Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Þorri Bandaríkja- manna styður Clinton Slys á heræfíngu Washington. Reuters, The Daily Telegraph. SKOÐANAKÖNNUN, sem birt var á sunnudag, bendir til þess að þorri Bandaríkjamanna styðji Bill Clint- on Bandaríkjaforseta og vilji að Kenneth Starr saksóknari hætti að rannsaka ásakanir um að forsetinn hafi haldið við Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku Hvíta hússins, og hvatt hana til að bera ljúgvitni um samband þeirra. Ef marka má skoð- anakönnun NBC og Wall Street Joumal telja 64% Bandaríkjamanna að „flokkapólitík" liggi að baki rannsókn Starrs á máli Lewinsky. Aðeins 22% aðspurðra töldu rannsókn Starrs sann- gjama og óvilhalla. 57% aðspurðra sögðu að staðreyndir málsins lægju þegar fyrir og St- arr ætti að hætta rann- sókninni. 39% aðspurðra töldu þó að Clinton hefði borið ijúgvitni en 32% sögðust telja að hann hefði sagt satt um sam- band sitt við Lewinsky. 79% aðspurðra vom ánægð með frammistöðu Clintons í forsetaemb- ættinu, fleiri en nokkru sinni fyrr. Áður en mál Lewinsky komst í há- mæli voru 59% Banda- ríkjamanna ánægð með störf forsetans. Vikublaðið Time birti um helgina grein eftir William Gins- burg, lögmann Lewinsky, þar sem hann segir skjólstæðing sinn „fast- an í vef flókinna átaka“, sem menn með pólitísk markmið hafi ofið. Hann segir Lewinsky vilja bera vitni um samband sitt við forsetann að því tilskildu að hún verði ekki sótt til saka fyrir meinsæri. „Öll sagan er ef til vill ekki það sem St- arr vill. Hún er ef til vill ekki það sem Clinton vill. En hún er trúverð- ug.“ Vikublaðið Newsweek skýrði ennfremur frá því að vinkona Lewinsky í Hvíta húsinu, Ashley Raines, hefði rætt við aðstoðar- menn Starrs og veitt þeim ítarlegar upplýsingar um hvað Lewinsky hefði sagt henni um meint ástar- samband sitt við Clinton. Raines er sögð hafa skýrt frá því að hún hefði hlustað á skilaboð frá Clinton á sím- svara Lewinsky. The Daily Telegraph segir að móðir Raines sé hótelstjóri Excelsi- or Hotel í Little Rock, þar sem Paula Jones, sem hefur höfðað mál gegn forsetanum, segist hafa sætt kynferðislegri áreitni af hálfu Clint- ons árið 1991. Newsweek skýrði 57% vilja að Kenn- eth Starr hætti rannsókninni ennfremur frá þvi að Betty Currie, ritari forsetans, kunni að hafa tekið þátt í að hylma yfir meint ástarsam- band Clintons og Lewinsky. Síma- númer hennar hafi verið á miða, sem Lewinsky útfyllti til að tilgreina innihald pakka sem hún sendi í Hvíta húsið. Fréttamaður spurði Currie hvort hún vissi um þessa pakka en hún var sögð hafa neitað því. Hins vegar kemur fram í hljóðrituðum samtöl- um Lewinsky og vinkonu hennar, Lindu Starr, að Currie hafi hringt í Lewinsky nokkrum mínútum eftir samtalið við fréttamanninn til að vara hana við því að hann væri far- inn að grennslast fyrir um pakkana. Lögfræðingar Clintons í gagnsókn Lögfræðingar Clintons hafa blás- ið til gagnsóknar gegn Starr og að- stoðarmönnum hans og sakað þá um að hafa „lekið“ til fjölmiðla upplýs- ingum um vitnisburð fyrir sérstök- um kviðdómi, sem á að skera úr um hvort ákæra verði heimiluð vegna málsins. Paul Begala, ráðgjafi for- setans, sagði í sjónvarpsviðtali um helgina að með þessum fréttalekum kynnu aðstoðarmenn Starrs að hafa framið lögbrot sem væru alvarlegri en meint meinsæri Lewinsky. Haft var eftir embættismanni í Hvíta húsinu, sem vildi ekki láta nafns síns getið, að með þessum lekum væru St- arr og aðstoðarmenn hans að reyna að knýja Lewinsky til að bera vitni og vildu útkljá málið í fjölmiðlunum. David Kendall, lög- fræðingur Clintons, hyggst leita til dómstóla vegna fréttalekanna og óska eftir því að þeir verði rannsakaðir. Deilt um þögn Clintons Repúblikanar hafa komið StaiT til varnar og segja gagnsókn lögfræð- inga Clintons lið í til- raunum þeirra til að beina athyglinni frá ásökununum á hendur forsetanum og koma sér hjá því að svara spum- ingum um samband hans við Lewinsky. Starr kvaðst hafa „miklar áhyggjur" af fréttalekun- um og ætla að gera við- eigandi ráðstafanir vegna þeirra. Clinton hefur neitað því að hafa átt í kynferðislegu sam- bandi við Lewinsky og fengið hana til að bera ljúgvitni. Hann hefur hins vegar ekki viljað svara því hvemig sambandi þeirra var háttað og borið því við að hann mætti það ekki meðan verið væri að rannsaka málið. Lögspekingar segja þó að ekki séu til lög eða réttarreglur sem banni forsetanum að svara spum- ingunum. Begala sagði þó að slík regla væri til. „Sú skynsamlega regla heilbrigðrar skynsemi sem lögfræðingar hans hafa lagt fram og ég er þeim sammála þótt pólitískt telji ég æskilegt að hann geri strax hreint fyrir sínum dyrum." Lög- fræðingurinn bætti við að Clinton þyrfti að einbeita sér að skyldustörf- um sínum í stað þess að „eyða tíma í að tjá sig um hvem fréttaleka og hverja lygi sem kemur frá Starr“. George Stephanopoulos, fyrrver- andi ráðgjafi Clintons, sagði að a.m.k. nokkrir af ráðgjöfum forset- ans væm staðráðnir í að veitast að Starr, fjölmiðlunum og pólitískum andstæðingum forsetans í stað þess að svara spumingunum um sam- band hans og Lewinsky. „Forsetinn sagði að hann myndi aldrei segja af sér og ég hygg að nokkrir aðstoðar- menn hans vilji að hann taki alla með sér í fallinu." TVEIR hollenskir hermenn létust og þrír slösuðust alvarlega þegar flutningabifreið fór út af vegi skammt frá Kristjánssandi í gær. Voru þeir við heræfingar á vegum FÆREYSKI Pjóðveldisflokkurinn, sem berst fyrir algeru sjálfstæði eyjanna, myndi bæta við sig miklu fylgi ef efnt væri til kosninga nú. Samkvæmt skoðanakönnun, sem blaðið Dimmalætting birti sl. laug- ardag, fengi flokkurinn rúmlega fjórðung atkvæða og yrði stærsti stjómmálafiokkurinn í Færeyjum. Þjóðveldisflokkurinn fengi nú 25,2% atkvæða og tvöfaldaði full- trúatölu sína á lögþinginu úr fjórum í átta. Stærsti flokkurinn nú, Sam- bandsflokkurinn, sem er hlynntur áframhaldandi sambandi við Dan- mörk, myndi tapa 2,7% og fá 20,7% í stað 23,4% í síðustu kosningum 1994. Tapaði hann einum fulltrúa og fengi sjö. Könnunin sýnir, að flokkamir þrír, sem nú mynda stjórn, Sam- bandsflokkur, Fólkaflokkur og NOKKRIR danskir þingmenn hafa óskað eftir því að lögfræðingar dómsmálaráðuneytisins rannsaki frekar þátt Mogens Lykketofts, fjár- málai'áðherra Danmerkur, í Færeyjamálinu. Lykketoft þykir ekki hafa skýrt á sannfærandi hátt hvers vegna hann kynnti ekki færeysku landstjórninni hugmyndir um að hún tæki við bank- anum og drög að samningi þess efnis Atlantshafsbandalagsins, NATO, og voru fremst í fimm bfla lest. Er mikilli hálku kennt um slysið. Tveir hermannanna sem slösuðust eru hér bornir f björgunarþyrlu. Verkamannafylkingin, myndu tapa næstum 10 prósentustigum miðað við síðustu kosningar og fá nú 39,6% í stað 49%. Jafnaðarflokkur- inn, sem krefst nýrra sjálfstjórnar- laga og hefur deilt hart á Poul Nyr- up Rasmussen forsætisráðherra og bróðurflokkinn danska, myndi bæta við sig fylgi, fara úr 15,4% í 16,7% og fá fimm fulltrúa í stað fjögurra. Fólkaflokkurinn fengi 17,2% í stað 16% og hefði eins og nú sex fulltrúa; Sjálvstýrisflokkurinn 6,5% á móti 5,6% og tvo menn; Kristilegi fólkaflokkurinn 3,6% á móti 6,3% og einn fulltrúa; Miðflokkurinn 7,1% á móti 5,8% og tvo menn en yngsti flokkurinn, Verkamannafylkingin, sem klofnaði nýlega, þurrkaðist út. Kosningar verða í Færeyjum á árinu en ekki hefur enn verið ákveð- ið hvenær. um leið og þau lágu fyrir 11. mars 1993, heldur dró það um meira en viku og rak síðan á eftir landstjórn- inni að samþykkja samninginn 22. mars. Ennfremur þarf ráðherrann að skýra hvers vegna hann bað for- stöðumann danska bankaeftirlitsins „að flýta sér hægt“ við að fara í saumana á stöðu Færeyjabanka með þeim afleiðingum að slík skoðun fór ekki fram fyrr en síðar. Reuters BILL Clinton Bandaríkjaforseti og eiginkona hans, HiII- ary, heilsa leikkonunni Whoopi Goldberg á skemmtun í Ford's-leikhúsinu í Washington. Skoðanakönnun í Færeyjum Þjóð veldisflokk- urinn stærstur Þórshöfn. Morgunblaðið. Lykketoft ekki laus við Færeyjamálið Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Hagfræðingar vilja seinka EMU Lundúnum. Reuters. YFIR 150 þýzkir hagfræðipró- fessorar hafa hvatt til þess að stofn- un Efnahags- og myntbandalags Evrópu, EMU, verði seinkað, með þeim rökum að efnahagslegar kringumstæður séu ekki heppilegar til þess enn sem komið er. Þýzki stjómlagadómstóllinn - sem nú hefur til umfjöllunar kæru sem gengur út á að véfengja lög- mæti myntbandalagsins - og máls- metandi stjómmálamenn í Þýzka- landi létu hins vegar þau boð út ganga í gær að engin ástæða væri til að óttast að nokkuð verði til þess að hindra að EMU-áformin nái fram að ganga seinkunarlaust 1. janúar 1999. Manfred Neumann, prófessor við háskólann í Bonn og sérfræðingur í stefnumörkun í efnahagsmálum, fer fyrir hópi 155 prófessora í hagfræði við þýzka háskóla, sem útlista sjón- armið sín varðandi EMU í bréfi sem birtist í gær í F inancial Times og Frankfurter Allgemeine Zeitung. Bréf þeirra birtist samtímis því að þýzki stjómlagadómstóllinn er að meta hvort hann taki fyrir kæru fjögurra þýzkra háskólamanna, sem vilja freista þess fyrir dómstólum að hindra að af myntbandalaginu verði um næstu áramót, eins og áformað er. Einn upphafsmanna kærunnar, lögfræðiprófessorinn Karl Albrecht Schac unnudag að hann teldi að dómstóllinn væri kominn á fremsta hlunn með að samþykkja að taka málið fyrir. Þessu vísuðu talsmenn dómstólsins í Karlsruhe á bug í gær. Helmut Kohl kanzlari ítrekaði að hin sameiginlega Evrópumynt, evr- óið, yrði að veruleika á tilsettum tíma. Theo Waigel, fjármálaráð- herra, sagðist ekki skilja röksemda- færslu hagfræðinganna sem vilja seinka myntbandalaginu og varaði við afleiðingum umræðu um seink- un; hún gæti valdið miklum skaða. Aðstæður óhagstæðar í bréfinu lýsa prófessorarnir þeirri skoðun sinni, að samrunaþró- unin í Evrópu væri sem slík eðlileg og æskileg og að myntbandalag væri sjálfsagður hluti hennar þegar til lengri tíma væri litið. En þeir fullyrða að of fljótt sé af stað farið ef áformaðri stofndagsetningu þess verði haldið til streitu. „Núverandi aðstæður í efnahags- málum eru stofnun myntbandalags mjög óhagstæðar," segir í bréfinu. „Það verður að íhuga alvarlega sem pólitískan kost að fresta þessu nokkur ár, að viðbættum skilyrðum um frekari framfarir hvað varðar stjórn ríkisfjármála [í tilvonandi að- ildarríkjum EMU],“ segir þar enn- fremur. Að mati prófessoranna fóru ríkis- stjórnir ESB-landanna of seint af stað með að beita nauðsynlegu að- haldi í ríkisfjármálum og það ekki gert að nægilegri ákveðni heldur. Halli á rekstri ríkissjóða lykilríkj- anna, sem verða að vera með ef EMU á nokkru sinni að verða að veruleika, hefði ekki verið minnkað- ur eins mikið og þörf krefði. Loks lýsa þeir efasemdum yfir því að svokallaður „stöðugleikasátt- máli“, sem samið var um að undir- lagi þýzku stjórnarinnar í því skyni að tryggja að aðhaldi verði áfram beitt í ríkisfjármálum aðildarland- anna eftir að myntbandalagið er komið á laggirnar, skili þeim ár- angri sem vonir standi til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.