Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 41 4 i MINNINGAR HREINN STEINGRÍMSSON 4 * 4 4 4 4 4 i 4 i 4 i i i i i i i i i +Hreinn Stein- grímsson var fæddur á Hólum í Hjaltadal 27. nóvem- ber 1930. Hann lést á Landakotsspítala 1. febrúar síðastliðinn. Foreidrar hans voru hjónin Steingrímur Steinþórsson, búnað- armálastióri og síðar ráðherra, og Theo- dóra Sigurðardóttir. Hreinn lauk stúdents- prófi frá Mennaskól- anum í Reykjavík 1950 en var meðfram menntaskdlanum við nám í Tón- listarskólanum í Reykjavík. Hann stundaði sfðan nám við iæknadeild Háskóla íslands veturinn 1950-1951. Haustið 1951 hélthann utan til tónlistarnáms og dvaldi fyrst í París en síðar í Vínarborg. J Ég var ekki hár í loftinu þegar kynni mín af Hreini frænda mínum hófust. Ég minnist hans sem alvörugefins ungs manns sem var sílesandi, en einnig er lifandi minningin um ákafamanninn sem gat látið gamminn geisa í eldheitum samræðum og ég varð þess fljótt var að það var sjaldnast komið að tómum kofunum þegar Hreinn var annars vegar. Við bjuggum í sama húsi, og við Þóra dóttir hans vorum í mörg ár eins og systkini, hún bjó í kjallaranum með foreldrum sínum en ég uppi hjá afa og ömmu. Hreinn var svo sem ekki að eyða mörgum orðum á þennan litla frænda sinn. Hann var lítið gefinn fyrir innantómt hjal og því hófust raunveruleg kynni okkar ekki fyrr en síðar. A þessum árum starfaði Hreinn mikið með Samtökum hernámsandstæðinga og alla tíð var hann mikill andstæðingur hernámsins og þótti íslendingar niðurlægja sig með þjónkun sinni við bandaríska hervaldið. Haustið 1966 fór Hreinn til Parísar í annað sinn og var hugmyndin sú að búa sig undir rannsóknir á íslenskum rímnalögum. Sú dvöl varð styttri en ætlað var því eftir aðeins þriggja mánaða dvöl lést faðir hans og Hreinn kom heim til að vera við útförina. í framhaldi af því urðu miklar sviptingar í lífi hans. Þau Sigrún skildu og Hreinn fluttist til móður sinnar, þar sem ég var fyrir. Þar með upphófst náið samband okkar sem staðið hefur alla tíð síðan. Hreinn varð mér að nokkru leyti eins og faðir, en að öðru leyti eins og eldri bróðir. Það hvarfjaði reyndar aldrei að honum að réyna að siða mig til, þótt eflaust hefði ekki veitt af því. En hann var hins vegar tilbúinn að rökræða hverja þá hugmynd sem ég varpaði fyrir hann og að því leyti var hann mér hinn besti lærifaðir. Þær gátu orðið hávaðasamar umræðurnar í eldhúsinu á Flókagötunni og þótti ðmmu minni oft nóg um. En hávaðinn stafaði af ákafa og þessari samræðugleði sem Hreinn átti í svo ríkum mæli. Á þessum árum mótuðust hugmyndir mínar um lífið og tilveruna og eflaust var Hreinn sá maður sem þar átti stærstan hlut að máli. Eftir að ég fluttist endanlega að heiman 1973 urðu samskipti okkar stopulli. Við fylgdumst þó hvor með öðrum og það voru alltaf fagnaðarfundir þegar við hittumst á ný. Hreinn var á kafi í rannsóknum sínum á rímnalögum og gömlu íslensku tónlistinni og varð fljótlega helsti sérfræðingur landsins á því sviði. Hann vann lengi að doktorsritgerð sinni um þetta efni, en það varð honum mikið áfall þegar ritgerðinni var hafnað í Háskóla íslands. Hann ákvað þá að gefa hana ekki út og lagði rannsóknir sínar á hilluna um hríð. Hann sneri sér þó aftur að verkinu nokkru síðar, en vannst ekki tími til Haiin kom alkominn tíl Islands vorið 1958 og hóf þá að starfa í Landsbanka íslands, en þar starfaði hann til 1966. Þá var hann farinn að rannsaka rímnakveðskap og rfmnalög og vann hann að mestu að rannsóknum á ís- lenskri tónlist eftir það. Sambýliskona Hreins var Sigrún Gunnlaugsdóttir myndlistarkona og kennari. Þau slitu samvistir. Dóttir Hreins og Sigrúnar. er Þóra Hreinsdóttir myndlistar- kona og á hún þrjár dætur. ÚtfSr Hreins fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfhin klukkan 13.30. að koma því frá sér í útgáfuhæft form. Eftir hann liggur þó töluvert af greinum, einkum í erlendum tónlistartímaritum, en einnig hefur birst dálítið eftir hann á íslensku um gamla íslenska tónlist, rímur, dansa og sálmalög. En Hreini var fleira til lista lagt en að sinna fræðunum. Hann var mikill áhugamaður um bókmenntir og var betur lesinn í heimsbókmenntunum en flestir aðrir. Þá hafði hann alla tíð mikinn áhuga á myndlist og bjó yfir miMlli þekkingu á listasögu. Meðal annars þýddi hann fyrstu listaverkabækur Máls og menningar sem komu út á sjöunda áratugnum. Hann fékkst einnig á unga aldri nokkuð við að teikna og tók aftur til við þá iðju fyrir rúmum tíu árum. Myndir hans voru engu líkar og fengu góða dóma þegar hann eftir miklar fortölur hélt sýningu í Hafnarborg vorið 1992. Viðfangsefnið var alltaf mannslíkaminn, oftast feitar konur, og litirnir voru notaðir eins sparlega og hægt var. Hann orðaði það einhvern veginn þannig að á meðan flestir reyndu að öskra í gegnum strigann, væru hans myndir eins og hvísl. Það gat aldrei átt við Hrein að hrópa á torgum úti. Ég kveð Hrein frænda minn með miklum söknuði. Hann var að mörgu leyti óvenjulegur maður í heimi sem frekar snýst um magn en gæði, umbúðir frekar en innihald. Fyrir hann skipti innihaldið mestu, sýndarmennskan var víðs fjarri. Hann leitaði sífellt að kjarna hvers máls og þá skipti aldrei máli þótt leiðin væri torfarin. Hann var sannkallaður heiðursmaður sem ætíð var heill í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Steingrímur Steinþórsson. Hann lifði hljóðlátu lífi, hvar sem hann fór. Nú er hann horfinn sjónum úr þessu lífi, sem hann lifði vammlaust og vítalaust - og eins og einn, sem gjörþekkti hann, sagði, þá var hann heiðskír skapgerð. Þannig var Hreinn Steingrímsson, sem yfirgaf þessa veröld með hljóðleik eins og einkenndi allt hans líf. Þannig dó hann, en skildi eftir minningu um sérstæðan félagsskap, sem ein- kenndi hann allt frá löngu liðnum árum til að mynda síðla sumars og haustið 1951 í París, þar sem sá, sem þetta skrifar, varð fyrir því happi að kynnast honum náið. Hreinn var kominn til Parísar til þess að auðga anda sinn og næra sálina í þrotlausri leit á listræna sviðinu, hvort sem um var að ræða tónlist eða myndlist eða bókmenntir eða sjálft lífið. Honum var hugleikin sú list að skilgreina, sem minnti á vopnfimi eða eins og mörg sverð væru á lofti samtímis. Fáum mönn- um hef ég kynnzt, sem voru jafn- fljótir að hugsa eins og Hreinn í sínu látleysi. Því var ekki kyn, þótt músíkin með sinni mýkt og tíðni gagntæki þennan unga mann ofar öllu. Trúlega hefur tónlistin og töfraheimur hennar verið Hreini eins og stærðfræðidæmi, sem hann yrði að leysa, hvað sem tautaði. Á götukaffihúsunum í Paris, á Montparnasse og í St. Germain-des- Prés á Café Dðme, á Select og á Ca- fé Rotonde, svo að nokkuð sé talið, var fjör - gleði - þar var frelsið - þar ríkti þetta annálaða franska frelsi, sem frönsk menning er fræg fyrir, þessi dæmalausa einstaklings- hyggja og réttlætiskennd, sem er langt frá fjötrum múgmennsku og skandínavískrar klíkuþvingunar. I þessu andrúmslofti í Parísarborg - borginni, sem aldrei sefur, var ekki lagt snobbmat á lífið og listina eða tilveruna almennt og ekki sótzt eftir falsfrægð, í ætt við mýrarljós í fjöl- miðlaþætti, þar sem tilgerð drýpur af hverju strái. Listin á aldrei að vera leiðinleg eða hátíðleg. Þarna undir kvöldhimninum í París á götu- kaffihúsi að haustlagi 1951 var Hreinn í essimi sínu og gaf gnótt af sjálfum sér - það voru auðæfi, and- leg, ofar viti á stundum. Myndir frá þessum skemmtilega tíma koma í hugann eins og svipþyrping, til að mynda þegar ætt var með Hreini í hljóðfærabúðir - úr búð í búð, til að leita að þverflautu úr silfri, sem hann yrði nógu ánægður með. Þessu lyktaði með því, að hann lét sér- smíða sér hljóðfærið, sem hann var að leita að. Hann var nákvæmur í vali eins og í allri hugsun. Hann virt- ist alls staðar með á nótunum, en stærði sig af engu, hvorki af mennt- un né kunnáttu sinni, sem var af æðstu gráðu. Allt, sem hann tjáði sig um, var á hæsta kröfu stigi. Fáa veit ég honum fremri í listasöguþekk- ingu. Hann var innilega laus við spekingsmont, einkennandi fyrir svo margan Landann sem þykist gáfaðri en annað fólk. Gaman var að fara með honum til að hlusta á djass- trompetleikarann bandaríska Oran Hot Lips Page, sem lék þá á „Club Aux Vieux Colombier" og á „Blue Note" öðru nafni „Ringside" við Champs-Élysées. Djassinn, Blues og Dixieland, þekkti hann og vissi um hann lengra nefi sími. Bróðir hans Steini Steingríms þótti löngum einn bezti djasspíanisti á íslandi. Og örlagarík varð ferðin með Hreini til Chartres, dómkirkjuborg- ar, 80 mílur frá París. Komið þang- að eldsnemma að morgni og dvalizt heilan dag langt fram á kvöld, en dómMrkjan þarna er eitt samfellt listaverk, alsett höggmyndum og rúðumálverkum, sem franski málar- inn Reuault er talinn hafa orðið fyr- ir áhrifum af. Þessi pílagrímsreisa gaf afdrifaríkan innblástur - hug- ljómun - og var snerting við Hann, sem öllu ræður, og upphafið að trú, sem festi sér rætur og getur ekki horfíð úr sálinni. Hreinn var átta ár við listnám á meginlandi Evrópu, þar af þrjú ár í París og fimm ár í Vín. Þegar heim kom til Fróns, var hann kominn á kaf í að semja tónlist - frumlega tónlist, sem hann byggði á íslenzku rímnalögunum. Þetta varð æðisleg leit - gullgröftur - en þessi tónlist Hreins hefur ekki verið kynnt al- menningi. Hins vegar komst pró- fessor við CALART (California Institute of Arts) á snoðir um þetta merMlega æviverkefni Hreins. Kom hann nokkrum sinnum til íslands til að kynna sér það. Hafði hann dáðst að því svo mjög, að Hreini var fyrir atbeina hans boðið til að halda fyrir- lestra við háskóla í Bandaríkjunum. Hélt hann erindi í Kaliforníu. Hann sló í gegn eins og hans var von og vísa - kom, sá og sigraði. Manni skilst, að sköpunarverk Hreins, sem að mestu er óbirt, sé dulmagnað og eigi eftir að sjá dagsins ljós og vera vitnisburður um mikilleika snillings, sem var eins og segir í Hávamálum „þagalt og hugalt þjóðans barn". Sagt hefur verið, að skyldleiki sé með öllum listgreinum, ekki sízt tónlist og málaralist. Hreinn lagði fyrir sig að handleika pentskúfinn og hélt sýningu suður í Hafnarfirði í Hafnarborg 1992 sem var gaman að skoða. Hann minnti á Degas, jafnvel Monet, Þetta var sérstök sýning gædd rökhyggju Hreins og fínni tóngjöf. Á síðustu árum varð Hreinn enn fáskiptnari og enn dul- ari en áður. Fyrr á árum hafði hann unnið í banka eins og skáldið Kafka. Má vera, að sú snerting hans við hinn ytri heim hafi haft áhrif. Svo miMð er víst, að það varð honum reynsla og dýpkaði hann í mann- lífskönnun með sérstökum hætti, svo að ýmislegt, sem hann sagði um slíkt, var undrunarefni og vakti um- hugsun. Nú þegar Hreinn er kvaddur lifir minning um afburðamann, sem skildi eftir veröld, sem var. Steingrímur St.Th. Sigurðsson. Laugardaginn 31. janúar síðast- liðinn var haldin heilmikil hátíðar- dagskrá í Þjóðleikhúsinu í tilefni af 50 ára afmæli STEFs. Þar var með- al annars frumflutt glæsilegt tón- verk eftir Hauk Tómasson, samið útfrá ævagömlu þjóðlagi sem Hreinn Steingrímsson hafði skrá- sett á sínum tíma og bjargað frá glötun. Ekki gat Hreinn verið við- staddur þennan frumflutning því hann var þá lagstur banaleguna. Hann lést degi síðar. Það var ekki óalgengt að ung, metnaðarfull tónskáld leituðu í smiðju Hreins. EkM aðeins til að leita uppi gömul stef sem hann hafði safnað á löngum vísindaleiðöngrum sínum um fsland, heldur til viðra hugmyndir og efla andagiftina. Kannski var maðurinn einfari að eðlisfari og sumum fannst hann seintekinn, en hann var óþrjótandi uppspretta fróðleiks og frumlegra hugmynda. Hann var ótrúlega vel lesinn í fagurbókmenntum heimsins og áhugamaður um listir og menn- ingu, ekki síst alþýðumenningu. Hann var vandvirkur og natinn í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem hann málaði mynd, lék á hljóðfæri eða skrifaði vísindalega ritgerð. Á hinn bóginn virtist hann hafa lítið fyrir að hrista fram úr erminni ýmislegt sem öðrum hefði ef til vill vaxið í augum. Þannig gat hann til dæmis látið fara vel um sig í sófa í einhverju horni stofunnar með franska listaverkabók í annarri hendinni meðan hann hripaði eitt- hvað niður í glósubók eins og hann væri að skrifa niður tilfallandi minnispunkta. I rauninni var hann með þessu að þýða bók fyrir Mál og menningu, en það bókaforlag gaf út nokkrar þýðingar eftir hann. Hon- um fannst einfaldlega ekkert merki- legt að þýða bækur úr því að þær höfðu verið skrifaðar hvort eð var. Hreinn var faðir fyrrverandi sambýliskonu minnar og því afi dætra minna. Þegar ég kynntist honum gerði ég mér fljótlega grein fyrir að hann var enginn meðalmað- ur. Hann átti auðvelt með að opna augu mín fyrir ýmsu sem ég hafði ekki hugsað þannig út í áður. Hann var ekki aðeins skemmtilegur, með skoðanir á ólíklegustu hlutum, held- ur var hann líka hjálpsamur og alltaf reiðubúinn að leggja lið, hvort sem það þurfti að smíða bókahillur, leggja panel á vegg, lakka gólf, mála glugga eða hvað sem var. En það voru löngu kvöldin með líflegu samræðunum sem mér fannst kannski mestur fengur í. Ég bið Guð að styrkja Þóru dótt- ur hans og bamabörn hans, Völu og Soffíu, í sorg þeirra. Ég bið líka um blessun fyrir minningu hans og mig grunar að þjóðin eigi síðar meir eft- ir að kynnast verkum Hreins Stein- grímssonar og meta þau að verð- leikum. Þorsteinn Eggertsson. * í dag er Hreinn Steingrímsson kvaddur í hinsta sinn, Hann var fjölhæfur maður sem ræddi við börn, unglinga, miðaldra og aldrað fólk um skemmtilega hluti, ekki tilgangslaus dægurmál. Hann notaði nokkra áratugi til þess að rannsaka hluti sem fáir höfðu áhuga á og fór ekki fram á laun eða viðurkenningu fyrir þessar rannsóknir. Hann málaði og teiknaði fallegar myndir, sem hann vildi helst ekM sýna-j, Hann var vel menntaður og góður tónlistarmaður, ég heyrði hann aldrei leika á hljóðfæri. Hann talaði fjölmörg tungumál en það sem sMpti auðvitað mestu máli: hann var hlýr og góður maður sem hafði jákvæð áhrif á alla í kringum sig. Eftir stúdentspróf fór Hreinn til Frakklands. Upphaflega ætlaði hann að læra raungreinar í Sorbonne-háskólanum en ákvað að einbeita sér að tónlist, sem gerði það að verkum að hann færði sig til Vínar. Þar fæddist Þóra, dóttir Hreins og Sigrúnar. Eftir að Hreinn og Sigrún sMldu bjó hann hjá móður sinni og ömmu minni, sem gerði það að verkum aá^ samband okkar varð töluvert náið. Fyrir þremur vikum heimsótti ég frænda minn á spítalann. VeiMndin höfðu farið illa með hann en það var glampi í augunum sem minnti mig á fjölmargar stundir yfir kaffibolla og skemmtilegum umræðum um tónlist, myndlist, stjórnmál, barnauppeldi eða matargerð til þess að nefna einhver dæmi. í langflestum tilfellum fór þetta spjall fram í eldhúskróknum hjá ömmu Theódóru. Oft voru aðrir gestir en það sMpti ekM máli, þarna vlr tækifæri til þess að hlusta á alvöruumræður og leggja eitthvað til málanna. Þessar stundir voru skemmtilegar á meðan á þeim stóð og í dag geri ég mér grein fyrir hvað þær höfðu miMl áhrif á mig. Það er svo margt sem krakkar geta ekM sMlið án aðstoðar fullorðinna. Það reyndist ómetanlegt fyrir mig að hafa fengið tæMfæri til þess að taka þátt í eldhúsmenningu ömmu og Hreins, sem var á hæsta stigi. Undanfarna áratugi hefur Hreinn rannsakað dægurtónlist tilteMns tímabils íslandssögunnar. Mér vitanlega hafa rímurnar ekM verið skoðaðar með vísindalegum hætti áður.' Enginn hefur fullkomið yfirlitj* yfir það sem Hreinn hefur gert. Hins vegar er hægt að ganga út frá því að þar sé vel frá hlutunum gengið, allt varð að vera fullkomið. Þess vegna hafa ekM margir hlutir sem hann lauk við verið gefnir út eða hafðir til sýnis. Hins vegar kæmi það mér ekM á óvart þó að á Holtsgötunni leyndust hlutir sem verða til þess að fleiri munu þekkja Hrein á næstu öld en þekkja hann í dag. Ég kemst ekM að jarðarför frænda míns og nota því þetta tæMfæri til þess að senda Þóru, barnabörnum og systMnum Hreins innilegar samúðarkveðjur um leið og ég þakka fyrir þau forréttindi að hafa fengið að umgangast Hrein -- Steingrímsson. Magnús Bjarnason. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ANNA JÓHANNSDÓTTIR, Hlíðargerði 5, lést á heimili sinu sunnudaginn 8. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Magnús Jónasson, Óskar Magnússon, Kristín Eggertsdóttir, Jónas S. Magnússon, Nanna Ólafsdóttir Edda Magnúsdóttir, Guðmundur Bjömsson, Guðrún J. Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.