Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.02.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 49 FRETTIR Hagfræði rædd á ráðunauta- fundi ÁRLEGUR ráðunautafundur Rann- sóknastofnunar " landbúnaðarins, Bændasamtaka íslands og Búvís- indadeildar Bændaskólans á Hvann- eyri hefst í dag, þriðjudag. Ráð- stefnan er öllum opin. Ari Teitsson, formaður Bænda- samtaka íslands, setur ráðstefnuna kl. 9 og að því loknu hefst fundur um Hagfræði landbúnaðarstefnunnar. Þar eru framsögumenn Markús Möller, hagfræðingur, Seðlabanka Islands, Guðmundur Stefánssqn, hagfræðingur Bændasamtaka ís- lands og Eiríkur Einarsson, deildar- stjóri hjá ríkisendurskoðun í Sví- þjóð. Að framsöguerindum loknum verða pallborðsumræður þar sem auk frummælenda sitja fyrir svörum Erna Bjarnadóttir, deildarstjóri hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins, Jónas Bjarnason, forstöðumaður Hagþjónustu landbúnaðarins og Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðu- maður Hagfræðistofnunar Háskóla Islands. Eftir hádegið verður fjallað „um tækni við hirðingu heys, ný skipu- lagslög og endurheimt votlendis". Ráðstefnan stendur fram á föstu- dag og skiptist í hálfs dags fundi þar sem eitt málefni er til umræðu hverju sinni. „Fóðurfræði" og „Bú- fjárrækt" fá hvor sinn fundinn en sérstök áhersla er lögð á jarðrækt að þessu sinni og er fimmtudagurinn helgaður henni. Góð vinnubrögð eru ofarlega á baugi því fyrri hluta mið- vikudags er málefnið „Markviss framsetning leiðbeininga" og ráð- stefnunni lýkur með fundi um „Gæðastjórnun í landbúnaði" en gæðastjórnun er vaxandi áhersluat- riði í landbúnaði eins og öðrum at- vinnugreinum. Frönsk kvik- mynd sýnd KVIKMYNDAKLÚBBUR Alliance Francaise sýnir miðvikudagskvöldið 11. febrúar kl. 21 frönsku myndina: Nokkrir dagar með mér eftir Claude Sautet í Austurstræti 3. Martial er meðeigandi að stór- verslanakeðju. í upphafi myndar- innar er hann að koma af hressing- arhæli þar sem hann hefur dvalist vegna taugaáfalls. Hann er sendur í eftirlitsferð í útibú úti á landi til að dreifa huganum. Hann kemur til Limoges, sem er lítil borg í mið- Frakklandi, og uppgötvar tvennt sem á eftir að breyta tilveru hans og íbúanna þar. Það fyrra er að útibús- stjórinn hefur falsað reikningana. Það seinna er að hann er hrifinn af vinnukonu útibússtjórans og biður hana að eyða nokkrum dögum með sér. Myndin er á frönsku og sýnd án texta. Aðgangur er ókeypis. LEIÐRÉTT Röng mynd í GREININNI Persónuleg árás eða jákvæð gagnrýni í Morgunblaðinu sl. sunnudag birtist röng mynd af Kristjáni Kristjánssyni heimspek- ingi og prófessor við Háskólann á Akureyri. Er beðist velvirðingar á mistökunum um leið og réttri mynd er komið á framfæri. Ártal misritaðist RANGT ártal er í texta með mynd af Charles Albert Reichen í greininni „Oft hef ég stað- ið við útsjónarvörðu", sem birtist í blaðinu á sunnudag. íslandsferðin sem vitnað er í var farin árið 1836. Er beðist velvirðingar á þessari villu. JEFF Loewe klifrar upp þverhníptan hamarinn sem slútir fram. Þessi ísleið í Colarado þykir ein sú erfiðasta í heimi. Klifur og myndasýning heimsfrægs ísklifrara Úr dagbók lögreglunnar Fámennt í bæ og friðsæl helgi 6. til 8. febrúar HELGIN var róleg hjá lögregl- unni í Reykjavík. Fámennt var í miðbænum og lítið um hópa ung- linga í úthverfum. Akstursskilyrði virðast hafa komið ökumönnum talsvert á óvart og var milrið um umferðar- óhöpp. Um helgina var lögreglu tilkynnt um 40 umferðaróhöpp. Klukkan 10 á föstudag rann öku- tæki með tengivagn á bifreið sem verið var að draga með krana. Flytja varð einn ökumann á slysadeild með höfuðáverka. Nokkur slys í umferðinni Klukkan 04:50 á laugadag var ekið á mann á Reykjanesbraut við Bústaðaveg. Maðurinn fann til eymsla á fæti og hálsi og var fluttur á slysadeild með sjúkra- bifreið. Klukkan 17:12 á laugar- dag var bifreið ekið útaf Suður- landsvegi við Rauðhóla. Flytja varð ökumann og farþega á slysadeild með minniháttar meiðsl. Fjarlægja varð ökutækið með kranabifreið. Klukkan 17:45 var bifreið ekið útaf Suðurlands- vegi við Hólmsá. Engin meiðsl eða tjón urðu á ökutæki og var ökumaður aðstoðaður við að koma bifreið sinni á veginn á ný. Ekið á gamla konu Klukkan 15:36 á sunnudag var ekið á gangandi vegfaranda á Snorrabraut við Bergþórugótu. Hinn gangandi sem var 85 ára kona hafði farið yfir götuna þar sem ekki var gangbraut. Hún var flutt á slysadeild ökla- og hand- leggsbrotin og með höfuðmeiðsl. Klukkan 23:11 var síðan bifreið ekið á ljósastaur á Kringlumýr- arbraut í Fossvogi. Tveir voru fluttir á slysadeild með minni- háttar meiðsl. Klukkan 13:30 á fóstudag féll timburvörubretti ofan af sjöttu hæð byggingar við Skúlagötu á mann sem var á jörðu niðri. Mað- urinn var fluttur á slysadeild með áverka á hálsi og baki en þau eru ekki talin alvarleg. 13 ára ökumaður og farþegar Klukkan 02:45 að morgni laug- ardags urðu lögreglumenn varir við ungan ökumann við akstur. Reyndist það vera 13 ára piltur sem hafði boðið fjórum jafnöldr- um sínum í ökuferð á bifreið for- eldra. Ungmennin voru flutt á lögreglustöð og sótt þangað af foreldrum. ÍSLENSKI Alpaklúbburinn á um þessar mundir 20 ára afmæli. Af því tilefni hefur klúbburinn stað- ið fyrir nokkrum viðburðum, en heimsókn hins kunna fjallamanns Jeffs Loewe til íslands nú í febr- úar verður endapunkturinn á af- mælishátíð fslenska Alpaklúbbs- ins. Jeff Loewe er mikill frumkvöð- ull í' nútímafjallamennsku og hef- ur verið í fararbroddi í þróun nú- tímaísklifurtækni á síðastliðnum 20 árum. Hann er eftirsóttur til að halda fyrirlestra og grannt er fylgst með ferðum hans af öllum helstu klifurtímaritum sem út eru gefin, segir í fréttatilkynn- ingu. Hann heldur myndasýningu og fyrirlestur í sal Ferðafélags ís- lands, Mörkinni 6, í kvöld og sýn- ir myndir af erfiðustu ísklifur- leiðum í heimi. Jeff Loewe fer með klúbbfélögum til klifurs í ná- grenni Reykjavíkur og nokkrir af fremstu fjallamönnum lands- ins fara með hann í þriggja daga ferð til að kanna og klifra áður óklifraðar leiðir. Ekki er vitað nákvæmlega hvert verður farið, en það ræðst af veðri. Sunnudag- inn 15. febrúar mun Jeff Loewe klifra í Múlafjalli í Hvalfirði og eru allir velkomnir til að fylgjast með kappanum þann dag. Augu erlendra ísklifrara hafaí auknum mæli beinst til Islands. I janúar-febrúar-hefti tímaritsins Rock & Ice, sem er eitt virtasta klifurtímarit Bandarfkjanna, er stór grein um ísklifur á fslandi. Þegar hefur orðið vart við auk- inn áhuga erlendra fjallamanna á íslandi. Telja forsvarsmenn Alpa- klúbbsins að þessi grein og auk- inn áhugi á landinu muni skila sér í fjölgun heimsókna hingað til lands utan hefðbundins ferðamannatíma. Hegðun, tilfínn- ingar og þroski FRÆÐSLUFYRIRLESTUR um geðheilsuvanda barna og unglinga á vegum barna- og unglingageð- deildar Landspítalans verður hald- in í kvöld kl. 20 á barna- og ung- lingageðdeild Landspítalans, Dal- braut 12. í tilefni af alþjóðlegum geðheil- brigðisdegi 10. október sl., sem helgaður var málefnum barna með geðheilsuvanda, ákvað starfsfólk barna- og unglingageðdeildar Landspítalans að bjóða upp á fræðslu fyrir almenning tíunda hvers mánaðar í tíu skipti. Fræðslukvöldin bera yfirskrift- ina „Hegðun, tilfinningar og þroski - hefur þú áhyggjur af barninu þínu?". Efni þeirra hefur verið skipt í þemu, þannig verður fyrstu kvöldin fjallað um geðheilsu barna, næst verður tekin fyrir geðheilsa ungbarna og að lokum verður fjallað um geðheilsu ung- linga. Efni kvöldsins verður „Smá- barnafjölskyldan", sem Sólveig Guðlaugsdóttir hjúkrunarfræðing- ur og Kristín Kristmunsdóttir fé- lagsráðgjafi sjá um. Spurningar frá þeim sem sækja fræðsluna verða vel þegnar. Aðgangur að j fræðslukvöldunum er ókeypis. Boðið verður upp á kaffiveitingar Umboðsmaður barna heimsæk- ir Suðurnes UMBOSÐMAÐUR barna, Þórhild- ur Líndal, heimsækir grunnskóla- börn á Suðurnesjum dagana 10.-12. febrúar nk. en við undirbúning heimsóknarinnar hefur embætti notið aðstoðar skólamálaskrifstofu Reykjanesbæjar. I skólunum hyggst umboðsmaður barna kynna hlutverk sitt og fjalla almennt um réttindamál barna. Þetta er í sjötta sinn sem um- boðsmaður barna leggur land undir fót til þess að heimsækja umbjóð- endur sína í grunnskólum landsins. Þá mun umboðsmaður, í samvinnu við Samband sveitarfélaga á Suður- nesjum, eiga kynningarfund með sveitarstjórnarmönnum á Suður- nesjum en slíkir fundir hafa einnig verið haldnir í fyrri ferðum. Þá mun umboðsmaður barna nota tækifærið og vekja athygli á heimasíðu embættisins á Netinu en heimasíðan verður opnuð með formlegum hætti af ungum nem- enda í grunnskólanum í Njarðvík miðvikudaginn 11. febrúar kl. 12 á hádegi. Starfsmenn verði á launaskrá DEILD fiskvinnslufólks innan VMSI hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Þar sem félagsmálaráðherra hef- ur í dag gefið fyrirheit um að hann muni beita sér fyrir breytingum á há- marksfjölda greiðsludaga Atvinnu- leysistryggingasjóðs til fiskvinnslu- fyrirtækja í vinnslustoppi skv. lögum um greiðslur sjóðsins vegna fisk- vinnslufólks, skorar stjórn deildar fiskvinnslufólks innan Verkamanna- sambands íslands á fyrirtæki.í fisk- vinnslu að halda starfsmönnum á launaskrá þá daga sem vinna fellur niður vegna verkfalls sjómanna í stað þess að fella starfsmenn út af launa- skrá. Slflct hefði í för með sér óvissu og tekjuskerðingu fyrir fiskvinnslu- fólk." Alþjóðlegar sum- arbúðir barna CISV, Childrens International Sum- mer VíIIages, eru friðarsamtök, óháð stjórnmálum og trúarbrögðum. Kynningarfundur verður haldinn á starfsemi félagsins miðvikudaginn 11. febrúar í Garðaskóla í Garðabæ, kl. 20 og eru allir velkomnir. Árlega sendir CISV á íslandi börn frá 11 ára aldri í sumarbúðir og ung- lingaskipti erlendis. I búðunum sem standa yfir í tæpan mánuð hitta börnin fyrir börn frá öðrum þjóðum á sama aldri. Þar læra þau meðal annars að taka tillit til annarra, þau kynna ísland og kynnast öðrum þjóðum í gegnum þjóðarkvöld. Heimsferðir bjóða beint flug til Costa del Sol HEIMSFERÐIR bjóða nú í fyrsta sinni beint flug til Costa del Sol í sumar án milMlendingar. Undanfarin þrjú ár hefur ferðaskrifstofan boðið flug þangað með millilendingu í Alieante. Viva Air flugfélagið, sem er í eigu Iberia og flýgur með nýjasta fiug- flota í Evrópu, annast þessi flug Heimsferða og mun íslenzk flug- freyja verða um borð ásamt erlendri áhöfh. Farþegafjöldi til Costa del Sol hef- ur tvöfaldast á mOli ára síðusu árin, enda er staðurinn orðinn einn vin- sælasti áfangastaður Evrópubúa við Miðjarðarhafið. Með því að bjóða beint flug í sumar hefur tekizt að lækka verðið til Costa del Sol frá því í fyrra, segir í fréttatilkynningu frá Heimsferðum, sem munu kynna sér- atakt kynningartilboð á fyrstu sæt- um sumarsins. Fyrirlestur um Tantra-jóga JÓGAKENNARINN Dada Rudres- hvar heldur kynningarfyrirlestur á vegum Ananda Marga um Tantra- jóga, sem er alhliða æfingakerfi. „Lögð verður áhersla á nokkur meginatriði Tantra-viskunnar og áhrif iðkunarinnar til heildræns þroska, sannrar gleði og heilbrigði. Tíunduð verða andleg markmið Tantra-jóga og hugleiðslu til vitund- arvakningar fyrir bættu umhverfi og betri heimi," segir í fréttatilkynn- ingu. Kynningin fer fram miðvikudag- inn 11. febrúar kl. 20 í Lögbergi við HÍ, stofu 101, án endurgjalds. •: ,* i \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.