Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 31
í takti
við tímann
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
ÍSLENSKI dansflokkurinn stendur jafnfætis hvaða evrópska nútímadansflokk seni er og er sterkari en
nokkru sinni fyrr, segir m.a. í dómnum.
LISTPAJVS
Korgarleikhúsið
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN
Laugardagur 7. febrúar.
ÍSLENSKI dansflokkurinn hefur
fengið til sín góða gesti á 25. starfs-
ári sínu. Hollendinginn Ed Wubbe
og Bretann Richard Wherlock. Ed
Wubbe er listrænn stjórnandi
Scapino-dansflokksins í Rotterdam
sem stendur framarlega meðal nú-
tímadansflokka í Evi-ópu. Wubbe
hefur áður komið við sögu Islenska
dansflokksins en fyi'ir 12 árum
samdi hann dansverkið „Stöðugir
ferðalangar" og hlaut hann ásamt
dansflokknum menningarverðlaun
DV fyrir. Ed Wubbe á tvö dansverk
á sýningunni. í þetta sinn kemur
hann með dansverkið „Tvístígandi
sinnaskipti 11“ sem var upphaflega
samið sérstaklega fyrir dansflokk-
inn. Verkið hefur verið sýnt í Evr-
ópu og víðar og nokkrar breytingar
gerðar á því í tímans rás. Það er því
ný útgáfa sem áhorfendur berja nú
augum. Tónlistin við dansverkið er
eftir eistlenska tónskáldið Arvo
Párt.
Annað verk kvöldsins er eftir
Bretann Richard Wherlock og heit-
ir Iða. Wherlock er listrænn stjórn-
andi Lutzerner ballettflokksins í
Sviss. Tónlistin er frumsamin af
hljómsveitinni Yens & Yens sér-
staklega fyrir þetta verk.
Þriðja og síðasta verk kvöldsins
er eftir Ed Wubbe og er hluti
stærra verks sem ber nafnið Ka-
te’s Gallery. Verkið hefur verið
lagað að stærð og gerð Islenska
dansflokksins og ber nafnið Útlag-
ar. Tónlistin við Útlaga er eftir
Ruben Stern og bresku þung-
arokksveitina Godflesh. Snertisp-
uni (Contact Improvisation) kemur
sterklega við sögu í tveimur seinni
verkunum. Snertispuni varð vin-
sæll á áttunda áratugnum og er
upphafsmaður hans Bandaríkja-
maðurinn Steve Praxton. Upphaf-
lega var snertispuni líkamslist með
íþrótta- og dansívafi og undir
sterkum áhrifum frá fimleikum og
austrænni heimspeki. Hann varð
fljótlega vinsæll sem dansform og
hefur þróast samhliða ólíkum
dansstraumum allar götur síðan.
Hann er enn í þróun. Með komu
snertispuna breyttist dansgerð
margra danshöfunda og hlutverka-
klisjur karla og kvenna þróuðust í
átt til meiri jöfnunar. Konur döns-
uðu við konur, karlar snertu karla
og konur héldu á körlum svo eittt-
hvað sé nefnt. Snertispuni fjallar
um það að hlusta á eigin líkama og
hvaða skilaboð líkamsorka mót-
dansara flytur. Þetta er gert með
snertingu og víxlun líkamsþyngdar
milli tveggja eða fleiri einstak-
linga. Snertispuni er í dag æfður,
kenndur og sýndur af dansflokk-
um út um allan heim.
TVÍSTÍGANDI SINNASKIPTI n
eftir Ed Wubbe. Sviðssetning: Jackie
Fahy. Aðstoðarmaður danshöfundar:
Lauren Hauser. Leikmynd og bún-
ingar: Heidi van de Raadl. Tónlist:
Arvo Part. Lýsing: Benno Veen, Elf-
ar Bjarnason. Dansarar: Birgittc
Heide, Cameron Corbett, Guðmundur
Helgason, David Greenall, Julia Gold,
Jóhann Freyr Björgvinsson, Katrín
Á. Johnson, Lára Stefánsdóttir, Sig-
rún Guðmundsdóttir.
Fyrsta verk kvöldsins Tvístíg-
andi sinnaskipti II eftir Ed Wubbe
hefur yfir sér klassískt yfirbragð
bæði hvað varðar dansgerð og um-
gjörð. Höfundur leikur sér hér að
hugmynd um ljós og skugga.
Dansararnir birtast uppsviðs og
líða ýmist úr skugga í ljós eða úr
ljósi í skugga. Þetta er einföld
hugmynd sem gerir sig vel. Tónlist
Arvo Párt, autt sviðið, tunglskins-
leg lýsingin og hvítir búningar
dansaranna undirstrika hreinleika
stílsins. Dansverkið krefst mýktar
og nákvæmni í öllum hreyfingum
og ákveðins fínleika sem einkennir
klassískan ballett. Höfundur bygg-
ir dansgerð sína á klassískum ball-
ett en vefur inn í hana nútíma-
danshreyfingar á einkar haganleg-
an hátt. Dansarar flokksins ráða
vel við þetta verk og eru öruggir í
allri framgöngu. Klassísk ballett-
þjálfun þeirra nýtur sín til hins
ítrasta. Þetta er heilsteypt ljóð-
rænt dansverk sem líður áfram
undir ljúfum tónum Aivo Part, fal-
leg ballettperla með nútímadansí-
vafi.
IÐA
eftir Richard Wlierlock. Sviðsetning:
Jane Hopper, Katrín Hall Búningar:
Hjördís Sigurbjörnsdóttir, Richard
Wherlock. Tónlist: Yens & Yens. Lýs-
ing: Benno Veen, Elfar Bjarnason.
Dansarar: Birgitte Heide, Cameron
Corbett, Guðmundur Helgason, Hild-
ur Óttarsdóttir, David Greenall, Julia
Gold, Jóhann Freyr Björgvinsson,
Katrín Ingvadóttir, Katrín Á. Johns-
son, Lára Stefánsdóttir, Sigrún Guð-
mundsdóttir.
Iða er annað dansverk kvöldsins.
Það er eftir Richard Wherlock.
Sviðið er autt fyrir utan ljóskastara
sitt hvorum megin á sviðinu. Dans-
ararnir túlka hreyfingu iðu með
stöðugum mjúkum og hringlaga
hreyfingum sínum. I verkinu takast
tveir eða fleiri á í einu. Hér reynir á
kjark og þor dansaranna. Dans-
gerðin byggir á snertispuna. Dans-
ararnir verða að þora að láta dans-
gerðina bera sig frá einum stað til
annars án þess að hika. Þeir þurfa
að treysta sjálfum sér og mótdans-
ara sínum í einu og öllu. Þeir mega
ekki hika annars stöðvast flæðið
sem dansgerðin byggir á. Þeir
þurfa að hafa þann hæfileika að
geta tímasett hreyfingar sínar af
nákvæmni og öryggi. Úthald þeirra
og þol þarf að vera mjög gott.
Dansararnir ráða vel við hraðar og
ákveðnar hreyfingarnar. Þeir hafa
sjóast í þessum dansstíl og greini-
legt er að þeim fer fram. Það dreg-
ur úr spennunni sem felst í dans-
gerðinni þegar dansari hægir á sér
áður en hann mætir mótdansara
sínum eða þegar mótdansarinn er
tilbúinn of snemma og áhorfandinn
sér hvað koma skal. Þetta gerðist i
nokkur skipti á frumsýningunni.
Karldansarar dansflokksins
ásamt gestadansaranum Cameron
Corbett fá að njóta sín í þessu
dansverki og er ætlað stórt hlut-
verk. Þeir skila hlutverkum sínum
vel og hefur rétt eins og
kvendönsurunum farið mikið fram í
þessum dansstíl. Frammistaða Jó-
hanns Freys Björgvinssonar er
minnistæð. Hann hefur á stuttum
tíma náð góðum tökum á dansstíln-
um. Hann sýnir bæði mýkt og
snerpu í vel útfærðum hreyfingum
sínum. Nýr dansari flokksins Hild-
ur Óttarsdóttir sómdi sér vel í
hópnum.
Tónlistin er eftir Ruben Stern og
bresku þungarokkshljómsveitina
Godflesh. Hún er einsleit í gegnum
allt verkið og gerir það að verkum
að dansverkið verður flatara en það
þyrfti að vera. Dansverkið er þrátt
fyrir tónlistina vel uppbyggt og
dansgerðin hröð og spennandi.
Verkið er jafnframt þétt og rennur
vel. Þetta er fyrst og fremst
stemmningarverk þar sem hroki,
sársauki og dulmögnuð spenna
komast til skila í átökum milli
dansaranna.
ÚTLAGAR
eftir Ed Wubbe. Sviðsetning: Jackie
Fahy. Aðstoðarmaður danshöfundar:
Lauren Hauser. Lcikmynd: Ed
Wubbe. Búningar: Pamela Homoet.
Smíði leikmyndar: Sviðsmyndir. Tón-
list: Ruben Stern, Godflesh. Lýsing:
Benno Veen, Elfar Bjarnason. Dans-
arar: Birgitte Heide, Cameron Cor-
bett, Guðmundur Helgason, Hildur
Óttarsdóttir, David Greenall, Julia
Gold, Jóhann Freyr Björgvinsson,
Katrín Ingvadóttir, Katrin Á. Johns-
son, Lára Stefánsdóttir, Sigrún Guð-
mundsdóttir.
Þriðja og síðasta verk kvöldsins
er eftir Ed Wubbe og heitir Útlag-
ar. Efniviður höfundar er líf ungs
fólks í stórborg. Inntak verksins
er samskipti kynjanna með til-
heyrandi kynorku, átökum, spennu
og gleði. Það lýsir grimmd og
spennu á yfirborðinu en mýkri og
fegurri tilfinningum undir niðri.
Verkið byggir að hluta til á snert-
ispuna sem er útfærður hér á ann-
an hátt en í verkinu á undan. A
sviðinu ber fyrir augu pall sem er
dansað við, á og í kringum. Píanói
er haganlega komið fyrir uppsviðs.
Verkið hefst á stuttum píanóleik,
önnur tónlist tekur við og kvend-
ansarar í svörtum kjólum og skóm
hefja dansinn. Þær dansa og karl-
arnir horfa á og öfugt. Þegar líða
tekur á verkið verður nálgun
þeirra meiri þar til hópurinn dans-
ar saman.
Persónur dansverksins eru ólík-
ar og sýna misjöfn viðbrögð við ut-
anaðkomandi áreiti. Hér gefst
dönsurunum tækifæri til persónu-
sköpunar sem þeir nýta sér misvel.
Þeir túlka tilgangsleysi og firringu
tilverunnar með leiða og pirringi
sem oftast kemst vel til skila. I
verkinu eru uppbrot með jöfnu
millibili sem gefa því skemmtilegan
tón. Mikið ber á karldönsurum
flokksins í verkinu. Dansgerðin
kallar á mikla notkun höfuðhreyf-
inga, það er að höfuð fylgi á eftir
hreyfingu búks eða handa en því
var talsvert ábótavant. Útlagar er
vel samið verk. Dansgerðin, notkun
leikmyndar, góð frammistaða
dansaranna, uppbrotin í verkinu
ásamt tónlist Godflesh og Ruben
Stern gera það heildstætt og
skemmtilegt áhorfs.
Dansflokkurinn slítur
barnsskónum
Það er fengur fyrir Islenska
dansflokkinn að fá til sín þessa tvo
erlendu danshöfunda. Það er
einnig fengur fyrir þá að vera boðið
að semja fyrir hópinn því hann
stendur jafnfætis hvaða evrópska
nútímadansflokk sem er. Staða
karldansaranna hefur sjaldan verið
eins sterk. Þeir njóta sín vel og
hafa augljóslega styrkt stöðu sína.
Fjölbreytni dansverkanna gerir
það að verkum að klassískir ball-
etthæfileikar annarsvegar og nú-
tímadanshæfileikar dansaranna
hinsvegar fá að njóta sín. Þeir eru
að verða jafnvígir á bæði dans-
formin. Hröð og úthaldskrefjandi
dansverk henta betur yngstu
dönsurum flokksins og eru þeir
hafðir meira í frammi i þetta sinn.
Það er óhætt að segja að íslenski
dansflokkurinn sé sterkari en
nokkru sinni áður á 25 ára þroska-
ferli sínum. Því má þakka listrænni
stjórnun Katrínar Hall og upp-
byggingu þeirri sem María Gísla-
dóttir, fyrrverandi listdansstjóri
stóð fyrir þar á undan. Áhugafólk
um listir ætti ekki að láta þessa
sýningu fram hjá sér fara. Það er
óþarfi að leita langt yfir skammt.
Hér rétt við bæjardyrnar er á ferð
listviðburður eins og best gerist er-
lendis.
Lilja Ivarsdóttir
AÐALFUNDIR
verða haldnir þriðjudaginu 17. febrúar nk., kl. 17:00 á Kirkjusandi, 5. hæð, Hóluni.
h n
markBBmark
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi.
2. Arsreikningur 1997.
3. Akvörðun um meðferð hagnaðar eða taps.
4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og endurskoðanda.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning endurskoðanda.
7. Onnur mál.
8. Erindi: Er alþjóðlegur verðbréfamarkaður í uppnámi?
Sigurður B. Stefánsson,framkvœmdastjóri VIB
Dagskrá, tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu
félagsins að Kirkjusandi, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund.
Hluthafar eru hvattir til að mceta!
REKSTRARAÐILl:
Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. • Aðili að Verðbréfaþingi Islands
Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími: 560-8900. Myndsendir: 560-8910.