Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Happdrættisvinningar Oft eru vinningar skattskyldir VINNINGAR í happdrættum geta reynst tvíbent happ, eins og ferð til útlanda eða hljómflutnings- tæki, ef ekki hefur staðið til að fjárfesta í slíkum hlutum. Megin- reglan er sú að vinningar eins og bflar, heimilistæki og utanlands- ferðir eru skattskyldir nema í undantekningartilvikum. Hafi fólk því ekki ætlað að fara til útlanda eða ekki staðið til að eudurnýja hljómflutningstækin hefur það jafnvel brugðið á það ráð að skila vinningi til baka. „Serstök lög gilda um peninga- happdrætti eins og Lottóið og þar er kveðið á um hvert peningarnir eigi að renna og um skattfrelsi vinninga. Sama gildi um Happ- drætti Háskóla Islands, SÍBS og DAS," segir Friðgeir Sigurðsson, deildarstjóri Iögfræðisviðs hjá rík- isskattstjóra. Sama gildir í þessu tilfelli um vinninga í getraunum, þeir eru líka skattfrjálsir." Friðgeir segir að þá séu einnig heimildir í skattalögum til að und- anþiggja skattlagningu í tiltekn- um happdrættum. Sú undanþága er stundum gefin ef öllum ágóða er varið til menningarmála, mannúðarmála eða kirkjulegrar starfsemi. Félag heyrnarlausra, happdrætti ýmissa íþróttafélaga og Þroskahjálp falla til dæmis undir þessa undanþágu. - En fái lolk utanlandsferð eða bfl í vinning hjá fyrirtæki eða í samkeppni? „Þá er meginreglan sú að happ- drættisvinningar eru skattskyldir. Undanskildir eru verðlitlir vinn- ingar í almennum happdrættum eins og t.d. geisladiskar, bolir eða myndbandsspólur. Friðgeir segir að ríkisskatt- stjóri fái á borð til sín nokkur svona mál á ári þar sem vafi leiki á um skattlagningu stærri vinn- inga eins og bfla eða utanlands- ferða. „Þegar vafi hefur leikið á um hvort vinningur sé skattskyldur eða ekki hefur niðurstaðan yfir- leitt verið sú að um skattskyldar tekjur sé að ræða. Það hefur komið fyrir að f'ólk skili vinuingi til baka eins og utanlandsferð eða þurfi að selja bfl sem það fær í vinning. Fái fólk t.d. tveggja milljóna króna bfl í happdrætti er reiknaður skattur upp á 700.000-800.000 krónur og marg- ir hafa ekki tök á að borga slíkar upphæðir." Þegar Friðgeir er spurður hvernig fólk geti fengið vitneskju um hvort það eigi að gefa vinning upp til skatts eða ekki segir hann að með leiðbeiningum ríkisskatt- stjóra sem fylgi skattaframtali sé birtur listi yfir þá sem hafa fengið undanþágu frá skattlagningu vinninga. Hnetusmjörið jafn hollt og rauðvínið? I niðurstöðum rannsókna á vegum Land- búnaðarstofnunar Bandaríkjanna er greint frá því að jarðhnetur innihaldi töluvert af hjartastyrkjandi efni sem heitir „Resver- atol". Ólafur Sigurðsson kynnti sér málið. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á hollustu efnisins fyrii- hjartað og gegn krabbameini. Fyrir stuttu vakti það mikla athygli er rauðvín var talið hollt vegna þessa efnis. Þessar niðurstöður voru kynntar sl. haust á fiindi samtaka bandarískra efnafræðinga (ACS) í Norður-Kar- ólínufylki. Dr. Tim Sanders, sem starfar hjá rannsóknadeild Landbún- aðarstofnunarinnar í Norður-Kar- ólínufylki greindi frá niðurstöðunum. Rannsóknin sýndi að í 100 g af hnet- um (án hýðis) mældist um 280 míkrógrömm af Resveratol en í rauð- víni eru um 540 míkrógrömm af efn- inu í 100 g. Ekki er vitað nákvæmlega hvernig efnið, sem er phytoalexin, virkar en nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á að það dragi úr samloðun blóðflagna í æðunum og sé öflugur andoxari og vinnur því gegn þránun fitu og oxun á LDL-kólesteróli. Rann- sóknin var styrkt af samtökum hnetu- bænda. Matarsýkingar af völdum veira algengari en talið var Vísindamenn telja að fólk fái mat- areitranir og sýkingar oftar en það gerir sér grein fyrir. Samt eru ekM nema brotabrot af kvörtunum al- mennings um sýkingar staðfestar því algengast er að fólk kenni síðustu máltíð um skyndileg veiMndi eða van- líðan sem er einkenni sumra veiru- sýkinga milli manna (flensur o.fl. sem er ekki matvælasýking). Hepatitis-A veiran og aðrar iðraveirur sem þrífast í meltingarvegi eru nú taldar algeng orsök matarsýkinga. Áður var talið að orsakir matarsýk- inga væru helst af völdum baktería. Vísindamenn könnuðust þó við að hafa átt í erfiðleikum með að útskýra ýmis fjölmenn tilvik matarsýkinga, þar sem engar bakteríur fundust í sjúku fólM (matarsýking) né heldur eiturefni þeirra í matnum (matareitr- un). Er rætt um að matarsýking sem kom upp á Austurlandi fyrir nokkru geti verið vegna iðraveira sem bárust úr matvælum. Nýlega voru grandskoðuð gögn um málið og komist að því að t.d. Hepa- titis-A veirusýkingar væru alltof sjaldan tilkynntar. Þetta mun vera fjórða helsta orsök matarsýkinga í Bandaríkjunum. Iðraveirur sem valda mun vægari sýkingum, eru taldar vera númer níu í röðinni. Hepatitis-A veira sýkir frumur, veldur hita, þreytueinkennum, lystar- leysi, ógleði, óþægindum í maga og loks gulu hjá fullorðnum. Þetta er eitt af alvarlegri matarsýkingum, fólk verður oft óvinnufært í nokkrar vikur og lifrarstarfsemi getur orðið fyrir varanlegum skaða. Hinsvegar valda iðraveirurnar skammtíma ógleði, uppköstum og/eða niðurgangi. Allar þessar veirur berast í fólk með matvælum með beinni eða óbeinni snertingu við matvælin frá t.d. mannasaur. Veirurnar eru mun sterkari en bakteríurnar og geta lifað af magasýrurnar og þola vel kælingu og frystingu. Veirurnar komast í mat- væli úr grunnsævi (skólp) og frá akrinum (mengað vatn). Slælegt hreinlæti starfsfólks sem meðhöndlar matvælin veldur þó oftast sýkingum sem þessum að mati vísindamann- anna. Mælingar sem staðfesta tilvist veira eru mjög erfiðar og dýrar og því ekM notaðar að jafnaði. Sjúldingur sem sýkist af Hepatitis- A veiru verður ekki veikur fyrr en eftir um 15-50 daga og þá er óhklegt að matarleifar finnist til að staðfesta matarsýkinguna. Albesta leiðin til að fvrirbyggja smit er öflugt hreinlæti starfsfólks þar sem matvæli eru með- höndluð og rétt meðferð matvælanna á öllum framleiðslustigum. ítrekað hefur því verið mikilvægi þess að starfsmenn þvoi sér oft um hendur, nuddi vel, bursti undir neglurnar og noti svo sótthreinsiefni eftir hand- þvott. Ormur, ormur! Fyrir nokkru var sýnd mynd í þýska ríkissjónvarpinu um onna í fiski. Vakti þessi mynd athygli í Þýskalandi. Misskilnings gætti í þessum mynd- um. Ormar í ferskum bolfisM eru ekM hættulegir, hvað þá í ljósi þess að fisk- urinn er eldaður. Ormar og ýmiss sníkjudýr eru hluti af náttúrunni. Ormar finnast í meira magni í stórum fisM, sem heíur lifað lengur í heil- brigðu umhverfi eins og í Norður-Atl- antshafi. I Norðursjó er minna um orma, enda fiskur þar smár vegna of- veiði og einnig hefur miMð af sel, sem er nauðsynlegur fyrir lífshringrás ormsins, drepist þar vegna mengunar. Ferskur fiskur er mikilvæg upp- spretta omega-3 fitusýra sem eru sér- lega hollar. Ein fitusýran er talin mjög miMlvæg eðlilegum þroska heilavefs og er barnshafandi konum jafnan bent á að neyta fisks á síðustu mánuðum meðgöngu eða taka lýsi. Fiskur, sem er ekM ofveiddur og kemur úr hreinum sjó, getur verið með ormum sem endurspeglar heil- brigt lífríM. Við flökun og vinnslu er ormurinn tíndur úr, en að sjálfsögðu finnst hann í heilum fisM á sama hátt og skordýr eru í káli og öðru græn- meti þar sem ekM er ofnotað skor- dýraeitur. Við á íslandi sMljum illa svona um- fjöllun. Hún getur stórskaðað við- sMpti okkar við útlönd, en fiskveiðar eru meginatvinnugreinin okkar. Við höfum þurft að vernda miðin okkar og fisMstofnana af meira kappi en aðrar þjóðir og hefur góður árangur fiskverndarstefnu okkar vaMð athygli víða um heim. Þegar fisksala frá Is- landi dregst saman og verðið fellur, er það á við meiriháttar náttúruham- farir. Samt er fiskvinnslan hér ein- hver sú tæknivæddasta í heimi og með hvað besta gæðaeftirlitið, til að tryggja heilnæmi. Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur tii að vernda lífríM sjáv- arins og teMst vel til þó enn megi bæta. Ranghugmyndir eins og þær sem koma fram í erlendum myndum um orma í fisM sýnir okkur og öðrum íbúum norðurslóða hvernig borgarbú- ar iðnríkjanna misskuja náttúruna. Höfandur er matvælafræðingw. ttJetsit Fylgstu með nýjustu fréttum á Fréttavef Morgunblaðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.