Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 45
margar og góðar og Dídíar er sárt
saknað.
Dídí var mikil fjölskyldumann-
eskja og var vakin og sofin í að
hugsa um velferð barna og barna-
barna. Þau hafa misst mikið. Mest-
ur er þó missirinn hjá vini okkar
Sigga, sem nú sér á bak góðum lífs-
fórunaut, sem staðið hefur með
honum í blíðu og stríðu í gegnum
árin. Við biðjum Guð að blessa og
styrkja hann og alla fjölskylduna á
þessum erfiðu tímum.
Blessuð sé minning Dídíar.
Ása og Svavar.
Enn skeður það óvænta. Látin er
elskuleg eininkona, móðir og amma,
Sigríður Andrésdóttir, langt um
aldur fram. Hjörtu okkar fyllast
sorg og söknuði. Vinir koma, vinir
fara. Þannig hefur það verið og
verður sjálfsagt um alla framtíð.
Okkur, nokkra vini Dídíar og Sig-
urðar, langar að minnast hennar
nokkrum fátæklegum orðum, þó
ekki væri nema til að þakka fyrir
langa vináttu og tryggð.
Það var fyrir nær þrjátíu árum,
að góður vinskapur myndaðist á
milli okkar, og höfum við ræktað
hann ætíð síðan. Upphaf samfunda
okkar var á vegum Félagsins
AKÓGES, þar sem við karlarnir er-
um allir félagar. A samkomum og
ferðalögum á vegum AKÓGES,
hafa vinabönd orðið til, bæði milli
okkar, sem stöndum að þessum lín-
um, og fjölmenns hóps fólks, sem
einnig mun sárt sakna Dídíar.
Fyrir mörgum árum mynduðum
við nokkur hjón veiðihóp. Fórum
við margar ferðir að silungsvötnum
og laxveiðiám. Allar voru ferðir
þessar skemmtilegar og treystu
vinaböndin. Já, minningarnar
hrannast upp. Ekkert er betra til að
skapa og viðhalda vináttu og trausti
á milli fólks en samvera í náttúru
landsins.
Og svo minnumst við allra þeirra
mörgu góðu stunda, sem við höfum
átt á heimili Sigríðar og Sigurðar,
bæði í sumarbústaðnum þeirra og í
fallegu íbúðunum þeirra við Bjarn-
hólastíg og Efstahjalla 5. Alls þessa
minnumst við nú með hjartans
þökk.
Kæri Sigurður, börn, tengda-
börn, barnabörn, tengdaforeldrar
og aðrir ættingar. Við vottum ykk-
ur öllum okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Sigríðai-
Andrésdóttur.
Fyrir hönd veiðihópsins.
Teitur Jensson.
Kveðja frá Inner Wheel klúbbi
Kópavogs
Enn einu sinni höfum við verið
minnt á hvað bilið er stutt milli lífs
og dauða, þegar okkur barst and-
látsfrétt Sigríðar Andrésdóttur.
Hún var einn af stofnfélögum Inner
Wheel klúbbs Kópavogs árið 1987.
Við munum hana vel frá síðasta
jólafundi þar sem þau hjón mættu.
Þar var hún hress og kát, full af
lífsorku. Ekki er hægt að minnast á
Sigríði svo Sigurður maður hennar
komi ekki upp í hugann; svo sam-
hent voru þau hjón. Þau tóku þátt í
flestum samkomum og ferðalögum
sem Rotaryklúbbur Kópavogs stóð
fyrir og er mér sérstaklega minnis-
stæð ferð sem farin var til
Skotlands þar sem hópurinn hrist-
ist saman í rútu á viku ferðalagi.
Betri ferðafélaga var ekki hægt að
hafa. Síðustu helgina fyrir jól hitt-
umst við Sigríður á Laugaveginum.
Veðrið var yndislegt og við spjölluð-
um lengi saman. Það vill svo til að
börnin okkar eru á sama aldri og
voru saman í skóla sem börn. Það
var því um margt að tala. Gleðileg
jól, var það síðasta sem við sögðum
hvor við aðra á þessum fallega degi.
Við Inner Wheel konur eigum
ljúfar minningar um þessa hæglátu
og elskulegu konu. Við þökkum
henni af heilum hug fyrir samfylgd-
ina.
Við sendum Sigurði eiginmanni
hennar, börnum þeirra og fjölskyld-
um innilegustu samúðarkveðjur
okkar.
KATRÍN
GUÐLA UGSDÓTTIR
+ Katrín Guðlaugs-
dóttir fæddist í
Reykjavík 7. nóvem-
ber 1925. Hún lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 2. febrúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Guð-
laugur Þórðarson, f.
7.4. 1903, d. 6.9.
1962, og Guðmunda
Guðmundsdóttir, f.
5.3. 1901. Hún lifir
dóttur sína og dvelur
nú á Hrafnistu í
Reykjavík. Katrín
átti einn bróður,
Þórð Guðlaugsson. Katrín ólst
upp í Grindavík fram að ferming-
araldri, fluttist á til Reykjavíkur
með foreldrum sínum.
Katrín giftist Hans Wíum Vil-
hjálmssyni, f. 14.12. 1923, d.
25.11. 1981. Þau skildu. Eignuð-
ust þau sex börn: 1) Guðlaugur
Svavar Wíum Iiansson, f. 7.9.
1944. Eiginkona: Hjördís Emilía
Jónsdóttir, f. 23.9. 1947. Börn
þeirra: Katrín, Hjörtfríður Stein-
unn og Hjördís Harpa. Eiga þau
þrjú barnabörn. 2) Sigurhans Wí-
um Hansson, f. 1.4. 1946. Eigin-
kona: Ingigerður Magnúsdóttir,
f. 21.9. 1949. Börn þeirra: Hrafni-
hildur, Hafrún, Rakel Katrín og
Magnús. Eiga þau fjögur barna-
börn. 3) Guðmunda
Þurfður Wíum Hans-
dóttir, f. 28.7. 1949.
Eiginmaður: Sigurð-
ur Höskuldsson, f.
13.5. 1951. Börn
þeirra: Guðlaug, Sig-
ríður og Eygló. Eiga
þau eitt barnabarn. 4)
Sigríður Júlía Wíum
Hansdóttir, f. 13.1.
1956. Sambýlismað-
ur: Einar Geir Guðna-
son, f. 4.5. 1957. Eiga
þau eitt barn, Daníel
Geir. Sigríður á þrjú
börn af fyrra hjóna-
bandi, Elín Erna, Hans Wíum, og
Díana Rós og tvö barnabörn. 5)
Guðmundur Gísli Wíum Hansson,
f. 13.2. 1958. Eiginkona: Þor-
björg Gísladóttir, f. 1.2. 1963.
Börn þeirra: Orri Wíum, Sonja
Wíum og Sunna Wíum. 6) Anna
Lísa Wíum, f. 30.12. 1960.
Sambýlismaður: Hjalti Jóhanns-
son. Börn þeirra: Viðar og Ólöf.
Anna Lísa á fjögur börn af fyrri
hjónaböndum, Sigursteinn,
Svava Hrund, Stefán Helgi og
Ómar Habit.
Síðustu þrjú árin dvaldi
Katrín á Hrafnistu í Reykjavík.
Utför Katrínar fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
í dag kveðjum við elsku ömmu
okkar, „Kötu ömmu“ eins og við
kölluðum hana alltaf. Það er erfitt
að trúa því að hún Kata amma sé
dáin og munum við sakna hennar
sárt. Síðustu árin voru henni erfið
en nú hefur hún fengið hvfldina.
Þegar við hugsum til baka koma
margar minningar upp í hugann og
allt eru þetta skemmtilegar minn-
ingar. Amma var alltaf kát og hress
og alltaf var hún tilbúin að taka
sporið því fátt fannst henni
skemmtilegra en að dansa. Þegar
gömlu lögin heyrðust í útvarpinu
rétti hún fram höndina og vildi
dansa, ef enginn vildi dansa sem
var oftar en ekki, þá dansaði hún
bara ein, fyrir okkur hin.
Amma tók alltaf vel á móti okkur
með ýmsu góðgæti þegar við heim-
sóttum hana. Okkur þótti gaman að
hlusta á hana segja sögur frá gömlu
góðu árunum sínum sem vöktu upp
skemmtilega stemmningu sem hún
hefur nú gert að okkar minningum.
Eg horfði í gegnum gluggann
á grafhljóðri vetraróttu,
og leit eina litla stjömu
þar lengst úti í blárri nóttu.
Hún skein með svo blíðum bjarma,
sem bros frá liðnum árum.
Hún titraði gegnum gluggann,
sem geisli í sorgartárum.
(Magnús Ásgeirsson.)
Hvfl þú í friði, elsku amma, við
munum ávallt minnast þín.
Katrín, Fríða og
Hjördís Harpa.
Ég á erfitt með að trúa því að þú
sért farin frá okkur. En ég trúi því
að þér líði betur þar sem þú ert
núna. Allar kvalir og þjáningar sem
þú hefur mátt þola eru þér horfnar.
Þrátt fyrir öll þín veikindi og van-
líðan varst þú alltaf til í að hlæja
með okkur! Þú gast grínast og gert
að gamni þínu með okkur þótt þér
hafi liðið illa innst inni og verið sár-
kvalin, elsku amma mín.
Alltaf mun ég minnast þín, elsku
Kata amma. Alltaf man ég eftir því
þegar þú varst að passa mig þegar
ég var lítil og átti að fara að sofa, þá
settist þú á rúmstokkinn hjá mér
og straukst varlega yfir augabrún-
irnar á mér. Þetta þótti mér svo
yndislega gott og núna mörgum ár-
um seinna minnist ég hversu vel
mér leið þegar þú gerðir þetta við
mig og þess vegna geri ég þetta
stundum við bömin mín.
Ég á eftir að segja börnunum
mínum. Örvari Daða og Telmu Rún
frá þér þegar þau eldast. Þau eru
svo lítil núna en eiga eftir að minn-
ast þín, elsku amma mín.
Elsku langamma, ég bið Guð að
varðveita þig og styrkja í þeirri
miklu sorg sem þú glímir við núna
er þú hefur misst dóttur þína.
Einnig bið ég Guð að varðveita
Dodda, bróðir ömmu, í sorg sinni.
Guð ég bið þig einnig að varðveita,
blessa og styrkja mömmu mína,
Siggu Wium, og öll hennar systkini,
elsku Laugi, Siggi, Munda, Anna,
og Gísli, ég bið Guð að veita ykkur
styrk í sorg ykkar eftir lát móður
ykkar. Guð blessi einnig barnabörn
og barnabarnabörn þín, elsku
amma mín.
hjarta okkar um ókomin ár. Amma
Kata, eins og við vorum vön að
kalla hana, var meira og minna
lasin síðustu æviár sín. Minnið var
orðið gloppótt og heilsan tæp. Við
vorum öll svo heppin að eiga með
henni ljúfan jóladag síðustu jól, þar
sem við hittumst öll heima hjá for-
eldrum okkar, Sigga og Gerðu.
Hún var svo sallafín, með lagt hár-
ið, í nýjum fallegum fótum og með
lakkaðar neglur. Hún var alsæl.
Sérstaklega varð hún glöð þegar
faðir okkar tók hana í faðm sinn og
dansaði við hana gömlu dansana
undir harmonikkutónlist, sem var
ómissandi þáttur í heimsóknum
hennar til þeirra. Þetta var eitt það
skemmtilegasta sem hún gerði. Við
erum þakklát fyrir að hafa átt
þennan dag með henni þar sem hún
fékk að sjá og halda á yngsta
langömmubarninu sínu, því hún
vissi af honum og virtist alveg
muna eftir að Hafrún hafði eignast
barn, þó hún væri orðin mjög
gleymin.
Élsku amma Kata, nú þarftu
ekki að vera veik lengur og við vit-
um að þér líður vel hjá Guði. Með
þessum fátæklegu kveðjuorðum
viljum við láta í ljós þakklæti og
væntumþykju til þín. Guð blessi
fagra minningu þína, elsku amma
okkar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin, Hin langa þraut er liðin,
vinaskilnaðarviðkvæm stund. nú loksins Maustu friðinn,
Vinimirkveðja og allt er orðið rótt,
vininn sinn látna, nú sæll er sigur unninn
er sefur hér hinn síðsta blund. og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka. Fyrst sigur sá er fenginn,
Guði sé iof fyrir liðna tíð. fyrst sorgar þraut er gengin,
Margs er að minnast, hvað getur grætt oss þá?
margs er að sakna. Oss þykir þungt að skijja,
Guð þerri tregatárin stríð. en það er Guðs að vilja,
og gott er alit, sem Guði er frá.
Far þú í friði, (V. Briem.)
friður Guðs þig blessi, Þín bamabörn,
hafðu þökk fyrir allt og allt. Hrafnhildur, Hafrún
Gekkst þú með Guði, Ósk, Rakel Katrín og
Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Magnús Fannar.
Þín
(V. Briem.)
Elín Erna.
Nú hefur hún amma Kata fengið
hvfldina sem hún þráði undir það
síðasta, þegar hinn erfiði sjúkdóm-
ur herti tökin. Ótal minningar frá
mismunandi tímum flykkjast fram
þegar við setjumst niður til að
senda henni hinstu kveðjur. Minn-
ingar sem við munum geyma í
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
t
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR DANÍELSDÓTTIR,
Hrafnistu
við Laugarás,
lést laugardaginn 7. febrúar.
Sæunn Kristjánsdóttir, Margrét Tómasdóttir,
Már Guðmundsson Snorri Guðmundsson
Magnús Tumi Guðmundsson, Elísabet Vala Guðmundsdóttir,
Þorvaldur Sverrisson.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
SÆMUNDAR ÞÓRÐARSONAR
kaupmanns.
Guðlaug Karlsdóttir,
Þórður Sæmundsson, Drífa Sigurbjarnardóttir,
Anna Sæmundsdóttir,
Þorsteinn Sæmundsson, Magnea Stefánsdóttir,
Guðrún Sæmundsdóttir,
Sjöfn Sæmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
LEÖ11S5INAK
10-30% afsláttur
ef pantað er
í febrúar.
15% afsláttur
af skrauti.
Graníl
HELLUHRAUN 14
220 HAFNARFJÖRÐUR
SÍMI: 565 2707
F F'liFiiMjgEFl
LfcÆ-yglijaal
TIL ALLT AD 3« mAnADA
A TILBOÐI
RADCREIDSL UR
Stcinunn Steinsen.