Morgunblaðið - 10.02.1998, Page 22

Morgunblaðið - 10.02.1998, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Verslunarráð gagnrýnir mikil opinber umsvif í atvinnulífínu Ríkið í víðtækri sam- keppni við einknaðihi ÁÆTLAÐ er að velta opinberra og hálfopinberra fyrirtælga sé um 30% af heildarveltu atvinnufyrirtækja í landinu og eru þá hlutafélög í eigu ríkisins ekki meðtalin. Aðilar sem starfa á samkeppnismarkaði finna mjög fyrir nærveru hins opinbera og telja að til þess megi rekja marg- ar af þeim samkeppnishömlum sem við lýði eru, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Verslunarráðs um samkeppni sem lögð verður fyrir viðskiptaþing ráðsins í næstu viku. Þar er bent á að hið opinbera, ríki og sveitarfélög stundi viðamikla samkeppni við einkaaðila í fjölda til- vika. Nefnd eru ýmis dæmi eins og fjármálaþjónusta, innflutningur og heildsala áfengis, ráðgjafar- og sér- fræðiþjónusta ýmiskonar, kvik- myndahús, verslunarrekstur, þvottahús og hreinsun, mötuneyti, ræstingar, öiyggisgæsla, verkstæð- isþjónusta, fískeldi, garðyrkja og sorphreinsun. „Jafnframt því að vera í beinni samkeppni við einka- fyrirtæki stundar hið opinbera ým- iss konar eigin framleiðslu og þjón- ustu innan einstakra ríkisstofnana sem jafnvel er seld á milli stofnana. Starfsemi þessi er oftar en ekki í beinni eða óbeinni samkeppni við ýmiss konar starfsemi einkaaðila og er starfsemi þeirra gert óhægt um vik vegna mismunandi kostnaðar- myndunar," segir í skýrslunni. Lagt er til að hið opinbera losi sig úr atvinnurekstri með því að færa starfsemi yfír til einkaaðila, hvort heldur sem er í formi sölu eða út- boða. Þá verði metinn raunveruleg- ur kostnaður við eigin íramleiðslu og þjónustu hins opinbera sem sé í samkeppni við einkaaðila. Sala slíkrar þjónustu á milli stofnana verði samkvæmt sýnilegri gjald- skrá. Hugarfar skiptir verulegu máli Hugarfar stjómvalda skiptir verulegu máli fyrir að verkefni að efla og auka samkeppni á Islandi, að því er segir í skýrslunni. Stjórnvöld þurfi sífellt að vera vakandi fyjir því að minnka umsvif hins opinbera. Þá telja skýrsluhöfundar miklu skipta að stjómvöld innleiði fljótt og vel frelsi og samkeppni skv. alþjóð- legum samningum, en dragi það ekki fram á síðasta dag. Jafnframt myndi það segja mikið um hugarfar stjómvalda í þessu efni ef þau leit- uðust við að opna sem mest fyrir frelsi og samkeppni, en létu sér ekki nægja lágmarksákvæði alþjóðlegra samninga. I skýrslunni er jafnframt fjallað um margvísleg önnur málefni ríkis- ins, t.d. skattareglur, innkaup hins opinbera, eftirlitsstarfsemi og sam- keppnisyfirvöld. Viðskipta- þing 1998 VIÐSKIPTAÞING Verslunar- ráðs Islands verður haldið á morgun í þingsölum Hótels Loftleiða kl. 14. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er Is- lenskt atvinnulíf 1998: Sam- keppni eða samkeppnisleysi? Þar munu forsvarsmenn í ís- lensku viðskiptalífi ræða um stöðu samkeppnismála hér á landi frá ýmsum sjónarhomum. Auk þeirra mun Sven Norberg, forstöðumaður samkeppnis- deildar F hjá framkvæmda- stjórn ESB og fyrrverandi dómari við EFTA dómstólinn, fjalla um framtíðarþróun á sviði samkeppnisréttar. Á þinginu verður jafnframt lögð fram skýrsla Verslunar- ráðs um samkeppni í íslensku atvinnulífi þar sem fjallað er á yfirgripsmikinn hátt um stöðu samkeppninnar á ýmsum svið- um viðskiptalífsins. Jafnframt fer fram aðalfund- ur Verslunarráðs. Nýir starfs- menn hjá Norðuráli • Ásmundur Jónsson vélfræðing- ur hefur verið ráðinn viðhaldsstjóri hjá Norðuráli hf. Ásmundur brautskráðist sem vélfræðing- ur frá Vélskóla fslands 1984. Ásmundur starfaði áður hjá Ogurvík „sem vélstjóri á Ögra og Vigra og við viðhald á skip- um. Frá árinu 1985 til 1988 starfaði hann hjá Gjörva hf. og lauk sveins- prófi í vélvirkjun árið 1988. Á árun- um 1988 til 1989 vann hann á rann- sóknaskipinu ET. Ásmundur hóf störf hjá Norðuráli 1. september 1997. • Jóhann Ólafur Hauksson hefur verið ráðinn yfirmaður Hagdeildar hjá Norðuráli hf. Jóhann lauk stúdentsprófi frá Verslunar- skóla íslands 1977 og prófi í rekstrar- og við- skiptagreinum frá Endur- menntunar- stofnun HÍ, 1996. Jóhann starfaði áður sem aðalbókari hjá Flugfélagi íslands. Þar áður starf- aði hann sem bókari/aðalbókari hjá IBM á Íslandi/Nýherja á árunum 1985-1997 og sem bókari hjá Einari Guðfinnssyni hf. 1979-1984. Jóhann hóf störf hjá Norðurláli hf. 1. janú- ar sl. Hann er kvæntur Sjöfn Ey- dísi Sigfúsdóttur og eiga þau 2 börn. • Torfi Dan Sævarsson hefur ver- ið ráðinn rafmagnsstjóri hjá Norð- uráli hf. Torfi lauk prófi í raf- orkuverkfræði (rafrnagnsverk- fræði) 1987 frá Southem Illino- is University í Carbondale, 111- inois, ÚSA. Torfi starfaði áður sem að- stoðarmaður rafmagnsstjóra ISAL. Þar áður starfaði Torfi sem tæknilegur stjóraandi faggiltrar skoðunar- stofu á rafmagnssviði. Torfi hóf störf 1. janúar sl. Hann er kvæntur Valgerði Hallgrímsdóttur, uppeld- is- og menntunarfræðingi og eiga þau 2 böra. Kuggur og SKYRR snúa bök- um saman SKÝRR hf. hefur keypt meiri- hluta í hugbúnaðarfyrirtækinu Kuggi ehf. ehf. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu sl. fimmtudag eru kaupin liður í þeirri stefnu fyrirtækisins að fjárfesta í öðrum fyrirtækjum á sviði upplýsingatækni og heíja samstarf við þau. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar kaup- samningurinn og samstarfs- samningur milli fyrirtækjanna voru undirritaðir sl. föstudag. Hreinn Jakobsson, forstjóri SKÝRR, og Valgarður Guðjóns- son, framkvæmdastjóri Kuggs, handsala samningana en að baki þeim standa f.v. Aðalsteinn Þór- arinsson og Eiríkur Sæmunds- son, kerfísfræðingar hjá Kuggi, og Pálmi Hinriksson, fram- kvæmdastjóri hugbúnaðardeild- ar SKÝRR, og Sigurjón Péturs- GJALDEYRISFORÐI Seðlabank- ans rýrnaði um rúmar 200 milljónir króna í janúar og nam í lok mánaðar- ins 27,6 milljörðum. Erlendar skammtímaskuldir Seðlabankans eru óverulegar og breyttust lítið í mánuðinum að því er kemur fram í frétt frá bankanum. Á gjaldeyrismarkaði námu nettó gjaldeyriskaup bankans í janúar tæpum 1,4 milljörðum króna. Gengi íslensku krónunnar, mælt með vísi- tölu gengisskráningar, lækkaði í jan- úar um 0,3%. Heildareign Seðlabankans í mark- aðsskráðum verðbréfum jókst í janú- ar um rúma 3,5 milljarða króna og er SAMTÖK iðnaðarins halda aðal- fund sinn, Iðnþing, föstudaginn 20. febrúar næstkomandi. Á þinginu verður rætt um hlutfallslega fækk- un starfsmanna í iðnaði og hvort hún sé afleiðing efnahagsmistaka eða eðlilegrar þróunar. í frétt frá Samtökum iðnaðarins kemur fram að aðalræðumaður son, framkvæmdasljóri stjórnun- ardeildar SKÝRR. í samningnum felst að fyrir- tækin munu efna til samstarfs á sviði hugbúnaðargerðar og mun þá miðað við markaðsverð. Eign bankans í spariskírteinum ríkissjóðs lækkaði um tæpar 900 milljónir króna en ríkisbréfaeignin stóð nán- ast í stað. Ríkisvíxlaeignin jókst um 4,4 milljarða króna og nam 7,2 milljörð- um í mánaðarlok. Kröfur Seðlabank- ans á innlánsstofnanir lækkuðu um tæpa 2,8 milljarða króna í janúar en nettókröfur bankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir hækkuðu um tæpar 800 milljónir króna og námu 7,3 milljörðum í lok janúar. Grunnfé bankans lækkaði um 700 milljónir króna í mánuðinum og nam 19 millj- örðum í lok hans. þingsins verði heimsþekktur hag- fræðingur, Robert Erie Rowthom, prófessor í hagfræði við Cambridge háskóla í Englandi. Erindi Row- thoms byggist á nákvæmri rann- sókn á hlutfallslegri fækkun starfs- manna í iðnaði hér á landi. Erindið heitir „De-Industrialization: The Case of Iceland.“ Kuggur taka að sér verkefni fyr- ir SKÝRR. Samstarfíð nær einnig til samstarfs á sviði sölu- og markaðsmála og munu þau þannig freista þess að nýta Morgunblaðið/Ásdís styrkleika hvort annars. Þá verða leiðir til samstarfs á öðr- um sviðum kannaðar að sögn Hreins Jakobssonar, forsljóra SKÝRR. Lagasetning á sjómannaverkfall hefur áhrif á verðbréfamarkaði Hlutabréf SR- Mjöls hækka um nær 6% GENGI hlutabréfa í SR-Mjöli hækkaði um tæplega 6% í við- skiptum á Verðbréfaþingi ís- lands í gær, eftir að ljóst varð að ríkisstjórnin hygðist setja lög á lög á verkfall sjómanna. Lokagengi bréfanna var 6,55 og hafði þá hækkað um 35 punkta frá síðasta viðskiptadegi. Hlutabréfaviðskipti voru hins vegar áfram með minna móti. Alls námu þau tæpum 18 millj- ónum króna að markaðsvirði og hækkaði hlutabréfavísitala þingsins um 0,26%. Er þetta annar viðskiptadagurinn í röð sem vísitalan hækkar eftir nær samfellda lækkun frá áramót- um. Mest urðu viðskipti í gær með hlutabréf í Síldarvinnsl- unni, alls 9,5 milljónir króna að markaðsvirði en gengi bréfanna breyttist ekkert frá síðasta við- skiptadegi. Litlar verðbreytingar urðu annars á hlutabréfum í gær ut- an þess að hlutabréf í Þróunar- félagi íslands hækkuðu um 2,6%. Annars urðu mest viðskipti með húsbréf á Verðbréfaþingi í gær, eða fyrir tæpar 330 millj- ónir króna. Heildarviðskipti dagsins voru hins vegar í lægri kantinum, eða alls 560 milljónir króna. Nánast engar breyting- ar urðu á ávöxtunarkröfu verð- tryggðra né óverðtryggðra bréfa í gær. Jóhann Ólafur Hauksson Gjaldeyrisforðinn 27,6 milljarðar Rætt um fækkun starfa í iðnaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.