Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 43
~h MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 43 MINNINGAR 1 GUÐBJORG HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR + Guðbjörg Hulda Guðmundsdótt- ir fæddist í Þykkva- bæ 22. október 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- nesja 2. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríð- ur Vilhjálmsdóttir og Guðmundur Krist- jánsson. Hulda var næst elst af sex systkinum, elstur var Kristinn, sem nú er látinn, þá Jón, Ragnheiður, Kristjana og Guð- mundur. Hulda giftist 1941 Sveini Að- alsteini Gíslasyni, rafveitu- stjóra, f. 11.9. 1914, d. 19.5. 1982. Börn þeirra: 1) Ásdís, f. 22.1. 1942, maki Guðlaugur Guðfinnsson, þau búa í Lúxem- borg. Dóttir þeirra er Steinunn Hulda, gift Marck Graas og eiga þau tvo syni. 2) Gísli, f. 15.1. 1943, lést 16.5. 1970, eftir- lifandi eiginkona Ingibjörg Björgvinsdóttir, búsett í Reykjavík. Dætur þeirra eru Kolbrún, gift Baldri Davíðssyni og eiga þau tvö börn, og Hulda, gift Bjarnfreði Ólafssyni. 3) Guðmundur, f. 28.6. 1946, býr í Sandgerði. 4) Reynir, f. 2.6. 1948, maki Guðmundína Krist- jánsdóttir, þau búa í Sandgerði. Þeirra börn eru Gísli, unnusta Eva Dögg, Sigríður, unnusti Baldur, og yngst er Guðbjörg. 5) Sigurður, f. 28.6. 1949, maki Sigríður Þórhallsdóttir, þau búa í Sandgerði. Þeirra synir eru Elvar, sambýliskona Júlía Jónsdóttir og eiga þau einn son, Vilhjálmur, sambýliskona Anna Lilja Hermannsdóttir og eiga þau eina dóttur, og yngstur er Ástþór. 6) Aðalsteinn, f. 12.1. 1952, maki Margrét Högnadótt- ir, þau búa á fsafirði. Þeirra börn eru Gísli Sveinn og Al- berta Runný. 7) Sólveig, f. 29.4. 1955, maki Hallbjörn Heið- mundsson, sem lést 1989, S«51- veig býr í Sandgerði, þeirra börn eru Aðalsteinn og Berg- þóra. Hulda og Aðalsteinn bjuggu í Sandgerði frá 1943, lengst af á T^arnargötu 11, „Sellandi". Síðustu árin bjó Hulda í Mið- húsum, íbúðum aldraðra í Sandgerði. titför Guðbjargar Huldu fer fram frá Hvalsneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma. Það er sárt að kveðja þig í dag, en við huggum okkur við að nú ert þú búin að fá hvfldina sem þú þráðir svo mjög. Það er erfitt að hugsa til þess að eiga aldrei eftir að koma í heimsókn til þín í Miðhúsin. Alltaf þegar við komum til þín var eithvað gott kom- ið á borðið, og jafnvel núna síðustu árin þegar heilsan var orðin slæm bakaðir þú handa okkur vöfflur þeg- ar við komum. Þú varst svo skemmtilega hreinskilin og sagðir okkar alltaf hvað þér þótti, þó án þess að særa okkur á nokkurn hátt. Þú varst alltaf svo sæt og fín. Elsku amma á Sellandi. Guð geymi þig. Kveðja frá barnabörnum. ^LXXXXXXXXX^J H H R H H H H H H Erfidrykkjur H H H H H H H H H H + Sími 562 0200 EjxxxxxxxtttI Með örfáum orðum langar mig til að minn- ast elskulegrar tengda- móður minnar. Okkar fyrstu kynni voru fyrir rúmum 30 árum er ég kom á , heimili þeirra hjóna Huldu og Alla. Þau tóku mér opnum örmum, ungri og óframfærinni tilvon- andi tengdadóttur. Eg heillaðist af nærveru hennar og léttleika og sérstaklega er mér minnistætt hversu auð- veldlega allt lék í höndum hennar, hún var húsmóðir á mannmörgu heimili og var að mörgu að hyggja. Hulda var dul kona, sem bar ekki tilfinningar sínar á torg, hún varð fyrir þungum áföllum í lífinu, en styrkur hennar og æðruleysi var að- dáunarvert. Við urðum hinar bestu vinkonur og á þá vináttu bar aldrei skugga, mér þótti vænt um hana, ekki aðeins fyrir það hvernig hún var, heldur líka fyrir það hvernig ég varð sjálf í návist hennar. Undanfarin ár átti hún við mikil veikindi að stríða og var henni þá sem áður frekar umhugað um aðra en sjálfa sig. Við áttum saman ljúf- ar stundir á síðustu vikum, fyrir það er ég þakklát. Að leiðarlokum vil ég þakka henni umhyggju og ást, mér og dætrum mínum til handa. Guð blessi minningu góðrar konu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guðiséloffyrirliðnatíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Ingibjörg Björgvinsdóttir. t Faðir, tengdafaðir, afi og langafi okkar, EGGERT SKÚLASON, Brunnum 13, Patreksfirði, lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar mánudaginn 2. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. ^^» ^t^H^^é Jóhannes Eggertsson, Halla Árnadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og afi, ÓLAFUR S. ALEXANDERSSON, Fannarfelli 12, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 31. janúar sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Auður María Sigurhansdóttir, Sólveig Ólafsdóttir og böm, Auður Ólafsdóttir, Asgeir Ólafsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SIGRÍÐUR ANDRÉSDÓTTIR, Efstahjalla 5, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju í dag, þriðjudaginn 10. febrúar, kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Sjálfsbjörg. Sigurður R. Guðjónsson, Áslaug Sigurðardóttir, Árni Sveinbjörnsson, Ríkharð Sigurðsson, María Christie Pálsdóttir, Sigurjón Sigurðsson, Ásdís Fanney BaldvinsdóttJr og bamaböm. t Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, MALFRfDUR HELGADÓTTIR, elliheimilinu Garðvangi, Garði, lést föstudaginn 6. febrúar. Sigurhans Þorbjömsson, Bára Einarsdóttir, Bragi Sigurðsson, barnaböm og langömmuböm. t Móðir mín, SVANDÍS GÍSLADÓTTIR, Skúlagötu 40b, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 3. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram. Fyrir hönd aðstandenda, Gísli Kristjánsson. t Eiginkona mín, GUÐMUNDA ARNFINNSDÓTTIR, Merkisteini, Stokkseyri, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn 6. febrúar. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna, Guðmundur Einarsson. t Elsku litli sonur okkar, bróðir og barnabarn, SÍMON BERG STEFÁNSSON, Dvergabakka 34, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík ídag, þriðjudaginn 10. febrúar, kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á minningarsjóð, sem stofnaður hefur verið í hans nafni. Upplýsingar gefur Fríkirkjan Vegurinn. Stefán H. Birkisson, Margrét B. Kjartansdóttir, Dagný Björk og Aron Birkir, Birkir Þór Gunnarsson, Róshildur Stefánsdóttir, Kjartan I. Jónsson, Ingibjörg Ámundadóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURVEIG GUNNARSDÓTTIR frá Skógum f Öxarfirði, Fjölnisvegi 13, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 10. febrúar, kl. 13.30. Gunnar Sveinsson, Kristjana Sveinsdóttir, Grímur Sveinsson, Jónína Finnsdóttir, Kristveig Sveinsdóttir, Benedikt Þormóðsson, bamaböm og bamabarnabörn. t Dóttir okkar og systir, HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR, Laufhaga 20, Selfossi, lést af slysförum föstudaginn 6. febrúar. Þorbjörg Hjaltalín Halldórsdóttir, Jón Lúðvfksson og systkini. t Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ' ÖNNU GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR fyrrum húsfreyju á Rútsstöðum í Eyjafirði. Einnig sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins í Skjaldarvík. Fyrir hönd vandamanna, Tryggvi Hjaltason, Rósa Hjaltadóttir, Jóna Hjaltadóttir, Aðalsteinn Hjaltason, Gestur Hjaltason, Þór Hjaltason, Guðmundur Hjaltason. Lokað verður í dag, þriðjudaginn 10. febrúar, vegna jarðarfarar SIGRÍÐAR ANDRÉSDÓTTUR. S. Guðjónsson ehf., Auðbrekku 9—11, Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.