Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SIMON BERG STEFÁNSSON + Símoti Berg Stef- ánsson fæddist í Reykjavík 6. maí 1996. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 31. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Stefán Hjálmar Birkisson, fæddur 7. október 1965, og Margrét Björk Kjartansdóttir, fædd 31. mars 1966. pSímon átti tvö systk- ini; Dagnýju Björk, fædd 20. nóvember 1988, og Aron Birki, fæddur 17. maí 1990. Utför Súnonar Berg fer fram frá Fríkirkj unni í lteykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Símon minn. Nú ert þú far- inn frá okkur en ég veit að þú ert hjá Jesú og þar er yndislegt að vera. Því miður fengum við aðeins að hafa þig hjá okkur í rúma 20 mánuði og var það yndislegur tími. Þú varst svo duglegur, byrjaðir að labba aðeins 10 mánaða og hættir oneð bleyju 18 mánaða. Og það sem ^ér þótti gaman að tónlist. Þú varst alltaf dansandi þegar þú heyrðir í henni og söngst með og á hverjum degi settist þú við píanóið og spUað- ir. En það er svo gott að eiga full- vissuna í Jesú, um að einn daginn munum við ganga saman gullnu göturnar á himnum og þá munt þú sýna okkur allt sem þar er. Ég er viss um það að þú ert að spila fót- bolta við Jesú því það var það síð- asta sem þú gerðir hér á jörð. Ég hlakka til að hitta þig á himnum ást- -iwimín. Mamma og pabbi. Elsku litli bróðir, manstu eftir því þegar við fórum til Danmerkur og þegar þú lékst þér við hundinn Thor, þú vissir að hann er dáinn. Þegar þú varst tveggja mánaða fórstu í kringum allt landið, ég veit ekki hvort þú manst eftir því. Manstu þegar ég var að leika mér við þig í feluleik þú hlóst svo mikið að ég hélt að þú mundir springa, en samt sem betur fór hlóstu ekki svo mikið. Þegar þú brostir varstu sæt- asti bróðir í heimi. Það var rosalega sætt að sjá þig setja peningana í ^baukinn. Núna veit ég að þú ert hjá Guði og þér h'ður rosalega vel, ertu nokkuð í fótbolta? Ég sakna þín mjög mikið. Þín besta systir í heimi. Dagný Björk. Elsku htli bróðir, það var svo skemmtilegt þegar ég var inni í her- bergi að læra og ég var með tónlist á fullu þá komst þú alltaf inn í her- bergi og fórst að dansa. Og að hoppa í mömmu og pabba rúmi var alveg frábært þó svo að við mættum það ekki. Við vorum líka að æfa fim- leika saman. Ég sakna þín svo mik- ið. . >,Þinn stóri bróðir Aron Birkir. Ástfólginn lítill drengur er horf- inn af sjónarsviðinu, nánast án nokkurs fyrirvara. Aldrei framar mun hann koma til að hjálpa ömmu í Urðarbakkanum við baksturinn eða tiltektina, né til að ná í geisla- disk í diskarekkann og biðja afa að spila svo hann gæti dansað og sung- ið eins og honum var einum lagið, né til að sparka bolta og leika sér í stofunni hjá afa og ömmu á Háaleit- "isbrautinni, sem ávallt báru hann á höndum sér og hann var svo ein- staklega hændur að. Óhjákvæmilega verða þegar slíkt skeður æði áleitnar spurningarnar um hver tilgangurinn með öllu þessu sé, en fátt verður um svör. Okkar fátæklega þekking og skiln- ^ýjgur á lífinu og tilverunni eru svo miklum annmörkum háð að eina skýringin og lausnin sem við eygjum á stundum sem þessari, er að trúa og treysta því að sá sem öllu ræð- ur hafi hér haft hönd í bagga og kallað ást- kæra drenginn okkar til sín, eitthvað þýðing- armeira að starfa Guðs um geim. Við biðjum þess að almættið leggi foreldrum, systkinum og okkur öllum líkn með þraut og gefi okk- ur jafnframt nægilega trú, visku og umburð- arlyndi til að taka því sem orðið er af æðruleysi. Guð geymi þig vel, elsku Símon, við þökkum þér af innstu hjartarót- um fyrir alla skemmtunina og ást- ina sem þú stöðugt auðsýndir okk- ur, þann stutta tíma sem þú fékkst að dvelja hjá okkur. Við vitum að þegar okkar tími kemur muntu eins og ætíð áður taka fagnandi á móti okkur með útbreiddan faðm og hreina og bjarta brosinu þínu. Afi og amma í Urðarbakkanum. Elsku Símon, það sem þú gafst okkur er svo óendanlega dýrmætt. Öll uppátækin þín, afi burr, það var afa bíll, piss til að fá ömmu inn á bað, ekki alltaf til að pissa, heldur að fá að leika í baði, setjast í síma- stólinn, þá vildir þú segja „alló" við Gunna og Yogu, lagðist á gólfið hjá Aroni þegar teiknimyndir voru í sjónvarpinu, reyndir fimleika með Dagnýju og alltaf þegar við hitt- umst rakst þú afa úr skónum og náðir í boltann, svo fannst þér svo gaman að „spila" á píanóið og litla gítarinn og syngja með. Syngdu á morgun, syngdu í dag söng þinn láttu hljóma. Eins og fagurt ljúflingslag lifðu meðal blóma. Blítt sem geisli bræðir hjarn bros þitt láttu skína. Vertu songs og vorsins barn vernda æsku þína. (Kjartan Ólafsson) Litli vinurinn okkar, við þökkum þér allar yndislegu stundirnar. Við munum hittast á ný. Elsku Mar- grét, Stebbi, Dagný og Aron, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur og okkur öll sem elskum litía Símon Berg. Amma Rósa og afi Birkir. Ég kveð þig heitu hjarta. -Minn hugur klökkur er. Ég veit, að leið þín liggur svo langt í burt frá mér. Mér ljómar ljós í hjarta, - sem lýsir harmaský, þá lífsins kyndla kveikti þín kynning björt og hlý. Og þegar vorið vermir ogvekurblóminsín, í hjartans helgilundum þá hlær mér minning þín. (JónÞórðarsonl938) Elsku Símon nú ert þú farinn frá okkur aðeins 20 mánaða gamall. Þótt tíminn sé ekki langur og sam- vistirnar allt of fáar, þá eigum við sjóð af minningum um þig. Minn- ingum sem ylja hjartanu og hjálpa okkur að komast yfir þennan erfiða tíma. Því víst værum við fátækari ef við hefðum ekki fengið að kynnast þér elsku Símon, sjá þig stækka, þroskast og byrja að stíga þín fyrstu spor í lífinu. Það var alltaf jafh notalegt að taka upp símann þegar þú varst að hringja í Gunna frænda, heyra þig segja á þinn sér- staka hátt „Gúnna, Gúnna". Þá minntir þú okkur á að þú værir til, að of langur tími væri liðinn síðan við hittumst síðast. Jafnvel síðasta daginn þinn hér á jörð hringdir þú í Gunna frænda, kannski var það til þess að kveðja, hver veit. Þótt söknuðurinn sé mikill og sorgin stór þá er bjart yfir minning- unni um þig kæri Símon. Elsku Aron, Dagný, Margrét, Stefán, Inga, Kjartan, Rósa og Birkir. Megi góður Guð styrkja ykkur og blessa á þessum erfiðu tímum og um ókomna tíð. Vertu sæll elsku Símon. Gunnar og Jóhanna. Okkur langar að kveðja lítinn vin, Símon Berg. Guð segir í orði sínu: ,Augu þín sáu mig er ég enn var ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína, áður en nokkur þeirra var til orðinn." (Sálmur 139:16.) Ekki óraði okkur fyrir því að ævi- dagar hans yrðu svona fáir, en við þökkum Guði fyrir hvern dag sem hann fékk að vera á meðal okkar. Hann gladdi okkur með stóru aug- unum og fallega brosinu sem hann sparaði aldrei. I Matt. 18:1-3. „Læri- sveinarnir spurðu Jesú: „Hver er mestur í himnaríki?" Hann kallaði til sín lítið barn, setti það meðal þeirra og sagði: Sannlega segi ég yður. Nema þér snúið við og verðið eins og börn, komist þér aldrei í himnaríki." Jesús lýsir barnið hreint og yndislegt, það fer beint í faðm Guðs. Það er huggun að eiga þessa trúarvissu að við munum hittast hjá Guði þegar okkar dagar eru allir. Okkar dýpstu samúðarkveðjur sendum við ykkur. Við biðjum Guð að hugga og styrkja ykkur öll, elsku Margréti, Stefán, Dagnýj'u og Aron, afana og ömmurnar, Birki og Rósu, Kjartan og Ingu, svo og alla aðra aðstandendur. „Sælir eru sorgbitnir, því að þeir munu huggaðir verða." (Matt. 5:4.). Guðrún og Hilmar. Um leið og við setjumst niður til að skrifa nokkur orð um litla frænda, skynjum við að engin orð ná að lýsa hve stórt skarð hefur ver- ið höggvið í fjölskylduna er einn úr hópnum var kallaður burt svo óvænt og skyndilega. Litli Símon var lengi yngstur í hópnum enda náði hann að draga að sér alla at- hygli með glaðlegu fasi og yndislegu brosi. Minningin um litla fallega Símon mun lifa með okkur alla Elsku Margrét, Stefán, Dagný, Aron, Rósa, Birkir, Gunnar og Yoga og aðrir ástvinir, Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Atli, Þórdís, Bergjjót, Brynja og fjölskyldur. Elsku Símon, nú ertu hjá Guði. Nú er þér batnað. Þú kemur aldrei aftur en seinna komum við öll til þín. Þinn frændi Stefán Arnar. Okkur langar í örfáum orðum að minnast lítils drengs sem í dag er til moldar borinn. Hann Símon Berg var yndislegur litill stubbur sem bræddi hjörtu allra sem kynntust honum. Alveg frá upphafi var mikill kraftur í honum, hann mátti ekki vera að því að vera ungabarn, var farinn að ganga innan við tíu mán- aða gamall og upp frá því hljóp hann um allt. Við minnumst hans í fótbolta heima á stofugólfi með Aroni og hoppandi upp í rúmi hjá Dagnýju. Hann var alltaf glaður og síbrosandi. Skyndilega er hann Símon farinn en við vitum að hann hvflir nú í faðmi Drottins. Elsku Margrét, Stebbi, Dagný og Aron, Inga, Kjartan, Rósa og Birk- ir, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum Drottin Guð að umvefja ykkur með sínum kærleika á þessum erfiðu tímum. Við syrgj- um með ykkur. Hrafnhildur, Daníel, Bryndís María og Ari Páll. Sæll er sá, er situr í skjóli Hins hæsta, sá er gistir í skugga Hins al- máttka. (Sálm. 91:1.) Hann Símon litli er kominn heim til Jesú og situr í skjóli hans. Fyrr en við hefðum viljað eða höfum mannlegan skilning á. Vegir Guðs eru órannsakanlegir, þau orð hafa hljómað í hjarta mér síðustu daga og eiga þau sannarlega við í þessu tilfelli. Við í ungbarnakirkju Vegar- ins munum sakna þín, litli vinur. Þú sem varst alltaf svo fallegur, glaður og kröftugur strákur, þú varst ein- staklega athugull á umhverfi þitt og hugsaðir mikið þegar þú horfðir á mann. Við hérna, bæði stóra og litla fóikið, munum hugsa oft til þín. Þann stutta tíma sem þú varst hérna hjá okkur gaf Guð þér ein- staklega góða og samheldna fjöl- skyldu. Foreldra sem elskuðu þig af heilu hjarta, enda varstu mjög háð- ur þeim og vildir sem minnst af þeim sj'á. Hvfldu í friði, Símon minn, þar sem þú gistir í skugga Hins al- máttka Guðs. Elsku Stefán, Margrét, Dagný og Aron, hjarta mitt grætur með ykk- ar, megi Guðs kraftur styrkja ykkur og leiða áframhaldandi. F.h. Ungbarnakirkjunnar, Lína Hilmarsdóttir og fjölskylda. Það er svo dapurt inni hér, svo autt og snautt og hljótt, því hjartans vinur horfinn er og hrifinn burt svo fljótt. Það er svo sárt um ævibraut, þá æskan hm'gur nár, áður en lífið þekkir þraut og þrungin sorgartár. I dag kveðjum við elskulega litla frænda okkar Símon Berg, sem kallaður var burt svo skyndilega. Sorg og söknuður er í hugum okkar en við munum ávallt geyma minn- ingarnar um Ijúfan og brosmildan lítinn dreng. 0, hjartans vinur, hvíldu rótt, - við hugsum mest um það. - Þér gefi drottinn góða nótt og góðan sælustað. (Jens Sæmundsson.) Litli vinur, Guð geymi þig. Elsku Stebbi, Margrét, Dagný og Aron, Rósa, Birkir, Gunni, Yoga og aðrir ástvinir. Missir ykkar er mik- ill, Guð gefi ykkur huggun og styrk. Jón Þórir, Harpa, Gígja, Þorbjörg og fjölskyldur. Þegar sál mín örmagnaðist í mér, þá minntist ég Drottins, og bæn mín kom til þín í þitt heilaga must- eri. (Jónas 2:8) Elsku litli vinurinn okkar, hann Símon Berg, er horfinn úr þessu jarðlífi. Þótt ævidagarnir hans hafi ekki verið margir, þá er skarðið samt svo stórt sem hann skilur eft- ir, og við söknum hans sárt. Af hverju hann fékk að vera svo stutt hjá yndislegu foreldrunum sínum og systkinum vitum við ekki. En við vitum að Guðs orð segir að okkar föðurland er á himnum og nú er Símon kominn heim til Drottins. Við eigum margar minningar um lítinn, fallegan dreng og svo duglegan. Hann var svo pínulítill þegar hann fór að koma með foreldrum sínum á lofgjörðaræfingar og merkja mátti fljótt hve gaman hann hafði af tón- list. Hann var líka svo lítill þegar hann var farinn að hlaupa um allt. Það er sama hvað kemur upp í hug- ann, hann var einhvernveginn svo duglegur í öllu. Síðastliðið sumar er okkur dýrmætt í minningunni þeg- ar við fjölskyldurnar fórum saman í útilegur. Þar var Símon svo sterkur þáttur í öllu í litlu flottu íþrótta- skónum sínum með derhúfu, svo glaður og fjörugur, svona gætum við lengi talið. Við þökkum Guði fyr- ir hann, og hversu mikil blessun hann var. Jarðneska lífið er svo stutt, miðað við eilífa lífið og það er huggun harmi gegn að vita að einn dag hittum við Símon á ný, á himn- um. Elsku vinir, Margrét, Stefán, Dagný, Aron og aðrir aðstandend- ur. Það er bæn okkar til Drottins í dag að hann gefi ykkur styrk til að halda út á þessum erfiða tíma lífs ykkar og að hann beri ykkur yfir erfiðasta hjallann. Olga og Sigurjón. Símon, elsku litli vinurinn minn, er dáinn. Mér hefur sjaldan brugðið eins mikið og þegar ég frétti að hann væri dáinn. Það var eins og allt stoppaði. Minningar um litla sóiargeislann komu upp í hugann, já, hann var svo sannarlega sólar- geisli. Það var svo gaman að fylgj- ast með honum vaxa og dafna. Hann var svo fljótur að öllu. Allt í einu var hann farinn að sitja og fyrr en varði hljóp hann um allt með fal- lega brosið sitt. Það var líka gaman að fylgjast með honum þar sem hann var að fikta í hljóðfærunum uppi í kirkju. Eitt er víst að við munum öll sakna hans, en ég veit að hann er í góðum höndum hjá pabba okkar á himnum og ég veit að einn daginn mun ég hitta hann þar. Elsku Margrét, Stefán, Dagný og Aron, ég bið Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Með þessum orðum vil ég kveðja Símon vin minn: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því slíkra er himnaríki." (Matt. 19:14.) Bergrún. Okkur langar til að minnast hans Símonar litla í nokkrum fátækleg- um orðum. Einhvern veginn fannst okkur við alltaf eiga svolítið í hon- um því hann og Daníel okkar voru svona eins og samferða í heiminn. Við mömmurnar bárum okkur oft saman um litlu kallana okkar. Þeir voru einhvern veginn svo áþekkir. Báðir ljósir, hárlitlir, nettir og glað- ir strákar. Símon var nú samt alltaf skrefi á undan í öllu, hann var svo duglegur að það var alveg sérstakt. Hann var mikil persóna svona lítill maður og auðvelt að sjá að Guð hafði gefið honum svo mikið, óskilj- anlegt er af hverju hann fékk ekki að eiga lengri tíma með okkur. En það er nú svo að við fáum ekki að skilja allt. Huggun okkar er að hann átti svo gott líf þó stutt væri. Það var svo vel hugsað um hann. Aug- ljóst var að Stefán var góður pabbi, alltaf að hnoðast með litla peyjann sinn, margar myndir eru í huganum af þeim feðgum í ungbarnastarfinu í kirkjunni okkar. Margrét svo um- hyggjusöm og vís mamma. Oft var það svo að eftir að við mæðurnar bárum saman bækur okkar þá var einhverju breytt í uppeldi Daníels; hann fékk aldrei pelann sem þó var búið að kaupa, koppurinn var sóttur upp á háaloft þegar það vitnaðist að Símon var farinn að segja til, og maturinn varð svolítið fullorðins- legri. Símoni fannst greinilega vænt um og leit upp til systkina sinna, annað þeirra þurfti alltaf að vera viðstatt þegar hann fór í pössunina á kvennabænastundunum. Dagný var aðdáunarverð systir, alveg eins og lítil mamma með bróður sinn. Aron var greinilega fyrirmyndin hans, við munum eftir Símoni síð- asta aðfangadagskvöld í kirkjunni þar sem hann er í fínu fötunum sín- um að hoppa um og líkja eftir stóra bróður í fimleikum. Við minnumst góðu útilegunnar okkar í sumar. Þá hljóp Símon um allt með töffarahúfu og í íþróttaskóm og kenndi litla vini sínum að borða pulsu, skrefi á undan í þroska eins og venjulega. Og nú er hann Símon farinn á undan heim til Jesú. Við vitum ekki hvernig er á himnum, en við vitum að þar er gott að vera. Honum líður vel þó að við séum sorgmædd. Jarð- arlífið er svo stutt miðað við eilífa líf- ið og við vitum að við eigum eftir að hitta þennan sérstaka dreng á himn- um þar sem við getum lofað Guð saman um alla eilífð. Elsku Margrét, Stefán, Dagný og Aron, við hjónin vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Við mennirnir erum svo máttvana á svona stundu og vild- um svo gjarnan geta huggað ykkur á einhvern hátt. En við biðjum Drottin okkar sem er Guð allrar huggunar að taka ykkur í fangið og bera ykkur yfir þessa erfiðu reynslu. Eyglð og Runólfur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.