Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 29 LISTIR Ástir heilags syndara HEILAGIR syndarar nefnist nýtt leikrit eftir Guðrúnu Asmundsdóttur sem frumsýnt verður í Grafarvogskirkju í kvöld. Líkt og fyrra verk Guð- rúnar, Kaj Munk, sem frumsýnt var í Hallgríms- kirkju fyrir 10 árum, fjall- ar Heilagir syndarar um líf virts prests. Séra Jar- din liggur banaleguna og gerir upp líf sitt. Þetta er áleitið verk sem fjallar um ástina í öllum sínum myndum. Umhverfi fok- heldrar og óvígðrar kirkj- unnar hæfir vel viðfangs- efni verksins en Guðrún játar að hún hefði aldrei ráðist í slíkt verk af eigin frumkvæði og þakkar ungu og kraftmiklu sam- starfsfólki sínu að af upp- færslunni skyldi verða. Hiti komst á kirkjuna rétt fyrir síðustu helgi; fram að því máttu leikarar klæðast kuldagöllum við æfingar. „Þetta hefur ver- ið hreint ævintýri!" segir Guðrún sem ásamt því að vera höfundur verksins fer með hlutverk móður hins heilaga syndara, séra Jardins. „Eg er agndofa yfir því að uppfærsla verksins skuli vera orðin að veruleika eftir allan þennan tíma en verkið byggi ég á sannri sögu sem sænsk vinkona mín sagði mér fyrir 9 árum." Þessi vinkona átti ungan prest að vin sem var mikill trúmaður og virtur predikari í Svíþjóð. Presturinn hafði ráðið sig til Sviss þar sem margir Svíar búa til þess að forðast skatta og skuldir en nokkrum árum síðar ákveður hann að snúa aftur heim. I kveðju- hófi sem söfnuðurinn hélt honum stóð hann upp og skýrði viðstödd- um frá því að hann væri að fara heim til þess að deyja. Hann væri samkynhneigður og hefði smitast af alnæmi eftir samband við ungan mann. „Þegar presturinn sneri aft- ur kom hann beint til þessarar vin- konu minnar alveg brotinn maður eftir að hafa afhjúpað sjálfan sig svo algerlega frammi fyrir söfnuði sínum. Hann sagðist ekki vita af hverju hann hefði játað þetta en vinkonan sagði við hann að hann skyldi sjá að hann hefði ekki misst einn einasta vin. Það gekk eftir og í dauðastríði þessa manns gerðist eitthvað heilagt. Hann dó hálfu ári seinna og þessi frásögn hafði svo mikil áhrif á mig fyrir níu árum að smám saman varð þetta leikrit til," segir Guðrún. „Sagan leiðir hugann að þessu sem við stöndum alltaf frammi Morgunblaðið/Kristinn HEILAGIR syndarar eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur verður frumsýnt í Grafarvogs- kirkju í kvöld. Verkið lýsir dauðastríði ungs prests, séra Jardins, og stórum og smáum uppgjörum fólks sem kemur að dánarbeði hans. Með hlutverk séra Jar- dins fer Þröstur Leó Gunnarsson og móður hans leikur Guðrún Asmundsdóttir. fyrir í lífinu, hvað er rétt og hvað er rangt?" segir Guðrún. „Þessi maður hafði svo vel getað farið heim til Svíþjóðar og dáið í þeirri aðdáun sem hann hafði af öllum í kringum sig, verandi svo stórkost- legur prestur. Hann kaus hins vegar að gera hreint fyrir sínum dyrum. Og út frá því gerðist eitt- hvað heilagt. Það var eins og bylgja undarlegra afhjúpana færi af stað í Sviss og upp komst um ýmis fjármálasvik og misferli. Fólk streymdi að dánarbeði hans bæði frá Sviss og Svíþjóð, bara til að geta verið nálægt séra Jardin og skýrt honum frá sínum litlu vandamálum. Leikritið fjallar um þetta fólk í kringum hann. Stór og smá uppgjör fólks andspænis dauðanum." Fyrst og síðast er það ástin sem er viðfangsefni verksins. „Við erum svo hrædd við að allt deyi. Við erum hrædd um að ástin deyi, að vinátta fjari út. Það er lögmál að allt deyr einhvern tím- ann. Og út frá því að við leyfum hlutum að deyja þegar þeir vilja deyja, þá fæðist eitthvað nýtt og stórkostlegt. En það er meira en að segja það!" bætir Guðrún við og hlær. Verkið gerist á þremur stöðum; í Sviss, á heimili móður séra Jardins og á sjúkrastofunni. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson. Unga prestinn leikur Þröstur Leó Gunn- arsson og með önnur hlutverk fara Margrét Akadóttir, Guðrún As- mundsdóttir, Karl Guðmundsson, Edda Þórarinsdóttir, Ólafur Guð- mundsson og Marta Nordal. Leik- mynd og búningar eru eftir Helgu Rún Pálsdóttur og lýsingu hannaði Þórður Orri Pétursson. „Eg er um- kringd ungu hæfileikafólki í þess- ari uppfærslu. Þeim fylgir mikill kraftur sem líklega er það eina sem dugar til að koma upp leikhúsi í fokheldri kirkju!" segir Guðrún. Rými kirkjunnar sjálfrar er um 400 fermetrar og lofthæð um 13 metrar. Framkvæmdir við leik- rýmið hafa verið miklar, smíðaðir hafa verið áhorfendapallar fyrir 170 manns, kirkjan hefur verið upphituð og festur upp fjöldinn all- ur af ljósum. En hvernig kom það til að ákveðið var að setja Heilaga syndara á svið í fokheldri kirkju? „Sonur minn, Ragnar Kjartans- son, kom með hugmyndina. Þetta leikrit er bæði heitt og kalt, og andstæðurnar mætast í hráu um- hverfinu auk þess sem hægt er að nota stóra glugga kirkjunnar í leik- myndinni. I fyrstu þótti okkur hug- myndin fjarstæðukennd en smám saman höfum við öll heillast af þessu rými." Astar- drykkurinn á Frétta- vefnum Á FRÉTTAVEF Morgunblaðsins á Netinu er nú að finna veglega umfjöllun um óperu Gaetanos Donizettis, Astardrykkinn, sem frumsýnd var í Islensku óperunni si'ðastliðinn föstudag. Þar með má segja að menningarumfjöllun Morgunblaðsins á vefnum sé formlega hafin en stefnt er að því að fjalla um allar stærri sýn- ingar og meiriháttar menningar- viðburði með sambærilegum hætti í framtíðinni. Á vefnum kennir margra grasa. Þar er umfjöllun Morgun- blaðsins um sýninguna, þar með talin viðtöl við þrjá af söngvur- unum, umsögn Jóns Asgeirssonar um hana og „líbrettó" eða texti RíloM Hetw Prfnt •ffgrMn il NtUtttr ,./lMlp;//ww,mHH-/*í\kdmkhji-/ | HvaflvitoiJtooa? v^jKL - Hstuttdiiiian ¦ Sfnintin Mkdrýéu-rmfí eítír (Áeknö Donízetlí W.nsk* úp »rsn íjmr um p.i jjj mun cir < Sl vm* tilwU ÓP«uv»rt htimi. A»l»r diyHmn í 11» 0 onit ritl, h tr a»6llnn4twgvÍjl*aML^y3hi0í»iflTihii*furitshdundh«rwBr,uppí<mfhl,lenihu6peiufin»f»| onmí Aíbrdrylcknum lenjt. | Hvaðvamatote? Tj '¦'';':- ** óperunnar í heild sinni, 23 síðna skjal sem fólk getur prentað út og tekið með sér á sýningu, sýn- ist því svo. Þá er bent á fjölmargar aðrar slóðir, þar sem fólk getur meðal annars aflað sér upplýsinga um höfundinn og Donizetti-stofnun- ina, litið í tónlistartímaritið Gramophone og hlýtt á forleikinn að Ástardrykknum. Að líkindum á sitthvað fleira eftir að safnast 1 sarpinn meðan á sýningum stendur en síðan verð- ur áfram á vefnum að þeim Iokn- um. Slóð síðunnar er http://www. mbl.is/astardrykkur. Bertolt Brecht 1898 -1998 í DAG 10. febrúar minnast leikhús- unnendur um allan heim þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu eins þekktasta leikskálds aldarinnar, Bertolt Brechts. Brecht var jafn- framt mikilhæfur leik- stjóri og kenningasmiður og hafa kenningar hans um leikhús og leikstíl haft gríðarleg áhrif á vestrænt leikhús á þess- ari öld. Við Brecht er kennd hin epíska frá- sagnai'aðferð leikhúss- ins, og hefur kenning Aristótelesar um dramatíska byggingu leikrita gjarnan verið sett fram sem andstæðan við hugmyndir Brechts. Brecht var Þjóðverji, fæddur í Augsburg í Bæ- heimi 10. febrúar 1898. Að loknu stúdentsprófi Bertolt Brecht. hóf hann nám í læknisfræði og heim- speki við háskóiann í Munchen. Há- skólanámið stóð stutt enda stefndí hugurinn annað og fyrr en varði var hinn ungi Brecht kominn á kaf í stjórnmálaafskipti, ritstörf og leik- húsgagnrýni. Brecht var kommúnisti af lífi og sál og skoðanir hans komu fram í öllu sem hann sendi frá sér, ljóðum, ritgerðum og leikritum. Á Miinchenarárunum vakti hann í fyrstu athygli fyrir ljóð sín, sem birt- ust víða í dagblöðum og tímaritum, en fyrsta leikrit hans sem vakti veru- lega athygli var Baal árið 1920. Árið 1924 fluttist Brecht til Berlín- ar sem var á þeim tíma leikhús- og kvikmyndahöfuðborg vesturlanda; þar voru expressionistarnir í leik- húsinu og kvikmyndunum, þar var leikstjórinn heimsfrægi Max Rein- hard og þar var áróðursmeistarinn í leikhúsinu Erwin Piscator. Brecht hellti sér út í leikhúslífið, vann í fyrstu hjá Reinhardt en fór fljótlega að starfa sjálfstætt við leikhús, kvik- myndir og útvarp sem leikritahöf- undur, dramatúrg og leikstjóri. I verkum sínum og störfum lá Brecht ekki skoðunum sínum og var svarinn andstæðingur nazismans í ræðu og riti. Þegar Hitler var kjörinn kansl- ari Þýskalands árið 1933 flúði Brecht land ásamt eiginkonu sinni, leikkon- unni Helene Weigel. Utlegðin stóð í 15 ár, til ársins 1948. Frá Berlínarárunum liggur eftir Brecht mikið af leikþáttum og leik- ritum, þeirra þekktast er án efa Tú- skildingsóperan (1929) við tónlist eftir Kurt Weill. Þó er Túskild- ingsóperan engan veginn dæmigerð fyrir Brecht því megnið af verkum hans frá þessum tíma eru sósíalísk áróðursverk; kennslutæki til að upp- lýsa almenning um stéttabaráttu, fé- lagslegan ójöfnuð og kúgun auð- valdsins. Af öðrum verkum Brechts frá Berlínarárunum má nefna Maður er mað- ur(1927), Heilög Jó- hanna aí sláturhúsunum (1932) og Mó<5irin(1933.) I útlegðinni dvaldi Brecht lengst af í Dan- mörku(1933-39), síðan í Svíþjóð og Finn- landi(1939-41) en bjó í Bandaríkjunum 1941-47 og snéri þaðan til Aust- ur-Berlínar í ársbyrjun 1948. Á þessum fimmtán árum samdi Brecht þau leikrit sem hann er hvað þekktastur fyrir. Ævi Galileó (1938/39) Mutter Courage og börn hennar (1939), Puntiia og Matti (1940/41), Góða sálin frá Sechuan (1938/42) og Kákasíski krítarhring- urinn(1944/45). Segja má að flest af helstu verkum Brechts hafi verið þýdd og flutt í ís- lenskum leikhúsum og/eða í útvarpi þó enn hafi ekki verið lagt í sviðsetn- ingu á tveimur höfuðverkum Brechts, Kákasíska krítarhringnum og Ævi Galileós. Rétt er að geta þess að Ríkisútvarpið flytur Púntila og Matta í hádegisleikhúsinu á Rás 1, næstu tvær vikurnar. Eftir heimkomuna til Austur- Berlínar hófst Brecht handa við að koma kenningum sínum um leikhús í framkvæmd og sviðsetja sjálfur leik- rit sín samkvæmt eigin hugmyndum. Ásamt eiginkonu sinni stofnaði hann leikhópinn Berliner Ensamble. í kringum sig safnaði hann svo helstu samstarfsmönnum sínum úr þýsku leikhúsi frá fyrri árum, sumir snéru heim úr áralangri útlegð til að taka þátt í uppbyggingu nýja leikhússins með Brecht og Weigel. Sjálfur var Brecht aðalhófundur og leikstjóri hópsins. Á örfáum árum varð Berliner Ensamble heimsfrægt. Menn komu alls staðar að tO að sjá sýningar Brechts og samstarfsfólks hans og sannfærast um réttmæti hugmynda hans. í þau átta ár sem Brecht átti ólifuð blómstraði hann sem leikstjóri eigin verka en samdi ekki ný verk, utan nokkrar leikgerð- ir á sígildum verkum þýskra og enskra höfunda. Bertolt Brecht lést úr hjartaáfalli þann 14. ágúst 1956, 58 ára að aldri. TRimPORfll ® NAMSKEIÐ fyrir þá sem vinna við eða hafa áhuga á að vinna við: Trimform professional T-24 Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir: •grunnatriði TEMS •alhliða þjálfun og endurhæfingu •meðhöndlun gigtarsjúklinga •vöðvabólgumeðferðir •þvagleka - grenningu •bakvandamál - íþróttaáverka •o.fl. Leiðbeinandi verður Britta G. Madsen. Námskeiðið verður haldið dagana 6.-8. mars. Trimform á íslandi Alþjóða Verslunarfélagið ehf Skipholt 5,105 Reykjavík - S: 511 4100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.