Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Vistaskipti hvftir i *yf£F*«- MYI\PLIST Kallerf I ngól r.Nsl i-ii'í i 8 BLÖNDUÐ TÆKNI ÓLAFUR S. GÍSLASON Opið frá fimmtudegi til sunnudags 14-18. Aðgangur ókeypis. Til 15. febrúar. SVO undarlegt sem það nú er, þá er ég að skrifa um sýningu þar sem sá sem sýnir er ekki með eitt ein- asta efhislegt verk sjálfur, heldur eru aðrir sem gera verkin á sýning- unni. Undir öðrum kringumstæðum væri Olafur kallaður sýningarstjór- inn og talað væri um samsýningu. ¦En þetta er, sem sé, einkasýning Ólafs á verkum annarra, eða á sam- starfi Ólafs við fólk sem gerir verk fyrir sýninguna hans. Fólkið sem um er að ræða eru ekki listamenn, heldur vinna þau í fyrirtækjum hér í bæ, en þau eru Baldur Gunnars- son, Birgir Eggertsson, Erna Arn- órsdóttir, Finnur Leifsson, Magnús Skúlason og Ólafur Stefánsson. Það er því eðlilegt að maður spyrji sig: hvert er viðfang þessarar myndlist- argagnrýni, verk fólksins eða „verk" Olafs? Ef svarið er hið fyrr- nefnda, þá má spyrja aftur, hvert er hlutverk Olafs í þessu öllu saman? - en ef svarið er hið síðarnefnda, þá er eðlilegt að spyrja sig að því í hverju „verk" Ólafs er fólgið? Eins og sýmngin er kynnt verðum við að velja síðari kostinn, sem þýðir að lítið fer fyrir umfjöllun um einstök verk á sýningunni, vegna þess að þau eru ekki „verkið". Hvað er Ólafur að sýna með þess- ari sýningu? Hann er að „sýna" að það megi brúa bilið milli listarinnar og fólksins, að það séu ekki aðeins listamenn sem búi yfir listrænni sköpunarþörf og skynbragði, heldur allir vinnandi menn, sem fá útrás fyrir þörfma með ýmsum hætti. Á sýningunni er allt ferlið, frá hug- mynd til framkvæmdar, dregið fram en ekki aðeins hin endanlega afurð. Með þessu er Ólafur að leggja áherslu á gildi þess að finna skapandi útrás í daglegu amstri, umfram gildi hinnar endanlegu list- rænu afurðar sem slíkrar. Þetta verkefni Ólafs líkist því einna helst einhvers konar samfélagslegri list- terapíu. Þátttakendurnir sem Ólafur velur til samstarfs vinna við iðn- og fram- leiðslugreinar, og það vekur athygli að þar eru engir háskólamenntaðir sérfræðingar, kennarar, stjórnend- ur fyrirtækja, eða fjármagnseigend- ur, svokallaðir. Þau eru „fulltrúar verkafólksins og þess þjóðfélags- lega hlutverks og lífssýnar sem það hefur". Mér finnst gæta mjög ákveðinna og sláandi fordóma að baki sýning- unni. í fyrsta lagi er að finna hug- myndina um að listin hafi einangr- ast frá almenningi, og að list sem er fjarlæg og ekki hluti af hversdags- legri reynslu sé óvinur fólkins, eða a.m.k. hins vinnandi verkamanns. I öðru lagi sýnist mér skjóta upp koll- inum gamaldags stéttahugmynd, sem sagt sú, að ráðandi list sé end- urspeglun á viðhorfum ráðandi stétta, og tæki í þeirra höndum til að tryggja þjóðfélagslega yfirburði sína. Róttæk, eða a.m.k. gagnrýnin og framsýn, list verði þar af leiðandi að leitast við að endurspegla viðhorf og h'fssýn þeirra sem eru áhrifa- „UMHVERFISVÆÐING hugans" heitir verkefni Olafs Stefánssonar hjá Kassagerð Reykjavíkur. lausir í þjóðfélaginu og gefa þeim aukið vægi. Þessar hugmyndir eru ekki nýjar af nálinni, og miðað við það sem á undan hefur gengið, finnst mér ástæða til að taka þeim með ákveðnum fyrirvara. Jafnvel þótt við föllumst á þær forsendur að list hafi einangrast frá almenningi og að viðurkennd list viðhaldi stéttaskiptingu og mis- skiptingu í þjóðfélaginu, þá get ég ekki séð að hugmynd Olafs sé leið út úr þeirri úlfakreppu. Til að byrja með þá er samstarfsfólk Ólafs á heimavelli hans, galleríinu, og það væri ekki þar nema vegna hans. Hann sjálfur getur ekki orðið annað en handbendi „kerfisins", jafnvel þótt inntak verka hans sé gagnrýni á þetta sama kerfi. Ekkert af þessu er nýlunda. Ekki er laust við að það blandast einnig inn í hugmyndir Ólafs upp- hafning á listrænni sköpun sem stendur utan við viðurkennt mat stofnana samfélagsins, svo sem safna, gallería og listaskóla. Alla þessa öld höfum við séð hvernig listamenn hafa hampað prímitiv- isma, list nævra, barna, geðveikra, veggjakrotara, minjagripaframleið- enda og popptónlistarmanna, í sí- felldri leit að einhverju sem er ómengað og upprunalegt, en um- fram allt, sem stendur utan við „kerfið". Mér líkaði betur við samfélags- pælingar Ólafs þegar hann var hinn virki aðili í samstarfinu, þegar mað- ur vissi hvar maður hafði hann, þeg- ar hann var ekki í einhverjum felu- leik. Verkið sem nú er til sýnis í Listasafni íslands, sem hluti af sýn- ingunni „Ný aðföng", er gott dæmi um það. En ég verð að leggja áherslu á að verk hans og samfé- lagsleg verkefni hafa ávallt vakið til umhugsunar og hann skirrist ekki við að fylgja hugmyndum sínum eft- ir til enda. En hvert hann stefnir með sýningu sinni í Ingólfsstræti 8 skal ég ekki fullyrða. Gunnar J. Árnason Inntökupróf í Heimskór æskunnar HEIMSKÓR æskunnar (World Youth Choir) var stofnaður árið 1989. Kórinn hefur starfað einn mán- uð á hverju sumri og alltaf á ólíkum stöðum í heiminum. Kórfélagar eru 90 talsins á aldrinum 17-26 ára og eru valdir úr hópi þúsunda umsækj- enda hvaðanæva að úr heiminum. Þeir þurfa að hafa staðgóða kunn- áttu í nótnalestri og raddbeitingu ásamt reynslu í kórsöng og kórstarfi. Nokkrir íslenskir kórsöngvarar hafa sungið með Heimskór æskunnar. I sumar mun kórinn starfa í Taiw- an og halda tónleika á ýmsum stöð- um í Taiwan; á Filippseyjum og í Singapoore. Kórfélagar verða sjálfir að bera kostnað af ferðinni milli heimalands og Taipei í Taiwan. fs- lenskum kórsöngvurum á aldrinum 17-26 ára gefst kostur á að þreyta inntökupróf í kórinn í febrúar. Þor- gerður Ingólfsdóttir kórstjóri veitir nánari upplýsingar. EIN vatnslitamynda Maríu. Vatnslitamyndir í Skotinu NÚ stendur yfir sýning á vatnslita- myndum eftir Maríu Poulsen í Skot- inu, Félagsmiðstöð aldraðra í Hæð- argarði 31. Myndirnar hefur María unnið á sl. einu og hálfu ári, eða frá því hún hóf að leggja stund á vatnslitun undir leiðsögn Jean Posoccoi. Sýningin er opin á afgreiðslutíma félagsmiðstöðvarinnar, frá kl. 9-16.30. Henni lýkur 20. febrúar. Vindlaust blöðruveldi LEIKLIST Sunnudagsleikhúsið BLÖÐRUVELDIÐ: 2. ÞÁTTUR eftir Sigurð G. Valgeirsson og Svein- björn I. Baldvinsson. Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson. Leikarar: Aníta Briem, Halldóra Geirharðsdóttir, Kjartan Bjargmundsson, Nfna Björk Gunnarsdóttir, Sigurður Sigurjóns- son og Örn Árnason. Stjórn upptöku: Björn Emilsson. Myndataka: Einar Páll Einarsson, Einar Rafnsson og Gylfi Vilberg Arnason. Hljóð: Gunnar Hermannsson og Vilmundur Þór Gíslason. Lýsing: Ami Baldvinsson. Búningar: Stefanía Sigurðardóttir og Ingibjörg Jónsdóttir. Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson. Tdnlist: Óskar Einarsson. Tónlistarupptaka: Ari Dan. Hljóðsetning: Agnar Einars- son. Myndblöndun: Ragnheiður Valdimarsdóttir. Samsetning: Nicola Corvasce. Ríkissjónvarpið, sunnudag- ur 8. febrúar. ANNAR þáttur gamanleiksins Blöðruveldisins stóðst engan veg- inn væntingar um betri texta, meira fjör og meiri kómfk en sá fyrri hafði upp á að bjóða. Ef eitt- hvað, þá var þessi miðþáttur sínu leiðinlegri en sá fyrsti. Persónur eru allar vitgrannar úr hófi fram og óáhugaverðar og vandræða- gangur er ríkjandi í uppbyggingu leikfléttu og í texta eru ódýrir brandarar ríkjandi. Allt heldur þreytandi. Kannski má undanskilja eina persónu frá lýsingunni hér að ofan, en það er unglingsstúlkan Ugla sem var ágætlega leikin af Anítu Briem. Það er þó alþekkt klisja að barnið eða unglingurinn sé eini „heilbrigði" einstaklingur fjöl- skyldunnar, hefur ekki glatað sínu „barnslega sakleysi" og horfir á gjörðir hinna fullorðnu spilltu ein- staklinga í forundran. Hér eru syndir feðranna svo sem ekki háal- varlegar á mælikvarða nútímasam- félags: svartamarkaðsbrask, trygg- ingasvindl og hégómagirnd. Það sem ber best vitni hve fá- tæklegt efnið (og andinn) í þessari „skop"-þáttaröð er er sú staðreynd að þótt nokkrir bestu gamanleikar- ar þjóðarinnar fari þarna með aðal- hlutverk er þeim fyrirmunað að blása lífi í persónurnar og samleik- ur þeirra er á lágu plani. Hvað var leikstjórinn að hugsa og gera með- an á upptöku stóð? Sigurður G. Valgeirsson ku vera hinn mesti húmoristi og Svein- björn I. Baldvinsson hefur sent frá sér mörg bitastæð verk. Það er því undirritaðri hulin ráðgáta af hverju þessum tveimur heiðurs- mönnum mistekst svo gjörsam- lega með þetta samstarfsverkefni sitt. Getur verið að þeir hafi svona lítið álit á sjónvarpsáhorfendum? Eða er kannski allt púðrið í loka- þættinum? Soffía Auður Birgisdóttir Norræna húsið Verk eftir Debussy, Lutoslawski og Weiner Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM, sem haldnir verða í Norræna húsinu miðvikudaginn 11. febrúar kl. 12.30, leika Ármann Helgason klarinettu- leikari og Miklós Dalmay píanóleik- ari saman verk eftir Claude Debus- sy, Witold Lutoslawski og Leó Weiner. Armann og Miklós hafa unnið saman um nokkurt skeið og komu síðast fram á hátíð Camerarctica sem helguð var tónlist Schuberts og Brahms. Þeir hafa báðir hlotið Tón- vakaverðlaun Ríkisútvarpsins, Ar- mann árið 1995 og Miklós árið 1996. Armann lauk einleikaraprófi frá tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1988 og stundaði framhaldsnám við Royal Northern College of Music í Manchester á Englandi. Auk þess stundaði hann einkanám í Lundún- um og París. Armann hefur verið virkur í tónlistarlífi hérlendis og m.a. komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Islands. Hann er meðlimur kammerhópsins Camer- arctica. Miklós Dalmay er Ungverji að ætt og stundaði nám við Bartok Konservatorium og Franz Liszt Tónlistarháskólann í Búdapest og lauk þaðan einleikaraprófi 1987. Þá nam hann við Tónlistarháskólann í Stokkhólmi. Hann hefur hlotið Ármann Helgason Miklós Dalmay mörg verðlaun fyrir leik sinn á al- þjóðavettvangi og víða haldið tón- leika. Hann fluttist til íslands árið 1994 og hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi síðan en kemur einnig fram á tónlistarhátíðum í heima- landi sínu, Ungverjalandi. Verð aðgöngumiða er kr. 400. Ókeypis fyrir handhafa stúdenta- skírteina. Dagskrá Háskólatónleika má nálgast á vefnum. Slóðin er: http://www.rhi.hi.is/~gunnag/ton- listytonleikar.html Aldar- afmæli Brechts I TILEFNI aldarafmælis Brechts mun Utvarpsleikhúsið flytja nokkur verka hans á ár- inu auk þess sem hans mun verða minnst á ýmsan hátt í dagskrá Utvarpsins. I Þjóðleik- húsinu verður leikrit hans Kákasíski krítarhringurinn leikið nú á vormánuðum. Þá er í undirbúningi dagskrá, þar sem Sif Ragnhildardóttir flytur kvæði eftir Brecht í þýðingu Þorsteins Gylfasonar við lög eftir Kurt Weill, Hanns Eisler og Paul Dessau. Bókaútgáfa ein stendur að endurútgáfu bæklingsins Ijóð um leikhús eftir Brecht í þýð- ingu Sigurðar Skúlasonar, sem hefur yfirfarið þýðingu sína og gert á henni nokkrar breytingar. Forsström sópar að sér verðlaunum FINNSKA skáldkonan Tua Forsström sem hlaut Bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs fyir rúmri viku sópar að sér verðlaunum um þessar mundir. Á fimmtudaginn hlaut hún „Tollanderska verðlaunin" sem Sænska bókmenntafélagið veitir, en þau eru 60.000 finnsk mörk. Forsström lýsti yfir gleði sinni vegna verðlaunanna hvorra tveggja, en sagði að gleði sín væri fyrst og fremst vegna þeirrar athygli sem ljóð- listin fengi: „Verðlaunin eru ekki aðeins mín heldur allra þeirra sem yrkja," sagði hún. Forsström hlýtur verðlaunin fyrir ljóðabók sína Eftir að hafa dvalist næturiangt meðal hesta. Hún var einnig tilnefnd til Runebergsverðlaunanna, en þau fékk að þessu sinni Ulla- Lena Lundberg fyrir skáldsögu sína Regn. Verðlaunin eru 50.000 mörk og hafa verið veitt ellefu sinnum áður. Regn gerist í Afríku og er meðal þeirra bóka sem vakið hafa hvað mesta athygli í Finn- landi að undanförnu. Bókin þykir ljóðræn og táknræn og í henni er spurt veigamikilla spurninga um tilvist okkar, að sögn dómnefndarinnar. Tveir sýn- endur í gall- eríkeðjunni Sýnirými KARL J. Jónsson opnaði nýja sýningu laugardaginn 7. febrú- ar í gallerí Sýniboxi við Vatns- stíg. Verk hans ber titilinn „Sk- inn". Einnig mun Karl flytja í símsvaragalleríinu Hlust verkið „Grafskrift". Báðar sýningarn- ar eru opnar allan sólarhring- inn í febrúar. Síminn í galleríi Hlust er 551 4348. I farandgalleríinu Barmi sýn- ir Birgir S. Birgisson. Berandi sýningar er stjórnandi sýning- arrýmisins 20m2, Helgi Hjalta- lín Eyjólfsson. Sýningunni lýk- ur 1. mars. I sýningarrýminu 20m2 stendur yfir sýning Birgis S. Birgissonar „Skjálist" og er ná- skyld sýningu hans í Barmi. Stendur hún til 15. febrúar. Sýningarrýmið 20m2, Vestur- götu lOa, er opið frá kl. 15-18, frá miðvikudegi til sunnudags.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.