Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Verslunarráð gagnrýnir mikil opinber umsvif í atvinnulífínu Rúrið í víðtækri sam- keppni við einkaaðila ÁÆTLAÐ er að velta opinberra og hálfopinberra fyrirtækja sé um 30% af heildarveltu atvinnufyrirtækja í landinu og eru þá hlutafélög í eigu ríkisins ekki meðtalin. Aðilar sem starfa á samkeppnismarkaði finna mjög fyrir nærveru hins opinbera og telja að til þess megi rekja marg- ar af þeim samkeppnishömlum sem við lýði eru, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Verslunarráðs um samkeppni sem lögð verður fyrir viðskiptaþing ráðsins í næstu viku. Þar er bent á að hið opinbera, ríki og sveitarfélög stundi viðamikla samkeppni við einkaaðila í fjölda til- vika. Nefnd eru ýmis dæmi eins og fjármálaþjónusta, innflutningur og heildsala áfengis, ráðgjafar- og sér- fræðiþjónusta ýmiskonar, kvik- myndahús, verslunarrekstur, þvottahús og hreinsun, mötuneyti, ræstingar, öryggisgæsla, verkstæð- isþjónusta, fiskeldi, garðyrkja og sorphreinsun. „Jafnframt því að vera í beinni samkeppni við einka- fyrirtæki stundar hið opinbera ým- iss konar eigin framleiðslu og þjón- ustu innan einstakra ríkisstofnana sem jafnvel er seld á milli stofnana. Starfsemi þessi er oftar en ekki í beinni eða óbeinni samkeppni við ýmiss konar starfsemi einkaaðila og er starfsemi þeirra gert óhægt um vik vegna mismunandi kostnaðar- myndunar," segir í skýrslunni. Lagt er til að hið opinbera losi sig úr atvinnurekstri með því að færa starfsemi yfir til einkaaðila, hvort heldur sem er í formi sölu eða út- boða. Þá verði metinn raunveruleg- ur kostnaður við eigin framleiðslu og þjónustu hins opinbera sem sé í samkeppni við einkaaðila. Sala slíkrar þjónustu á milli stofnana verði samkvæmt sýnilegri gjald- skrá. Hugarfar skiptir verulegu máli Hugarfar stjórnvalda skiptir verulegu máli fyrir að verkefni að efla og auka samkeppni á íslandi, að því er segir í skýrslunni. Stjórnvöld þurfi sífellt að vera vakandi fyrir því að minnka umsvif hins opinbera. Þá telja skýrsluhöfundar miklu skipta að stjórnvöld innleiði fljótt og vel frelsi og samkeppni skv. alþjóð- legum samningum, en dragi það ekki fram á síðasta dag. Jafnframt myndi það segja mikið um hugarfar stjórnvalda í þessu efni ef þau leit- uðust við að opna sem mest fyrir frelsi og samkeppni, en létu sér ekki nægja lágmarksákvæði alþjóðlegra samninga. I skýrslunni er jafnframt fjallað um margvísleg önnur málefni ríMs- ins, t.d. skattareglur, innkaup hins opinbera, eftirlitsstarfsemi og sam- keppnisyfirvöld. Viðskipta- þing 1998 VIÐSKIPTAÞING Verslunar- ráðs íslands verður haldið á morgun í þingsölum Hótels Loftleiða kl. 14. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er ís- lenskt atvinnulíf 1998: Sam- keppni eða samkeppnisleysi? Þar munu forsvarsmenn í ís- lensku viðskiptalífi ræða um stöðu samkeppnismála hér á landi frá ýmsum sjðnarhornum. Auk þeirra mun Sven Norberg, forstöðumaður samkeppnis- deildar F hjá framkvæmda- stjórn ESB og fyrrverandi dómari við EFTA dómstólinn, fjalla um framtíðarþróun á sviði samkeppnisréttar. Á þinginu verður jafnframt lögð fram skýrsla Verslunar- ráðs um samkeppni í íslensku atvinnulífi þar sem fjallað er á yfirgripsmikinn hátt um stöðu samkeppninnar á ýmsum svið- um viðskiptalífsins. Jafnframt fer fram aðalfund- ur Verslunarráðs. Ásmundur JÓIISSOII Nýir starfs- menn hjá Norðuráli • Ásmundur Jónsson vélfræðing- ur hefur verið ráðinn viðhaldsstjóri hjá ^Norðuráli hf. Asmundur brautskráðist sem vélfræðing- ur frá Vélskóla íslands 1984. Ásmundur starfaði áður hjá Ögurvík sem vélstjóri á Ogra og Vigra og við viðhald á skip- um. Frá árinu 1985 til 1988 starfaði hann hjá Gjörva hf. og lauk sveins- prófi í vélvirkjun árið 1988. Á árun- um 1988 til 1989 vann hann á rann- sóknaskipinu ET. Asmundur hóf störf hjá Norðuráli 1. september 1997. • Jóhann Ólafur Hauksson hefur verið ráðinn yfirmaður Hagdeildar hjá Norðuráli hf. Jóhann lauk stúdentsprófi frá Verslunar- skóla íslands 1977 og prófi í rekstrar- og við- skiptagreinum frá Endur- menntunar- stofnun HÍ, 1996. Jóhann starfaði áður sem aðalbókari hjá Flugfélagi íslands. Þar áður starf- aði hann sem bókari/aðalbókari hjá IBM á Íslandi/Nýherja á árunum 1985-1997 og sem bókari hjá Einari Guðfinnssym' hf. 1979-1984. Jóhann hóf störf hjá Norðurláli hf. 1. janú- ar sl. Hann er kvæntur Sjöfh Ey- dísi Sigfúsdóttur og eiga þau 2 börn. • Torfi Dan Sævarsson hefur ver- ið ráðinn rafmagnsstjóri hjá Norð- uráli hf. Torfi lauk prófi í raf- orkuverkfræði (rafmagnsverk- fræði) 1987 frá Southern Illino- is University í Carbondale, 111- inois, USA. Torfi starfaði áður sem að- stoðarmaður ISAL. Þar áður tæknilegur Jóhann Ólafur Hauksson rafmagnsstjóra starfaði Torfi stjórnandi faggiltrar skoðunar- stofu á rafmagnssviði. Torfi hóf störf 1. janúar sl. Hann er kvæntur Valgerði Hallgrímsdóttur, uppeld- is- og menntunarfræðingi og eiga þau 2 börn. Kuggur og SKYRR snúa bök- um saman SKYRR hf. hefur keypt meiri- hluta í hugbúnaðarfyrirtækinu Kuggi ehf. ehf. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu sl. fimmtudag eru kaupin liður í þeirri stefnu fyrirtækisins að fjárfesta í öðrum fyrirtækjum á sviði upplýsingatækni og hefja samstarf við þau. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar kaup- samningurinn og samstarfs- samningur milli fyrirtækjanna voru undirritaðir sl. föstudag. Hreinn Jakobsson, forsljóri SKÝRR, og Valgarður Guðjóns- son, framkvæmdastjóri Kuggs, handsala samningana en að baki þeim standa f.v. Aðalsteinn Þór- arinsson og Eiríkur Sæmunds- son, kerfísfræðingar hjá Kuggi, og Pálmi Hinriksson, fram- kvæmdastjóri hugbúnaðardeild- ar SKÝRR, og Sigurjón Péturs- son, framkvæmdastjóri stjórnun- ardeildar SKÝRR. I samningnum felst að fyrir- tækin munu efna til samstarfs á sviði hugbúnaðargerðar og mun Kuggur taka að sér verkefni fyr- ir SKÝRR. Samstarfið nær einnig til samstarfs á sviði sölu- og markaðsmála og munu þau þannig freista þess að nýta Morgunblaðið/Ásdls styrkleika hvort annars. Þá verða leiðir til samstarfs á öðr- um sviðum kannaðar að sögn Hreins Jakobssonar, forstjóra SKÝRR. Gjaldeyrisforðinn 27,6 milljarðar GJALDEYRISFORÐI Seðlabank- ans rýrnaði um rúmar 200 milljónir króna í janúar og nam í lok mánaðar- ins 27,6 milljörðum. Erlendar skammtímaskuldir Seðlabankans eru óverulegar og breyttust lítið í mánuðinum að því er kemur fram í frétt frá bankanum. Á gjaldeyrismarkaði námu nettó gjaldeyriskaup bankans í janúar tæpum 1,4 milljörðum króna. Gengi íslensku krónunnar, mælt með vísi- tölu gengisskráningar, lækkaði í jan- úar um 0,3%. HeOdareign Seðlabankans í mark- aðsskráðum verðbréfum jókst í janú- ar um rúma 3,5 milljarða króna og er þá miðað við markaðsverð. Eign bankans í spariskírteinum ríkissjóðs lækkaði um tæpar 900 milljónir króna en ríkisbréfaeignin stóð nán- ast í stað. Ríkisvíxlaeignin jókst um 4,4 milljarða króna og nam 7,2 mifljörð- um í mánaðarlok. Kröfur Seðlabank- ans á innlánsstofnanir lækkuðu um tæpa 2,8 mifljarða króna í janúar en nettókröfur bankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir hækkuðu um tæpar 800 milljónir króna og námu 7,3 milljörðum í lok janúar. Grunnfé bankans lækkaði um 700 miUjónir króna í mánuðinum og nam 19 millj- örðum í lok hans. Rætt um fækkun starfa íiðnaði SAMTÖK iðnaðarins halda aðal- fund sinn, Iðnþing, föstudaginn 20. febrúar næstkomandi. Á þinginu verður rætt um hlutfallslega fækk- un starfsmanna í iðnaði og hvort hún sé afleiðing efnahagsmistaka eða eðlilegrar þróunar. I frétt frá Samtökum iðnaðarins kemur fram að aðalræðumaður þingsins verði heimsþekktur hag- fræðingur, Robert Eric Rowthorn, prófessor í hagfræði við Cambridge háskóla í Englandi. Erindi Row- thorns byggist á nákvæmri rann- sókn á hlutfallslegri fækkun starfs- manna í iðnaði hér á landi. Erindið heitir „De-Industrialization: The Case of Iceland." Lagasetning á sjómannaverkfall hefur áhrif á verðbréfamarkaði Hlutabréf SR- Mjöls hækka um nær 6% GENGI hlutabréfa í SR-Mjöh hækkaði um tæplega 6% í við- skiptum á Verðbréfaþingi ís- lands í gær, eftir að ljóst varð að ríkisstjórnin hygðist setja lög á lög á verkfall sjómanna. Lokagengi bréfanna var 6,55 og hafði þá hækkað um 35 punkta frá síðasta viðskiptadegi. Hlutabréfaviðskipti voru hins vegar áfram með minna móti. Alls námu þau tæpum 18 millj- ónum króna að markaðsvirði og hækkaði hlutabréfavísitala þingsins um 0,26%. Er þetta annar viðskiptadagurinn í röð sem vísitalan hækkar eftir nær samfellda lækkun frá áramót- um. Mest urðu viðskipti í gær með hlutabréf í Sfldarvinnsl- unni, alls 9,5 milljónir króna að markaðsvirði en gengi bréfanna breyttist ekkert frá síðasta við- skiptadegi. Litlar verðbreytingar urðu annars á hlutabréfum í gær ut- an þess að hlutabréf í Þróunar- félagi íslands hækkuðu um 2,6%. Annars urðu mest viðskipti með húsbréf á Verðbréfaþingi í gær, eða fyrir tæpar 330 millj- ónir króna. Hefldarviðskipti dagsins voru hins vegar í lægri kantinum, eða alls 560 mifljónir króna. Nánast engar breyting- ar urðu á ávöxtunarkröfu verð- tryggðra né óverðtryggðra bréfa í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.