Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ I DAG Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 10-14. Léttur málsverð- ur. Dómkirkjan. Kl. 13.30-16 mömmu- fundur í safnaðarh., Lækjargötu 14a. Kl. 16.30 samverustund fyrir börn 11-12 ára. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður á eftir. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Háteigskirkja. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17 í safnaðarheimilinu. Langholtskirkja. Ungbarnamorg- unn kl. 10-12. Laugarneskirkja. Lofgjörðar- og bænastund kl. 21. Umsjón Þorvald- ur Halldórsson. Neskirkja. Foreldramorgunn á morgun kl. 10-12. Kaffi og spjall. SeHjarnarneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12 Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu í dag kl. 10-12. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Starf aldraðra í dag frá kl. 11. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9-10 ára kl. 17. Grafarvogskirkja. Eldri borgarar. Opið hús kl. 13.30. Föndrað, spilað, sungið. Kaffi. Æskulýðsfélag, 13-14 ára kl. 20-22. KFUM, drengir 10-12 ára kl. 17.30-18.30. Æsku- lýðsfélag, yngri deild, fyrir 8. bekk kl. 20-22. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10-12. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 8-10 ára börn kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu Linnetstig 6. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Vonarhöfn í safnaðarh. Strandbergi fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30. Kl. 21.30 kristin íhugun í kapellu Strandbergs. Bessastaðakirkja. Bæna- og kyrrð- arstund kl. 17.30. Hægt er að koma bænaefnum til presta og djákna safnaðarins. Vídalínskirkja. Fundur í æskulýð- félaginu, yngri deild kl. 19.30, eldri deild kl. 21. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Borgarneskirkja. Helgistund þriðjudaga kl. 18.30. Mömmumorg- unn í Félagsbæ kl. 10-12. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10. TTT starf kl. 18-19 fyrir 10-12 ára. Unglingastarf kl. 20.30 fyrir 8., 9. og 10. bekk. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin 14-16. Starfsfólk kirkjunnar í Kirkjulundi 14-16. Landakirkja.Kl. 10 mömmumorg- unn. Kl. 12.10 kyrrðarstund í há- degi. Kl. 15.30 fermingartímar, Barnaskólinn. Kl. 16.30 fermingar- tímar, Hamarsskóli. Kl. 20 KFUM & K húsið opið unglingum. Kl. 20.30. Fundur með foreldrum og ferminarbörnum úr Hamarsskóla. Lágafellskirkja. Kyrrðar- og bæna- stund verður í Lágafellskirkju, í dag, kl. 18. Vorvorur firá Brandtex streyma inn. Póstsendum. r ix Nýbýlavegi 12, sími 554 4433. Ahugamenn um dulfrœði! Grunnnámskeið haldin vikulega M.a. verður farið í efnisatriði bókanna: Vitundarvígsla manns og sólar og Bréf um dulfræðilega hugleiðingu eftir tíbetska ábótann Djwhal Khul. Báðar bækumar eru til í íslenskri þýðingu. Einnig verður farið (efnisatriði ritverka, sem sum eru í þýðingu, skrifuð af leiðandi kennurum Trans-Himalaya-skólans. Stjörnukortagreining og rannsóknir verða kynntar með glærum. Bókakynning á erlendum fræðiritum samhliða námskeiðinu. Námskeiðið verður haldið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á miðvikudagskvöldum kl. 20.00 til 22.20 og hefst 11. febrúar. Áætlað er að námskeiðið standi til loka aprflmánaðar Þátttökugjald er 2.000 kr. á mánuði. Rafpóstlisti fyrir opnar umræður og fræðileg efni. /*^*\ Upplýsingar og innrítun í síma 557 9763. \MhyAhugamenn um Þróunarheimspeki ^—^ Pósthólf 4124, 124 Reykjavík, sími 557 9763 Áhugamenn um þróunarheimspeki starfa ekki í ágóðaskyni. Trefjagifsplötur tit notkunar á veggi, loft og gólí * ELDTRAUSTAR * HLJÖÐEINANGRANDI * MJÖG G0n SKRÚFUHALD * UMHVEFISVÆNAR PLÖTUR VIÐURKENNDARAF BRUNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS ] t>. ÞORGRÍMSSON &CO 9 ARMULA 29 ¦ PÓSTHCH-F 8360 • 12BREYKJAVÍK >=* SÍMI5538640-568 6100 Föndur FaKafeni lí Sími 5812121 Föndurvörur í miklu úrvali VELVAKAIVÐI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegí til föstudags Réttarríkið Bandaríkin KONA var tekin af lífi 3. febrúar eftir fimmtán ár í fangelsi. Þetta er tvöfald- ur dómur. Það er ekki úr vegi að spyrja - hafa ráða- menn í hinum svokallaða frjálsa heimi einir leyfi til að fremja morð - þjóðar- morð í óðrum löndum. Kórea, Víetnam, írak, fyr- ir utan að eiga sök á ævi- löngum örkumlum eða dauða sinna ungmenna á vígvellinum. Guðrún Jacobsen, Bergstaðastræti 34. Morgunblaðið ekki á mánudögum í VELVAKANDA 4. þ.m. var lesandi að óska eftir að fá Morgunblaðið á mánu- dögum. Ég vil hafa frí frá lestri þess einn dag í viku. Það tekur mig svo langan tíma að lesa blaðið. Annar lesandi. Tapad/fundið Óskilamunir í Bókabúðinni Hlemmi BÓKABÚÐIN Hlemmi, Laugavegi 118, er með ýmsa óskilamundi hjá mér. Þar eru m.a. 4 pör af hönskum, 1 par af ullar- vettlingum, stærðfræðibók sem ungur maður gleymdi 16. janúar, handavinnu- tímarit og jólakort sem gleymdust 17. nóvember sl. Fallegt silfurhjarta, gullhringur fannst 15. jan- úar, poki með dóti frá Ótrúlegu búðinm' gleymd- ist í desember og einnig buxur í poka frá Jónasi í milli. Upplýsingar í síma 5111170 Bleikur skíða- hanski týndist BLEIKUR skíðahanski týndist fyrir ca. 3 vikum síðan, á leiðinni Búðar- gerði - Grundargerði - Breiðagerði. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 553 2307. Svartur Champions bakpoki týndist SVARTUR, Champions- bakpoki, með skóladóti í, týndist sl. fimmtudag í eða við Menntaskólann við Sund. Skilvís finnandi vin- samlega hafið samband í síma 588 3123 eða skili töskunni í Menntaskólann við Sund. Svört kápa týndist á Hótel Islandi SVÖRT kápa týndist á Hótel íslandi 23. janúar. Skilvis finnandi hafi sam- band í síma 898 0713. Svört skjala- taska týndist SVÖRT skjalataska, mjúk með tveimur rennilásum, týndist í strætisvagni á leiðinni frá Meistaravöllum til Vitatorgs í síðustu viku. Skilvís finnandi vinsam- lega hafi samband í síma 562 2571, þjónustumiðstöð Aflagranda. Handheklað barnateppi týndist HANDHEKLAÐ barna- teppi týndist í des. eða jan., líklega í miðbæ Reykjavíkur. Teppið er heklað úr ferköntuðum „dúllum", það er í mörgum litum og með dökkbláum kanti í kring. Það var gefið í vöggugjöf og er sárt saknað af eigendum. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 551 6267, 551 6059 eða 563 3875. Dýrahald Kettlingur í óskilum KETTLINGUR er sestur að í Þjóttuseli. Hann er ómerktur, hvítur og svart- ur með svarta rófu. Kett- lingurinn er kelinn og blíð- ur. Upplýsingar í síma 567 8595. < Börn að leik f snjónum. Morgunblaðið/RAX. Víkverji skrifar... EINS og menn muna vakti það nokkra athygli um síðustu ára- mót, að^ Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og Davíð Oddsson, forsætisráðherra, töluðu með mjög ólíkum hætti um sama málefni í ávörpum sínum til þjóðarinnar. Þar var um að ræða umræðuefni Kyotoráðstefnunnar í Japan um loftmengun og þá hættu, sem þjóð- um heims er talin stafa af útblæstri svokallaðra gróðurhúsalofttegunda. Forsetinn tók í nýársræðu sinni mjög undir sjónarmið þeirra, sem hafa gengið langt í viðvörunum sín- um til þjóða heims. Forsætisráðherra varaði hins vegar við því, að menn gengju of langt í þessum efnum og benti á, að þau vísindi, sem stæðu á bak við svartsýnustu spár, væru ekki áreið- anleg. Um svipað leyti gerði brezka tímaritið Economist úttekt á fyrri spám um að dómsdagur væri í nánd. Sú úttekt, sem var m.a. birt í heild hér í Morgunblaðinu, vakti mikla athygli enda kom í ljós, að sjaldnast hefur nokkur fótur verið fyrir þeim spádómum, sem settir hafa verið fram á undanförnum ára- tugum. FYRIR skömmu rakst Víkverji á áramótaræðu Margrétar Þór- hildar, Danadrottningar, og kom þá í ljós, að hún hafði einnig gert þessi mál að umræðuefni í ræðu sinni til dönsku þjóðarinnar um áramót. I stuttu máli má segja, að Danadrottn- ing hafi talað mjög á sama veg og Davíð Oddsson gerði í ræðu sinni á gamlárskvöld. Hún sagði, að það auðveldaði ekki málið, að sérfræð- ingarnir ættu erfitt með að ná yfir- sýn og væru alls ekki sammála. Þess vegna væri ekki ástæða til að leggja of mikinn trúnað á dómsdagsspá- dóma og hlaupa til í hvert sinn, sem einhver hrópaði: úlfur, úlfur. Drottn- ingin sagði, að það væri jafn ábyrgð- arlaust gagnvart komandi kynslóð- um eins og að gera ekki neitt. Við verðum að taka þátt í umræð- um og framþróuninni sagði drottn- ingin. Það er fyrst og fremst undir okkur sjálfum komið, hvort Danir geta lagt eitthvað af mörkum, bætti hún við. ÞAÐ ER alltaf fróðlegt að sjá, hvernig fjallað er um mál sem þessi með öðrum þjóðum og þá ekki sízt, þegar svo merkur þjóðhöfðingi á í hlut, sem Margrét Þórhildur. Víkverja hefur þótt afar athyglis- vert að fylgjast með Danadrottn- ingu í störfum hennar á undanfórn- um áratugum. Yfirleitt þykir kónga- fólk í Evrópu ekki skera sig úr og í sumum tilvikum hlýtur að vera þungbært fyrir viðkomandi þjóðir að sitja uppi með þá sem sitja á konungsstól. Þeim mun ánægjulegra hlýtur það að vera fyrir frændur okkar Dani, að yfir konungdæmi þeirra ríkir drottning, sem hefur unnið sér þann sess, að á mál hennar er hlust- að með athygli í hvert sinn, sem hún talar opinberlega og hún hefur nán- ast alltaf eitthvað umhugsunarvert að segja. I < I 4 4 4 4 J 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.