjó á þeim ár- um. „Hann var í heimsókn hjá skólabróður sínum, en leitaði mig uppi og gekk með mér um plássið. Það var hreykið, ungt skáld sem gekk með Halldóri um göturnar og sagði honum það helsta af þessum góða stað." Jón sagðist hafa dáð Halldór alla tíð. „Engu skipti þótt ég væri ekki alltaf sammála honum. Halldór sagði hluti þannig að ekM var hægt annað en dást að því. Hann var Ijós allrar þjóðarinnar, frekar en nokk- ur annar maður á okkar tímum. Það verður hann að sjálfsögðu áfram." INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR Áhrif Hall- dórs verða seint mæld „SÚ tilfmning sem fyrst vaknar við fregnina um fráfall Halldórs Lax- ness er að nú séu tímamót. Halldór Laxness bar ægishjálm yfir öllum öðrum höfundum á íslandi um margra áratuga skeið. Það er ekki oft á hverri öld sem fámenn þjóð eignast slíka listamenn," sagði Ingi- björg Haraldsdóttir, formaður Rit- höfundasambands íslands. Ingibjörg sagði að áhrif Halldórs á samtíð sína, þjóðina alla og þjóð- lífið væru ómæld og þau yrði seint hægt að mæla. „Efst í huga mér er fyrst og fremst þakklæti fyrir allar þessar dásamlegu bækur og þessar per- sónur sem hann skapaði. Þær hafa verið, eru og verða órjúfanlegur þáttur í tilveru okkar sem einstak- linga og sem þjóðar." GUÐBERGUR BERGSSON Góður höf- undur lifir með þjóð sinni GUÐBERGUR Bergsson rithöf- undur sagði missi fjölskyldunnar sér efst í huga. Þegar maður næði eins háum aldri og Halldór væru hans nánustu farnir að „reikna með því að hann dæi ekki fyrr en fjöl- skyldan dæi með honum". Þannig hefði það verið í hans eigin fjöl- skyldu; „faðir minn dó á svipuðum aldri. Þannig tel ég mig skilja til- finningar fjölskyldunnar, ég skil vel áfallið," sagði Guðbergur. Annars sagði Guðbergur dauða Halldórs Laxness tilefni til íhugun- ar. „Góður höfundur nær alltaf út fyrir sjálfan sig. Blaðamenn skrifa fyrir þjóðina, góður höfundur fyrir Evrópu eða heiminn allan." En góð- ur höfundur lifði jafnframt með þjóð sinni. Verk hans myndu lifa, svo fremi sem þau héldu skírskotun til lesenda framtíðarinnar. „Ég vona bara að verk hans lendi ekki aðeins í hrósi, að þau verði áfram lifandi; mikilvægast er að halda þeim frá fræðimönnum," sagði Guðbergur. Morgunblaðið/KGA ÞEGAR Halldór Kilja n Laxness varð nfræður var farið í skrúðgöngu að Gljúfrasteini honum til heiðurs. Auður og Halldór tóku á móti göngufólkinu, rðsklega 300 manns, og með þeim á myndinni eru frænka Auðar, Fríða Sigríður Jóhannsdó'ttir, og dóttir þeirra Guðný. „Það var mjög ánægjulegt að finna að hinn undraverði húmor sem ég met svo mikils í verkum Laxness einkenndi skáldið í per- sónulegum kynnum. Það er þessi „djúpi húmor" sem líka er í íslend- ingasögum. Ég las bækur Halldórs Laxness snemma og hef alltaf dáð ferskleika bóka hans þar sem húmorinn skiptir svo miklu," sagði Allén. Var haim kunnur og dáður í Sví- þjóð, líka fyrir síðustu verk sín? „Já, það held ég að sé óhætt að segja. Peter Hallberg stuðlaði manna mest að því að hann varð þekktur hér og Laxness átti vini í Svíþjóð." Sture Allén sagði að bækur Lax- ness væru skrifaðar af íslenskum sjónarhóli sem væri svo gaman að kynnast. Gamall tími og nýr mætt- ust í þeim. Þegar hann var minntur á að ís- lendingar töluðu oft um Halldór sem alþjóðlegan heimsborgara í skáldskap sínum, sagði hann að það væri öruggt að Halldór hefði ekki getað lýst íslenskum veruleika án reynslu sinnar og þekkingar af umheiminum. Verk hans hefðu mikið almennt gildi. Morgunblaðið/Ólafur K Magnússon SKALDIÐ og forleggjarinn; Halldór og Ragnar í Smára kynna útgáfubækur Helgafells á 75 ára afmælisári skáldsins, 1977. Helgafell gaf út fyrstu bók Halldórs, Barn náttúrunnar, í sérstakri viðhafnarútgáfu og um haustið kom ritgerðasafnið: Seiseyú, mikil ósköp. Þann titil sótti Halldór í viðbrögð kunningja síns, en fyrir honum hafði hann rakið nýja kenningu sína. Spurði svo: Heldurðu annars það sé ekki eitthvað til í þessu? Og fékk svarið að bragði: „Seisegú, mikil <5sköp. „Slíkt svar fær maður ekki á hverjum degi og var málið útrætt af beggja hálfu," skrifaði skáldið. „Ég læt orðin standa hér utaná bókarblöðum einsog þau voru töluð þá, því það er þessa stelh'ngu sem ég hef einlægt verið að reyna að læra." HANNES PÉTURSSON Þakklæti fyrir skáld- list hans og ritsnilld „VIÐ fráfall Halldórs Laxness er mér efst í huga hjartanlegt þakk- læti fyrir skáldlist hans og rit- snilld. Og ég er ekki aðeins þakk- látur honum fyrir tiginborinn skáldskap heldur líka fyrir rit- smíðar um önnur efni, enda þótt þau höfði stundum ekki til mín, því að í þeim eins og öllu sem Halldór samdi sló penni hans gneistum sem glæddu með manni innri eld," sagði Hannes Péturs- son skáld. „Sem ljóðskáld þakka ég sér í lagi alla þá lýrisku fegurð sem býr í skáldverkum Halldórs Laxness, ekki einungis í bestu ljóðum hans því ótal margir staðir í skáldsögum hans standa sem lýrik við hlið hinna mestu Ijóða íslenskrar tungu," sagði Hannes Pétursson og vísaði í orð annars ljóðskálds, Ein- ars Benediktssonar: „Sá deyr ei sem heimi gaf lífvænt Ijóð." THOR VILHJÁLMSSON „Lotning" „Lotning. Þakklæti. Veislan í þeim farangri sem við höfum fengið frá Halldóri Laxness, henni mun ekki linna," sagði Thor Vilhjálmsson er hann var spurður hvað honum væri efst í huga við andlát Halldórs Laxness. „Veisluföngin þar eru óþrjót- andi. Hann hefur gert okkur ís- lendinga fullveðja, og við njótum hans hvert sem við förum, þess sem hann hefur gefið okkur." STURE ALLÉN Undraverð- ur og djúpur húmor STURE Allén, aðalritari sænsku Akademíunnar, hafði frétt af láti Halldórs Laxness og sagði að það væri mikill missir. Halldór hefði verið elsti Nóbelshöfundurinn lengi, mikill aldursmunur hefði verið á honum og þeim næstelsta. Allén hitti Laxness fyrir rúmum tíu árum þegar sænska Akademían gerði sér ferð til íslands, m.a. til að hitta Halldór Laxness. Þeir hittust á Gljúfrasteini og það var eftir- minnileg heimsókn, að sögn Alléns. FRIÐA A. SIGURDARDÓTTIR Gaf okkur svo ómetan- lega mikið FRÍÐU Á. Sigurðardóttur rithöf- undi var þakklæti efst í huga, að- spurð um viðbrögð hennar við frá- falli Halldórs Kiljans Laxness. Líf hans hefði yerið sem gjöf. „Hann gaf okkur íslendingum svo ómet- anlega mikið. Ég er honum mjög þakklát fyrir það sem hann gaf. Mér þótti afar vænt um hann sem skáld," sagði Fríða. Halldór hefði verið einn af þessum mönnum sem nýttu þá möguleika sem lífið gaf til hins ýtrasta. Nú þegar langri og góðri ævi hans væri lokið bæri að þakka það. i f w MMÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.